Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 ísland í Evrópu eftír Þorvald Gylfason Það hlýtur að vera öllum þorra almennings í EFTA-löndunum mikill léttir, að samningar um Evrópskt efnahagssvæði (EES eða EEA) skuli hafa tekizt. Það hefði valdið miklum vonbrigðum um alla Evrópu, ef ágreiningur um um- ferðarþunga í Alpafjöllum og um sjávarútveg í Noregi og hér heima hefði orðið til þess að koma í veg fyrir samninga. Það gerðist ekki. Það er samningamönnum íslands til sóma, að þeim skuli hafa tekizt að stuðla að þessari niðurstöðu. I. Mikið í húfi Þeir sem hafa borið mest lof á EES-samninginn hér heima, hafa lagt mesta áherzlu á frjálsan mark- aðsaðgang íslenzkra sjávarafurða. Víst er það mikils vert, að hagur útvegsfyrirtækja hefur verið tryggður með þessum hætti. Hag- ræði fyrirtækjanna af tollfrelsi felst í því, að þau geta þá selt meiri fisk í Evrópu og fengið hærra verð fyrir hann en ella. Hinu mega menn þó ekki horfa fram hjá, að EES-samningurinn snýst um margt annað, sem skipt- ir miklu meira máli, þegar öllu er á botninn hvolft. Hagur okkar fs- lendinga af þessum samningi er alls ekki bundinn við tollfijálsan aðgang að Evrópumarkaði. Hann er ekki heldur bundinn við væntan- legan efnahagsávinning eingöngu. Hér er miklu meira í húfi. íslenzkt þjóðfélag hefur tekið stakkaskiptum á þessari öld. Við lifum ekki lengur á fiski fyrst og fremst. Sjávarútvegur gegnir ekki jafnmikilvægu hlutverki í þjóð- arbúskap okkar og áður, enda hafa stjórnvöld keppt að því undanfarna áratugi að draga úr einhæfni at- vinnulífsins í landinu. Það er fyrir- sjáanlegt, að hlutdeild sjávarút- vegs í mannafla, þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjum mun minnka verulega á næstu árum og áratug- um vegna þess, að fiskstofnarnir umhverfís landið eru fullnýttir. Við getum því ekki vænzt þess að draga meiri físk úr sjó en við ger- um nú. Hins vegar getum við reynt að koma sjávarfanginu í hærra verð, meðal annars með auknu markaðsstarfi, meiri vinnslu og með því að flytja fiskinn ferskan út á erlendan gæðafiskmarkáð. II. Hagur almennings Við íslendingar lifum ekki á útflutningi strangt tekið, heídur innflutningi. Það eru útlendingar, sem lifa á okkar útflutningi. Þeir borða fiskinn, sem við flytjum út. Við notum gjaldeyristekjumar af útflutningnum til að kaupa inn- flutning. Rösklega þriðjungur af allri vöru og þjónustu, sem við notum, er keyptur frá útlöndum. Við lifum á innflutningi. Það gera allar aðrar Evrópuþjóðir líka. Við flytjum út til þess að geta flutt inn. Við hefðum engan hag af út- flutningi, ef ekkert væri að fá fyr- ir gjaldeyristekjumar. Af þessu getum við séð, að lækk- un innflutningsverðs er mikið hagsmunamál fyrir þessa þjóð ekki síðúr en hækkun útflutningsverðs. Hagur okkar íslendinga og ann- arra Evrópuþjóða af EES- samningnum er að miklu leyti fólg- inn í þessu. Efnahagsávinningur- inn felst fyrst og fremst í því, að aukin samkeppni í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn og aukið frelsi til búferiaflutninga mun færa verðlag og um leið fram- færslukostnað heimilanna niður á við og glæða eftirspum og fram- leiðslu með því móti. Hversu mikil verða þessi áhrif? Erlendir hagfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, áð almennt verðlag í álfunni muni lækka smám saman úm 6% á firnm til sex ámm í kjölfar markaðssameiningarinnar að öðru jöfnu og að framleiðsla pg tekjur muni aukast um 4-5% á ári umfram þann hagvöxt, sem ætti sér stað ella. Hér er átt við markaðssameiningu Evrópuband- alagsríkjanna tólf án EFTA-land- anna sex (eða sjö, ef Lichtenstein er talið með). Þetta er höfuðniður- staða Cecchini-skýrslunnar svo nefndu, sem kom út á vegum Evr- ópubandalagsins 1988. EES- samningurinn tryggir EFTA-þjóð- unum næstum allan ávinning EB- ríkjanna af innri markaðnum eftir 1992, ef lítils háttar tolleftirlit á STARFSLOK Upplýsingafundur fyrir fólk frá 60 ára aldri, haldinn að Hótel Lind Rauðarárstíg 18, Reykjavík, laugardaginn 16. nóvember frá kl. 13 - 17. kl. 13.00 Kynning á dagskrá. kl. 13.10 „Að ávaxta sitt pund”. Séra Tómas Sveinsson. kl. 13.30 Bætur frá Tryggingastofnun. Ásta R.Jóhannesdóttir, deildarstjóri. kl. 13.50 Húsnæðismál. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri. kl. 14.10 Skipulag á þjónustu við aldraða í Reykjavík. Þórir S.Guðbergsson, félagsráðgjafi. kl. 14.30 Ábyrgð á eigin heilsu. Sigurður Kristinsson, læknir. kl. 14.45 íþróttir og útivist. Guðrún Níelsen, íþróttakennari. kl. 15.05 Kaffi. kl. 15.30 Sjálfboðaliðastarf Rauða kross íslands. Guðlaug Ingólfsdóttir, Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ. kl. 15.50 Fjármál. Gunnar Baldvinsson, rekstrarhagfræðingur. kl. 16.10 Undirbúningur starfsloka. Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur. kl. 16.30 Tómstundir. Anna Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður. kl. 16.50 Umræður og dagskrárlok. Skráning í síma 26722 fyrir kl. 12 föstudaginn 15. nóvember. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 Þorvaldur Gylfason „Efnahagsávinningnr- inn felst fyrst og fremst í því, að aukin sam- keppni í viðskiptum með vörur, þjónustu og fjármagn og aukið frelsi til búferlaflutn- inga mun færá verðlag og um leið framfærslu- kostnað heimilanna nið- ur á við og glæða eftir- spurn og framleiðslu með því móti.” landamærum EB og EFTA-ríkja er undan skilið. Á hinn bóginn má búast við því, að víðtækari mark- aðssameining 18 eða 19 ríkja í stað 12, eins og nú hefur verið samið um, muni væntanlega skila enn meiri búbót en ella. Hvernig má það vera, að mark- aðssameining geti skilað svo mikl- um árangri? Svarið er einfalt. Við höfum langa reynslu af fijálsum vöruviðskiptum í Evrópu. Vöruvið- skiptafrelsi hefur átt dijúgan þátt í batnandi lífskjörum almennings í álfunni undanfarinn mannsaldur. Það kemur hagfræðingum ekki á óvart. Þeir hafa bent á kosti fijálsra búskaparhátta í meira en tvö hundruð ár. Með rök og reynslu að leiðarljósi hafa ríkisstjórnir Evr- ópulandanna nú ákveðið að stíga næsta skref og innleiða fijáls við- skipti með þjónustu og fjármagn og fijálsa búferlaflutninga. Þá mun ýmis þjónusta lækka í verði í skjóli aukinnar samkeppni, til dæmis bankaþjónusta, ferðalög, flutning- ar og tryggingar. Aukin sam- keppni um útboð ýmissa fram- kvæmda mun draga úr kostnaði. Síðast en ekki sízt munu aukin samkeppni og samvinna milli Evr- ópuþjóðanna leiða til meiri hag- kvæmni í rekstri fyrirtækja og örari tækniframfara. Tölurnar í Cecchini-skýrslunni eru að sönnu ekki óyggjandi, enda er engum reynslurökum til að dreifa um áhrif markaðssamein- ingar af því tagi, sem er í vænd- um, en þær eru þó líklega nálægt réttu lagi að dómi margra sérfræð- inga. Sumir hagfræðingar hafa nefnt lægri tölur í þesssu við- fangi, aðrir hafa nefnt hærri tölur. Þess er vænzt í öllu falli, að lífs- kjör almennings og afkoma fýrir- tækja muni batna verulega með lækkandi verðlagi, aukinni fram- leiðslu og auknum tekjum. Þetta er hagræðið, sem er talið munu hljótast af því að aflétta þeim við- skiptahömlum, sem eftir eru í álf- unni, ef landbúnaður er undan skilinn. Til þess er leikurinn gerður meðal annars. Ef sams konar búhnykkur félli okkur íslendingum í skaut, myndi hann skila okkur um 16 milljörðum króna í þjóðarbúið — ekki í eitt skipti, heldur á hveiju ári. Þessi fjárhæð jafngildir rösklega 250.000 krónum á hveija íjögurra manna fjölskyldu í landinu á hveiju ári. Þetta er efnahagsávinningur- inn, sem við íslendingar getum vænzt af aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu, séu niðurstöður Cecchini-skýrslunnar heimfærðar á okkur. Ávinningur útvegsfyrir- tækja er aðeins lítill hluti þessa heildarávinnings. Þjóðhagsstofnun hefur komizt að svipaðri niður- stöðu með þeim fyrirvara, að hag- ræði okkar af auknu fijálsræði í þjónustuviðskiptum verður minna en ella vegna þess, að verzlun og þjónusta gegna minna hlutverki í þjóðarbúskap okkar en annarra Evrópuþjóða enn sem komið er. Á hinn bóginn munum við njóta hag- ræðis í fiskútflutningi umfram aðr- ar þjóðir, sem flytja ekki út fisk. Þetta er þó ekki allt. Smáþjóðir hagnast yfirleitt meira en stórþjóð- ir á auknu frjálsræði í alþjóðavið- skiptum. Þar að auki hefur land- búnaði verið haldið utan við EES- samninginn, þótt það sé nú al- mennt viðurkennt í Evrópulöndum, að sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópubandalagsins sé komin í þrot og nauðsyn beri til að nýta kosti aukins fijálsræðis í bú- vöruviðskiptum í álfunni á næstu árum eins og í öðrum viðskiptum. Þar er verulegs viðbótarávinnings að vænta á næstu árum, bæði hér heima og erlendis. Mótun nýrrar landbúnaðarstefnu hér á landi og annars staðar verður trúlega auð- veldari í samvinnu við aðrar þjóðir en ella. Loks hafa athyglisverð rök verið leidd að því, að markaðssa- meining Evrópu fýrir árslok 1992 geti glætt hagvöxt í álfunni til frambúðar. Reynist það rétt, getur ávinningurinn af markaðssamein- ingu Evrópu orðið mun meiri en tölurnar að framan gefa til kynna, því að aukinn hagvöxtur hleður utan á sig með tímanum. III. Efnahagsmál og menning » » » » Þegar allt þetta er haft í huga, þarf engum að koma það á óvart, að ríkisstjórnir allra aðildarþjóða EB og EFTA hafa ákveðið að skrifa undir EES-samninginn. Ekkert Evrópuland hefur skorizt úr leik. Nýfijálsar þjóðir Austur- Evrópu bíða þess m eð óþreyju að bætast í hópinn. EES-samningurinn varðar þó ekki eingöngu viðskipti og efnahag fólks og fyrirtækja í álfunni, held- ur einnig önnur samskipti Evrópu- þjóðanna á miklu víðari vettvangi. Það er þess vegna eðlilegt, að menn velti vöngum yfír því, hvern- ig fámennri þjóð eins og okkur Islendingum muni reiða af í þeim samskiptum. Ein mikilvæg spurning varðar norrænt samstarf. Við íslendingar höfum átt mikil og vinsamleg sam- skipti við frændur okkar á Norður- löndum alla tíð og notið góðs af þeim. Við höfum átt samleið með þessum þjóðum á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar hafa sagt, að norrænt samstarf muni í vaxandi mæli eiga sér stað á sameiginlegum vett- vangi Norðurlandaþjóðanna í nýrri Evrópu. Aðild okkar íslendinga að norrænu samstarfí hefði verið teflt í tvísýnu, hefðum við orðið viðskila við hinar Norðurlandaþjóðirnar nú. Önnur spurning varðar menningarsjálfstæði okkar í sam- félagi þjóðanna í framtíðinni. Staf- ar menningu okkar og sjálfstæði hætta af nánara sambýli við aðrar Evrópuþjóðir? Eða þurfum við þvert á móti á nánari tengslum við aðrar Evrópuþjóðir a ð halda til að geta búið komandi kynslóðum í landinu viðunandi lífskjör og starfsskilyrði og staðið vörð um menningararf okkar með traustan efnahag að bakhjarli? Við þurfum vissulega að fara varlega í samskiptum okkar við Evrópubandalagið. En við þurfum líka að vera á varðbergi gagnvart yfirdrifnum ótta við nánari tengsl okkar við aðrar Evrópuþjóðir og gagnvart yfírborðslegri andstöðu við EES-samninginn á þeim grund- velli. i I í IJöfundur er prófessor í hagfræði i Ish við Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.