Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.11.1991, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1991 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS , Itf KKTII B~1 Mffl TiJL Þessir hringdu ... Tónlistardagar Dómkirkjunnar ólöf vildi koma á framfæri þökkum fyrir tónlistardaga Dóm- kirkjunnar sem nú standa yfir. Hún sagði söng Sigríðar Ellu hafa verið yndislegan á fyrsta kvöldi tónlistardaganna einnig hefði kór- inn verið frábær. Ánægðar með grein Njarðar Njarðvík Ragna hringdi og vildi bera fram þakkir til Njarðar Njarðvík fyrir grein hans „Minn minnsti bróðir” í Morgunblaðinu 6. nóv. Hún sagðist vera ánægð með efn- ið og það ætti mikið erindi til fólksl D.G. vildi einnig hrósa grein Njarðar og hún vildi beina því til þeirra sem væru að skammast út í sambýlin viðs vegar um borgina hvort þeir hugleiddu aldrei að þeir gætu þurft á þeim að halda fyrir einhvern þeim náinn? Hún benti á að á Eyrarbakka væri fangelsi og aldrei hefði heyrst æðruorð frá íbúunum þar. Hún vildi einnig taka undir með grein Rannveigar Tryggvadóttur í Morgunblaðinu 7. nóv. þar sem hún bendir á að handboltahöll sé ekki endilega það sem Islendingar þurfi einna helst. Sleppa Faðir vor Mundi vildi kvarta yfir því að prestarnir slepptu að fara með faðirvorið í lok bænastundarinnar í útvarpinu á morgnanna. Honum fannst mikið vanta þegar ekki væri endað á því að fara með faðirvorið. Hann sagði gott fyrir fólk að vakna við bænina á morgnana. Mótmæli til heibrigðisráðherra Anna vildi mótmæla orðum heilbrigðisráðherra þess efnis að aðal lyfjahækkun elli- og örorku- lífeyrisþega væri vegna ávana- lyfja. Hún spyr ráðherra hvort calcium sandos töflur séu ávana- lyf? Hún segist hafa þurft að taka þessar töflur í áraraðir vegna hraðrar úrkölkunar og beinþynn- ingar og líkaminn vinni best úr þessum töflum og tilgangslaust sé að nota annað í slæmum tilfell- um. Áður en hætt var að niður- greiða lyf var kostnaður vegna þessara taflna fyrir árið 5.475 krónur en eftir að niðurgreiðsla féll niður er sami kostnaður 34,748 krónur og Anna segir heil- brigðisráðherra geta reiknað út hversu mikil prósentuhækkun það sé. Dúkkurnar hennar Ástu Jón á Skúlagötunni spyr Ástu Guðjónsdóttur hvenær hún ætli að ná í dúkkurnar sem eru hjá honum? Týndi sjali Ásta týndi sjali s.l. sunnudag er hún fór á tónleika í Langholts- kirkju. Einnig gæti komið til greina að sjalið hefði týnst þegar hún kom við á Miklubraut 46. Sjalið er jafnt á alla kanta, þunnt ullarsjal, svart með rauðum rós- um. Upplýsingar um sjalið má gefa í síma 23794. Reiðhjóli stolið Aðfaranótt laugardagsins 2. nóv. var Muddy Fox fjallareið- hjóli stolið frá Hellisgötu í Hafnar- firði. Hjólið er rautt með gulum lási og öðrum gráum og hnakkur- inn er vafinn með rauðu lím- bandi. Finnandi vinsamlegast skili hjólinu á lögreglustöðina í Hafn- arfirði. Bakpoki hvarf úr bifreið Rauður bakpoki hvarf úr Volvo- bifreið sem stóð við Öldugötu að- faranótt sunnudags. í bakpokan- um var meðal annars peysa og smádót. Upplýsingar um pokann má gefa í síma 650566. íþróttahöll og listasafn Skattborgari hringdi og sagði að ekki ætti að byggja íþróttahöll vegna sparnaðarástæðna og hún gæti verið ágætt dæmi um það hvort ríkisstjórnin ætlaði að spara eða ekki. Hann sagði flesta í kringum sig á sama máli. Eins taldi hann að ríkið ætti ekki að taka Listasafn Siguijóns upp á sína arma af sparnaðarástæðum. Það gæti ekki gengið til lengdar að ríkið tæki allt sem fólki dytti í hug upp á sína arma. í þessu ætti að fylgja bandarísku aðferð- inni það er að áhugamenn um safnið ættu að sjá um að halda rekstrinum uppi. Svartur leðurjakki Svartur leðuijakki tapaðist á Laugaveginum aðfarnótt sl. laug- ardags. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 621161. Fundarlaun í boði. Salt á hjólreiðabrautir Jóhann í Breiðholtinu hringdi og vildi kvarta yfir því að það vantaði svo víða salt á hjólreiða- brautir og gangbrautir. Það væri ekki síður mikilvægt að saltbera fyrir hjólandi fólk og gangandi heldur en fyrir ökumenn. Hann sagði einnig vera mikinn misbrest á því að hjólreiðabrautirnar væru sópaðar og á sex vikum hefði hann sprengt dekkin á hjólinu sínu fjórum sinnum og tvívegis vegna glerbrota. Meira um verslunarferðir: Neikvæð umræða hættuleg þjóðinni írlandsfari hringdi í Velvakanda þann 5. nóvember, en hann var nýkominn úr verslunarferð, tjáði hann blaðinu að flest allt fólkið í hópferðinni hefði keypt barnafatn- að og það á helmingi lægra verði en hér. Ekki ætlar undirritaður að mótmæla því að hægt sé að versla ódýran fatnað á írlandi en staðreyndin er samt sú að harla lítill verðmismunur er á vönduðum fatnaði. Verðviðmiðun er allsendis óraunhæf nema verið sé að bera saman nákvæmlega sama fatnað frá sama fyrirtæki. Verðm- ismunurinn orsakast þannig ekki af því að kaupmaðurinn hér heima sé svikahrappur og okrari eins og alltof margir hér á Fróni vilja telja sér trú um, heldur af því að ekki er verið að bera saman sömu gæði og þar að auki er barnafatn- aður á írlandi hvorki tollaður né ber hann nokkurn virðisaukaskatt, aftur á móti á Islandi er auk mik- ils- flutningsgjalds til landsins þá þarf að borga 20% toll til ríkisins (þar sem megnið af þessari vöru á írlandi er framleitt utan Efna- hagsbandalagsins) og þar að auki 24,5% virðisaukaskatt sem leggst á allt (innkaupsverð + tollur + flutningsgjald + álagning). Það kostar nefnilega mikla pen- inga að viðhalda svo dæmi sé nefnt velferðakerfinu einnig mennta- kerfinu og að hafa samgöngumál í sæmilegu Iagi og einhveijir verða að borga það. Ég skil ekki hugsanagang þeirra mörgu stjórn- málamanna sem ganga hart fram í því að innheimtaþessimiklúgjöld af fólki sem verslar hér innan- lands, en síðan að það sé allt í lagi að fólk borgi enga tolla bara ef það er svo vinsamlegt að leggja því lið að flytja verslun og við- skipti úr landi. Það mun koma í ljós innán tíðar hjá okkur að þjóð sem ekki getur viðhaldið verslun og viðskiptum í sínu eigin landi er í vanda stödd. Augljóst er að yfirmaður tollsins á Keflavíkurflugvelli, þ.e.a.s. hæstvirtur utanríkisráðherra, set- ur ekki undir sama hatt „Jón og séra Jón”. Hitt sem írlandsfarinn heldur fram að eina fólkið sem voru með mörgu töskurnar þegar þeir gengu gegnum tollinn hafi verið smá- kaupmenn í Reykjavík. í því sam- bandi vil ég taka fram að ég þekki Kalkoff-hjól- ið sem hvarf Hefur einhver fundið hjólið mitt? Yndislega ljósbláa Kalkoff-hjól- ið mitt (með hvítri körfu framan á) hvarf á Kaplaskjólsveginum fyrir nokkrum vikum og ég sakna þess mjög! Ef einhver góðhjartað- ur hefur rekist á það er hann vin- samlegast beðinn að láta mig vita í síma 20807. Ef þú sem tókst það ert með samviskubit skal ég ekkert verða reið og fyrirgefa þér ef þú skilar því! fio' £ 'Kii.íi:j.c. u ui: ,u ; ■ 1 engan alvörukaupmann hér á landi sem gerir innkaup sín í gegnum írland og ennþá síður að þeir geri þar innkaupin í gegnum smásala. Að mínu mati þá er þessi sí- fellda neikvæða umræða hér á landi um menn og málefni, þjóð- inni stórhættuleg. Lyftum höfði því þá mun birta í kringum okkur og fólkinu í land- inu mun farnast betur. Kaupmaður í Reykjavík. Nýkomnir öóruvísi kvenskór Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Verð: 4.395,- 5% staðgr.afsl. Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI • SIM1:21212 SIEMENS ■ Fjölhœf hrœrivél! MK4450 Blandari, grænmetiskvöm og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl, leiðarvísir og uppskriftahefti. • Einstakt verð: 15.300,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 ■ iii NY PLATA Ný hljomplata er iræntanleg i verslanir í da I .1 dreifing; SKÍFAN Hljómsveit Gisla, ÞÓRGISL (Cisli, Þórir Baldursson, Pétur Crétarsson, Tryggvi Hubner, Herdis Hallvardsdóttir.) heldur tónleika í PÚISÍnum I kvöld kl. 22.00, og á Tveimur vinum sunnudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.