Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 í 1 ft 4 i < i SUMARMINNIN GAR Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Guðjónsson. Gunn- ar Bender: STANGAVEIÐIN 1991. 201 bls. ísafold. 1991. Arbók þessi er hin glæsiiegasta, mikið og vel myndskreytt, meira en áður. Textinn hefst á eins konar almennum fréttapistli þar sem rædd eru áhugamál veiðimanna, önnur en íþróttin sjáif. Síðan er sagt frá veiðinni í einstökum ám. Raunar er baráttan við veiðiþjófa hér allra fremst á blaði, en hún er sögð ganga misjafnlega sem að lík- um lætur. Þar geta einnegin komið upp álitamál þar sem annar segir má^ hinn segir ekki má, en svo er meðal annars um veiðirétt bænda fyrir jörðum sínum, þeirra sem eiga land að sjó í nánd við árósa. Þar er deilt um lög og hefðir og sýnist sitt hveijum. Uthafsveiðar eru og á dagskrá. En það er skiljanlega áhugamál veiðimanna að laxinn sé ekki fangaður áður en hann gengur í árnar sínar, hreinar og silfurtær- ar! Allt telst þetta til hagsmuna- mála stangaveiðimanna. En sjálfur er laxinn duttlungafull- ur og jafnvel erfiðara að tjónka við hann en netabændur, Grænlendinga og veiðiþjófa til samans. Og veiðin í sumar sem leið var ekki meiri en svo að hljóðið er að þessu sinni frem- ur dauft í mannskapnum. Sumarið telja veiðimenn hafa verið sérstakt fyrir margra hluta sakir. Það var heitara en mörg undanfarin sumur. Þurrviðrasamt var fyrri partinn og ár vatnslitlar. Það greiðir ekki götu fiskinum. Síðari hluta sumars rigndi aftur á móti meira en góðu hófi gegndi. Árnar ruddust fram, mó- rauðar og gruggugar. Og þess hátt- ar vatnagangur gerir aldrei veiði- legt. Eða hver vill fiska í gruggugu vatni? Það bar til á sumrinu að hnúðlax eða bleiklax sýndi sig á ný. Hans varð fyrst vart fyrir aldarfjórðungi eða meir og þá talið að hann mundi gera sig hér heimakominn til fram- búðar. Þetta er Kyrrahafsfiskur. Rússar munu hafa flutt hann í ár sem renna í íshafið. Og þaðan barst hann svo hingað. Svo voru ferðir hans að minnsta kosti útskýrðar þegar hann sást hér fyrst. Síðan liðu svo árin að fáar spurnir fóru af hnúðlaxinum þar til nú að hann er sem sagt farinn að gera vart við sig á ný. Annaðhvort hafa gömlu skýringamar á ferðum hans reynst rangar eða höfundar Stangaveiðinn- ar kannast ekkert við þær því þeir fullyrða að enginn viti »hvaðan þessi Hreinkálfurinn Þytur Bókmenntir Sigrún Klara Hannesdóttir Þytur _ » Höfundur: Jóhanna Á. Stein- grímsdóttir Hólmfríður Bjartmarsdóttir myndskreytti. Björk, 1991. Bókaútgáfan Björk efndi til verð- launasamkeppni í tilefni 50 ára af- mælis síns og hlaut saga Jóhönnu Steingrímsdóttur, Þytur, verðlaunin. Bókaútgáfan Björk hefur lagt sig eftir því að gefa út bækur fyrir yngstu bömin og allir þekkja Skemmtilegu smábamabækurnar um ljóta jarðálfínn Láka, Stúf, Tralla, Græna hattinn, Bláu könn- una og Svörtu kisu. Þetta forlag gaf einnig út Palla sem var einn í heimin- um og Selinn Snorra en aliar em þessar bækur Iöngu orðnar sígildar og sjálfsagðar í bókaskáp bamanna. Þytur er falleg saga um síðborinn hreinkálf á íslenskum öræfum. Hann er sonur Stórahreins, sem er glæsi- legur og sterkur hreintarfur, leiðtogi hjarðar sinnar. Tilvera litla hrein- kálfsins tengist lífí lítillar stúlku, Daggar, sem að mati hreindýranna er lítill mannkálfur. Dögg bjargar Þyt úr dýi með hjálp föður síns, og á jólunum færir Stórihreinn litla Jóhanna Á. Steingrímsdóttir ósjálfsbjarga hreinkálfinn til byggða til að bjarga lífi hans. Saga Jóhönnu um hreinkálfínn er kyrrlát og heiðrík saga. í henni er enginn hasar en samt er sagan spennandi. Dögg er fulltrúi sveitar- innar og lifír í nábýli við náttúm og dýralíf. í sögunni er lýst því hvers- dagslega sem þó er fullt af ævintýr- um. Dögg fer í útilegu með foreld- mm sínum þar sem veiddur er sil- ungur og grösum safnað til vetrar- ins. Lífsbaráttu fuglanna er hluti af tilveru litlu stúlkunnar og hún gefur hrafni og snjótittlingi að eta ekki síður en gimbrunum sem hún reynir að fá til að sætta sig við þurrt hey í stað safaríkra grasanna. Við sjáum veturinn eins og hann blasir við börnum í sveitinni. Myndir Hólmfríðar falla yfirleitt vel að textanum enda myndefnið gott þar sem em hreindýrin, en sum-' ar myndirnar finnst mér þó ekki nógu vel gerðar. Dögg er á engum tveim myndum sjálfri sér lík, og andlitsfallið mismunandi. Hreindýrin eru líka stundum býsna ólöguleg til dæmis nýborinn hreinkálfurinn á síðu 9 og hreinarnir á síðu 27. Jóhanna talar ekki neitt sérstakt barnamál við lesendur sína. Svanir og gæsir em í sámm, og sagt er að komið sé hausthljóð í fuglana. Eflaust em mörg borgarbörn sem ekki skilja þessi hugtök og þá kemur til kasta foreldra og annarra að- standenda að útskýra og túlka. í sögunni skynjum við tign hrein- dýranna þar sem hom þeirra ber við himin í ljarskanum og við erum minnt á harða lífsbáráttu þessara innflytjenda til íslands. Þessi heimur friðsældar og fjallakyrrðar er alltof mörgum íslenskum bömum hulinn og glataður í hraða nútímans þar sem allt þarf að gerast svo fljótt. Guðmundur Guðjónsson kvikindi em komin«; segjast aðeins vona að þau sýni sig ekki framar. Laxveiðin er konungleg íþrótt. Hingað koma á ári hverju fyrirmenn og frægðarpersónur til að renna í árnar. Er sumra þeirra getið hér. Minna fer fyrir silungsveiðimönn- um. En lokakafli bókarinnar fjallar reyndar um silungsveiðina. Gagn- stætt Iaxveiðinni telst hún vera al- þýðuíþrótt. En ef til vill veitir hún sömu ánægjuna þrátt fyrir það. Þótt sumarið uppfyllti ekki allra vonir segir myndefnið í bók þessari aðra sögu. Þar er hvorki vatnsleysi né grugg heldur sumar og sól og bros á brá. Sá sem lætur mynda sig Gunnar Bender með »þann stóra« hefur í höndum sönnun þess að veiðisagan sé hvorki stílfærð né ýkt heldur dagsönn! Þarna eru líka furðusögur af því taginu sem einatt fylgja veiðiskapn- um, t.d. af laxinum í Hrútafjarðará sem linnti ekki ferð sinni fyrr en hann var kominn upp á grynningar með þeim hörmulegu afleiðingum »að hann hvorki fékk nóg súrefni né vatnsmótstöðu í sporðinn« og lét þar lífið án aðstoðar veiðimanna. »Þetta reyndist vera 13 punda lax.« Þó Stangaveiðin sé eins konar ársskýrla hygg ég að margur muni sökkva sér ofan í hana eins og spennubók. Það gerir ástríðan. F ógetavald Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá rit- höfundi bókarinnar FÓGETA- VALD: Undanfarið ár hef ég setið við í frístundum mínum og skrifað skáld- sögu sem heitir Fógetavald, og kom út um daginn. Nú finnst mér næst- um að ég hefði alveg eins getað sleppt því að skrifa þessa sögu. Ástæðan er sú að í Morgunblaðinu á síðastliðinn föstudag var allur þráður hennar rakinn, næstum ná- kvæmlega, af einhveijum Skapta Halldórssyni, sem fengið hefur sög- una til umfjöllunar. Mér líður eins og ég hafi fengið blauta gólftusku í andlitið. Ritdómur Skapta Halldórssonar um bókina mína var jákvæður, þeg- ar hann kom sér loksins til þess að segja skoðun sína. Ég hef þess vegna ekki undan nokkrum hlut að kvarta í því tilliti. Ég veit líka af Þekking - reynsla -þjónusta ÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Sími814670 og í Mjódd Slmi 670100 eigin reynslu að það er nauðsynlegt að segja eitthvað um efni bókar, sem maður fær til að ritdæma, og stundum meira en taugaóstyrkur höfundurinn telur henta. En ég man ekki til þess að hafa séð söguþráð nokkurrar bókar rakinn í jafn mikl- um smáatriðum og Skapti þessi Halidórsson gerði um mína bók. Þetta er móðgun við mig, við bók- ina sem ég hef skrifað og við hugs- anlega lesendur. Ástæðan er ekki einungis sú að bókin Fógetavald gengur að nokkrum hluta út á óvissu um framvindu mála, altso spennu, og sá sem hefur lesið þenn- an ritdóm Skapta Halldórssonar þarf varla framar að velkjast í vafa um nokkurn hlut. Ástæðan er líka sú að þegar einhver maður tekur sig til og rekur söguþráð heillar sögu þannig í blaðagrein, þá verður sá söguþráður óhjákvæmilega flatneskjulegur og ómerkilegur. Ég veit ekki hveijum Skapti telur sig hafa verið að gera greiða með þessu óg læt mig það svo sem einu gilda; aftur á móti þætti mér dálítið for- vitnilegt að vita hvort hann hafi litið yfír ritdóminn sinn þegar hann var búinn að skrifa hann og hugsað með sér: „Þetta var nokkuð gott hjá mér.” Ég hef • þegar kvartað undan þessum ritdómi við Jóhann Hjálm- arsson, sem umsjón hefur með menningarskrifum Morgunblaðs- ins, og hann tjáði mér að hann leggi áherslu á að ritdómarar reki ekki söguþráð bóka, nema í hæsta lagi að einum þriðja, og hann geri sér grein fyrir að þarna hafí verið of langt gengið. En það var ekki ein- ungis of langt gengið, það var geng- ið alla leið, og ég vona einungis að einhveijir geti enn hugsað sér að lesa söguna Fógetavald — þó Skapti þessi Halldórsson hafl misþyrmt henni á þennan hátt, enda vona ég að sagan sé þrátt fyrir allt auðugri en fram kom í Morgunblaðinu. Eg rita þessa athugasemd vegna þess að þó skaðinn sé skeður í mínu til- felli, þá vil ég ekki að aðrir höfund- ar fái blauta gólftusku Skapta Hall- dórssonar framan í sig. Tilhneiging ritdómara til að rekja söguþráð bóka alltof nákvæmlega hefur lengi verið þymir í augum mér, en senni- lega kunna fáir höfundar við að kvarta — af ótta við að blaðalesend- ur telji þá einungis sára og reiða af því bókin þeirra hafí hlotið slæma útreið. Einmitt þess vegna læt ég eftir mér að vekja athygli á þessari svívirðu, af því bókin mín fékk alls ekki slæma útreið — nema að þessu leyti. Virðingarfyllst, Illugi Jökulsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.