Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 Þrotabú Fjöreggs: Islandsbanki mun að líkindum kaupa bústofn og lausafé VIÐRÆÐUR bústjóra þrotabús alifuglabúsins Fjöreggs á Sval- barðsströnd og Islandsbanka um kaup bankans á bústofni og til- heyrandi lausafé eru langt komn- ------»■■♦.♦------ Stúlka kastaði sér í sjóinn Sjóbjörgunarsveitin á Akureyri var kölluð út aðfaranótt sunnu- dags vegna stúlku sem fleygði sér í sjóinn. Stúlkunni varð ekki meint af volkinu. Stúlkan, sem er um tvítugt, kast- , aði sér í sjóinn í höfninni við Torfu- nefsbryggju. Lögreglumenn fóru út á eftir henni á gúmmíbjörgunarbát og þá var sjóbjörgunarsveit Slysa- vamafélagsins einnig kölluð út vegna atviksins. Um helgina var brotist inn í versl- unina Notað og nýtt við Hólabraut. Geislaspilara og hjópiflutningstækj- um var stolið í innbrotinu. Þá varð harður árekstur tveggja fólksbíla á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis laust eftir há- degi í gær. Farþegi í öðrum bílnum vvar fluttur á sjúkrahús en hann fékk þungt höfuðhögg. ar og má búast við að bankinn taki við _ rekstri búsins innan skamms. íslandsbanki keypti jörð og fasteignir þrotabúsins, eftir að hæstbjóðandi, Anny Larsdótt- ir, hafði ekki staðið við tilboð sitt. Arnar Sigfússon bústjóri þrota- búsins sagði að viðræður hefðu stað- ið yfir við forráðamenn bankans og ætti hann ekki von á öðru en samn- ingar um kaup hans á bústofni og tilheyrandi lausafé næðust. Kvaðst hann vænta þess að innan skamms, jafnvel seinnipart þessarar viku myndi íslandsbanki taka við rekstri búsins, en Kaupféjag Eyfirðinga hefur leigt reksturinn fram til þessa. Islandsbanki keypti fyrir skömmu jörðina Sveinbjarnargerði og fast- eignir á henni fyrir 65 milljónir króna, eða eftir að ljóst var að hæst- bjóðandi, Anny Larsdóttir, myndi ekki standa við tilboð sitt upp á 65,1 milljón króna. Um 30 þúsund kjúklingar eru á búinu og nokkur þúsund hænur. Arnar taldi að öll Ijármunaleg rétt- indi og þar með framleiðslurétturinn fylgdu þrotabúinu. Hann sagðist ekki að svo stöddu geta gefið upp verð það sem bankinn mun greiða fyrir bústofn og lausafé, en hver gripur yrði seldur á ákveðnu verði eftir aldri og verðmæti. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson * Arni áritar Árni Tryggvason leikari og trillukarl var á ferðinni á heimaslóðum um helgina, en hann og Ingólfur Margeirsson, er skrifaði sögu hans Lífróður árituðu bókina í Brekku á laugardagskvöld. Fjöldi fólks heilsaði upp á þá félaga í Brekku, en fyrr um daginn höfðu þeir áritað bókina í bókabúðum á Akureyri og á sunnudag héldu þeir til Húsavíkur í sömu erindagjörðum. Á myndinni lætur gamall Hríseying- ur, Unnur Björnsdóttir, vel að leikaranum. íþróttasamband fatlaðra: Tvær slúlkur fá silf- urmerki fyrir íþróttir RUT Sverrisdóttir og Sigurrós Karlsdóttir voru á föstudag sæmdar einu æðsta heiðursmerki íþróttasambands fatlaðra, silfurmerkinu, en þær hafa báðar staðið sig afar vel á íþróttasviðinu. Ólafur Jensson, formaður íþrótta- sambands fatlaðra, sagði að þær Rut og Sigurrós væru á allan hátt til fyrirmyndar. „Við sæmdum þær } silfurmerkinu fyrir frábær afrek í íþróttum, góða ástundun og æfingar auk þess sem þær eru á allan hátt til fyrirmyndar og eiga því þetta merki fyllilega skilið,” sagði Ólafur. Rut á heimsmet í 200 metra bak- sundi í sínum flokki, auk fjölmargra annarra meta. Þá hefur hún verið valin í A-flokk vegna undirbúnings Olympiuleikanna í Barcelona á Spáni næsta sumar. Sigurrós. hóf sinn íþróttaferil í sundi, en hefur á síð- ustu árum einkum æft og keppt í boccia og borðtennis þar sem hún hefur staðið sig vel. Ólafur gat þess að á Akureyri væri kröftug starfsemi í sambandi við íþróttir fatlaðra og vekti aðdáun hve vel væri unnið á því sviði. Lions- klúbburinn Hængur styddi vel við bakið á íþróttafélaginu Ákri og héldi árlega svokallað Hængsmót sem væri eitt eftirsóttasta íþróttamót sem haldið er á landinu. Þá styddi Kiwan- isklúbburinn Kaldbakur dyggilega við íþróttafélagið Eik, sem er íþrótta- félag þroskaheftra. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ljós kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi Ljós voru kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi á laugar- daginn. Jólatréð, sem er hið myndarlegasta, er gjöf frá Randes, vinabæ Akureyrar í Danmörku, en þetta er í fjórða sinn sem bæjarbúar fá jólatré að gjöf frá vinabæ sínum. Blásarasveit Tónlistarskólans lék jóla- lög, kór Akureyrarkirkju söng, Sigurður Jóhannes- son ræðismaður Dana á Akureyri flutti ávarp sem og Halldór Jónsson bæjarstjóri. Þá brugðu jólasvein- ar á leik og gengið var í kringum tréð. Umhverfis- deild Akureyrarbæjar hefur veg og vanda af uppsetn- ingu jólatrésins sem og jólaskreytinga í bænum og sagði Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri að vegna reynslu fyrri ára væru nú notaðar lágspennu- perur í jólatrénu, sem engum nýtist. „Perunum hef- ur meira og minna verið stútað eða stolið á undan- förnum árum og því brugðum við á þetta ráð nú,” sagði hann. Héraðsráð Eyjafjarðar: Frestar svari til ráðherra um framtíð Kristnesspítala HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar hefur óskað eftir fresti til að svara fyrir- spurn heilbrigðisráðherra varð- andi framtíðar rekstrarform Kristnesspítala. Nefnd sem ráð- herra skipaði í ágúst skilaði því áliti fyrir skömmu að farsælast væri að spítalinn yrði að sjálf- stæðri stofnun með sérstaka stjórn og fjárveitingu. Verði til- lagan samþykkt verða sveitarfé- lögin í Eyjafirði eigendur 15% fasteigna og búnaðar spítalans og munu þau greiða 15% fjárfesting- akostnaðar sem til fellur í fram- tíðinni. Álit nefndarinnar var kynnt á fundi héraðsráðs á föstudag, en fyr- ir lá fyrirspurn frá Sighvati Björg- vinssyni heilbrigðisráðherra til sveit- arstjórna í Eyjafirði varðandi rekstr- arform spítalans, en í tiljögu nefnd- arinnar kom fram að auk þess sem spítalinn yrði að sjálfstæðri stofnun yrði leitað samkomulags við hlutað- eigandi sveitarfélög um starfsemina og þátttöku í fjárfestingakostnaði. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir svari við fyrirspurn sinni fyrir 10. desember, en gert hafði verið ráð fyrir að Kristnesspítali gæti orðið að sjálfstæðri stofnun um næstu áramót. Guðný Sverrisdóttir formaður Hérðasnefndar Eyjafjarðar sagði að á fundi héraðsráðs á föstudag hefði verið ákveðið að fá að fresta því að svara fyrirspurninni fram á næsta ár, en málið verður rætt að nýju á fundi ráðsins 20. desember. Guðný sagði að mönnum hefði 'fundist fyrir- varinn of skammur og vildu sicoða málið betur áður en ákvörðun yrði tekin. Skipulagsnefnd: Fundur um skipulag suðurhluta Oddeyrar SKIPULAGSNEFND Akureyrar- bæjar efnir til kynningarfundar með íbúum og húseigendum á suðurhluta Oddeyrar um deili- skipulag Oddeyrar annað kvöld, miðvikudagskvöldið 11. desemb- er. Fundurinn verður í Húsi aldr- aðra á Lundargötu 7 og hefst kl. 20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá afhendingfu silfurmerkis Iþróttasambands fatlaðra, frá vinstri Camilla Th. Hallgrímsson varaformaður, Ólafur Jensson formaður, Sigurrós Karlsdóttir og Rut Sverrisdóttir. Nefndin hefur látið vinna frumtil- lögur að deiliskipulagi íbúðabyggðar sunnan Eiðsvallagötu, en skipulags- svæðið afmarkast af Glerárgötu, Eiðsvallagötu, Hjalteyrargötu og Strandgötu. Mikilvægt er talið að halda kynningar- og umræðufund um skipulagið áður en endanlegar tillögur verða unnar. Á næstu vikum verður unnið að lokatillögu skipu- lagsnefndar að svæðinu, sem síðan verður auglýst skv. skipulagslögum þannig að þeir sem við það vilja gera athugasemdir fái til þess tæki- færi. Skipulagshöfundar munu útskýra frumtillögur sínar og svara fyrir- spurnum ásamt skipulagsnefnd. í hugmyndunum sem fyrir liggja fel- ast bæði áform um viðhald og styrk- ingu bæjarhlutans þannig að gömul hús fái að standa áfram og endurnýj- un hluta byggðarinnar með nýbygg- ingum. Tillaga er um slíka endurnýj- un á svæðinu milli Lundargötu og Glerárgötu. Einnig er í frumdrögum gert ráð fyrir nýbyggingum austast í hverfinu á svæðum meðfram Hjalt- eyrargötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.