Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 ÖSKJUHLÍÐ, SÍMI 621599 í kjölfar víkinga Vínland sótt heim að nýju Á DEGI Leifs Eiríkssonar 9. október lauk ferð víkinga- skipsins Gaiu til Bandaríkj- anna með giæsilegum mót- tökum í Washington. Ferð skipanna var farin til að vekja athygli á ferðum frækinna sjógarpa til Ameríku fyrir um eitt þúsund árum og var yfir- skrift ferðarinnar: „Vínland Revisited" eða „Vínland heimsótt að nýju“. Kynning- arátakið sem unnið var að í tengslum við ferðina veitti íslensku þjóðinni mjög já- kvæða landkynningu sem í framtíðinni kemur til með að skila sér í jákvæðu viðmóti og viðskiptum erlendis. Is- lenskir söluaðilar hefðu þó getað nýtt sér þetta einstæða tækifæri betur. Það er viður- kennt í viðskiptum að jafnan reynist auðveldara að eiga viðskipti við þjóðir, þekki menn eitthvað til framleiðslu þeirra. Þórður Einarsson sendiherra var formaður íslensku nefndarinnar sem hafði veg og vanda af þátttöku Is- iendinga í kynningarátakinu. Þar sem fréttir af þessu áhugaverða framtaki hafa verið takmarkaðar á íslandi var Þórður beðinn um að skýra frá aðdraganda þess og ferli og hver hann teldi að hafi verið helsti ávinningurinn. Viðtalið fór fram við lok kynning- arátaksins eftir komu Gaiu til Wash- ington. „Hugmyndina að þessari ferð átti Knut Kloster," sagði Þórður. „Hann kostaði byggingu víkinga- skipanna þriggja. Hann gerði sér ferð til íslands árið 1990 og ræddi þá við frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta um möguleika á því að ísland taki þátt í átaki til að minnast sigl- ingu víkingaskipanna til Vestur- heims fyrir um eitt þúsund árum. Hún tók hugmyndinni mjög jákvætt. En jafnframt var ljóst að fjármuni þurfti til og samþykkti ríkisstjómin þátttöku af hálfu íslands. Forseti hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og ekki síst þeirri hlið sem Kloster hefur mikinn áhuga á, en það var ekki einungis til að minnast þessara landafunda heldur einnig að tengja ferðina umhverfísmálum. Knut Kloster er, jafnframt því að vera mikill framkvæmdamaður, mikill hugsjónamaður. Það má sjá best á því að við lok þessa kynningarátaks í Washington ætlar hann á eigin vegum að halda áfram ferð skipsins Gaiu til Rio de Janeiro þar sem fyrir- Mikill mannfjöldi fagnaði Gaiu við komuna til Washington. I baksýn er áin Potomac. Ljósmyndir/SG Þórður Einarsson sendiherra var formaður íslensku kynningar- nefndarinnar. Telur hann að þátttakan hafi verið mikils virði. huguð er ráðstefna á vegum Samein- uðu þjóðanna um umhverfísmál." — Þrátt fyrir samþykkt ríkis- stjórr.arinnar kom fram ákveðin gagnrýni vegna þátttöku okkar í kynningarátakinu. Okkar þáttur var talinn rýr miðað við þátt Noregs. Telur þú að hlutur íslands hafí verið lítill í þeirri umfjöllun sem málið fékk íslenskir, bandarískir og norskir fánar mynda fánaborg við Washing- ton Harbor við komu víkingaskipsins. Gaiu. Á myndinni til hægri má sjá prófessor Jónas Kristjánsson og frú Sigríði Kristjánsdóttur konu hans meðal gesta. í fjölmiðlum vestan hafs? „Ég tel það ekki vera. Báðar ríkis- stjórnimar tóku vel undir þátttökuna og var skipaður starfshópur, eins- konar framkvæmdanefnd, og var hið sama gert af hálfu Noregs. Þessar nefndir komu saman reglulega í vet- ur og sumar tii að skipuleggja fram- kvæmdina á þessu kynningarátaki, annað en það sem varðaði siglinguna sjálfa. Hún var á vegum Klosters. Hann á fyrirtæki sem heitir „World Discovery", sem hefur séð um allt sem lýtur að skipulagningu af hans hálfu og ráðningu áhafnarinnar. Knut Kloster fékk Ragnar Thorseth til liðs við sig, vel þekktan siglinga- mann í Noregi. Síðan var auglýst á íslandi eftir Islendingum sem hefðu áhuga á að gerast áhafnarmenn. Upphaflega voru fímm ráðnir, einn hætti en fjögur urðu eftir. Tveir ís- lendingar hafa alltaf verið með í áhöfn Gaiu, þar á meðal stýrimaður- inn Gunnar Marel Eggertsson frá Vestmannaeyjum, sem er þaulvanur sjósóknari, lærður skipasmiður og kafari og með próf sem skipstjóri á minni bátum. Hann hefur verið hægri hönd Ragnars Thorseths í allri þess- ari siglingu. Nefndin aðstoðaði við að fínna íslendinga til að taka þátt í sjálfri siglingunni, og til að skipuleggja þátt Islands í móttöku skipanna á Hjaltlandi, í Færeyjum, á íslandi 17. júní og á Grænlandi. Þangað fór sendiherra íslands í Kaupmannahöfn og var viðstaddur komu skipsins Gaiu og hjálparskipsins Havellu. Skipið fór síðan til L’Anse-aux- Meadows í Kanada. Forseti okkar gerði sér ferð þangað og tók á móti skipinu. Staðurinn er merkilegur. Þar hafa fundist leifar norrænna manna og hafa Kanadamenn komið þar upp mjög myndarlegu safni. Eftir forn- leifafundinn hefur verið viðurkennt að norrænir menn hafí haft þar bú- setu u.þ.b. 500 árum á undan landa- fundi Kólumbusar. Þessi sigling skipanna er til að minnast þessa atburða," sagði Þórð- ur, „og hefur hún átt mikinn þátt í að auka skilning fólks bæði í Kanada og í Bandaríkjunum á því að norræn- ir menn, Leifur Eiríksson og fleiri, ekki síst Þorfínnur karlsefni hafí komið til meginlands Norður-Amer- íku um árið 1000. I þvi sambandi langar mig að nefna að í Boston er sams konar líkneski af Leifi Eiríks- syni og er í Reykjavík og eftir sama myndhöggvara. í Fíladelfíu er mynd- arleg stytta af Þorfinni karlsefni sem gerð er af Einari Jónssyni frá Galta- felli. Sú stytta er reist á árunum 1920-30. Einar fór sjálfur til Banda- ríkjanna og lauk við gerð styttunnar og afsteypu af henni í eir fyrir greiðslur frá bandarískum aðilum.“ — Nú er vitað að þessi kynning öll og umræða í fjölmiðlum hefur verið mjög mikilvæg fyrir fólk af íslenskum ættum og Islendinga bú- setta vestan hafs. Kynning á sögu þeirra og tengsl við sögurík menning- arsvæði hefur gefið þeim rætur. Heima á íslandi hafa menn gjarnan spurt um hagnað miðað við kostnað. Hver telur þú að hafi verið helsti ávinningurinn? „Heildarkostnaður íslenskra stjórnvalda í þessu kynningarátæki nemur um 30 milljónum króna, það er það fé sem íslenski starfshópurinn hafði til umráða fyrir þetta sameigin- lega kynningarátak. Ef ég lít til þess hversu mörg blöð og tímarit og aðr- ir fjölmiðlar hér vestan hafs, bæði í Kanada og Bandaríkjunum, hafa veitt þessu átaki athygli og sinnt því vel, þá er ég ekki í vafa um að það hefur aukið verulega vitneskju og þekkingu fólks hér á því, að norræn- ir menn og þá ekki síst íslenskir hafa komið hingað, eftir því sem sögur herma, fyrstir hvítra manna austan frá og vestur yfir Atlantshaf- ið. Ég álít að hægt sé að fullyrða að þátttakan hafði verið vel þess virði. Því er ekki að neita að landar okkar hafa gagnrýnt þátttöku íslendinga, en þá er spurningin einfaldlega sú; hvað hefðum við gert ef við hefðum ekki þegið boð Knuts Klosters um þátttöku í þessu framtaki með Norð- mönnum? Ég er hræddur um að við hefðum ekki minnst þessara landa- funda sem skyldi heldur látið Norð- mönnum það einum eftir. Þær grein- ar sem okkur hafa Jjorist í hendur skipta hundruðum. Ég álít að þetta sé kynning sem við höfum fengið fyrir tiltölulega lítinn tilkostnað, og sem við hefðum aldrei fengið með öðru móti. Við getum tekið sem dæmi stórblaðið New York Times sem birti á sínum tíma leiðara um þetta mál og á mjög vinsamlegan hátt um þátt íslands, hann er gerður engu minni en þáttur Norðmanna, jafnvel enn betri,“ sagði Þórður. — Hefðum við ekki getað nýtt okkur betur þessa jákvæðu kynningu á sama hátt og Norðmenn hafa gert? „Þar kemur til þátttaka einka- framtaksins," sagði Þórður. „Út- flutningsráð hefur haft fulltrúa í þessar undirbúningsnefnd. Ráðið sjálft hefur ekki úr miklum fjártnun- um að spila en ég tel að einkafram- takið hefði getað sinnt þessum máum betur og lagt meira af mörkum en það gerði. Flugleiðir var þar undan- tekning. Þeir lögðu sig fram og tóku virkan þátt í kynningum og öðrum undirbúningi. Bandarískar sjónvarpsstöðvar áttu viðtol við norska skipstjórann og okkar stýrimann og ég er ekki í vafa um það að bæði Knut Kloster og Ragnar Thorseth hafa á engan hátt borið okkar hlut fyrir borð nema síð- ur sé. Þeir hafa alltaf gætt þess að málstaður íslendinga kæmi rétt og vel fram og ekki gert neitt til að draga úr honum. Því er ekki að neita að fólk af norsku bergi brotið er margfalt fleiri vestanhafs en íslend- ''''fngar. Norðmenn, bæði í Bandaríkj- unum og í Kanada, eru mjög vel skipulagðir og hafa þeir sýnt þessu máli mjög mikinn áhuga. Samtök eins og „Sons of Norway" hafa gert ýmislegt til að draga að sér athygli og norskum málstað og hagsmun- um.“ — Koma skipanna.vakti talsverða athygli í Boston, að vísu minni í New York, en siglingunni lauk á mjög glæsilegan hátt og vakti mikla at- hygli í Washington. Hvernig meturðu árangurinn í lok atburða? „Eg tel að við getum vel við un- að. Hlutur okkar í Boston var betri en fréttir héðan að vestan hermdu. Veður hefur alltaf haft mikið að segja, veðrið var ekki sem best í Boston og þeim mun síður í New York. Eigi að síður vakti atburðurinn athygli í New York og siglingu skip- anna lauk hér í Washington að morgni 9. október þegar skipin þrjú sigldu eftir Potomac- ánni inn í Washington Harbor. Ýmislegt það sem skipulagt hafði verið í sambandi við komu þeirra hingað, ekki síst þáttur forseta okkar í þeim hátíðar- höldum, vakti athygli og var að mín- um dómi til mikils sóma. I sambandi við komu skipanna var haldin hér ráðstefna á vegum þjóð- ræknisfélaganna á íslandi og í Vest- urheimi og á ráðstefnuna komu full- trúar bæði frá Kanada og frá ýmsum landshlutum Bandaríkjanna. Þetta var mjög fróðleg og gagnleg ráð- stefna. Forsetinn var í „National Press Club“. Þar var efnt til sérstaks hádegisverðar og var frú Vigdís heið- ursgestur. Hún flutti þar skörulega ræðu og svaraði spumingum sem til hennar var beint. Það tókst allt mæta vel. Smithsonian Institute, sem Verð aðeins kr.1.690.- ÞEGAR TIMINN FLYGUR Vekjaraklukka sem hægt er að kasta til að slökkva á Seldí Jólaskeifunm, 6 tegundir: Fótbolti, handsprengja, Faxafeni. rugby, tennis, baseball og golf. Póstsendum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.