Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK Vigdís Finnbogadöttir forseti íslands Einarður og einlægur iiugsjðnamaðnr VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, segir eftirsjá að Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Hann hafi verið einstakur mað- ur og komið henni fyrir sjónir, er þau hittust árið 1986, sem ein- lægur og einarður hugsjónamaður. Húnsegir engann vafa á að honum verði helgaður stór kafli í sögu síðustu áratuga þessarar aldar. Á margt hefur verið bent þegar reynt hefur verið að skýra skipbrot perestrojkunnar og skýringin er ekki einhlít. Ber þar fyrst að nefna hina sögulegu byrði Sovétríkjanna. Miðstýring og skrifræði voru ekki hiutir sem bolsévikkar innleiddu í fyrsta sinn í Rússlandi árið 1917 heldur höfðu ávallt verið þar til stað- ar. Sannfæröur sósíalisti Það bætti heldur ekki úr skák að Gorbatsjov, ólíkt þeim mönnum sem á síðari árum hafa tekist á við það verkefni að umbreyta ríkjum Austur-Evrópu, hefur allt fram á þetta ár verið sannfærður sósíalisti. Hann var afsprengi sovéska Komm- únistaflokksins enda hefði hann aldrei komist til valda ef svo hefði ekki verið. í bók sinni Perestrojka segir hann á einum stað að stefna bæri að „betri sósíalisma" en ekki burt frá sósíalisma. Hann hefur einnig sjálfur skýrt frá því að allt fram að valdaráninu í haust hafi hann trúað því staðfastlega að hægt væri að breyta flokknum til hins betra. Of seint varð honum það ljóst að það væri ómögulegt verkefni. Borís Jeltsín, sem Gorbatsjov hafði ýtt til hliðar í flokknum eftir að hann á lokuðum fundi í nóvember 1987 sagði umbæturnar ekki vera nógii róttækar, hafði þegar tekið frumkvæðið og sölsaði á örskömm- um tíma undir sig nær öll völd í landinu. Forseti Sovétríkjanna varð að áhorfanda sem lítil áhrif hafði á gang mála. Gorbatsjov hefur alla tíð verið talinn sýna efnahagsmálum lítinn skilning. Afrek hans hafa flest verið á sviði alþjóðamála. Þó að efnahags- málin hafi verið það vandamál sem hvað brýnast var að leysa fjalla ein- ungis örfáar blaðsíður bókarinnar Perestrojku um þau efni og þá á svipaðri línu og flokkurinn hafði löngum fylgt. Gorbatsjov neitaði að feta hina óumflýjanlegu en sársauk- afullu leið til markaðsbúskapar sem Pólland og síðar Ungveijaland og Tékkóslóvakía sveigðu inn á og rót- tækir sovéskir hagfræðingar á borð við Javlinskí og Shatalín vildu að Sovétmenn færu einnig. I ■ staðinn reyndi Gorbatsjov, sem alla tíð átti í mikilli baráttu við harðlínumenn innan flokksins, að feta bil beggja. Halda í gamla kerfið en reyna að gera það virkara. Niðurstaðan varð matvælaskortur, óðaverðbólga og almennur efnahagssamdráttur. Á meðan Gorbatsjov var hylltur hvert sem hann kom á Vesturlöndum fór stuðningur við hann ört þverrandi heima fyrir. Fólk vildi ekki loforð um gull og græna skóga í framtíð- inni heldur mat til að seðja sárt hungur. Samningar um kjarnorku- afvopnun nægðu ekki til vinsælda meðan ekki voru einu sinni til kart- öflur í verslunum. Glasnost veitti mönnum tækifæri til að koma þess- ari óánægju á framfæri og aðrir stjórnmálamenn fóru að keppa um hylli almennings. Þegar harðlínu- menn reyndu að grípa völdin þusti almenningur ekki til varnar Sovét- forsetanum þar sem honum var haldið í gíslingu við Svartahaf held- ur stóðu vörð um þinghúsið í Moskvu þar sem Boris Jeltsín hafði komið sér fyrir. Gorbatsjov er líka talinn hafa brugðist rangt við er gæta fór á kröfum um sjálfstæði meðal þeirra þjóða er byggðu Sovétríkin. Með trega, og ekki fyrr en eftir blóðbað- ið í Vilnius 12. janúar á þessu ári, féllst hann á að Eystrasaltsríkin segðu sig úr lögum við Sovétríkin. Að Úkraínumenn, sem telja rúmar fimmtíu milljónir, gerðu það sama tók hann hins vegar ekki í mál. Barátta fyrir miöstjórnarvaldi Fyrir ári síðan lýsti Gorbatsjov því yfir að í miðjunni yrði áfram að vera miðstjórnarvald. Frá því „yrði ekki hvikað fram í rauðan dauðann, eins og við Moskvu, eins og við Stalíngrad". Fram á síðustu stund barðist hann fyrir nýjum sam- bandssáttmála lýðveldanna er gerði ráð fyrir sterku miðstjórnarvaldi, með þeim afleiðingum að hann sat að lokum einn uppi með óundirskrif- aðan sáttmála og hrunið heimsveldi. En þó Gorbatsjov hafi ekki verið gallalaus stjómmálamaður og gert mistök breytir það ekki þeirri stað- reynd að hann hefur verið einn helsti frumkvöðull þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í heiminum á síð- ustu árum. Utanríkisstefna hans einkenndist af raunsæi en ekki „al- heimsstéttabaráttu" ólíkt stefnu forvera hans. „Þjóðum heimsins má líkja við fjallgöngumenn sem klífa bjarg bundnir hvor við annan. Ann- aðhvort klífa þeir saman alla leið upp á tindinn eða þeir hrapa sameig- inlega niður í hyldýpið," ritaði Gorb- atsjov eitt sinn. Á sögulegum fundi Gorbatsjovs og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í Reykjavík 1986 voru tekin fyrstu skrefin í átt að útrýmingu meðaldrægra eldflauga og í Moskvu á þessu árí undirrituðu Gorbatsjov og George Bush Banda- ríkjaforseti samkomulag um fækk- un langdrægra flauga. I millitíðinni hafði einnig náðst samkomulag um stórfelldan samdrátt í hefðbundnum herafla risaveldanna. Gorbatsjov hætti vonlausum hernaði Sovétmanna í Afganistan W g hitti Gorbatsjov í október 1986 þegar hann kom hingað á fundinn fræga og góða sem flestir eru sammála um að hafi verið hið raunverulega upphaf þeirrar þróunar sem síðan hefur átt sér stað. Við áttuðum okkur mjög snemma á því, mann- fólkið í heiminum, sem fylgist með. Þessi fundur okkar hefur mér alla tíð síðan verið mjög ofar- lega í huga. Þau komu bæði að Bessastöðum, Raísa Gorbatsjova og Míkhaíl Gorbatsjov og við sát- um saman og skröfuðum .góða stund. Því miður urðum við að ræða hvort við annað með aðstoð túlks og bað ég þau velvirðingar á að geta ekki talað þeirra mál að ein- um eða tveimur setningum undan- skildum.“ Vigdís segir þau hafa rætt nauðsyn þess að geta brugðið fyr- ir sér tungumáli í veröld sem allt- af væri að stækka með auknum samskiptum manna í milli. „Raísa hafði lært ensku og gat hún spjar- að sig töluvert. Ég hef nú líka trú á að Gorbatsjov hafi skilið meira en hann gaf upp. Við vitum það sjálf, sem tölum tungumál sem fáir skilja, að það er erfitt að koma vel fyrir sig orði á máli sem mað- ur hefur ekki full tök á. Mér þótti maðurinn strax ákaflega geðþekk- ur og hlýr. Hann var vinalegur í framgöngu og eins og ég hef oft sagt síðan þá fannst mér hann leiftra af miklum gáfum. Það skein í gegn þó við töluðum í gegnum túlk. MÍKHAÍL Gorbatsjov, sem sagði af sér forsetaembættinu í Sovétríkjunum á miðvikudag, kom á Iýðræði í víðlendasta ríki heims, en varð að horfast í augu við upplausn þess af völdum þjóðernisdeilna og efnahagsglundroða. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau tæpu sjö ár sem liðin eru frá því að hann komst til valda í Sovétríkjunum 11. mars 1985: Rætt við starfsmenn Tjernóbíl-kjarnorkuversins í febrúar 1986. Þúsundir Litháa krefjast sjálfstæðis á fundi í Vilníus í janúar 1990 degi áður en Gorbatsjov kom þangað í tveggja daga heimsókn. MARS 1985: Míkhaíi Sergejevítsj Gorbatsjov, þá 54 ára að aldri og yngsti meðlimur stjórmálaráðsins, verður aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna eftir lát Konstantíns Tsjemenkós. Hann hleypir af stokk- unum perestroiku (umbótastefnu) og glasnosti (opnustefnu) í því skyni að rífa landið upp úr stjómmála- legri og efnahagslegri stöðnun. NOVEMBER 1985: Gorbatsjov og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti halda fyrsta fund sinn í Genf; Gorb- atsjov segist „mjög bjartsýnn" um framtíð slökunarstefnu og afvopn- unar._ FEBRÚAR 1986: Gorbatsjov for- dæmir „stöðnunarár" Leoníds Brezhnevs, fyrrverandi forseta, og krefst endurskoðunar á miðstýringu efnahagslífsins. APRÍL 1986: Geislavirkt ský berst yfir Evrópu eftir sprengingu í kjam- orkuverinu í Tsjernobyl. Sovésk stjórnvöld gangast við atburðinum aðeins þremur dögum seinna og efasemdir vakna um glasnost. OKTÓBER 1986: Reykjavíkurfundur Gorbatsjovs og Reagans í Höfða. Ágreiningur um geimvarnir kemur í veg fyrir samkomulag um fækkun kjarnorkuvopna. DESEMBER 1986: Dr. Andrei Sak- harov, andófsmaðurinn kunni, leyst- ur úr útlegð eftir símtal frá Gorb- atsjov — en Sakharov var einn af hundmðum pólitískra og trúarlegra andófsmanna sem hlutu frelsi í stjómartíð Gorbatsjovs. JANÚAR 1987: Gorbatsjov leggur til við miðstjórn kommúnistaflokks- ins að unnt verði að velja milli fram- bjóðenda í kosningum til héraðs- stjórna. ÁGÚST 1987: Mótmæli í Eistlandi, Lettlandi og Litháen á 48 ára af- mæli samnings þess sem nasistar og Sovétríkin gerðu og batt enda á sjálfstæði þessara ríkja og leiddi til innlimunar þeirra í Sovétríkin. NÓVEMBER 1987: Gorbatsjov rekur Boris Jeltsín, formann kommúnista- flokksins í Moskvu, fyrir að gagn- rýna seinagang í framkvæmd um- bótastefnunnar. DESEMBER 1987: Gorbatsjov og Reagan funda í Washington og skrifa undir fyrsta samning sinn um niðurskurð kjarnavopna. Öllum meðaldrægum kjarnaflaugum skyldi eytt. MARS 1988: Sovéskt herlið heldur inn í Azerbajdzhan og Armeníu til að bæla niður deilur út af héraðinu Nagomo-Karabakh. OKTÓBER 1988: Sovéska fulltrúa- þingið skipar Gorbatsjov í embætti forseta. Hann lofar að veita öllum pólitískum föngum frelsi. DESEMBER 1988: Gorbatsjov til- kynnir niðurskurð í hefðbundnum herafla, brottflutning 250.000 her- manna frá Austur-Evrópu. FEBRÚAR 1989: Níu ára hernaðar- íhlutun Sovétríkjanna í Afganistan lýkur. Sjálfstæðishreyfingum í Eystrasaltslöndunum, Georgíu og Úkraínu vex fiskur um hrygg. MARS 1989: Umbótasinnar, þar á meðal Jeltsín, sigra harðlínukomm- únista í ijölflokkaþingkosningum. Sakharov hlýtur kosningu. APRÍL 1989: Sjálfstæðiskröfugöngu í Georgíu dreift með hervaldi og 20 manns felldir. Gorbatsjov rekur nokkra harðlínumenn úr stjórnmála- ráðinu. NÓVEMBER 1989: Ríkisstjómir kommúnista í Austur-Þýskalandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu hrakt- ar frá völdum í alþýðubyltingum. Sovétríkin gera enga tilraun til að skerast í leikinn þegar leppstjórnir þeirra falla. DESEMBER 1989: Möltufundur leið- toga risaveldanna. Gorbatsjov og Bush fagna lokum kaldastríðsins. JANÚAR 1990: Sovéskur her og skriðdrekar halda inn í Baku, höfuð- borg Azerbajdzhan, til að bæla nið- ur uppreisnartilraun. Að minnsta kosti 150 manns falla. FEBRÚAR 1990: Kommúnistaflokk- urinn afsalar sér valdaeinokun. Þingið samþykkir að auka stórlega forsetavald Gorbatsjovs. Stuðnings- menn umbótastefnunnar um gervöll Sovétríkin fara í fjölmennar kröfu- göngur. MARS 1990: Litháen lýsir yfir sjálf- stæði. Stjórnvöld í Kreml setja við- skiptabann á landið. Eistland undir- býr sjálfstæðisyfirlýsingu og Lett- land fylgir fordæmi nágranna sinna í mæ'mánuði. MAÍ 1990: Harðlínumenn og um- bótasinnar gera hróp að Gorbatsjov á opinberri 1. maí-hátíðarsamkomu á Rauða torginu. Jeltsín kosinn for- seti rússneska þingsins. OKTÓBER 1990: Austur- og Vestur- Þýskaland sameinast eftir ítarlegar samningaviðræður sexveldanna, þar sem Gorbatsjov gegnir lykilhlut- verki. Sovéska þingið hafnar áætl- unum um skjótar umbætur. Gorb- atsjov fær friðarverðlaun Nóbels. NÓVEMBER 1990: Þingið veitir Gorbatsjov völd til að gefa út tilskip- anir á næstum öllum sviðum þjóð- lífsins. Fyrsta uppkast að sam- bandssáttmála, gert að undirlagi Gorbatsjovs, fær lýðveldunum 15 umtalsverð völd, en fjögur þeirra neita að skrifa undir. DESEMBER 1990: Harðlínumenn krefjast aðgerða til að stöðva upp- lausn Sovétríkjanna. Eduard Shev- ardnadze segir af sér embætti utan- ríkisráðherra til að mótmæla „yfir- vofandi harðstjórn". JANÚAR 1991: Sovéskir hermenn ráðast á sjónvarpsstöðina í Vilníus, höfuðborg Litháens, og fella 13 óvopnaða borgara. FEBRÚAR 1991: Gorbatsjov segist vera sanntrúaður kommúnisti og sakar róttæklinga um að reyna að taka völdin í sínar hendur með valdi. MARS 1991: Yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda í þjóðaratkvæði vill viðhalda Sovétríkjunum sem „end- urnýjuðu sambandi jafnrétthárra og sjálfstæðra lýðvelda“ þrátt fyrir að nokkur lýðveldanna hunsi atkvæða- greiðsluna. APRÍL 1991: Varsjárbandalagið leyst upp. Gorbatsjov samþykkir neyðaráætlun ásamt leiðtogum níu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.