Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK VALDHAFINN SEM FORDÆMDISTALIN eftir Guðmund Halldórsson ÞEGAR Níkíta Sergeiévits Khrústjov lézt 1971 var hann jarðsettur í kirkjugarði í útjaðri Moskvu. Þótt hann hefði verið æðsti maður Sovétríkjanna í níu ár var líkamsleifum hans ekki komið fyrir í múrum Kremlar eins og margra valdaminni manna. Þannig vildu andstæð- ingar hefna baráttu hans gegn stalínisma, sem hafði leitt til þess að lík Stalíns hafði verið flutt úr grafhýsi Leníns á Rauða torg- inu 10 árum áður. ó er Khrústsjovs aðallega minnzt fyrir baráttu hans gegn stalínisma, sem hófst með „leyniræðu“ hans á 20. flokksþinginu 1956. Eftirmönnum hans reyndist erfítt og loks ómögulegt að ráða við umrótið, sem ræðan olli. Hann gat þó ekki talizt „frjáls- lyndur“, en hann gerði sér grein fyrir því að stalínismi var óhugs- andi án Stalíns og að sovézka þjóð- in vildi að slakað yrði á klónni. Þetta færði hann sér í nyt til að sigra þá sem handgengnastir höfðu verið Stalín og taka sér öll þau völd, sem Stalín hafði haft. Fáir höfðu búizt við því þegar Stalín lézt 6. marz 1953 að Khrústsjov mundi koma í hans stað. Margir eldri og kunnari flokksleið- togar virtust frekar koma til greina, þar á meðal Molotov, Malenkov og Kaganovitsj, en þeir voru þreyttir eftir margra störf í þjónustu Stal- íns. Khrústsjov virtist hins vegar óbugandi. Hann hafði vanizt stjóm- arstörfum í Úkraínu og var nógu framtakssamur, duglegur, áræðinn, frumlegur og metnaðargjarn til að koma í stað Stalín. Valdabarátta var óhjákvæmileg. Arftakinn, Malenkov, var fyrst bæði forsætisráðherra og fulltrúi í forsætisráði flokksins (áður stjóm- málaráði). Bería, Molotov, Búlganín og Kaganovitsj voru allir aðstoðar- forsætisráðherrar, en Krústsjov að- eins fulltrúi í forsætisráðinu. Khrústsjov og Malenkov mynduðu bandalag gegn Bería ásamt hinum og Bería var gerður áhrifalaus með aðstoð Zhúkovs marskálks og tek- inn'af lífí. Malenkov neyddist til að deila völdunum með Khrústsjov, sem varð aðalritari í september 1953 og notaði aðstöðu sína til að koma stuðningsmönnum sínum í áhnfastöður. Á þessum tíma boðaði Malenkov „fijálslynda stefnu“. Khrústsjov var íhaldssamari, þar sem hann var samheiji Molotovs, Kaganovitsjs og yfírmanna hersins, og vildi að þungaiðnaðurinn gengi fyrir. I febr- úar 1955 tókst honum að ýta Mal- enkov til hliðar og verða áhrifa- mestur í ríkisstjórninni með því að gera lepp sinn, Búlganín marskálk, að forsætisráðherra. í þjónustu Stalíns Þegar Khrústsjov hafði treyst sig í sessi sneri hann við blaðinu og fór að predika „friðsamlega sambúð" og skera upp herör gegn stalín- isma. Þó hafði hann verið einn dyggasti þjónn Stalíns. Hann var af úkraínskum smábændaættum, fæddur 17. apríl T894 í Kalínovka skammt frá Kúrsk, Rússlandsmegin landamæra Úkraínu. Þegar hann kynntist Kaganovitsj 1916 hafði hann unnið í verksmiðjum og nám- um í Donbass og gerðist bolsévíki, varð „kommissar" í Rauða hernum og lauk iðnskólanámi. Upp frá því varð hann starfsmaður flokksins, starfaði um skeið í Kíev og varð varaleiðtogi flokksins í Moskvu. Völd Khrústjovs jukust í hreins- unum. Hann varð aðalritari flokks- ins í Moskvu 1935 og leiðtogi flokksins í Úkraínu 1938. Ári síðar skipaði Stalín hann aðalfulltrúa í stjórnmálaráðinu, greinilega til að þakka „vel unnin störf“ í Úkraínu. Fáir gengu eins hart fram í því að framfylgja stefnu Stalíns, veija hann og ýta undir dýrkun á honum. Þegar Rauði herinn sótti inn í Pólland 1939 sá Khrústsjov um inn- limun austurhlutans í Sovétríkin. Hann var stjórnmálahershöfðingi í stríðinu og fór með yfirstjórn mál- efna Úkraínu til 1949. Þá kvaddi Stalín hann til Moskvu, gerði hann að yfirmanni flokksins í höfuðborg- inni og fól honum að stjórna land- búnaðinum. í október 1952 var hann orðinn næstum því eins valda- mikill og Malenkov, en ekki eins handgenginn Stalín. Þrátt fyrir fylgispekt við Stalín slakaði Khrústsjov á klónni þegar hann hafði tryggt sér æðstu völd. Þegar hann hafði fært sambúðina við Tító í eðlilegt horf afhjúpaði hann glæpi Stalíns á lokuðum fundi á 20. flokksþinginu 25. febrúar 1956. Ræðan stofnaði völdum hans í hættu, því meirihluti þingfulltrúa og félagar hans í Kreml voru því mótfallnir að hann flytti hana, en þótt hann væri enginn baráttumað- ur mannréttinda og vildi afla sér vinsælda vildi hann losa þjóðina við arf kúgunar og ótta Stalínstímans, Ræðan boðaði „baráttu gegn sta- línisma“ og „friðsamlega sambúð“. Samþykkt var að bylting án ofbeld- is væri möguleg, ólíkar leiðir til sósíalisma voru viðurkenndar og hafnað var kenningum um að stríð ólíkra þjóðfélagskerfa væri óhjá- kvæmilegt. Uppreisn í Ungverjalandi Khrústsjov virtist treysta sig í sessi, en „frjálsræðisstefna“ hans leysti ýmis öfl úr læðingi. Vindar breytinga léku um Austur-Evrópu. I júní gerðu verkamenn í Poznan uppreisn og Khrústsjov reyndi að kúga Pólveija til hlýðni 19. októ- ber, en án árangurs. Fimm dögum síðar gerðu Ungveijar einnig upp- reisn gegn stalínskum áhrifum, en Khrústsjov hafði lært af reynsl- unni. Uppreisnin var miskunnar- laust brotin á bak aftur og Khrústsjov sýndi að hann var engu minni heimsveldissinni en Stalín, sem þurfti ekki að koma á óvart með hliðsjón af fortíð hans. Árið eftir jöfnuðu Malenkov, Molotov, Kaganovitsj og fleiri and- stæðingar Khrústsjovs ágrein- ing sinn og hófu bar: áttu gegn honum. í júní 1957 samþykkti forsætisráðið með sjö atkvæðum gegn Ijórum að víkja hon- um úr starfí aðalrit- ara, en Khrústsjov fékk Zhúkov mar- skálk í lið með sér og kallaði saman fund í miðstjórninni. „Flokksljandsamleg klíka“ meirihluta forsætisráðsins var bæld niður og Mo- lotov, Malenkov, Kaganovitsj, Búlganín, Voros- hilov og fleiri urðu að viðurkenna ósig- ur. Næst kom röðin að Zhúkov mar- skálki, bandamanni Khrústsjovs. Stríðs- hetjan gamla hafði lítið vit á stjórnmál- um, en gat orðið hættulegur keppi- nautur, þar sem hann var landvarna- ráðherra og hafði mikil áhrif í hernum. Khrústsjov reyndist auðvelt að svipta hann störfum þegar hann var erlendis og í marz 1958 rak hann Búlganín, dug- lítinn samstarfs- mann sinn. Khrústsjov varð sjálfur forsætisráð- herra og jafnframt leiðtogi flokksins og æðsti maður heraflans. Fátt virtist geta ógnað völdum hans. í október 1957 skutu Rússar gervihnettinum Spútník á braut og Bandaríkjamenn óttuðust að þeir væru að dragast aftur úr í eldflaug- akapphlaupinu. Khrústsjov hét því að koma á „fullkomnum kommún- isrna" á nokkrum árum og að kommúnistar mundu „grafa“ kapit- alista. í raun fylgdi Khrústsjovs stefnu, sem var reikul og sveiflu- kennd og án sýnilegs tilgangs. Hann vissi að kerfið var gallað og róttækra umbóta væri þörf, en það var þungt í vöfum og erfitt var að koma á breytingum. Spaugilegur leiðtogi Khrústsjov hét auknu framboði á matvælum og neyzluvöru. Margar tillögur hans virtust byltingar- kenndar, en voru raunar yfirborðs- legar. Ýmsar tilraunir hans fóru út um þúfur, þar á meðal áætlanir um að binda enda á þrálátan kornskort með nýrækt í Vestur-Síberíu. Venjulegir borgarar voru honum þakklátir fyrir að aflétta fanga- búðaandrúmslofti Stalínstímans, en gagnrýndu endurtekin mistök í efnahags- og landbúnaðarmálum. Menntamenn fengu aukið frelsi, en voru oft bældir niður vegna þrýstings frá harðlínumönnum eða ómótaðrar stefnu. Bækur með gagnrýni á sovétkerfið fengu að koma út, þar á meðal Dagur í lífi Ivans Denisovitsj eftir Alexander Solzjenitsyn, en Borís Pasternak var fordæmdur þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir Zhívagó lækni og Khrústsjov veitt- ist að nútímalist. Khrústsjov hafði enga reynslu haft af utanríkismálum fyrstu 60 ár ævinnar. Síðan ferðaðist hann meira en nokkur annar sovézkur leiðtogi fyrir daga Gorbatsjovs. Hann þótti hijúfur og óheflaður og framkoma hans oft spaugileg. Stundum töldu Rússar hann ekki nógu virðulegan landsföður. Eins og Gorbatsjov naut hann meiri vin- sælda erlendis en heima fyrir. Báð- ir voru óvenjulegir fulltrúar sovét- kerfisins, hvor á sinn hátt. Um Khrústsjov var sagt að hann væri „gæddur takmarkaðri greind og þekkingu, en ekki þvermóðsku- fullur og hefði til að bera slægvizku smábóndans“. Hann virtist aldrei skilja eða vilja skilja vestrænt lýð- ræði og útlendingar áttuðu sig ekki á honum. Á ferðum sínum kom hann fram í hlutverki baráttumanns „friðsamlegrar sambúðar" og verndara kjarnorkufriðar, en beit oft i skjaldarrendur. Eftir viðræður við Macmillan í Moskvu í febrúar 1959 heimsótti Khrústsjov Bandaríkin fyrstur sovézkra stjórnarleiðtoga. „Andinn frá Camp David" varð til og Khrústsjov bauð Eisenhower til Sovétríkjanna, en ekkert varð úr ferðinni, þar sem bandarísk U-2- könnunarflugvél var skotin niður yfír Rússlandi 1. maí 1960. Viðræð- ur leiðtoga stórveldanna í París fóru út um þúfur þegar Khrústsjov virt- ist missa stjórn á sér og strunzaði út af blaðamannafundi. Barði í borðið Um haustið fór Khrústsjov aftur til Bandaríkjanna til að ávarpa Alls- heijarþingið. Við það tækifæri fór hann úr öðrum skónum og barði í borðið til að mótmæla einhveiju, sem Macmillan hafði sagt. Um leið jókst ágreiningur við Kínveija. Khrústsjov vildi ekki rýra lífskjör sovétborgara með því að hjálpa Kínveijum að iðnvæðast. Ágreiningurinn varð óbrúanlegur 1960, þegar Rússar neituðu að veita Kínveijum aðgang að kjarnorku- leyndarmálum til að stofna ekki öryggi sínu í hættu. Nýstalínistar bættu stöðu sína I Moskvu. Nokkrir stuðningsmenn Khrústsjovs voru reknir og „krón- prinsinn“ Frol Kozlov fékk aukin völd. í október árið eftir ljóstraði Khrústsjov upp um fleiri glæpi Stal- íns á 22. flokksþinginu þegar lík hans var flutt úr grafhýsinu. Ný stefnuskrá var samþykkt, en ekki tókst að bendla „flokksfjandsam- legu klíkuna" við glæpi Stalíns. Spenna í sambúð risaveldanna jókst þegar Kennedy varð forseti. Þegar þeir hittust í Vín sumarið 1961 virtist Khrústsjov telja hann auðveldan andstæðing. Ný Berlín- ardeila blossaði upp og múrinn var reistur. Alvarlegri deila reis árið eftir þegar Khrústsjov sendi eldflaugar, sem gátu borið kjarnaodda, til Kúbu. Heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyijaldar, en Khrústsjov flutti flaugarnar í burtu. Tilraunir til að draga úr spennu voru hafnar og samningur um tilraunabann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.