Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1992, Blaðsíða 10
í r 10 mi 5TAÚÍIHTJ 8R HUOAaUTPíft'3 0?<5A.WWIOKONÍ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992 Fundnar myndir Myndlist Eiríkur Þoriáksson Það er sterkur þáttur í mann- legu eðli að staldra við og líta um öxl til þess sem þegar hefur verið gert, og reyna þannig að meta hvort menn hafa staðið í stað, eða borið nokkuð af leið. Slíkt endur- mat er fáum jafn mikilvægt og myndlistarmönnum, sem sífellt eru að glíma við vanda forms og framsetningar. Það er ekki oft sem listamenn fá betri tækifæri á þessu sviði en blasti við Braga Ásgeirssyni list- málara nýlega, en þá fundust ýmsar teikningar og verk frá námsárum hans, sem hann hafði ekki séð áratugum saman. Þarna er um að ræða módelteikningar frá námsárum hans, einkum frá tímanum í Osló og í Róm á árun- um 1952-54, en einnig eldri verk frá árunum í Handíðaskólanum, og loks yngri myndir, gerðar í Miinchen. Þessi verk eru uppistaðan í sýn- ingu listamannsins, sem nú stend- ur yfir í FÍM-salnum við Garða- stræti, og hann hefur gefíð nafnið „Fundnar myndir“. Nú er það svo, að skólaverk eiga í fæstum tilvikum mikið er- indi á listsýningar, nema í þeim megi sjá ákveðið samhengi, annað hvort við þróun viðkomandi lista- manns eða stöðu myndlistar á þeim tíma sem verkin eru sýnd. Undir þeim formerkjum er áhuga- vert að líta nánar á myndirnar í FÍM-salnum. Hér er í flestum tilvikum um að ræða hefðbundnar, akademísk- ar teikningar af fyrirsætum í vel þekktum stellingum: Standandi, sitjandi, séðar að framan eða aft- an frá. Áhorfandinn tekur strax eftir hinum sterku formum, þétt- leika teikningarinnar, og á hvern hátt Ijós og skuggar skapa jarð- neska ímynd raunverulegrar manneskju fremur en klassískan léttleika goðs eða gyðju. Teikn- ingarnar sýna þannig strax aðals- merki listar Braga, og einnig á hvem hátt myndsýn hans hefur þróast; má þar einkum benda á hlutverk litarins og aukið frelsi i handbragðinu. Málverkin hafa yfir sér sama svip, þar sem ann- ars vegar er þétt og jarðbundin málun í olíulitum til þess er léttir og leikandi vatnslitir taka við. Það er auðvelt að setja þessi verki í samhengi við síðari þróun í mynd- list Braga, sem þarna sýnir að sterkur grunnur í akademískri teikningu er mikils virði. Samtímis má segja að þessi sýning, á þessum tíma, falli nokk- uð vel inn í þær vangaveltur sem hafa verið áberandi hluti margra listsýninga á þessum vetri, en það er umfjöllunin um sjálft myndmál- ið. Ýmsar sýningar ungra lista- manna hafa fengist við að bijóta myndmálið til mergjar, til að sjá á hverju það byggist, hvernig það breytist, o.s.frv.; hér bendir Bragi til þess grunns sem akademísk, markviss og jafnframt tímafrek teikning er, og hefur alltaf verið, fyrir myndlistina. Ýmsir listamenn hafa í gegnum tíðina legið undir grun um að ráða ekki við teikninguna, og hafa reynt að fela þessa vöntun með flúri, grófleika eða vélrænum lausnum; slíkt kemur þó oftar en ekki aftan að mönnum, þegar list- unnendur finna ákveðið tómahljóð í verkum þeirra. Á sýningunni að þessu sinni voru það einkum myndir nr. 6, 17, og 24 sem drógu að sér athyg- lina. í öllum tilvikum er um að ræða sterka, vandaða teikningu, sem hvaða listamaður sem er væri full sæmdur af. Sýning Braga Ásgeirssonar í FÍM-salnum við Garðastræti stendur til mánudagsins 2. mars. Bragi Ásgeirsson listmálari við uppsetningu sýningarinnar. ■ KENNARAR við Grandaskóla í Reykjavík mótmæla ásökunum sem fram hafa komið að undan- fömu um vinnusvik og að hafa notað kennslustundir til að kasta rýrð á stjórnvöld og menntamála- ráðherra. Einnig er í fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu hefir borist, harmað að óspektir örfárra ein- staklinga og ummæli menntamála- ráðherra í garð kennara hafi yfir- skyggt umfjöllun fjölmiðla um mót- mæliunglinga. ■ EFNT er til hjólreiðamara- þons dagana 28. til 29. febrúar í tilefni útskriftarferðar Mennta- skólans í Reykjavík. Hjólað verður í kringum Tjörnina í Reykjavík á ÁRNAÐ HEILLA /?/\ára afmæli. Á morg- OU un, laugardag, er sextugur Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur á Ak- ureyri, Barðstúni 1. Kona hans er Jóhanna Stefánsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn kl. 16-19. FRETTIR_______________ EKKI var á Veðurstofunni að heyra í gærmorgun að á næstu grösum væri breyt- ing á veðurfarinu: áfram umhleypingar. Það var kaldast á landinu í fyrri- nótt, mínus 8 stig, uppi á hálendinu og norður á Tannstaðabakka. í Reykja- vík var frostið þrjú stig, úrkoman 2 mm. Hún varð mest um nóttina austur á Fargurhólsmýri, 11 mm. í höfuðstaðnum var sól í fyrradag í nær hálfa aðra klst. ÞENNAN dag árið 1881 fæddist Sveinn Björnsson for- seti íslands. Árið 1915 var stofnað þennan dag Fél. ís- lenskra símamanna. Þennan dag árið 1928 fórst togarinn Jón forseti. Aðalfrétt Morg- unblaðsins þennan dag er- lendis frá var sjóorrusta milli bandarískra og japanskra herskipa á Java-hafí. Aðal innlenda fréttin var að Bjarni Benediktsson borgarstjóri sagði frá því að göturnar í bænum fái gagngera endur- bót á árinu, 500 þús. kr. færu til viðhalds gatna og aðrar 500 þús. til nýrra gatna í bænum. VESTURGATA 7, þjón- ustu/félagsmiðstöð aldraðra. Áhugafólk um skák og frí- merki hittast kl. 13.30 í dag. Á sama tíma er stund við píanóið. Dansað verður í kaffitímanum. FÉL. eldri borgara. Göngu- Hrólfar fara úr Risinu kl. 10 laugardag. HIÐ ísl. náttúrufræðifélag heldur aðalfund sinn á morg- un, Iaugardag, kl. 14 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. BREIÐFIRÐINGAFÉL.efn- ir til góugleði í Breiðfirðinga- búð á morgun laugardag kl. 22. __________________t______ KÓPAVOGUR. Eldri borg- arar ætla að spila og dansa í Auðbrekku 25 í kvöld kl. 20.30.__________________ KVENFÉL. Seljasóknar heldur aðalfund 3. mars nk. í kirkumiðstöðinni kl. 20.30. Gestur verður Rósa Ingólfs- dóttir sem ætlar að tala um lífið og tilveruna. HÚNVETNINGAFÉL. Spii- uð verður félagsvist kl. 14 í Húnabúð í Skeifunni. Egilsstaðir: Nýr Fokker „Sigdís“ kemur á hlaupársdag þremur hjólum í einu, í 24 klukku- stundur. í frétt frá MR segir að áheitasöfnun hafi gengið vonum framar en einstaklingum sé bent á að hægt er að leggja áheitin inn á reikning 851132 í Islandsbanka. ■ FIL tekur undir ályktun stjórn- ar Læknafélags Reykjavíkur og varar alvarlega og eindregið við þeirri ákvörðun að loka lýtalækn- ingadeild Landspítalans frá 1. apríl nk. og út árið eða samfellt í átta mánuði. Lokun deildarinnar myndi þýða að sá samhæfði hópur fag- fólks sem þar starfar við meðferð brunasjúklinga og að fjöldi annarra sérhæfðra verkefna myndi tvístrast. Engin trygging er fyrir því að þetta fólk fáist aftur til starfa við deildina eftir að hafa horfið að öðru í þetta langan tíma. Gæti þetta því haft lamandi áhrif á deildina í mun lengri tíma en umrædda átta mánuði. FIL varpar allir ábyrgð af þessari ákvörðun yfir á þá, sem hana hafa tekið. (Fréttatilkynning) ^ Egilsstaðir. ÖNNUR Fokker 50 vélin af fjór- um, sem Flugleiðir hafa keypt til að þjóna á innanlandsleiðum félagsins kemur til Egilsstaða frá Hollandi á hlaupársdag, 29. febrúar. Áformað er að vélin lendi klukkan 13,35 og verður tekið á móti henni með viðhöfn. Ákveðið hefur vrið að vélin hljóti nafnið Sigdís og mun Sigr- ún Yija frá Fáskrúðsfirði gefa vélinni nafn, en Sigrún var valin Austfirðingur ársins. í tilefni komu Sigdísar til Egils- staða, bjóða Flugleiðir öllum Aust- firðingum til flughátíðar á Egils- staðaflugvelli, þar sem veitingar og ýmsar uppákomur verða í boði. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða afhendir verðlaun í verðlaun- asamkeppni Flugleiða, sem efnt var til í öllum skólum á Austurl- andi. Eins og áður sagði verður það Sigrún Yija„ ung stúlka frá Fáskrúðsfirði, sem gefa mun vél- inni nafn. Sigrún Yrja var kjörinn Austfírðingur ársins af hlustend- um svæðisútvarps Austurlands fyrir frækna frammistöðu við björgun systkina sinna, er þau lentu í bílslysi með móður sinni í haust. Björn. Bók um íslenskt málfar KOMIN er út hjá Almenna bóka- félaginu bókin íslenskt málfar eftir Árna Böðvarsson málfars- ráðunaut Ríkisútvarpsins. Bók- in er í ritröðinni Islensk þjóð- fræði. Bókin íslenskt málfar er m.a. kynnt þannig á kápu: „Efni bókar- innar Islenskt málfar er engum íslendingi óviðkomandi. Móður- málið er svo náið hverjum manni að verður nánast hluti af persónu hans, meðferð þess, séu taifæri heilbrigð, spegilmynd af hans innri manni. Góð meðferð móðurmálsins laðar að, vitnar um skýrleik, alúð og menningu, en klaufaleg og hirðulaus meðferð er vitni hins gagnstæða. íslenskt málfar er umfram allt Ieiðbeiningabók, kennsla um eðli málsins og einkenni, leiðsögn um meðferð þess, orðanotkun, blæ- brigði orða, orðasambönd, beyg- ingar, hljómfall og hrynjandi, framburð o.s.frv. Efnið er þannig fram sett að bókin ætti að geta komið að fullu gagni hveijum þeim sem læs er og hefur íslensku að móðurmáli, það er hverjum einasta Islendingi.“ Bókin er 415 bls. í sama broti og eins útliti og önnur rit íslenskr- ar þjóðfræði. Umbrot hefur annast Útgáfuþjónustan Rita og Prent- stofa G.Ben. Árni Böðvarsson Verslunarráð íslands: Oeðlileg álagning á eyðublöð VERSLUNARRÁÐ íslands lýsir undrun sinni á mikilli gjaldtöku fyrir eyðublöð vegna tollafgreiðslu. Greiddar eru 50 kr. vegna eyðublaðs í tvíriti og 70 kr. fyrir eyðublað í fjórriti. Kostnaðar- verð þessara eyðublaða er innan við 5 kr. fyrir tvíritið og innan við 8 kr. fyrir fjórritið, segir í frétt frá Verslunarráðinu. Þar segir ennfremur að þau rök hafi verið færð fyrir gjaldtökunni að viðskiptavinir tollsins taki mun fleiri eyðublöð en þeir þurfi. „Slíkt réttlætir þó hvergi þessa miklu álagningu. Þegar eyðublöðin eru seld svona hátt yfir kostnaðarverði er þetta ekkert annað en ný gjald- taka. Eðlilegast er að vipskiptavin- ir tollsins bregðist við gjaldtökunni með þeim hætti að láta prenta sín eigin eyðublöð og losa stofnunina við þennan kostnaðarlið eftir því sem kostur er. Ennfremur er ekki óeðlilegt að þessi eyðublöð séu seld í verslunum á eðlilegu verði. Því verður tæpast trúað að tollyfir- völd hafi nokkuð við slík viðbrögð að athuga enda er það hlutverk tollsins að innheimta aðflutnings- gjöld en ékki að hagnast á sölu eyðublaða," segir í frétt Verslun- arráðs. (Fréttatilkynnmg)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.