Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1992, Blaðsíða 16
16 C 'MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1992 Úr Cuchi-göngunum. Þar er ekki hægt að mætast sama hversu lítill og mjór maður væri. ÞESSI GEGGmV fwff |/|/fw Og hermenn fffffff/ fffff adliillnfortió Texti og myndir: Jóhanno Kristjónsdóttir Mér var þungt um andardrátt, fæturnir skulfu undir mér, þar sem ég paufaðist áfram hálfvegis á hækjum mér — niður — niður — niður. Köfnunartilfinningin magnaðist, altók mig og svitinn fossaði af mér. Ég var svo skrjáf- þurr í kverkunum að ég kom ekki upp orði. Ég greip andann á lofti hvað eftir annað, þáð hjálpaði ekki. Mér fannst ég vera að springa innan í mér. Skelfingu lostin hugsaði ég: ég sný við, ég bara verð, annars dey ég, verð bijáluð. Allt annað en vera hér. Eg fálmaði eftir Dung, fylgdarmanni, einhvers staðar í þessu níðþrönga rökkri, hann mjakaðist léttilega á undan og beindi vasaljós- inu fagmannlega; ég kuðlaði mig saman, leit við, sá að ég gat ekki snúið við og lagt á flótta, það var halarófa af skólakrökkum á eftir mér, ég varð að halda áfram þó að innilokunarkenndin héldi um mig kverkataki og hjartað virtist herp- ast saman i örlitla kúlu í btjóstinu. Eftir eilífðartíma sem kannski var nokkrar mínútur eða kannski nokkrir klukkutímar leit Dung um öxl og gaf mér bendingu, þessum áfanga var að ljúka, nokkrum sek- úndum síðar stóð ég í stórri vistar- veru sem var útbúin sem svefn- skáli. Ég lét fallast á trébekk og keyrði höfuðið niður, ég varð að jafna mig en af hverju hafði ég skilið vatnsflöskuna eftir uppi. Svo leið angistin frá og hjartslátturinn kyrrðist. Ég horfði í kringum mig og mér var og er fyrirmunað að skilja hvernig þúsundir manna gátu lifað og starfað og unnið hér árum saman. Og að þeim hugsunum lokn- um náttúrlega hvílíkt stórkostlegt undur og þrekvirki þessi göng væru. Cu Chi eru við samnefndan bæ um 30 km frá Ho Chi Minh-borg. Þau eru furðuverk sem erfitt er að lýsa. Þau eru ekki nema brot af kerfinu sem var við lýði í stríðinu. Göngin voru ekki gerð í einu vet- fangi, byrjað á þeim milli 1940 og 1950. Þau voru úrræði vanbúins hers smábænda við háþróuðum Húfur til sölu á tvær krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.