Morgunblaðið - 07.04.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 07.04.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992 27 Verðlaunahafar skeifu- dagsins 1992, frá vinstri talið: Skeifuhafinn Jó- sef Guðjónsson á Golu, Hilda Pálmadóttir sem varð í öðru sæti á Lipurtá, Asa Birgisdótt- ir á Gjafari, María H. Eggertsdóttir á Fleyg og Þóra Elín Einars- dóttir á Blakk sem varð í fimmta sæti. Næstur er Sigurjón Hákon Krisljánsson á Þrumu en hann hlaut Eiðfaxa- bikarinn og Stella Kristjánsdóttir á Kagga en hún hlaut ásetuverð- laun Félags tamninga- manna. Skeifukeppnin á Hvanneyri: Margt efnilegra trippa í mjög jafnri keppni ________Hestar___________ Valdimar Kristinsson Þrátt fyrir rysjótta tíð í vetur og það að Skeifukeppnin er nú haldin nokkru fyrr en venja er til virtist útkoman úr tamning- um nemenda á Hvanneyri með besta móti. Mátti þarna sjá tals- vert efnileg trippi sem lofa góðu. Keppnin sem fram fór á sunnudag var jöfn og spenn- andi og virtist enginn einn nem- andi skera sig afgerandi úr að þessu sinni. Þegar upp var stað- ið stóð Jósef Guðjónsson uppi sem sigurvegari í keppninni um Morgunblaðsskeifuna með 84,5 stig en hann tamdi og keppti á hryssunni Golu frá Oddsstöð- um. Gola sem er fimm vetra er und- an Eiðfaxa 953 frá Stykkishólmi og Eydísi frá Oddstöðum. Stúlk- urnar voru nokkuð atkvæðamiklar að þessu sinní því fjögur næstu sætin voru skipuð stúlkum. Næst kom Hilda Pálmadóttir á Lipurtá frá Læk með 83 stig, Ása Birgis- dóttir varð þriðja á Gjafari frá Strönd með 82,5 stig, María H. Eggertsdóttir íjórða á Fleyg frá Haukagili með 81,5 stig og Þóra Elín Einarsdóttir á Blakk frá Feijukoti varð fimmta með 80,5 stig. Ásetuverðiaun Félags tamn- ingamanna hlaut Stella Kristjáns- dóttir en hún keppti á Kagga frá Stóra-Hofi og Eiðfaxabikarinn hlaut Siguijón Hákon Kristjáns- son en hann var með hryssuna Þrumu frá Kúfhóli. Eiðfaxabikar- inn var ágæt sárabót fyrir Hákon því hann var talinn líklegur í efsta sætið af mörgum bæði fyrir og ekki síður eftir sýningu en dómar- arnir voru á öðru máli og það eru jú þeir sem ráða ferðinni. Reyndar var það nokkuð undarlegt að hann skyldi ekki einu sinni vera meðal fimm efstu í skeifukeppninni. Haraldur Sveinsson framkvæn(idastj óri Árvakurs afhenti Jósef Guðjónssyni Morgunblaðsskeif- una eftirsóttu en Jósef situr hryss- una Golu frá Odds- stöðum sem hann tamdi í vetur og keppti á í skeifu- keppninni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hvað varðar umhirðu og fóðrun trippanna má óhikað taka undir orð Ingimars Sveinssonar kennara er hann sagði að verðlauna mætti alla krakkana fyrir góða hirðingu. Hrossin báru þess greinileg merki að þau hafi komist í kynni við kambinn í vetur og fóðurástand var eins best verður á kosið. Fyrr um daginn var keppt í gæðingakeppni hestamanna- félagsins Grana en þar sigraði í A-flokki Úi 939 frá Nýjabæ, eig- andi Olöf Guðbrandsdóttir, en knapi var Guðbrandur Reynisson. í öðru sæti varð Jarpur frá Hindi- svík, eigandi og knapi Einar Gestsson, og í þriðja sæti varð Bjarmi frá Sauðanesi, eigandi Baldur Jónsson, en knapi Guðrún Lára Pálmadóttir. í B-flokki sigr- aði Garri frá Kúskerpi, eigandi og knapi Jóhann B. Magnússon, annar varð Blámann frá Báreks- stöðum, eigandi Jón Ólafsson, knapi May Britt, og þriðji varð Bir.ni frá Syðstu-Grund, eigandi pg knapi Jóhann B. Magnússon. í unglingaflokki sigraði Sigurður Guðmundsson á Feyki frá Eski- holti, annar varð Kristján Péturs- son á Hrönn frá Skeljabrekku og þriðja Guðbjörg Brá Gísladóttir á Skerplu frá Jafnaskarði. k ú hefur yfirbragöi nokkurra Miklagarösverslana veriö breytt og veröa þær ^ framvegis reknar undir heiti KAUPSTAÐAR. Þetta er gert í framhaldi af breytingum á rekstri Miklagarðs viö Sund. ( Kaupstað munum við bjóða alla heimilisvöru á stórmarkaðsverði. Glæsileg kjötborö, góö þjónusta. Úrvals ávextir og grænmeti. Það er gott aö hafa góöan stórmarkað heima við. KAUPSTADUR MIÐVANGI HAFNARFIRÐI tl VESTUR í BÆ (JL- HÚSINU) •— —■* í MJÓDD krk.rkrwr'krkrkrkrk.rk.rk.rkr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.