Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Búrimi er vinsæll fisk- ur í Bandaríkjunum BURI er tískufiskur í Bandaríkjunum um þessar mundir, og að sögn Magnúsar Friðgeirssonar, forstjóra Iceland Seafood Corp., getur hann tekið inn nokkur hundruð tonn af frystum búra í einu af þeim sökum og greitt mjög gott verð fyrir hann. Mjög gott verð hefur fengist fyr- ir búrann í Frakklandi, en á fiskmörkuðum þar hafa verið greiddar allt að 190 kr. fyrir kílóið. Bragi Henningsson, sem rekur fyrirtækið North Landing í New York, hefur greitt 125 kr. fyrir kíló- ið af ferskum búra sem hann hefur flutt inn frá íslandi, og segist hann geta flutt inn mun meira en hann hefur gert hingað tii, og vill hann fá enn fleiri vannýttar tegundir. Búrinn virðist vera á stærra svæði hér við land en í fyrstu var haldið, og hafa togarar víða af landinu ver- ið að reka íJiann. Að sögn Magnús- ar Friðgeirssonar nota menn neðan- sjávarmyndavélar við búraveiðar við Nýja-Sjáland, en búrinn heldur sig þar á um 1.500 metra dýpi í „fjalls- hlíðum" á botninum þar sem hætta er á að slíta veiðarfærin. Sjá Úr verinu bls. Cl. Mjólk af skornum skammti Morgunblaðið/Sverrir Það var tómlegt um að litast í kæliborðum mat- vöruverslana í gær, en pökkun mjólkur í Mjólkur- samsölunni í Reykjavík í þessari viku verður rétt um helmingur þess sem þyrfti vegna verkfalls og yfirvinnubanns mjólkurfræðinga. Hið fyrsta af þremur eins dags verkföllum mjólkurfræðinga hófst á miðnætti og verða síðan á föstudag og mánudaginn kemur. Vinnuveitendasamband ís- lands hefur kært lögmæti aðgerða mjólkurfræð- inga til Félagsdóms og verður málið þingfest í dag. Sjá ennfremur miðopnu. Tiikynnt um 33 inn- brot og 15 þjófnaði PASKAHELGIN var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík því alls var tilkynnt um 33 innbrot og 15 Jvjófnaði. Að sögn Ómars Smára Armannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns er þetta óvenjumikið af innbrotum því á veiyulegri helgi er tilkynnt um 10-12 slík. Ríkið undirbýr útgáfu nýrra verðbréfa á uppboðsmarkað Viljum reyna að kalla fram markaðsvexti, segir fjármálaráðherra VIÐRÆÐUR hafa verið milli fjár- málaráðuneytis og Seðlabankans ^^m að ríkissjóður gefi út ný ^iiverðtryggð skammtímaverðbréf og vextir þeirra ráðist af fram- boði og eftirspurn á verðbréfa- markaði. Ekki Iiggur fyrir hve- nær þessi bréf koma á markað eða um hve háar fjárhæðir verður um að ræða, en fjármálaráðherra segir þau geta að nokkru leyti komið í stað annarra skammtíma ríkisbréfa og ríkisvíxla. „Við þurfum að laga okkur að markaðsaðstæðum í verðbréfasölu ríkisins. í því sambandi höfum við átt viðræður við Seðlabankann um útgáfu óverðtryggðra skammtíma- bréfa. Þar höfum við rætt hvort ekki sé kominn tími til að láta mark- ijHSh'nn ráða vöxtunum með því að gefa bréfin út á einskonar uppboðs- markað. Þá yrði um að ræða bréf til hálfs eða eins árs,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra við Morgunblaðið. Friðrik sagði að þetta væri fært nú vegna þess stöðugleika sem ríkti og lítillar verðbólgu. „Eins þurfum við að gera tilraun til að styrkja þennan unga og óreynda markað og erum með þessu að reyna að bjóða þar meira úrval af bréfum og eins að kalla fram ákvörðun um markaðs- „vexti með því hreinlega að óska eft- # tilboðum í bréfin,“ sagði Friðrik. Fyrir páska gaf ríkissjóður út nýjan flokk spariskírteina ríkissjóðs til 10 ára með 7,4% raunvöxtum og varð það til þess að ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði hjá sumum verð- bréfasölum. „Okkur fannst þessi langtímabréf vanta á markaðinn. ^Það stóð ekki til að breyta almennu ^axtastigi í landinu heldur var talið eðlilegt, í samráði við Seðlabankann, að setja 7,4% vexti á þessi lengri bréf miðað við að það eru 7,5% vext- ir á 5 ára bréfum. Það kemur síðan í ljós að fulltrúar verðbréfafyrirtækj- anna eru ekki sammála um hvort þetta hafi áhrif á vextina; sumir telja að áhrifin séu lítilsháttar til hækkunar en aðrir ekki. Ef það kem- ur í ljós á næstu dögum að þetta verður til að hækka vexti á langtíma- bréfum þá getum við auðvitað alltaf breytt því en það bendir ekkert til þess í dag að ástæða sé til að breyta til nú,“ sagði Friðrik. Hann bætti við að öll vaxtamál væru í biðstöðu ekki síst vegna þess að ekki hefði verið samið á vinnu- markaði. „Það gæti haft áhrif á vextina hvernig samningarnir verða og því á ég ekki von á að vextir breytist að ráði á meðan að kjara- samningar liggja ekki fyrir,“ sagði Friðrik Sophusson. Til samanburðar má geta að á sama tímabili í fyrra, það er frá skírdagskvöldi fram á þriðjudags- morgun, var tilkynnt um 22 inn- brot. Allmargir voru handteknir í tengslum við þessi afbrot en al- mennt munu þeir ekki hafa haft mikið upp úr krafsinu. Hins vegar var töluvert unnið af skemmdarverk- um í þessum innbrotum. Flest þeirra voru í söluturna en fæst inn á heim- ili fólks. Ómar Smári segir að þessi mikla tíðni innbrota yfir páskahelgina þeg- ar fólk er mikið á ferð frá heimilum sínum sýni þörfína á að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það get- ur sem best varist innbrotum inn í mannlaus hús sín. „Við í lögreglunni erum nú að fara af stað með nám- skeið og skipulagningu á því hvernig fólk getur aukið áhættu þeirra sem ætla sér að brjótast inn á heimili þess,“ segir Ómar Smári. „Þetta er byggt upp á svipaðan hátt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar en við höfum staðfært. Við höfum þegar valið svæði hér í borginni til gera tilraun á þessu sviði og verður hafist handa á næstu dögum.“ Tvö banaslys í umferðiimi í gær Maður beið bana í vélsleðaslysi á Fáskrúðsfirði á páskadag TVÖ banaslys urðu í umferðinni í gær. 78 ára karlmaður lést eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi og rúmlega sjötug kona lést þegar hún varð fyrir bifreið á Hafnarfjarðarvegi. Þá lést 47 ára maður í vélsleðaslysi á páskadag. Tveir menn eru alvarlega slasaðir eftir slys á páskadag og í gær. Á Vesturlandsvegi, sunnan við Blikastaðaafleggjara, skullu saman tvær bifreiðar kl. 16.13 í gær. Áreksturinn varð með þeim hætti, að bifreið, sem ekið var í suður, var sveigt yfir á öfugan vegarhelming, þar sem hún skall framan á ann- arri bifreið. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu er ekki talið ólíklegt að ökumaður fyrrnefndu bifreiðar- innar, 78 ára karlmaður, hafí feng: ið aðsvif. Hann lést á sjúkrahúsi. í hinni bifreiðinni voru tvær konur í framsætum og tvö börn í bílstólum { aftursæti. Konurnar voru í bílbelt- um og telur lögreglan að öryggis- búnaður fólksins í bílnum hafi kom- ið í veg fyrir að verr færi, en meiðsli þeirra fjögurra eru lítils háttar. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Rúmlega sjötug kona lést þegar hún varð fyrir bifreið á Hafnarfjarð- arvegi kl. 18.22 í gær. Hún var á gangi yfír veginn, sunnan Kópa- vogsbrúar, þegar hún varð fyrir bifreiðinni. Ekki er unnt að birta nafn hennar að svo stöddu. Maður lést og sex ára sonur hans lærbrotnaði í vélsleðaslysi í Fá- skrúðsfirði á páskadag. Maðurinn hét Sævar Sigurðsson, trésmíða- meistari, til heimilis á Smiðjustíg 2 á Fáskrúðsfírði. Hann var 47 ára að aldri, fæddur 20. september 1944, og lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn. Sævar fór í vélsleðaferð um miðj- an dag á páskadag með sex ára son sinn upp í íjallshlíðina innan og ofan við kauptúnið. Þar fór sleðinn fram af gilbrún og er það um átta metra fall. Að-sögn lögreglunnar er talið að Sævar hafí látist sam- stundis. Áætlað er að hátt í þrír klukkutímar hafi liðið frá slysinu þar til að var komið. Drengurinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagð- ur inn á Landspítalann til aðgerðar. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði er vitað að mikil snjó- birta var á þessum slóðum á þeim tíma sem talið er að slysið hafí orð- ið. Snjóbirta er endurkast sólar- geisla frá snjó og getur hún orsak- að snjóblindu sem er tímabundin sjóndepra. Ökumaður vélhjóls slasaðist al- varlega á Akranesi á páskadag. Maðurinn missti vald á hjólinu og ók á steinkant við höfnina með þeim afleiðingum að hann lenti úti í sjó, en sjónarvottar að slysinu björguðu manninum í land. Maður- inn fótbrotnaði illa, og mjaðma- grindar- og handleggsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut aðra áverka. Hann var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Borgarspítalann, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi í gærmorgun er bifreið var ekið út af veginum rétt hjá Litla Hrauni. Bifreiðin valt og endastakkst nokkra vegalengd en ökumaður hennar kastaðist úr henni tugi metra og slasaðist tölu- Morgunblaðið/Júlíus Frá slysstað á Vesturlandsvegi. vert. Farþegi í bílnum var í bílbelti og þurfti að klippa í sundur bílflak- ið til að ná honum út. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi en ökumaðurinn á slysadeild Borgar- spítalans. Hann mun ekki vera í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.