Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 29 > • Skákþing Islands: Arni Armann Arnason sigraði í áskorendaflokki SKÁKÞING íslands, áskorenda- og opinn flokkur, var teflt í skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen yfir páskahátíðina. Þátttaka var ekki eins góð og búast hefði mátt við eftir tvö vel- heppnuð alþjóðleg mót í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Ingvar ið margir á ferð um hálendið um páskana Lim páskana að sögn Hörpu Lindar Guðbrandsdóttur, veðurathugunarmanns á Hveravöllum, þó ekki hafi hún gir að mikið hafi verið um jeppa og vélsleða og auk þess hafi svolítið borið á snjóbílum. Sæmilega viðraði um t kosið betra veður um þessa miklu ferðahelgi. Myndin var tekin í nágrenni við Landmannalaugar þar sem iig í ágætis veðri. yadeildar Bandaríkjaþings: ilegt að endurskoða út- Keflavíkurstöðvarinnar . Rogich, tilvonandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi landi, sagði við yfirheyrslur utanríkismálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings sem fram fóru 8. apríl sl. að endur- skoða þyrfti fjárhagsleg útgjöld Bandaríkjanna vegna herstöðv- arinnar í Keflavík. Útskýra þyrfti fyrir íslenskum sljórn- völdum að staða Bandaríkjanna í heiminum hefði breyst vegna breytinga á alþjóðavettvangi. Hann sagði einnig að lega Is- lands frá öryggissjónarmiði og sú staðreynd að íslendingar hefðu reynst traustir banda- menn gerðu það þó að verkum að mikilvægt væri að halda áfram úti öflugum herstyrk á Islandi. Yfirheyrslur utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar voru haldnar þar sem deildin þarf að staðfesta tilnefningu sendiherra og samþykkti utanríkismálanefndin að mæla með Rogich í embættið. Við yfirheyrsluna spurðu þing- mennirnir Rogich m.a. um efna- hagshorfur á Islandi þar sem Is- lendingar hygðust ekki sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Rogich svaraði að hann teldi að því væri enn ósvarað hvort Islendingar sæktu um aðild að EB. Efnahagslíf- ið á íslandi hefði verið í lægð und- anfarin fimm ár m.a. vegna sam- dráttar í fiskveiðum og verðlækk- unar á álmörkuðum. íslendingar væru að endurmeta stöðu sína í Evrópu og þótt þeir sæktu ekki um aðild að EB myndu þeir engu að síður halda traustum markaðs- tengslum í gegnum Evrópska efna- hagssvæðið og á vettvangi EFTA en hann kvaðst þó telja að íslend- ingar myndu um síðir endurskoða afstöðu sína til EB. Nv Sigmund A. Rogich er íslenskur að uppruna og bjó á íslandi fyrstu fimm ár ævinnar. Þingmennirnir spurðu hann mikið um tengsl hans við land og þjóð og viidu m.a. vita hvort hann hefði hugleitt hvort þau gætu á einhyern hátt raskað getu hans til að þjóna sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Islandi. Rogich sagði m.a. að ef Bandaríkja- menn útskýrðu af hreinskilni breyttar aðstæður fyrir íslenskum stjórnvöldum og að útgjöld og skuldbindingar hlytu að taka breyt- ingum mætti áfram viðhalda góðum samskiptum á milli þjóðanna. Bandarísk stjórnvöld ættu að skýra hreint út afstöðu sína til hvalveiða og Alþjóða hvalveiðiráðsins og að þau muni hlíta niðurstöðum vísind- arannsókna. Fram kom í svari hans að honum hefði verið boðin sendiherrastaða á íslandi árið 1984 en hann þá af- þakkað hana af persónulegum ástæðum. Formaður nefndarinnar Joseph R. Biden og öldungadeildarþing- maðurinn Brown spurðu m.a. hvert væri hlutverk Keflavíkurstöðvar- innar að loknu kalda stríðinu að mati sendiherraefnisins og um af- stöðu íslendinga til Bandaríkjanna. Rogich sagði að íslendingar væru sérstaklega sjálfstæðir á mörgum sviðum en hefðu reynst mjög traustir bandamenn og verið hlið- hollir afstöðu Bandaríkjanna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í nær 100% tilfella. Mlkilvægt væri að hafa áfram öflugan herstyrk á ís- landi en nú hefðu þeir tímar runnið upp að nauðsynlegt væri að endur- meta útgjöld til Keflavíkurstöðvar- innar rétt eins og vegna útgjalda til herstöðva í öðrum heimshlutum. Kvaðst hann telja að að íslensk stjórnvöld myndu sýna því fullan skilning vegna endaloka kalda stríðsins. Sarbanes, öldungadeildarþing- maður frá Maryland, spurði hvort til stæði að fækka enn frekar í herliði Bandaríkjanna á íslandi. Rogich kvaðst ekki hafa upplýs- ingar um það en sagðist telja að ísland félli undir sömu áform um fækkun í herliði Bandaríkjanna og ætti sér stað í öðrum herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Rogich sagði einnig að afstaða íslendinga til nærveru Bandaríkja- hers hefði lítið breyst og bein and- staða ævinlega verið lítil og á vin- gjarnlegum nótum. Kvaðst hann vegna reynslu sinn- ar í viðskiptalífinu geta orðið til gagns sem sendiherra vegna við- skiptatengsla landanna og að hann vildi koma því á framfæri við ís- lendinga að Bandaríkin stæðu við skuldbindingar sínar þó þeim yrði jafnframt gert ljóst að ýmislegt væri að taka breytingum. Hann sagði að hvalveiðimálið væri efst á lista yfir þau mál sem snertu bein samskipti þjóðanna í dag. Þá sagði hann að nýlega hefði komist á sam- vinna á milli landanna um rannsókn á dreifingu fíkniefna til Evrópu og hvort ísland væri notað sem um- skipunarhöfn fíkniefnasmyglara. ___________Skák__________________ Bragi Kristjánsson Árni Ármann Árnason vann ör- uggan sigur á áskorendaflokki, hlaut 7 vinninga í 9 skákum, og Matthías Kjeld vann enn stærri sigur í opna flokknum með 8V2 v. í 9 skákum. Þátttakendur í áskorendaflokki voru 22, þannig að ekki virtist mikill áhugi á þeim tveim sætum í landsliðsflokki, sem í boði voru á mótinu. Rétt til að tefla í áskorend- aflokki ár hvert eiga tveir efstu menn í opna flokki síðasta árs, unglingameistari ísland árið á und- an, kvennameistari íslands síðasta árs, efstu sex menn úr svæðamót- um og allir skákmenn sem hafa yfir 1.800 skákstig. Lokastaðan varð eftirfarandi (efstu menn); 1. Árni Ármann Árnason, 7_ v. 2. -4. Sigurbjörn Björnsson, Og- mundur Kristinsson, Jón Arni Jónsson, 6 v. 5.-7. Kristján Eð- varðsson, Erlingur Þorsteins- son, Heimir Ásgeirsson, 5'A v. 8.-9. Eiríkur K. Björnsson, Dan Hansson, 5 v. 10.-12. Magnús Örn Úlfarsson, Jóhann H. Sig- urðsson, Hlíðar Þór Hreinsson, 4V2 v. Árni Ármann vann öruggan sig- ur og tryggði sér'þar með rétt til að tefla í landsliðsflokki. Jafnir í 2. sæti urðu Sigurbjörn Björnsson, Ögmundur Kristinsson og Jón Ámi Jónsson, og verða þeir að tefla aukakeppni um önnur verðlaun og þátttökurétt í landsliðsflokki. Keppnin fer væntanlega fram seinni hluta næsta mánaðar. Sigur- björn, Ögmundur og Jón Árni tefldu allir vel og verðskulda sæti sitt, en erfitt er að spá nokkru um aukakeppnina. Ögmundur er gam- alreyndur í faginu og Jón Árni hefur mikið teflt. Sigurbjörn er hins vegar ungur og lítt reyndur Hafnfirðingur, sem örugglega á eftir að láta að sér kveða í framtíð- inni. Kristján Eðvarðsson missti af aukakeppninni, þegar hann tap- aði langri og strangri skák fyrir Ögmundi í síðustu umferð. Erlingi Þorsteinssyni tókst ekki að blanda sér í toppbaráttuna að þessu sinni. Heimir Ásgeirsson er ungur og efnilegur skákmaður úr Hafnar- firði. Skipting sjö efstu sæta í áskor- endaflokki er athyglisverð: Þrír eru frá Taflfélagi Reykjavíkur, tveir frá Skákfélagi Hafnarfjarðar, einn Akureyringur og Seltirningur. I opna flokknum tefldu 28 skák- menn að þessu sinni, en tveir efstu unnu sér þátttökurétt í áskorenda- flokki. Efstu menn í opna flokknum urðu: 1. Matthías Kjeld, 8 V2 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson, 7 '/2 v. 3. Björn Þorfinnsson, 6 v. 4.-7. Árni H. Kristjánsson, Torfi Leósson, Snorri Kristjánsson, Davíð Kjai*tansson, 5 V2 v. 8.-14. Guðmundur S. Jónsson, Kristján S. Jónsson, Oddur Ingimarsson, Baldvin Þorláksson, Sverrir Sig- urðsson, Viðar Másson, Berg- steinn Einarsson, 5 v. 15.-17. Jón E. Karlsson, Hálfdán Daða- son, Leó Þór Þórarinsson, 4 V2 v. Þrír kornungir piltar úr Taflfé- lagi Reykjavíkur skipuðu efstu sætin í opna flokknum. Matthías Kjeld, sem aðeins er 13 ára, vann yfirburðasigur, hlaut 8 V2 vinning í 9 skákum. Jón Viktor Gunnars- son, 12 ára, varð annar með 7 ‘/2 v. Matthías og Jón Viktor höfðu svo mikla yfirburði, að keppnin urn rétt til að tefla í áskorendaflokki næsta ár var aldrei spennandi. Björn Þorfinnsson, 13 ára, varð þriðji með 6 vinninga. Árangur hans er mjög athyglisverður, því hann skaut aftur fyrir sig mörgum. skákmönnum með mun fleiri skák- stig. Áskorendaflokkur, 6. umferð: Hvítt: Áriii Ármann Árnason Svart: Erlingur Þorsteinsson Drottningarbragð I. d4 - d5, 2. Rf3 - Rf6, 3. c4 — e6, 4. cxd5 — exdfð, 5. Bg5 — Be7; 6. Rc3 - c6, 7. Dc2 - Be6!? (Óvenjulegur leikur, sem miðar að því að leika fljótt — c6 — c5 og komast þannig hjá algengum leiðum í uppskiptaafbrigðinu, en oft verður framhaldið í þessari stöðu 7. — 0-0 8. e3 — Rbd7, 9. Bd3 - He8, 10. 0-0 - Rf8, 11. Hab2 - a5, 12. a3 - Re4, 13.í) Bxe7 - Dxe7, 14. b4 - Bf5, 15. Bxe4 — dxe5, 16. Re5 — axb4, 17. axb4 — f6, 18. Rc4 — Be6 með örlítið betra tafli fyrir hvít.) 8. e3 - Rdb7, 9. Bd3 - Hc8, 10. 0-0 - a6 (Eftir 10. — c5 11. dxc5 — Rxc5, 12. Bb5+ - bd7, 13. Bxd7+ — Rxd7, 14. Da4 ræður svartur ekki við hótanirnar 15. Dxa7 og 15. Rxd5.) II. Ra4! - b5 Svartur lendir í miklum vand- ræðum eftir 11. — c5, 12. Rxc5 — Rxc5, 13. dxc5 — Bxc5, 14. Da4+ — Dd7, 15. Dh4 - Be7, 16. Rd4 — h6, 17. f4 með hótuninni 18. f5 o.s.frv.) 12. Rc5 — Rxc5, 13. dxc5 — I16, 14. Bf4 - 0-0 (Ekki gengur 14. — a5, 15. a4 — b4, 16. Ba6 - Ha8, 17. Bb7 og hvítur vinnur annað hvort peðið á c6 eða skiptamun.) 15. b4 - Rd7, 16. a4 - Bf6, 17. Ha3 - He8 (Svartur hefði getað reynt 17. — a5I? 18. axb5 — axb4, 19. Ha7 — cxb5, 20. Bd6 — Be7, 21. Bxe7 — Dxe7, 22. c6 - Dd6, 23. Rd4 - Re5, 24. Bxb5 með flókinni stöðu.) 18. h3 - Ha8? (Svarti yfirsést einföld en sterk áætlun hvíts til að ná yfirráðum á a-línunni. Líklega hefði verið skást að reyna 18. — d4!? í stöðunni, t.d. 19. exd4 - Bd5, eða 19. Rxd4 - Bxd4, 20. exd4 — Df6 og svartur hefði getað barist áfram, þótt hann ætti peði minna.) 19. Rd4 - Dc8, 20. Hfal - Db7, 21. Da2 - 21. - Had8 (Svartur ræður ekki við hótunina 22. axb5 og eftir 21. — bxa4, 22. Hxa4 fellur peðið á a6.) 22. axb5 — axb5, 23. Ha7 — Dc8, 24. Hc7 - Da8, 25. Db2 - Bxd4, 26. Dxd4 - Db8, 27. Hxd7 - Hxd7, 28. Bxb8 - Hxb8 (Hvítur á nú auðunnið tafl og lokin þarfnast ekki skýringa.) 29. Ha6 - Hc8, 30. De5 - Hdc7, 31. f4 - Bd7, 32. Ha8 - Hxa8, 33. Dxc7 - Be8, 34. Bf5 - Hal+, 35. Kf2 - Ha2+, 36. Kf3 - Ha8, 37. Bd7 - Bxd7, 38. Dxd7 - Ha4, 39. Dxc6 — Hxb4, 40. Dxd5• og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.