Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 29

Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 29 > • Skákþing Islands: Arni Armann Arnason sigraði í áskorendaflokki SKÁKÞING íslands, áskorenda- og opinn flokkur, var teflt í skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen yfir páskahátíðina. Þátttaka var ekki eins góð og búast hefði mátt við eftir tvö vel- heppnuð alþjóðleg mót í síðasta mánuði. Morgunblaðið/Ingvar ið margir á ferð um hálendið um páskana Lim páskana að sögn Hörpu Lindar Guðbrandsdóttur, veðurathugunarmanns á Hveravöllum, þó ekki hafi hún gir að mikið hafi verið um jeppa og vélsleða og auk þess hafi svolítið borið á snjóbílum. Sæmilega viðraði um t kosið betra veður um þessa miklu ferðahelgi. Myndin var tekin í nágrenni við Landmannalaugar þar sem iig í ágætis veðri. yadeildar Bandaríkjaþings: ilegt að endurskoða út- Keflavíkurstöðvarinnar . Rogich, tilvonandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi landi, sagði við yfirheyrslur utanríkismálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings sem fram fóru 8. apríl sl. að endur- skoða þyrfti fjárhagsleg útgjöld Bandaríkjanna vegna herstöðv- arinnar í Keflavík. Útskýra þyrfti fyrir íslenskum sljórn- völdum að staða Bandaríkjanna í heiminum hefði breyst vegna breytinga á alþjóðavettvangi. Hann sagði einnig að lega Is- lands frá öryggissjónarmiði og sú staðreynd að íslendingar hefðu reynst traustir banda- menn gerðu það þó að verkum að mikilvægt væri að halda áfram úti öflugum herstyrk á Islandi. Yfirheyrslur utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar voru haldnar þar sem deildin þarf að staðfesta tilnefningu sendiherra og samþykkti utanríkismálanefndin að mæla með Rogich í embættið. Við yfirheyrsluna spurðu þing- mennirnir Rogich m.a. um efna- hagshorfur á Islandi þar sem Is- lendingar hygðust ekki sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Rogich svaraði að hann teldi að því væri enn ósvarað hvort Islendingar sæktu um aðild að EB. Efnahagslíf- ið á íslandi hefði verið í lægð und- anfarin fimm ár m.a. vegna sam- dráttar í fiskveiðum og verðlækk- unar á álmörkuðum. íslendingar væru að endurmeta stöðu sína í Evrópu og þótt þeir sæktu ekki um aðild að EB myndu þeir engu að síður halda traustum markaðs- tengslum í gegnum Evrópska efna- hagssvæðið og á vettvangi EFTA en hann kvaðst þó telja að íslend- ingar myndu um síðir endurskoða afstöðu sína til EB. Nv Sigmund A. Rogich er íslenskur að uppruna og bjó á íslandi fyrstu fimm ár ævinnar. Þingmennirnir spurðu hann mikið um tengsl hans við land og þjóð og viidu m.a. vita hvort hann hefði hugleitt hvort þau gætu á einhyern hátt raskað getu hans til að þjóna sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Islandi. Rogich sagði m.a. að ef Bandaríkja- menn útskýrðu af hreinskilni breyttar aðstæður fyrir íslenskum stjórnvöldum og að útgjöld og skuldbindingar hlytu að taka breyt- ingum mætti áfram viðhalda góðum samskiptum á milli þjóðanna. Bandarísk stjórnvöld ættu að skýra hreint út afstöðu sína til hvalveiða og Alþjóða hvalveiðiráðsins og að þau muni hlíta niðurstöðum vísind- arannsókna. Fram kom í svari hans að honum hefði verið boðin sendiherrastaða á íslandi árið 1984 en hann þá af- þakkað hana af persónulegum ástæðum. Formaður nefndarinnar Joseph R. Biden og öldungadeildarþing- maðurinn Brown spurðu m.a. hvert væri hlutverk Keflavíkurstöðvar- innar að loknu kalda stríðinu að mati sendiherraefnisins og um af- stöðu íslendinga til Bandaríkjanna. Rogich sagði að íslendingar væru sérstaklega sjálfstæðir á mörgum sviðum en hefðu reynst mjög traustir bandamenn og verið hlið- hollir afstöðu Bandaríkjanna á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í nær 100% tilfella. Mlkilvægt væri að hafa áfram öflugan herstyrk á ís- landi en nú hefðu þeir tímar runnið upp að nauðsynlegt væri að endur- meta útgjöld til Keflavíkurstöðvar- innar rétt eins og vegna útgjalda til herstöðva í öðrum heimshlutum. Kvaðst hann telja að að íslensk stjórnvöld myndu sýna því fullan skilning vegna endaloka kalda stríðsins. Sarbanes, öldungadeildarþing- maður frá Maryland, spurði hvort til stæði að fækka enn frekar í herliði Bandaríkjanna á íslandi. Rogich kvaðst ekki hafa upplýs- ingar um það en sagðist telja að ísland félli undir sömu áform um fækkun í herliði Bandaríkjanna og ætti sér stað í öðrum herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Rogich sagði einnig að afstaða íslendinga til nærveru Bandaríkja- hers hefði lítið breyst og bein and- staða ævinlega verið lítil og á vin- gjarnlegum nótum. Kvaðst hann vegna reynslu sinn- ar í viðskiptalífinu geta orðið til gagns sem sendiherra vegna við- skiptatengsla landanna og að hann vildi koma því á framfæri við ís- lendinga að Bandaríkin stæðu við skuldbindingar sínar þó þeim yrði jafnframt gert ljóst að ýmislegt væri að taka breytingum. Hann sagði að hvalveiðimálið væri efst á lista yfir þau mál sem snertu bein samskipti þjóðanna í dag. Þá sagði hann að nýlega hefði komist á sam- vinna á milli landanna um rannsókn á dreifingu fíkniefna til Evrópu og hvort ísland væri notað sem um- skipunarhöfn fíkniefnasmyglara. ___________Skák__________________ Bragi Kristjánsson Árni Ármann Árnason vann ör- uggan sigur á áskorendaflokki, hlaut 7 vinninga í 9 skákum, og Matthías Kjeld vann enn stærri sigur í opna flokknum með 8V2 v. í 9 skákum. Þátttakendur í áskorendaflokki voru 22, þannig að ekki virtist mikill áhugi á þeim tveim sætum í landsliðsflokki, sem í boði voru á mótinu. Rétt til að tefla í áskorend- aflokki ár hvert eiga tveir efstu menn í opna flokki síðasta árs, unglingameistari ísland árið á und- an, kvennameistari íslands síðasta árs, efstu sex menn úr svæðamót- um og allir skákmenn sem hafa yfir 1.800 skákstig. Lokastaðan varð eftirfarandi (efstu menn); 1. Árni Ármann Árnason, 7_ v. 2. -4. Sigurbjörn Björnsson, Og- mundur Kristinsson, Jón Arni Jónsson, 6 v. 5.-7. Kristján Eð- varðsson, Erlingur Þorsteins- son, Heimir Ásgeirsson, 5'A v. 8.-9. Eiríkur K. Björnsson, Dan Hansson, 5 v. 10.-12. Magnús Örn Úlfarsson, Jóhann H. Sig- urðsson, Hlíðar Þór Hreinsson, 4V2 v. Árni Ármann vann öruggan sig- ur og tryggði sér'þar með rétt til að tefla í landsliðsflokki. Jafnir í 2. sæti urðu Sigurbjörn Björnsson, Ögmundur Kristinsson og Jón Ámi Jónsson, og verða þeir að tefla aukakeppni um önnur verðlaun og þátttökurétt í landsliðsflokki. Keppnin fer væntanlega fram seinni hluta næsta mánaðar. Sigur- björn, Ögmundur og Jón Árni tefldu allir vel og verðskulda sæti sitt, en erfitt er að spá nokkru um aukakeppnina. Ögmundur er gam- alreyndur í faginu og Jón Árni hefur mikið teflt. Sigurbjörn er hins vegar ungur og lítt reyndur Hafnfirðingur, sem örugglega á eftir að láta að sér kveða í framtíð- inni. Kristján Eðvarðsson missti af aukakeppninni, þegar hann tap- aði langri og strangri skák fyrir Ögmundi í síðustu umferð. Erlingi Þorsteinssyni tókst ekki að blanda sér í toppbaráttuna að þessu sinni. Heimir Ásgeirsson er ungur og efnilegur skákmaður úr Hafnar- firði. Skipting sjö efstu sæta í áskor- endaflokki er athyglisverð: Þrír eru frá Taflfélagi Reykjavíkur, tveir frá Skákfélagi Hafnarfjarðar, einn Akureyringur og Seltirningur. I opna flokknum tefldu 28 skák- menn að þessu sinni, en tveir efstu unnu sér þátttökurétt í áskorenda- flokki. Efstu menn í opna flokknum urðu: 1. Matthías Kjeld, 8 V2 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson, 7 '/2 v. 3. Björn Þorfinnsson, 6 v. 4.-7. Árni H. Kristjánsson, Torfi Leósson, Snorri Kristjánsson, Davíð Kjai*tansson, 5 V2 v. 8.-14. Guðmundur S. Jónsson, Kristján S. Jónsson, Oddur Ingimarsson, Baldvin Þorláksson, Sverrir Sig- urðsson, Viðar Másson, Berg- steinn Einarsson, 5 v. 15.-17. Jón E. Karlsson, Hálfdán Daða- son, Leó Þór Þórarinsson, 4 V2 v. Þrír kornungir piltar úr Taflfé- lagi Reykjavíkur skipuðu efstu sætin í opna flokknum. Matthías Kjeld, sem aðeins er 13 ára, vann yfirburðasigur, hlaut 8 V2 vinning í 9 skákum. Jón Viktor Gunnars- son, 12 ára, varð annar með 7 ‘/2 v. Matthías og Jón Viktor höfðu svo mikla yfirburði, að keppnin urn rétt til að tefla í áskorendaflokki næsta ár var aldrei spennandi. Björn Þorfinnsson, 13 ára, varð þriðji með 6 vinninga. Árangur hans er mjög athyglisverður, því hann skaut aftur fyrir sig mörgum. skákmönnum með mun fleiri skák- stig. Áskorendaflokkur, 6. umferð: Hvítt: Áriii Ármann Árnason Svart: Erlingur Þorsteinsson Drottningarbragð I. d4 - d5, 2. Rf3 - Rf6, 3. c4 — e6, 4. cxd5 — exdfð, 5. Bg5 — Be7; 6. Rc3 - c6, 7. Dc2 - Be6!? (Óvenjulegur leikur, sem miðar að því að leika fljótt — c6 — c5 og komast þannig hjá algengum leiðum í uppskiptaafbrigðinu, en oft verður framhaldið í þessari stöðu 7. — 0-0 8. e3 — Rbd7, 9. Bd3 - He8, 10. 0-0 - Rf8, 11. Hab2 - a5, 12. a3 - Re4, 13.í) Bxe7 - Dxe7, 14. b4 - Bf5, 15. Bxe4 — dxe5, 16. Re5 — axb4, 17. axb4 — f6, 18. Rc4 — Be6 með örlítið betra tafli fyrir hvít.) 8. e3 - Rdb7, 9. Bd3 - Hc8, 10. 0-0 - a6 (Eftir 10. — c5 11. dxc5 — Rxc5, 12. Bb5+ - bd7, 13. Bxd7+ — Rxd7, 14. Da4 ræður svartur ekki við hótanirnar 15. Dxa7 og 15. Rxd5.) II. Ra4! - b5 Svartur lendir í miklum vand- ræðum eftir 11. — c5, 12. Rxc5 — Rxc5, 13. dxc5 — Bxc5, 14. Da4+ — Dd7, 15. Dh4 - Be7, 16. Rd4 — h6, 17. f4 með hótuninni 18. f5 o.s.frv.) 12. Rc5 — Rxc5, 13. dxc5 — I16, 14. Bf4 - 0-0 (Ekki gengur 14. — a5, 15. a4 — b4, 16. Ba6 - Ha8, 17. Bb7 og hvítur vinnur annað hvort peðið á c6 eða skiptamun.) 15. b4 - Rd7, 16. a4 - Bf6, 17. Ha3 - He8 (Svartur hefði getað reynt 17. — a5I? 18. axb5 — axb4, 19. Ha7 — cxb5, 20. Bd6 — Be7, 21. Bxe7 — Dxe7, 22. c6 - Dd6, 23. Rd4 - Re5, 24. Bxb5 með flókinni stöðu.) 18. h3 - Ha8? (Svarti yfirsést einföld en sterk áætlun hvíts til að ná yfirráðum á a-línunni. Líklega hefði verið skást að reyna 18. — d4!? í stöðunni, t.d. 19. exd4 - Bd5, eða 19. Rxd4 - Bxd4, 20. exd4 — Df6 og svartur hefði getað barist áfram, þótt hann ætti peði minna.) 19. Rd4 - Dc8, 20. Hfal - Db7, 21. Da2 - 21. - Had8 (Svartur ræður ekki við hótunina 22. axb5 og eftir 21. — bxa4, 22. Hxa4 fellur peðið á a6.) 22. axb5 — axb5, 23. Ha7 — Dc8, 24. Hc7 - Da8, 25. Db2 - Bxd4, 26. Dxd4 - Db8, 27. Hxd7 - Hxd7, 28. Bxb8 - Hxb8 (Hvítur á nú auðunnið tafl og lokin þarfnast ekki skýringa.) 29. Ha6 - Hc8, 30. De5 - Hdc7, 31. f4 - Bd7, 32. Ha8 - Hxa8, 33. Dxc7 - Be8, 34. Bf5 - Hal+, 35. Kf2 - Ha2+, 36. Kf3 - Ha8, 37. Bd7 - Bxd7, 38. Dxd7 - Ha4, 39. Dxc6 — Hxb4, 40. Dxd5• og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.