Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 9 Garðeigendur - sumarbústaðaeigendur Bjóðum upp á meira en 100 tegundir trjáplantna og runna á mjög hagstæðu verði. Verðdæmi: Birki í pottum á kr. 250. Fjallafura frá kr. 600. Hansarós frá kr. 410. Alaskavíðir og aspir frá kr. 79. Blátoppur kr. 190. Sérstakt úrval sígrænna plantna. Magnafsláttur - greiðslukjör. Verið velkomin. Sendum plöntulista. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, (beigt til hægri við Hveragerði), símar 98-34388 og 985-20388. 30.maí 30.maí 30. 9ÁM1992 Sjálfstæbisfélögin í Hafnarfiröi efna til „Vordags '92" 30. maí 1992. Dagskrá „ Vordags '92": Kl. 11.00 Komið saman við afleggjarann að Hvaleyrarvatni. Fólk er beðið að taka með sér létt verkfæri. Kl. 11.30 Gróðursetning og snyrting á gróðurreitnum. Kl. 12.30 Grillveisla fyrir alla við Hvaleyrarvatn. Grillmeistari (chef de grille): Magnús Kjartansson. Söngur- leikir. Kl. 21.00 Kvöldskemmtun í Skútunni, Dalshrauni. Veitingar á góðu verði. Frjáls en snyrtilegur klæðnaður. Miðnæturverður. 30.maí Öllum er velkomiö oð taka þátt í vordeginum. Stjórn fulltrúarábsins grundvallarRIT UM ÍSLENSK UMHVERFISMÁL Bókin sem tekin var saman fyrir róöstefnuna í Ríó Bók þessi er fyrsta heildstœða yfirlitið um umhverfi og þróun á íslandi. Hún bœtir úr brýnni þörf á upplýsingum um fjöl- marga þœtti í umhverfismálum. í fyrsta hluta þókarinnar er fjallað um þróunina hér á landi, auðlindabúskap og um- hverfisáhrif. Annar hluti lýsir ástandi umhverfisins á íslandi og gerð grein fyrir mengun lofts, láðs og lagar, ástandi dýralífs, gróðurs og jarðvegs. Loks er í þriðja hluta bókarinnar fjallað um skipulag, löggjöf og skipan umhverfismála á íslandi og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði umhverfisverndar. Bókin er unnin af umhverfisráðuneytinu. skzrpla vatnagörðum 14 104reykjavík sími 91-681225 bréfsími 91-681224 Dreifing til bóksala: fslensk bókadreifing Suðurlandsbraut 4 Sími 91-686862 Meira en þú geturímyndað þér! Leyniskjöl Kremlverja Lengi hefur verið Ijóst, að Sovétleiðtog- arnir í Kreml hafa staðið á bak við hvers konar hryðjuverkahópa, sem beint hafa spjótum sínum að lýðræðisríkjum vest- ursins eða öðrum þeim sem ekki hafa verið kommúnistaforingjunum að skapi. í ríkjum kommúnismans á bak við járn- tjaldið voru hryðjuverkamenn þjálfaðir og þaðan bárust þeim vopn og fé. Sannanir um þetta eru nú að koma í Ijós í skjala- söfnum sovézka kommúnistaflokksins svo og hvernig flokkurinn fjarstýrði útibú- um sínum í öðrum löndum. Þúsundir leyniskjala í forystugrein Alþýðu- blaðsins í gær er m.a. fjaliað um þetta og ber hún fyrirsögnina „Fimmtu herdeildir Kremlar". í upphafi greinarinnar segir: „Blaðamönnum í Moskvu hefur verið sýnt leyniskjal þar sem fram kemur að sovéski konun- únistaflokkuriim veitti Ljóðfylkingunni fyrir frelsun Palestínu (PFLP) fé um miðjan áttunda áratugúm til árása á Bandaríkjamenn og ísra- ela. Náinn aðstoðarmað- ur Borisar Jeltsíns, for- seta Rússlands, segir að leyniskjal þetta sé aðeins eitt þúsunda skjala sem fundist hafa og sanna náin tengsl gamla komm- únistaflokksins við al- þjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Leyniþjón- ustur Bandaríkjanna og ísraels hafa löngum sak- að Sovétríkin um að styðja hryðjuverkahópa í þvi skyni að koma höggi á Vesturlönd. Þessum ásökunum hafa Sovét- menn alltaf vísað á bug. Hið sanna er hins vegar nú að koma í ljós. Hryðjuverk og glæpir Reyndar þarf engan að undra að kommúnist- ar í Kreml hafi stutt hryðjuverkahópa. Við fall kommúnismans í Austur-Þýskalandi, kom meðal annars í ljós, að kommúnistaflokkur landsins hafði skotið skjólshúsi yfir alræmda, alþjóðlega hermdar- verkamenn og hryðju- verkasamtök og tekið þátt í skipulagningu og fjármagnað margar að- gerðir þeirra. Ekki er ólíklegt, að önnur fyrrum kommúnistaríki í Austur- Evrópu hafi aðstoðað hermdarverkamenn. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart, að Kreml hafi haft hönd í bagga hvað varðar skipulagn- ingu og aðstoð við alþjóð- lega hryðjuverkahópa eða fjái-magnað glæpi þeirra beint. Aðstoð við alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi var hluti af heildarmarkmiði komm- únismans: Að koma vest- rænu lýðræði á kné. Heildarmyndin þéttist stöðugt eftir því sem nýj- ar upplýsingar berast að austan í lgölfar hruns kommúnismans. Komm- únistar í Kreml svifust einskis til að veikja stöðu Vesturlanda og gi-afa undan lýðræði vestræmia þjóða.“ Beinar fyrir- skipanir I síðai-i hluta forustu- greinarinnar er fjallaö um tengsl Kremlveija við fimmtu herdeildir kommúnista á Vestur- löndum, svonefnda „bræðraflokka". Þar seg- ir m.a.: „Fjárhagsaðstoð við alþjóðlega hryðjuverka- hópa var einn liðurinn í köldu stríði kommúnista gegn Vesturlöndum. Að- stoð við bræðraflokka á Vesturlöndum og ýmis- leg tengsl falhi undir hulu menningarsam- starfs og viðskipta voru aðrir þættir í þvi skyni að styrkja fimmtu her- deildir kommúnismans á Vesturlöndum. Nýjar upplýsingar berast stöð- ugt frá Rússlandi um slík tengsl. Markmiðið með stuðningi Kremlar við fimmtu herdeildirnar var að sjálfsögðu einnig hluti af sama heildarmarkm- iði: Að koma Vesturlönd- um á kné. Hvað ísland varðar, hafa ýmsar gaml- ar grunsemdir verið staðfestar með fréttum af opnun skjalasafna í Moskvu. Það er nú sann- að, að Komintem sem stjórnað var frá Moskvu, gaf beinar fyrirskipanir til íslenskra kommúnista hvemig þeir ættu að kljúfa íslenska verkalýðs- hreyfmgu, Alþýðuflokk- inn og skipa íslenskri al- þýðu undir rauða fána kommúnismans. Jón Baldvinsson, leiðtogi ís- lenskra jafnaðarmanna, varaði íslenska alþýðu við „mönnunum frá Moskvu" í simii hinstu ræðu. Vamaðarorð hans reyndust á rökum reist. íslenskir kommúnistar og afsprengi þeirra hafa alltaf neitað tengslunurn við Moskvu. Hægt og síg- andi em skjalasöfnin í Moskvu að sanna hið önd- verða. Leiðtogar is- lenskra kommúnista, þingmenn, skáld, rithöf- undar og menntamenn hafa reynst vera í nánum tengslum við forystu Komintems í Moskvu. Og enn er mikið óbirt af leyniskjölunum í Moskvu.“ Vitaðum tengslin Það sem segir í for- ustugreininni um ís- lenska kommúnista og sósíalista hér að framan og tengsl þeirra við Moskvuvaldið, er að sjálf- sögðu rétt. Islenskir lýð- ræðissinnar hafa vitað um þessi tengsl um ára- tuga skeið, um svonefnd memiingarsamskipti og gervifyrirtækin sem sett vom á fót hér til að fela fjárhagsaðstoðina að austan. Erfiðara hefur þó reynst að fá skjallegar sannanir en það kann að breytast þegar stjómvöld í Rússlandi leyfa aðgang að leynislgölum sovéska kommúnistaflokksins. Stofnun samtakanna Náttúrubaraa SAMTÖKIN Náttúruböm halda stofnfund sinn í Árnagarði, sal 301, í dag, laugardaginn 30. maí, kl. 15. Hópur velunnara Fæðingarheim- ilisins hefur undanfarið verið að undirbúa stofnun samtaka um grundvallarrétt foreldra og barna við barnsburð. Samtökin eru opin öllum þeim er láta sig málefnið varða. Tilgangur með stofnun samtak- anna er: Að standa vörð um grund- vallarrétt kvenna um val á fæðing- arstað, að tryggja konum ákvörðun- arrétt í fæðingu, að borin sé virðing fyrir fæðingu sem einstæðri og per- sónulegri upplifun, að borin sé virð- ing fyrir fæðingu sem fjölskylduvið- burði og afgerandi þætti í myndun tengsla milli foreldra og barna og fjölskyldunnar í heild sinni, að stuðla að því að börn fái að fæðast mjúklega á nærgætinn hátt í því öryggi og næmleika sem hvert barn þarfnast í frumbemsku. Á stofnfundinum rekur fulltrúi úr undirbúningshópnum aðdrag- anda að stofnun samtakanna. Auk þess munu móðir, faðir, læknir og ljósmóðir flytja framsöguerindi. Lögð verður fram tilnefning bráða- birgðastjórnar er starfa mun fram að fyrsta aðalfundi og gera tillögur að lögum samtakanna. Vænst er góðrar þátttöku því lengi hefur verið brýnt að stofna slík samtök. Sambærileg samtök Movement", í Danmörku „Forældre eru starfandi víða um heim og má og fadsel“ og í Noregi „Födsel i nefna meðal annars alþjóðleg sam- fokus“. tök um virka fæðingu, „Active Birth (Fréttatiikynníng) Tónlistarhátíðin í Bergen: Bryndís Halla Gylfa- dóttir heldur tónleika BRYNDÍSI Höllu Gylfadóttur sellóleikara hefur verið boðið að halda tónleika á tónlistarhátíðinni Music Factory í Bergen. Tónlistar- hátíð þessi er haldin ár hvert sam- hliða Alþjóðlegu listahátíðinni í Bergen. Á tónleikum Music Fact- ory er eingöngu flutt tónlist samin á þessari öld og áhersla lögð á einleiks- og kammertónleika. Tónleikar Bryndísar Höllu verða lokatónleikar hátíðarinnar í ár og mun Bryndís Halla flytja þijú íslensk verk eftir Áskel Másson, Hauk Tóm- asson og Finn Torfa Stefánsson. Hún mun að auki flytja verk eftir Young- hi Paagh Pan, George Crumb og Dallapiccola. Á hátíðinni 1 maí kemur saman hópur flytjenda frá Noregi, Evrópu og Bandaríkjunum, sem allir hafa sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlist- ar. Tónleikar Bryndísar Höllu verða Bryndís Halla Gylfadóttir sunnudaginn 31. maí og eru sam- starfsverkefni Music Factory og Is- lensku tónverkamiðstöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.