Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 32 Minning: Baldur Teitsson deildarsljóri Fæddur 28. ágúst 1928 Dáinn 5. júní 1992 í dag er til moldar borinn frá Kópavogskirkju Baldur Teitsson, deildarstjóri fasteignadeildar Pósts og síma, Hófgerði 18, Kópavogi. Hann fæddist í Eyvindartungu í Laugardal. Foreldrar Baldurs voru Sigríður Jónsdóttir og Teitur Eyj- ólfsson, bóndi í Eyvindartungu. Foreldrar Baldurs bjuggu þar og er Baldur þar alinn upp í foreldra- húsum. Hann stundaði nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni veturna 1944-1946 og í Samvinnuskólan- um vetuma 1946-1948. Baldur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigurveigu Þórarinsdóttur, 29. nóvember 1951. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóhannsdóttir frá Eyrarbakka og Þórarinn Jóns- son frá Stóra-Núpi. Þau bjuggu á Eyrarbakka og telur Sigurveig sig Eyrbekking. Böm þeirra Baldurs og Sigur- veigar em þrír synir, Þórarinn, læknir, kvæntur Maríu Loftsdóttur; Sigurður, læknir, kvæntur Jóhönnu Ingvarsdóttur; og Gunnar, jarð- fræðingur og kennari, kvæntur Guðrúnu Reynisdóttur. Bamabörn- in era 11 taisins. Systkini Baldurs era: Ásbjörg, maki Eiríkur Eyvindsson, rafvirkja- meistari á Laugarvatni; Ásthildur, maki Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfeíli, en hann var lengi for- maður Stéttarsambands bænda, en er nú látinn; Jón, bóndi í Eyvind- artungu, kona hans var Ingunn Amórsdóttir, sem nú er látin; Eyj- ólfur, trésmiður, maki Soffía Ár- mánnsdóttir, þau búa í Reykjavík; Ársæll, trésmiður, maki Guðrún Siguijónsdóttir, þau búa á Selfossi; og Hallbjörg, maki Helgi Jónsson, bankastjóri á Akureyri. Eftir nám i Samvinnuskólanum stundaði Baldur skrifstofu- og kennslustörf. Hann stundaði skrif- stofustörf hjá fóður sínum, sem þá sá um framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn. Hann var kennari í einn vetur í Víðidal í Húnavatns- sýslu og svo kennari einn vetur á Amarstapa. Síðar réð hann sig til Pósts og síma. Fyrst sem stöðvar- stjóri á Stokkseyri frá árinu 1951 til ársins 1964. Síðan tók hann við starfi fulltrúa í tæknideild og varð síðar skrifstofustjóri í sömu deild frá 1964-1976. Á þeim tíma sá tæknideildin um byggingarfram- kvæmdir fyrir Póst- og símamála- stofnunina. Enda sá þá Baldur um eftirlit og framkvæmdir, t.d. við viðbyggingu Landssímahússins 1966, og allar þær breytingar sem því fylgdu. Síðar tók Baldur við starfí deildarstjóra fasteignadeildar árið 1976, en því starfí gegndi hann til dauðadags. Hann vann því yfír 41 ár hjá stofnuninni. Eftir að þau hjón, Baldur og Sigurveig, fluttu frá Stokkseyri, fluttu þau í nýbyggt hús sitt í Hófgerði í Kópavogi og hafa búið þar alla tíð síðan, og þar óskaði vinur okkar eftir að vera þar til yfír lauk enda fékk hann þar góða aðhlynningu hjá konu sinni og son- um og fjölskyldunni allri. Baldur var mikill fjölskylduvinur og hugsaði vel um sína fjölskyldu, enda leituðu allir til hans og alltaf komu líka úrræðin og lausnir á málum frá honum. Það er talað um að þegar þessi ungi maður var stöðvarstjóri á Stokkseyri hafí heimamenn litið til hans sem föður þorpsins. Hann var allt í senn; stöðvarstjóri, sjúkrabfl- stjóri, leigubílstjóri án leigubíls og hjálparhella fólksins yfírleitt. Baldur var mikill áhugamaður um skógrækt og þekkti vel allar jurtir og plöntur. Hann þekkti fugla í loftsins eins og fíngurna á sér. Hann átti sumarbústað í landi Ey- vindartungu við Laugarvatn, þar undi hann vel og hvíldi sig við blóm- in sín og fuglasönginn í faðmi fjöl- skyldunnar. Baldur sætti sig við þann dóm sem kveðinn var upp fyrir um mánuði, enda sagði hann við mig þegar ég talaði við hann í símann á hans heimili: „Ég er glaðasti maðurinn á heimilinu, fólkið mitt er lengur að sætta sig við þetta.“ Þessi endalok vora kannski það besta í þeirri stöðu sem upp kom, en Baldur átti margt eftir ógert, en hann var þó búinn að gera marga góða hluti. Alia búskapartíð Baldurs og Sig- urveigar bjó móðir Sigurveigar hjá þeim á heimilinu, og leit Baldur á hana sem sína bestu móður. Aldrei bar neinn skugga á, og á það við um allt heimilisfólkið í Hófgerðinu. Hún lést árið 1983. Þegar ég sótti um starf hjá Pósti og síma var gott að geta leitað til Baldurs, alltaf tók hann á móti sín- um umsækjendum og viðmælend- um sem sannur höfðingi. Okkar kunningsskapur hófst þegar hann var í Samvinnuskólanum með bróð- ur mínum, en ég var þá í Iðnskólan- um. Ég vil þakka Baldri fyrir þau tæplega tuttugu ár sem við höfum starfað saman hjá Pósti og síma, hjá slíkum yfirmanni er gott að hafa starfað. Ein síðasta dagskipun var: „Slakið nú á, en haldið samt áfram.“ Ég vil þakka Baldri fyrir öll ferðalögin um landið, alla veiði- túrana, en við áttum saman góðar stundir á árbakkanum. Ég færi kærar kveðjur frá okkur öllum í fasteignadeildinni fyrir samstarfíð á liðnum árum. Mér er það ljóst að með þessum orðum mínum er vini mínum lýst á ófull- kominn hátt, drenglyndi, dugnaði, samviskusemi og öðram góðum eiginleikum hans era ekki gerð skil sem skyldi. Við hjónin og fjölskylda okkar óskum þess að góður guð styrki þig, Sigurveig, og synina þijá og alla fjölskylduna á þessari sorgar- og saknaðarstundu. Láfendum guð minn líkna þú, liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim, sem harma nú, hvíld væra þeim er sefur. Góðir menn, drottinn, gef þú, að í góðra manna komi stað á öllu ráð einn þú hefur. . (Sveinbjöm Egilsson) Davíð Kr. Jensson. 5. júní sl. lést á heimili sínu Baldur Teitsson deildarstjóri, Hóf- gerði 18, Kópavogi. Þeir er til þekktu vissu að hann gekk ekki heill til skógar á undanfömum mánuðum og að við þessu mátti búast. Þó var það svo að þegar ég frétti að hann væri dáinn kom það á óvart. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast vinar míns og mágs með fáeinum orðum, svo nátengdur var hann mér og fjölskyldu minni um margra áratuga skeið. Baldur var fæddur í Eyvindar- tungu í Laugardal 28. ágúst 1928, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur frá Stíflisdal í Þingvallasveit og Teits Eyjólfssonar frá Fífuhvammi í Reykjavík. Þau hjón hófu fyrst búskap í Laugardalnum á Böð- móðsstöðum 1921, en fluttu þaðan að Eyvindartungu 1923, festu kaup á þeirri jörð og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Eyvindartunga var ekki talin mjög stór jörð, húsa- kynni og ræktun lands léleg. Úr því var bætt fljótlega. Árið 1926 var byggt þar fyrsta íbúðarhús sveitarinnar úr steinsteypu og raf- lýst 1929 með vatnsrafstöð, tún vora ræktuð, útihús upp byggð. Þetta var unnið að mestu með sam- hjálp fjölskyldunnar. Sigríður og Teitur gerðu þessa jörð að ættaróð- ali til að tryggja afkomendum sín- um hana; og öllum bömum þeirra var úthlutað land til að byggja þar sumarbústað.. Baldur óx upp í samrýndum systkinahópi; þau vora sjö, fjórir bræður og þtjár systur, og var hann fímmti í röðinni. Baldur gekk í gegnum venjulegt bamaskólanám að þeirra tíma hætti. Síðan fór hann í Héraðsskólann á Laugar- vatni, lauk þaðan prófi eftir tvo vetur, fór eftir það í Samvinnuskól- ann og lauk þar einnig prófi eftir tilskilinn námstíma. Samvinnu- skólapróf þótti góð menntun til margvíslegra starfa og kom honum að góðum notum síðar á lífsleiðinni. Arið 1950 kynntist Baldur eftir- lifandi konu sinni, Sigurveigu Þór- arinsdóttur, er starfaði við símstöð- ina á Eyrarbakka. Guðrún móðir hennar var ekkja, hafði misst mann sinn í sjóslysi frá tveimur ungum bömum er bjuggu þar með henni. Árið 1951 gengu þau Sigurveig og Baldur í hjónaband. Fyrsta hjú- skaparárið stundaði hann kennslu á Snæfellsnesi en áður hafði hann kennt tvo vetur í Húnavatnssýslu. Kennsla féll Baldri vel og eignaðist hann marga kunningja á þeim áram er hann var kennari. Árið 1951 tóku þau hjónin að sér rekst- ur símstöðvarinnar á Stokkseyri og voru þar til 1964 er þau fluttu til Kópavogs, að Hófgerði 18, og hafa átt þar heima síðan. Baldri hafði þá boðist starf er hann hafði áhuga á hjá Póst- og símamála- stofnuninni í Reykjavík. Þar varð hann skrifstofustjóri og frá 1976 var hann deildarstjóri fasteigna- deildar stofnunarinnar og gegndi því starfi þar til yfír lauk. Hjónaband Baldurs og Sigur- veigar var afar farsælt alla tíð. Hógværð og tillitssemi voru í önd- vegi. Þau eignuðust þijá syni sem tileinkuðu sér strax hinn góða, far- sæla félagsanda er ríkti á heim- ilinu, allir langskólamenntaðir menn: Þórarinn, heilsugæslulæknir á Seltjarnarnesi, f. 1951, kvæntur Maríu Loftsdóttur og eiga þau fjög- ur börn. Sigurður, yfírlæknir í 01- afsvík, f. 1952, kvæntur Jóhönnu Ingvarsdóttur, þeirra böm era fjög- ur. Gunnar, jarðfræðingur, f. 1953, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, kvæntur Guðrúnu Reynis- dóttur, þau eiga tvö börn. Baldur var meðalmaður á hæð, bjartur yfirlitum, mjög þægilegur í viðmóti. Hann bar sig vel, þó hlé- drægur en öraggur í framkomu, setti mál sitt fram á skipulegan hátt, færði rök fyrir málstað sínum með hógværð. Hann virtist gjör- þekkja þau mál er vörðuðu starf hans og hugði vel að virðingu og rétti stofnunarinnar í öllu því er tilheyrði hans deild. Baldur var minnugur og hug- kvæmur, víðlesinn og því vel menntaður. Hann virtist alls staðar velkominn. Fólki leið vel í návist hans. Hann tók að jafnaði málstað þeirra er vora fjarstaddir en þó sérstaklega þeirra er minna máttu sín. Margra götu greiddi hann, þeirra er áttu í erfíðleikum og þurftu ráðgjafar við á einn eða annan hátt. Ef leiðrétta þurfti bók- hald eða skattaskýrslu eða eitthvað amaði að, var hann fljótur að fínna lausnir og greiða úr. Rík ástæða er til að minnast þess hve Baldur bar mikla umhyggju fyrir Guðrúnu tengamóður sinni en hún fylgdi fjölskyldunni alla tíð og var virt og að henni hlúð sem best mátti verða. Móður sinni sýndi Baldur einnig sérstaka ástúð og nær- gætni. Þegar fjölskyldan fór í sum- arfrí vora báðar mæðurnar oftast með þótt þröngt væri í bílnum. Samband sona og föður var frá- bært, þar sem öll vandamál voru afgreidd svo að allir gætu við unað. Mín fjölskylda á Baldri, Gógó og sonum margt að þakka. Börn okk- ar hjóna hafa oft dvalið á heimili þeirra lengri eða skemmri tíma svo aldrei bar skugga á. Kæra fjölskylda. Við vitum að sorgin er ykkur þungbær, hún kem- ur til hvers og eins persónulega og óvænt þótt við vissum að hún væri nálæg, eða eins og Tómas Guðmundsson skáld segir: Hjónaminning: Bergþóra Guðjóns dóttir - Eggert Torfi Jóhannsson Bergþóra: Fædd 19. janúar 1909 Dáin 6. júní 1992 Eggert Torfi: Fæddur 27. maí 1920 Dáinn 2. febrúar 1989 Mig langar í nokkram orðum til þess að minnast þessara yndislegu hjóna, sem ég var svo heppinn að fá að kynnast. Ég var ekki nema 8 mánaða þeg- ar ég kynnist Eggerti Torfa fyrst. Það var þegar móðir mín réði sig sem ráðskonu að Bjargi í Ólafsvík, en þar bjó Eddi ásamt fósturforeldr- um sínum. Við Eddi hændumst fljótlega hvor að öðrum og eftir því sem árin liðu varð vináttan sterkari. Á meðan ég dvaldi á Bjargi var mikið um gesta- gang vina og vandamanna, þar á meðal kom oft góð og falleg kona, sem síðar átti eftir að giftast Edda, en það var hún Bergþóra eða Bogga eins og hún var alltaf kölluð. Oft eru mér minnisstæðar heimsóknir hennar til Edda, en þó sérstaklega hvað mér þóttu skómir hennar allt- af spennandi og oft þurfti að hlaupa á eftir mér út á hlað þar sem ég var kominn í skóna hennar, ákveð- inn í að fá mér göngutúr um plássið. Seinna flutti Eddi suður á Selfoss og hóf vinnu við Búrfellsvirkjun í nokkum tíma. Ég og mamma flutt- um með honum og bjuggum við þá á Selfossi með Edda. Efíir að Eddi hætti við virkjunina fór hann aftur vestur en við mamma urðum eftir í Reykjavík. Þegar ég varð eldri fór ég að fara vestur til Ólafsvíkur á sumrin til að heimsækja Edda og Boggu, sem þá höfðu gift sig á sínum efri árum og áttu fallegt heimili, fyrst í Mýrarholti 7 og síðan í Sandholti 18 þar í bæ. Eddi stundaði alla al- menna vinnu, en var þó mest í byggingarvinnu, þar sem ég dund- aði mér með minn hamar og nagla og reisti hallir á meðan Eddi reisti húsin. Þau vora alla tíð mjög trúuð og ræktuðu trú sína vel, og voru þau iðin við að fara á samkomur hjá Hvítasunnusöfnuðinum og var oft gaman að fara með þeim á þær samkomur. Eins fórum við oft suður yfír heiði í heimsókn til hans Leifs á Hólkoti og oft var nú gaman að komast í alvöra sveit. Það var oft mikill hamagangur á sumrin í Ólafsvík og þar kynntist ég mörgum af mínum bestu vinum sem alltaf vora boðnir velkomnir heim til Edda og Boggu. Þegar ég fór svo að fara í sveit fyrir norðan komu þau á hveiju sumri og dvöldu í nokkra daga hjá mér og þá fórum við oft saman í stutt ferðalög um sveitina og áttum alltaf yndislegar stundir saman í þeim ferðum. En þegar ég komst á þann aldur að ég færi að vinna, amk. sumar- vinnu, fór ég að sjálfsögðu vestur til þeirra hjóna og fór að vinna i fískinum með Edda. Hvern morgun fórum við saman með sitt hvort nestisboxið þar sem í vora heima- bökuð brauð og fleira góðgæti sem Bogga hafði útbúið af kostgæfni fyrir okkur. Alltaf var jafn yndislegt og hlýtt að vera hjá þeim og koma í heim- sókn og sögurnar sem þau sögðu á kvöldin í litla eldhúsinu, af löngu liðnum tíma vörpuðu ævintýraljóma á lífíð og tilveruna. Hin seinni ár var Eddi orðinn heilsulítill og lést hann á sjúkrahús- inu á Akranesi árið 1989 eftir tölu- vert langa sjúkrahúslegu. En alltaf var jafn gott að heim- sækja Boggu og eftir að ég stofn- aði heimili kom hún iðulega í heim- sókn þegar hún átti leið til Reykja- víkur og var þá oft slegið á létta stengi og rabbað um liðna tíma. En tíminn líður og nú er hún far- in í ferðalagið mikla, til okkar æðri mátta og ég veit að þar bíður Eddi og tekur á móti henni. Ég mun aldr- ei gleyma þeim yndislegu stundum sem ég átti með þeim hjónum og bið ég góðan guð að varðveita þau að eilífu og blessa minningu þeirra. Ég vil votta fjölskyldum þeirra og ástvinum mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í sorg sinni. Jóhannes Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.