Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 43 Sköllótt land Bágborin lífskjor Frá Kristínu Sigurðardóttur: ÉG ER búsett í Svíþjóð og segi far- ir mínar ekki sléttar hér. Eg hef verið hér í þtjú ár og í apríl 1991 leigði ég íbúð af Fransmanni. Ég fór til íslands um miðjan maí til þess að ganga frá málum í sambandi við örorku mína og hvíla mig (ég er öryrki og get ekki framfleytt mér sjálf). Þegar ég kom til baka sótti ég um aðra íbúð hjá bústaðamiðlun- inni en það gekk seint að fá svar því íbúðarleiga hefur hækkað mjög í Svíþjóð. Og nú byijaði lífið að verða martröð. Pascal, en það heitir Frans- maðurinn, reyndi að þvinga mig til þess að borga húsaleiguna tvisvar fyrir júnímánuð og einnig símareikn- ing sem fyrri leigjandi hafði skilið eftir. Ég þvertók fyrir að borga þetta og skrifaði félagsráðgjafa mínum um þetta mál. Viðbrögðin voru þau að hún sendi mér matar- og húsa- leigupeningana mína 5 dögum seinna en ég átti að fá þá og hefði ég ekki átt mat í frystihólfinu hefði ég svelt þessa 5 daga. Ég ræddi þetta við kunningjakonu mína frá Uruguay en hún bara hló og sagði: Hvað gerir fólk ekki til að fá pen- inga? Og martröðin hélt áfram. Meðan ég var úti var oft hreyft við hlutum í íbúð minni og jafnvel rótað í óhreina tauinu. í desember fóru hlutir að hverfa frá mér. Ég þorði ekki að kæra til lögreglunnar því að ég óttaðist að Pascal gæti komið og drepið mig og látið það líta út sem sjálfsmorð. Eg sagði upp íbúðinni og í lok janúar flutti ég húsgögnin mín í geymslu. Sjálf fékk ég að vera hjá sænskum listmálara meðan ég var að fá nýja íbúð. Ég fékk lyklana að íbúð sem ég fékk hjá bænum 9. mars. Ég tók sjónvarpið mitt og eld- húsáhöld með mér þangað og svaf síðan á gólfinu þar til þann 18. mars en þá hjálpaði félagsmálastofn- un mér að flytja húsgögnin heim. Ég sleit öllu sambandi við þá sem ég þekkti áður og gerðist mormóna- trúar, staðráðin í því að lifa eftir guðs boðskap og túlka hans orð fyr- ir öðrum. En það virtist djöflinum ekki lítast á og það var byrjað að færa hluti úr stað hjá mér. Ég vildi fyrst ekki trúa þessu en þegar bók sem einn mormónatrúboðinn lánaði mér var komin inn í eldhús einn morguninn og annar lásinn á úti- hurðinni var opinn, sá ég að einhver hafði lykla. Það var múhameðstrúar- fólkið sem býr á móti sem hafði þá og fór inn í íbúð mína þegar ég var íjarverandi. Ég talaði við lögregluna en var sagt að enginn gæti opnað lásinn. Þessir lögreglumenn ættu að fara aftur í lögregluskólann, það er hægt að opna alla lása með vissum þjófalyklum sem lásasmiðir hafa. En ég held að fólkið i íbúðinni á móti hafi fengið lykla hjá fyrrver- andi leigjendum. Ég klagaði þetta fyrir húsráð- anda, bað um nýjan lás og fékk hann, þó það hafi verið skellt á mig fyrir að segjast ætla að kæra þetta fyrir stjóm MKB og hringja í blöðin. Nú hef ég lykilinn í lásnum á næt- urnar svo ómögulegt sé að opna. Ég vil aðvara konur, að flytjast ekki einar til Svíþjóðar því að hér fáum við aðeins húsnæði innan um glæpalýð sem kemur alls staðar að úr heiminum og markmið þeirra virðist vera að eyðileggja Norður- landabúa með eiturlyfjum, ásamt sænskum glæpalýð. Eg hef komist að því að þeir sem eru að þjarma að mér eru alþjóðasósíalistar. Eg hef í hyggju að ákæra vinnumiðlunina hér fyrir að hafa sett mig í hendum- ar á þeim 1981. Kristín Sigurðardóttir Norrbáskoggatan 14, 8v 21624 Malmö Svíþjóð LEIÐRÉTTINGAR Heimsljós Eigandi verslunarinnar Heimsljós í Kringlunni hefur beðið Morgun- blaðið að geta þess, að verslunin er á engan hátt tengd jógastöðinni Heimsljós, sem frétt var af í blaðinu á dögunum. Hvítasunnumót Fáks Villa slæddist inn í umfjöllun Morg- unblaðsins á miðvikudaginn um Hvitasunnumót Fáks. Þar er sagt að Þóra Brynjarsdóttir, sem lenti í öðm sæti í unglingakeppninni hafi fengið einkunnin 8,40. Hið rétta er að hún fékk einkunnina 8,74. Sig- urður Matthíasson, sem varð efst- ur, fékk 8,86. Hlutaðeigandi em beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Föðurnafn misritaðist Föðumafn Páls Gunnarssonar, sem lést 3. júní síðastliðinn, misritaðist f minningargrein um hann í Morg- unb'aðinu í gær. Hlutaðeigendur em beðnir velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI ÚLPA ÚLPA, fijólublá og með gulum og rauðum lit af 11 ára dreng, tapaðist á strengjasveitamóti á Akranesi helgina 22. til 24. maí. Hún er merkt „Baldur Páll“. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 650775. PÁFAGAUKAR HVÍTUR páfakaukur tapaðist í Fossvogi, frá Bjarmalandi 20. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 686606. Grænn og gulur páfagaukur fannst við golfvöllinn á Korpúlfs- stöðum. Upplýsingar í síma 814102. Hvítur páfagaukur fannst fyrir utan Víðigerði 5 hinn 10. júní. Upplýsingar gefur Ingileif í síma 677976. TALAROF HRATT Hildur Benediktsdóttir: ÉG KEYPTI happdrættismiða hjá SEM-húsbyggingarhapp- drættinu, sem samtök mænu- skaddaðra stóðu að. Nú gengur illa hjá mér að komast að hvort vinningur hefur komið á miðann minn. I símsvara, sem stendur á miðanum að hægt sé að hringja í, gefur mannsrödd upp nokkur símanúmer sem skal hringa í til að fá vinningsnúmerin en gallinn er bara sá að maðurinn talar svo hratt að ekki er hægt að greina hvað hann segir. Vona ég að þessu verði kippt í lag. KERRA KERRA var tekin við Dalveg í Kópavogi í sfðustu viku og sást aftan í hvítri Lödu fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið S síma 42272 ef sést hefur til kerrunnar. KETTLINGAR KETTUNGAR fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 651649. HJÓL FJÓLUBLÁTT kvenfjallareiðhjól var tekið við Búðagranda fyrir skömmu. Vinsamlegast hringið í Súsönnu í síma 11013 ef það hefur fundist. Við þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgað heimsenda happdrættismiða og minnum hina á góðan málstað og glæsilega vinninga. STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN! Athugið: í þetta sinn voru miðar einungis sendir körlum, á aldrinum 23ja-75 ára, en miðar fást á skrifstofu happdrættisins í Skógarhlíð 8 (s. 621414) og í sölubílnum á Lækjartorgi. VINNINGAR: 1. MITSUBISHI PAJERO þrennra dyra, V6, bensín. Verömæti 2.400.000 kr. 2.-3. VW GOLF GL Verðmæti 1.300.000 kr. 4.-53. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 54.-103. VÖRUREÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI! Krabbameinsfélagiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.