Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1992 19 Morgunblaðið/Bjami Á Háskólahátíð síðastliðinn Iaugardag voru 520 kandidatar braut- skráðir. Sveinbjörn Björnsson, háskóla- rektor, flytur hátiðarræðu á Háskólahátið. Háskóli íslands: Brautskráðir á náms- árínu á áttunda hundrað Á Háskólahátíð er fór fram laugardaginn 27. júní sl. voru 520 kandidatar brautskráðir. Samtals hafa þá 783 kandidatar verið brautskráðir frá Háskóla íslands síðan Sveinbjörn Björnsson tók við embætti háskólarektors síðasta haust en aldrei hafa fleiri verið brautskráðir á einu námsári í sögu skólans. Fjölmennasti hópurinn var út- Sextíu og níu voru brautskráðir skrifaður úr viðskiptafræðideild frá heimspekideild og 64 úr fé- en þar luku 80 kandidatsprófi. lagsvísindadeild. Einn kandidat lauk embættisprófi í guðfræði. Háskólahátíð fór fram með hefðbundnu sniði. Háskólarektor, Sveinbjörn Bjömsson, flutti hátíð- arræðu og deildarforsetar afhentu kandidötum próskirteini. Að lok- um söng Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Ferenc Utassy. Bók um list Kríst- jáns Davíðssonar Landakot: Tekj uafgangixr 1991 nam 22,5 millj. króna TEKJUAFGANGUR Landakots- spítala fyrir árið 1991 nam 22,5 miiyónum króna. Rekstrargjöld spítalans námu rúmlega 1.300 milljónum króna á síðasta ári en voru liðlega 1.200 milljónir króna 1990. í fréttatilkynningu frá spít- alanum segir að fjöldi inniagðra sjúklinga hafi aldrei verið meiri en legutími hafi styst. Fjöldi innlagðra sjúklinga á Landakoti var 6.076 miðað við 5.483 árið 1990. Legudagar voru 52.539 1991, 54.226 1990 og 58.567 árið 1989. Meðallegutími hefur þvl styst úr 8 dögum í 6,9 daga. Göngudeild- arsjúklingar voru á síðasta ári alls um_ 66.000. Á síðasta ári var unnið markvisst að því að halda starfsemi Landakots- spítala innan fjárlaga en jafnframt var leitast við að bæta skipulag og nýta húsnæði og tækjakost sem best. Þá var einni af legudeildum sjúkra- hússins breytt í 5 daga deild, þar sem starfsemi liggur niðri um helg- ar. Vegna niðurskurðar fjárveitinga hefur verið ákveðið að halda starf- semi sjúkrahússins í lágmarki í sum- ar en hefja starfið eftir nýju skipu- lagi í september nk. Starfsemin mun í framtíðinni einkum beinast að þjón- ustu við sjúklinga á biðlistum og göngudeildarsjúklinga. í starfsáætlun fyrir spítalann 1992 til 1993 er gert ráð fyrir að árlegur fjöldi sjúklinga á Landakoti geti samtals orðið 4500 og fjöldi legudaga 46.400. Starfsemi barnadeildar og augn- deildar verður í sama formi og verið hefur. Á lyfja- og handlæknisdeild- um er gert ráð fyrir að starfsemin komi til méð að byggja á biðlista- sjúklingum. Aukin áhersla verður lögð á þjónustu við utanspítalasjúkl- inga. Gert er ráð fyrir að á handlæknis- deild verði byggt á þeim sérgreinum sem verið hafa uppistaðan á starf- semi deildarinnar, þ.e. almennar skurðlækningar, æðaskurðlækning- ar, beinaskurðlækningar og þvag- færaskurðlækningar. Einnig kemur til greina að taka upp nýja starfsemi t.d. í lýtalækningum, kvensjúkdóma- lækningum og taugaskurðlækning- um. Á lyfjadeild verður einnig byggt á þeim sérgreinum sem þar hafa verið stundaðar, þ.e. almennar ly- flækningar, krabbameinslækningar, gigtlækningar, meltingarfæralækn- ingar og hjarta- og lungnalækning- ar. BÓKAÚTGÁFAN Mál og menning hefur í samvinnu við listasalinn Nýhöfn sent frá sér bók um málarann Kristján Davíðsson. Er bókin gefin út í tengslum við sýningu á verkum Kristjáns á vegum Nýhafnar og listahátíðar í Reykjavík, í tilefni þess að listamaðurinn verður 75 ára. í bókinni er að finna inngang um Kristján Davíðsson eftir Aðal- stein Ingólfsson listfræðing þar sem ferill listamannsins er rakinn í stórum dráttum og gerð grein fyrir þeim margvíslegu áhrifum sem hann varð fyrir, allt frá því hann komungur sá Mugg mála við höfnina á Vatnseyri við Pat- reksfjörð og til þess að hann var við nám í Bandaríkjunum á fyrstu ámnum eftir stríð. Aðalefni bók- arinnar em litprentanir á 30 mál- verkum Kristjáns sem gefa góða hugmynd um breytingar á ferli hans og hugðarefni hans og sýn á seinni ámm. Hefur Kristján sjálfur raðað myndunum saman og ráðið stærð þeirra, en hann hefur næmt auga fyrir bókagerð og myndskreytti ljóðabækur þeg- ar á sjötta áratugnum. Aftast í bókinni er birt lífshlaup Kristjáns og skrá yfír sýningar sem hann hefur tekið þátt í, auk heimilda- skrár. Er þessi hluti bókarinnar prýddur 6 teikningum eftir lista- manninn sem hann vann sérstak- lega fyrir bókina. Bókin er í stóm broti og fyrsta bókin í röð myndlistarbóka með innlendum sem erlendum lista- mönnum sem Mál og menning gefa út á næstunni. Hún er að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Mbggans! ^ Kristján Davíðsson w&r. íslendingnr í Malaga: Grunaðurum nauðgun og hnífsstungu ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri sit- ur nú í varðhaldi í Malaga á Spáni, vegna gruns um að hann hafi nauðgað og stungið með hnífí 68 ára gamla þýska konu um miðjan mánuðinn. Vitnum í málinu ber ekki saman, og lögfræðingur mannsins fékk því framgengt að varðhaldsúrskurðurinn verður tekinn upp að nýju í þessari viku, að sögn ræðismanns íslands i Malaga, Marinar Guðrúnar Briand de Crevecoeur Umræddur verknaður átti sér stað á heimili konunnar, sem hefur búið í Malaga í um 20 ár. íslendingurinn hefur búið í Malaga síðastliðið ár. „Svona mál eru litin mjög alvar- legum augum á Spáni,“ sagði Marin Guðrún. „Eftir að maður hefur verið úrskurðaður í varhald getur tekið allt að ár áður en málið kemur fyrir dómstól.“ Nýs úrskurðar í varðhaldsmálinu er að vænta í vikunni. SUZUKIVTTARA 5 DYRA LÚXUSJEPPI Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg- indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu. $ SUZUKI Verð frá kr. 1.576.000.- .— Náttúruverndarráð: Landvörður í Hvannalindum NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ og Ferðafélag íslands hefur ákveðið að fjölga landvörðum í friðlandi að Fjallabaki um einn frá 1. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi og skipta með sér kostnaði. Þannig verður hægt að sinna landvörslu í friðlandinu á sama hátt og á síðastliðnu ári. SUZUKI BÍLAR HF 17 SlMI 68 51 OO Þá hefur Náttúruverndarráð ákveðið að senda landvörð til starfa I friðlandinu I Hvannalindum á tíma- bilinu 1. júlí til 15. ágúst. Eigendur Sigurðarskála I Kverkfjöllum (Ferða- félag Fljótsdalshéraðs og Ferðafélag Húsavíkur) hafa boðist til að taka þátt I kostnaði ásamt Náttúrvemdar- ráði. Þóroddur Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs, sagði að með niðurskurði I rekstri Náttúruverndarráðs, meðal annars ferðakostnaði, og samstarfi við Ferðafélagið hefði reynst unnt að halda úti þessari þjónustu I sumar, en útlit var fyrir samdrátt á þessu sviði I vor. Á vegum Náttúruverndarráðs verður landvörður á Hornströndum, Landmannalaugum, Hveravöllum, Herðubreiðarlindum, Öskju og Hvannalindum. Ferðafélag íslands verður með gæslu I Nýjadal á Sprengisandsleiðj I Kverkfjöllum og I fleiri skálum. Á álagstímum verða allt að fjórir menn I Landmannalaug- um, tveir á Hveravöllum, á Öskju- og Herðubreiðarlindasvæðinu verða fjórir þegar mest verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.