Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1992, Blaðsíða 32
/"> 32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI 1992 ÍDagbjört Ólafsdóttir Bjöm Konráðs Sigur- björnsson - Minning Dagbjört Ólafsdóttir Fædd 28. maí 1901 Dáin 20. júní 1992 Björn Konráðs Sigurbjömsson Fæddur 6. mars 1894 Dáinn 29. júní 1977 Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. Að rísa upp í heimi hér með hverri sólu kenn þú mér, svo líta fái’ ég ljósið þitt, er lífgar Jesús duftið mitt. Ken - Sb. 1886. M. Joch. Hún trúði því hún Dagga mín að Björn hennar kæmi ríðandi á móal- ótta hestinum sínum og hefði þann brúna söðlaðan við hlið sér til að sækja sig. Með þá sælu trú lagði hún aftur augun sín aðfaramótt 20. þessa mánaðar. Dagga, eins og hún var ævinlega kölluð, hét fullu nafni Dagbjört Olafsdóttir og var fædd 28. maí 1901 að Keldudal í Vestur- Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna Guðrúnar Dagbjartsdóttur og Ólafs Bjamasonar. Böm þeirra vom sex. Dagbjört var elst, Bjamgerður sem var næstelst dvelur nú á elliheimil- inu Gmnd. Anna býr að Austurkoti í Hraungerðishreppi. Sigurlín dvel- ur á Hrafnistu í Hafnarfírði. Gunn- ar bjó á Haga við Selfoss, hann lést fyrir rúmum tveimur áram síð- an, en Bjarni lést fýrir allmörgum ámm. Dagbjört fór snemma að vinna fyrir sér sem vinukona og var í þá tíð talið á við góðan skóla að fara í vistir á góðum heimilum. Var hún í einni slíkri vist á heimili þar sem vom mikil veikindi. Var haft eftir húsmóðurinni að Dagga ætti að leggja fyrir sig hjúkmn. Á þeim ámm vora þó heldur lítil efni til náms. Árið 1932 réðist hún að Korpúlfsstöðum í kaupavinnu hjá Thor Jensen. Sagði hún mér að það hefði verið skemmtilegur tími, mik- ið af ungu fólki og glatt á hjalla. Þar kynntist hún Lóu, vinkonu sinni, og höfðu þær þann góða sið að hringja hvor til annarrar á kvöld- in og bjóða góða nótt. Vil ég þakka Lóu alla tryggð og hlýju við Döggu alla tíð. Upp úr þessu veiktist Dagga af berklum og varð að fara á Kristnesspítala og síðar á Vífíls- staðaspítala þar sem hún fór að vinna eftir að henni batnaði. Dagbjört var há og grönn, fríð kona sem hafði ákaflega gaman af að vera fín og átti vönduð föt og fór ákaflega vel með allt sem hún átti. Hún var mikil hannyrðakona og em rósabandavettlingamir hennar ógleymanlegir, allir pijónað- ir úr eingimi, í sauðalitunum. Úr grýttri götu manns hann glaður tók upp stein, í gulli döggin hrein. Ingþór Sigurbjömsson Daggir, II. hefti. Ég sem þessar línur rita er dótt- ir Bjöms Konráðs Sigurbjömssonar er fæddur var 6. mars 1884 að Hvoli í Vestur-Hópi. Faðir hans var Sigurbjörn Bjömsson, sonur Bjöms Konráðssonar frá Kljá, sem í dag- legu tali var kallaður Björn Konr- áðs. Faðir Bjöms var Konráðs í Bjamarhöfn, en hann var bróðir Gísla sagnaritara Konráðssonar. Móðir Bjöms, kona Konráðs, var Margrét, dóttir séra Bjöms á Mæli- felli. Bróðir hennar var séra Brynj- ólfur í Miklaholti. Móðir föður míns hét Sigurlaug Níelsdóttir Þórðar- sonar. Móðir hennar, Ingigerður, var dóttir Bjarna bónda í Bjargi í Miðfirði, en hann var bróðir Mar- grétar, konu Konráðs i Bjamar- höfn. Ættartengslin voru því náin. Bróðir Björns föður míns, Ing- þór, er lést 27. apríl 1992, ritaði endurminningar sínar í Dagsins önn, II. hefti. Þar segir hann frá að á fýrstu búskaparáram foreldra þeirra bræðra hafí þau eignast þijá drengi, en móðir þeirra átti lengi við vanheilsu að stríða. Bræður föð- ur míns voru þrír. Elstur var Gunn- laugur Pétur, en hann bjó að Torfa- stöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Síðan kom Bjöm, þá Ingþór og yngstur var Skarphéðinn Kári, sem einn er á lífí og býr suður með sjó. í endurminningum Ingþórs segir svo: „Hlutskipti Björns í uppvextin- um var ekki gott. Hann varð að koma allvíða við og sumstaðar voru kjörin kröpp svo ekki sé meira sagt.“ í eftirmælum föður míns segir Ingþór: „Á leið heim eitt kvöldið reið fram á mig par, og maðurinn á einum af glæsilegustu hestum sem maður sá. Allar teg- undir ferðafólks á hestum sá maður alla daga, að landpóstinum meðt- öldum, því að bílaöldin var ekki runnin upp, en þetta fannst mér með þvi glæsilegasta, og varð því meira undrandi, er kallað var á mig með nafni“ og áfram segir Ingþór: „þar reyndist vera kominn Björn, bróðir minn, þá kaupmaður á Holts- stöðum í Langadal, og með konu- efnið sitt, Arndísi Guðmundsdóttur frá Móbergi." Og Ingþór heldur áfram: „Ég hef síðar oft hugsað sem svo, að ekki hafi verið undra- legt þótt Björn væri hrifínn af Arnd- ísi, því ég stráklingurinn dáðist að glæsileik hennar." Þau hófu búskap í sveitinni og eignuðust tvo drengi, Leif sem er múrarameistari í Hafn- arfírði og Sigurbjörn, fyrmrn sendi- bílstjóra hér í borg, er látinn er fyrir nokkrum ámm. Bjöm faðir minn missti konu sína frá drengjun- um ungum og varð að bregða búi og koma þeim í fóstur. Eftir það fór hann hér suður á land og vann alla almenna verkamannavinnu sem til féll. Mörgum ámm síðar eignað- ist Björn undirritaða með sveitunga sínum, Guðnýju Þórðardóttur. Var getin harmi við aflsins yl, sjálf orkan var forsjón hans. Og jörmunsterk var sú jámstöng skírð, nefnd JÁRNKARL í hendi manns. Gunnlaugur Sigurbjörnsson Daggir, II. hefti. Þetta yrkir bróðir hans um styrk- leika jámkarls og koma mér þessar hendingar í hug, því mikið var látið af afli föður míns. Björn faðir minn kunni ekki að hlífa sér sem verkamaður og lýsir Ólafur Þorkelsson honum svo sjö- tugum: „Magnþmngin orka í hveij- um leik. Hann kynntist minna gulli en hörðu gijóti, en gafst ei upp við lífsins harða slag.“ Það var ekki fyrr en um 1964-66 að sólin fór að skína fyrir alvöru hjá föður mínum og Dagbjörtu Ól- afsdóttur. Þau felldu hugi saman og stofnuðu heimili, fyrst á Skarp- héðinsgötu og síðar í Múlakampi. Mikið var notalegt að koma að Suðurlandsbraut 18 uppi á holtinu. Þar höfðu þau hesthús fyrir 7 hesta við hliðina á litla húsinu sínu og fallegan garð í kring. Faðir minn var mikill hestamaður og var virkur félagsmaður í hestamannafélagi Fáks alla tíð. Einnig var hann virk- ur í verkalýðsbaráttunni og lét mik- ið til sín taka ef ráðist var að þeim t Þann 27. júní andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNASTEFÁNSDÓTTIR. Björgvin Ottó Kjartansson, Þuríður Jónsdóttir, Ásgeir Kjartansson, Pálfna Gunnmarsdóttir, Stefán Kjartansson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhann Kjartansson, Ingibjörg Þorgilsdóttir, Sigurður Rúnar Kjartansson, Sólveig Smith, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, OTTÓ S. JÓNASSON fv. brunavörður, Hringbraut 78, venður jarðsunginn frá Nýju kapellunni, Fossvogi, í dag, þriðjudag- inn 30. júní, kl. 15.00. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga K. Ottósdóttir og barnabörn. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og móðurbróðir, WALTERANTONSSON hæstaróttarlögmaður, Eskihlfð 8, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. júnf, kl. 13.30. Jónfna Kristín Gunnarsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar H . Antonsson, Anton Eyjólfsson. + Stjúpmóðir mín og systir okkar, DAGBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlfð, sem lést 20. júní, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 30. júní, kl. 15.00. Jónína Björnsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Bjarngerður Ólafsdóttir, Sigurlín Ólafsdóttir. + Bróðir okkar, MAGNÚS YNGVAR KRISTJÁNSSON, Freyjugötu 11A, verður jarðsunginn miðvikudaginn 1. júlí kl. 13.30 frá Fossvogs- kapellu. Fjóla Kristjánsdóttir, Finnborg Kristjánsdóttir og vinir hins látna. Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. i S.HELGASONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 4aSIMI 76677 sem minna máttu sín. Björn og Dagbjört áttu fjölmörg sameiginleg áhugamál og ferðuðust til dæmis mikið og spiluðu við sama fólkið í mörg ár. Faðir minn var eftirsóttur dansherra og voru þau Dagbjört afar glæsilegt par á dansgólfinu. Ég held ég fari með rétt mál að faðir minn hafi stjórnað dansi á gamla Hótel íslandi einna fyrstur manna. Eftir að byggðin var rifín á Holt- inu við Suðurlandsbrautina keyptu Bjöm og Dagbjört sér íbúð að Oð- insgötu 8A og bjuggu þar uns fað- ir minn lést þann 29. júní 1977, 83 ára gamall. Eftir það bjó Dag- björt ein í íbúð sinni meðan kraftar leyfðu. Síðustu fímm árin hefur hún búið á dvalarheimilinu í Seljahlíð. Nú legg ég augun aftur, Ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Ég vil þakka hjúkrunarfólkinu á 3. hæð og á sjúkradeildinni í Selja- hlíð fyrir þá miklu umhyggju og hlýju sem Dagbjörtu var 'sýnd þar alla tíð. Um leið og ég kveð Dagbjörtu Ólafsdóttur með virðingu og þökk og óska henni góðra endurfunda við föður minn, Bjöm Konráðs Sig- urbjörnsson, votta ég systmm hennar svo og ættingjum og vinum samúð mína. Útför Dagbjartar Ólafsdóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. júní kl. 15.00 og verður hún lögð til hinstu hvfldar við hlið föður míns í Selfosskirkjugarði. Veri stjúpa mín kært kvödd, Guð á hendur falin, hafí hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. blómaverkstæði INNAsfe Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaðastrætis sími 19090 Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri '&Cóm, d&iecýtúiycisi, Opið alla daga frá kl. 9-22. alia FAKAFEN111 SÍMI: 68 91 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.