Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 27
£!>IH UMI. ?. niíi/ n;i01/i MORGUNBLAÐIÐ IPROTTIK SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 8£ 27 Ólympíuþorpið. í fyrsta skipti í sögu leikana verða íþróttamennimir gestir undirbúningsnefndarinnar á meðan þeir keppa. Ólympíuþorpið er staðsett á 65 hektara svæði í hverfmu Poble Nou við ströndina rétt hjá Ólympíuhöfninni. íbúðimar í þorpinu verða seldir að loknum leikunum og hefur gengið nokkuð illa að koma þeim í verð. Þó að þorpið og íbúðirnar séu mjög glæsilegar og gerð hafi verið ný baðströnd fyrir íbúa hafa næstu nágrannahverfi ekkert allt of gott orð á sér. Það hefur hrætt marga þá í burtu sem hefðu annars fjárráð til að kaupa íbúðir af þessu tagi. I I I 1 I I I I i 5 koma ímynd Spánar á framfæri í heiminum," segir Jorgé Fernandez- Dias, einn þingmanna Barcelona við Morgunblaðið. „Þarna gefst okkur kostur á að sýna heiminum fram á hvað Barcelona, Katalónía og Spánn eru, og sem Katalóna langar mann auðvitað sérstaklega til að gefa fólki mynd af því hvað Kata- lónía er.“ Hann bendir á að þrír milljarðar manna muni fylgjast með leikunum í sjónvarpi um allan heim. „Þeim mun eflaust detta í hug að líta á landakort og reyna að staðsetja Spán . . . og auðvitað Katalóníu,“ bætir hann við með lúmsku brosi. Fyrir borgina sjálfa segir hann leik- ana einnig vera mjög mikilvæga vegna þeirrar fjárfestingar sem ekki hefði átt sér stað nema vegna þeirra. Ahrifin væru síst minni fyr- ir Katalóníu en áhrif heimssýning- arinnar í Sevilla væru fyrir Anda- lúsíu. Fjárfestingarnar gerðu það að verkum að Barcelona væri ótví- rætt orðin ein af helstu borgum Evrópu, auk þess, auðvitað, að vera höfuðborg Katalóníu. Má geta þess að Barcelona er ein þeirra borga sem sótt hefur um að fá að hýsa hinn evrópska seðlabanka þegar (og ef) hann verður stofnaður. „Ég held að í kjölfar þessa geti Barcel- ona horft til næstu aldar full sjálfs- trausts," segir þingmaðurinn. „Ka- talónía hefur ávallt gengið fram fyrir skjöldu til að ýta Spáni í átt að Evrópu. Katalónar eiga sér líka norðlægari rætur en aðrar þjóðir Spánar." Norðlægur uppruni Katalóna Og vissulega er þessi „norðlægi“ uppruni þjóðarinnar vel merkjan- legur. Mörg viðhorf Katalóna, t.d. gagnvart nákvæmni og stundvísi, eru þannig líkari þeim sem er að finna í Norður-Evrópu en við Mið- jarðarhafið. I stað þess að fara í langvinna sæluvímu og vakna svo upp með Ólympíuþynnku klukku- tíma fyrir leikana og uppgötva að allt væri enn óundirbúið, líkt og einhveijar Miðjarðarhafsþjóðir hefðu ugglaust gert, var gengið rösklega til verks. Vissulega brut- ust út gífurleg fagnaðarlæti og fólk dansaði á götum úti þegar tilkynn- ingin um útnefningu Barcelona var gerð opinber en síðan settust menn niður, skipulögðu og gengu loks rösklega til verks. Flest öllum fram- kvæmdum vegna leikanna er þegar lokið og einungis verið að fínpússa síðustu atriðin. Það er helst í kring- um Ólympíuþorpið við Poblenou sem enn er unnið hörðum höndum. „Við höfum haldið allar tímaá- ætlanir mjög vel. Sumt á eftir að klára en það eru líka hlutir sem stóð til að klára undir lokin,“ segir talsmaður undirbúningsnefndarinn- ar. „Það eina sem ekki verður til- búið í tæka tíð er hótelið Les Aris. Eigendur þess hafa hins vegar lofað okkur að þó að formleg opnuh hót- elsins verði ekki fyrr en eftir Ólymp- íuleikana muni þeir standa við sam- komulag sitt við undirbúnings- nefndina og sjá fólki fyrir gistingu.“ Almenningur tekur líka hlutun- um af undraverðri ró. Alls staðar er tákn Ólympíuleikanna sjáanlegt og þeir taka mikið pláss í almennri umræðu en hinn suðræna tilfinn- ingahita er hvergi að finna - að minnsta kosti ekki nema í hóflegu magni. „Þetta er mjög táknrænt fyrir hugsunarhátt Katalóna," segir Fernandez-Dias. „Það má alls ekki túlka þetta sem svo að við séum vonsviknir eða í fýlu. Skýringin er einfaldlega sú að okkur fínnst betra að fá niðurstöður úr prófinu áður en við höldum veisluna." Margir sjálf boðaliðar Borgarbúar, sem eru mjög með- vitaðir um mikilvægi þess að leik- arnir verði vel heþpnaðir, hafa líka lagst á eitt um að allt muni ganga sem best fyrir sig. Segir talsmaður COOB 92 að nefndinni hafi borist 102 þúsund umsóknir um sjálfboð- aliðastörf eftir að ljóst var að Barc- elona fengi að halda leikana en til samanburðar má geta þess að fyrra „sjálfboðaliðametið" var fyrir Ólympíuleikana í Los Angcles en þá bárust 40 þúsund umsóknir um sjálfboðaliðastörf. Síðan hafi mikill undirbúningur átt sér s.s. tungu- málanámskeið fyrir þá sem ætla að starfa við leikana og gera má ráð fyrir að endanlegur fjöldi sjálf- boðaliða í kringum leikana sjálfa verði um 30 þúsund. „Fólk hefur svo sannarlega verið fullt eldmóði og nýleg skoðanakönnun sýndi að 70% væru mjög vongóðir vegna leikanna.“ En á Ólympíuleikum fer ekki bara fram keppni milli íþrótta- manna heldur einnig óopinber tog- streita um hver hafi haldið „glæsi- legustu" leika sögunnar. Hvernig metur undirbúningsnefndin Barcel- ona-leikana? Er nokkur leið að slá við því sjónarspili sem borið var á borð í Los Angeles og Seoul? „Barc- elonaleikarnir verða stórkostlegri,“ svarar hún hiklaust. „Þess má til dæmis geta að þátttökuþjóðirnar verða fleiri en nokkurn tímann fyrr eða 172 talsins. Nú verða svo dæmi séu tekin meðal þátttökuþjóða Suður-Afríka, Kúba, sameinað Þýskaland, Litháen og önnur fyrr- um Sovétlýðveldi. Við óttumst enga samkeppni." iildsöludreífingi Reykjavik iGGbokS RGGbokS RccbokS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.