Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR- 23. JÚLÍ 1992 23 Ástarævintýri ráðherra vekur upp spurningar í Bretlandi; Eru úttektir ráðamanna úr ,, Gleðibankanum ‘ ‘ fréttæfni? Lundúnum. The Daily Telegraph. MEIRA að segja í Bretlandi koma upp kynlífshneyksli við og við. Hið nýjasta er það margslungið og hressilegt að það gæti verið upprunnið í draumasmiðju hvaða slúðurblaðarit- stjóra sem er. Aðalpersónan er David Mellor, ráðherra „þjóð- ararfsins“ í bresku ríkisstjórninni. Mellor hefur verið kallað- ur „gleðimálaráðherrann“ frá því hann tók við embætti, þar sem ýmis afþreyingarmál falla undir ráðuneyti hans. Það er því kaldhæðni örlaganna að upp skyldi komast að hann hefði átt í ástarsambandi við rétt rúmlega þrítuga atvinnu- lausa leikkonu af spænskum uppruna, Antonia de Sancha. En það að ráðherrar séu ekki alltaf Guðs bestu börn hefur svo sem gerst áður. Það sem gerir málið verulega athyglis- vert er að málefni dagblaða eru á könnu Mellors og að i kjölfar umfjöllunar um hjónabandserfiðleika í konungsfjöl- skyldunni stendur til að endurskoða reglur um hversu mik- il afskipti fjölmiðlar megi hafa af einkalífi fólks. Yfirmaður þeirrar endurskoðunar, David Mellor, er nú sjálfur í sviðs- ljósi sorapressunnar. Fréttir af sambandi Mellors og de Sancha birtust fyrst í blaðinu People í kvöldútgáfu þess sl. laug- ardag. Fyrr í vikunni hafði blaðinu News of the World boðist fréttin til kaups en því boði var hafnað þar sem ritstjórinn taldi að það gæti haft slæmar afleiðingar að birta frétt af þessu tagi á sama tíma og grannt væri fylgst með umfjöllun fjölmiðla af einkahögum fólks. Það birti þó sína eigin út- gáfu af fréttinni á sunnudag þar sem sagði að „annað sunnudags- blað“ hefði greint frá málinu og borgað 40 þúsund pund (um 4 milljónir ÍSK) fyrir. People hefur ekki viljað gefa upp heimildir sínar en það hversu nákvæm frásögnin er þykir benda til að það hafi undir höndum upp- tökur af samræðum milli turtil- dúfnanna tveggja. Bill Hagerty, ritstjóri People lýsti því hins vegar yfir á þriðjudag að blaðið hefði ekki hlerað símtöl milli þeirra né komið fyrir hlustunartækjum á stöðum þar sem þau hittust. Ha- gerty sagðist aldrei hafa hitt de Sancha og að hún hafí engar greiðslur fengið fyrir söguna. Sjálfur neitar Mellor því ekki að hafa staðið í ástarsambandi við leikkonuna atvinnulausu og sam- kvæmt fréttinni í People eyddu þau síðast saman nótt í íbúð við Finsbourough Road, Earls Court, í vesturhluta London, þann 6. júlí. Hefur People boðað framhalds- frétt næsta sunnudag sem mun hafa yfirskriftina „Símtöl síðla kvölds heim til ráðherrans“. Óhróður um Ashdown Siðanéfnd breskra fjölmiðla kom saman til neyðarfundar í gær til að ræða skrif um ástarmál ráð- herrans. Hart mun hafa verið deilt á fundinum en niðurstaða hans var sú að nefndin sá ekki ástæðu til að víta fréttaflutning af mál- inu. Það væri í samræmi við hags- muni almennings að fréttir bærust af atferli stjórnmálamanna sem kynni hugsanlega að hafa áhrif á embættisgjörðir þeirra. Umfjöllun um málið heldur áfram af fullum krafti. Birtu mörg blöð í gær myndir af de Sancha hálfnaktri og Sun hafði eftir tengdamóður Mellors að honum væri nær að eyða tíma í að bjarga hjónabandi sínu en ráðherrastarfí. í kjölfar vaxandi gagnrýni nkis- stjórnarinnar á fréttaflutning slúðurblaðanna skýrði Kelvin Mac- David Mellor Kenzie, ritstjóri Sun frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði komið að máli við sig fyrir síðustu kosningar og viljað láta sér í té upplýsingar um Paddy Ashdown, formann Fijálslyndra demókrata. Ashdown hafði þá þegar viður- kennt opinberlega að hann hefði átt nánara samband við við einka- ritara sinn en nauðsynlegt var starfsins vegna og hafi téður ráð- herra haldið því fram að Ashdown hefði einnig átt í ástarsambandi við fímm nafngreindar konur til viðbótar. MacKenzie sagði þessar staðhæfíngar hafa reynst rangar. Dagblaðið The Independent sagði íhaldsmenn hafa ráðgert að fá upplýsingar um ástarlíf Ashdowns birtar í þýskum og bandarískum blöðum, ef þeim hefði þótt stefna í kosningatap, en með þeim hætti hefði verið hægt að komast hjá hinni ströngu bresku meiðyrða- löggjöf. Þessar fullyrðingar koma sér mjög illa fyrir íhaldsflokkinn og lét aðalskrifstofa flokksins þegar í stað fara fram rannsókn á mál- inu. Að henni lokinni og eftir að allir ráðherrar höfðu verið yfir- heyrðir var gefín út yfirlýsing þess efnis að ekkert væri hæft í því að nokkur ráðherra hefði boð- ið upplýsingar um Ashdown. Sun gaf sig þó ekki. „Við höfum sagt sannleikann. Heimildarmaður okkar lýgur. Hann veit það. Og hann veit að við vitum af því,“ sagði blaðið og birti myndir af hveijum einasta ráðherra samtím- is og það bauð lesendum sínum að taka þátt í keppni er fælist í því að geta til um hvaða ráðherra hefði verið að verki. Var veðreiðaf- réttaritari blaðsins fenginn til ákveða vinningshlutföllinn. Ofsótt af soranum Önnur bresk blöð kvörtuðu yfír því sem þau kölluðu „hræsni" Mellors. Þannig sagði The Daily Star. „Hr. Mellor ræðst á okkur fyrir að valda konu hans og böm- um hugarangri. Ástarævintýri hans með Antonia de Sancha átti þar greinilega enga sök.“ De Sanc- ha sjálf fór í felur er málið komst í hámæli og það var ekki fyrr enn á þriðjudag að hún gaf út yfirlýs- ingu í gegnum umboðsmann sinn. „Fólk sem ég eitt sinn taldi vini mína og mesti sori sorapressunnar hefur tekist að ofsækja mig á þann máta að mér líður sem dýri í búri. Ég hef aldrei rætt við neinn fulltrúa fjölmiðla og hef ekki feng- ið greiðslur af neinu tagi,“ sagði hún. Enn er ekki ljóst hvaða áhrif þetta mál munu hafa á stöðu Mellors og reglur um fjölmiðla. Gleðimálaráðherrann bauðst til að segja af sér en þeirri beiðni var hafnað af John Major forsætisráð- herra. Margir telja þó að erfítt kunni að reynast fyrir Mellor að vera áfram í forsvari fyrir þeirri vinnu varðandi siðareglurnar sem hann setti í gang fyrir nokkm þar sem hann geti ekki lengur talist óháður aðili. Fram að þessu hafa fjölmiðlar sjálfir sett sér reglur um umfjöllun um einkalíf fólks og séð til þess að þeim sé fylgt. Tap vegna hrefnuveiða TVÖ norsk fyrirtæki skýrðu frá því í gær að þau væm farin af missa af viðskiptum vegna ákvörðunar um hrefnuveiðar í atvinnuskyni á næsta ári. „Við misstum af samningi í Bandarikjunum fyrir fjárhæð sem nemur um 50 milljónum dollara (2.800 milljónum ÍSK) vegna hvala- málsins," sagði Paal Berger, tals- maður físksölufyrirtækisins Frionor. „Bandarísk skyndibitafýrirtæki vilja ekki taka neina áhættu. Viðskipta- vinimir ráða,“ sagði Berger. Annað fyrirtæki, Oso Hot Water, er fram- leiðir hitunarbúnað, segist einnig fínna fyrir áhrifum hvaladeilunnar. Ævintýrum Andersens stolið ÞJÓFAR brutust inn í Hans Christian Andersen safnið í Óðinsvéum í fyrra- kvöld og höfðu á brott með sér hand- rit og gripi úr eigu skáldsins. Hand- rit Andersens að Litlu hafmeyjunni og Nýju fötum keisarans em meðal þess sem stolið var. Þjófamir bmtu upp glerskápa í safninu og tóku meðal annárs ómetanleg ævintýri Andersens, tvær blokkir með teikn- ingum hans, ljóðið Deyjandi bam og þurrkað blóm úr Ítalíuferð skáldins árið 1833. Verðmæti þýfisins er talið nálægt 39 milljónum ÍSK og talið líklegt að reynt verði að koma því í verð í Bandaríkjunum eða Japan. Tollstöðvum Rússa mótmælt RÚSSAR hafa sett upp fjórar toll- gæslustöðvar á landamæmm Rúss- lands og Eistlands. Opinber frétta- stofa Eistlands, ETA, fordæmdi þetta í gær og sagði að Rússar ætl- uðu að festa landamæri sem þeir hefðu sjálfír ákveðið árið 1945 í sessi með hervaldi. í stjómarskrá Eist- lands segir að landamæri ríkisins hafí verið ákveðin með samningi við Rússland árið 1920, sem þýddi að svæði sem nú em í nágrenni Péturs- borgar og tilheyra Rússlandi myndu falla undir stjóm Eistlendinga. Rúss- neska þingið hefur mótmælt „óhóf- legum landakröfum" Eistlendinga og deilumar um landamæri em hluti af ástæðunni fyrir því að þingið sam- þykkti viðskiptaþvinganir gegn Eist- landi í síðustu viku. Stjóm Eistlands hefur fordæmt atvik þegar 30 eist- neskir menn veittu rússneskum heij- eppa fyrirsát og héldu hermönnum föngnum í nokkrar klukkustundir. 12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRÁ HEIMILISTÆKJUM Núna á sérstöku tilboðsverði FLAKKARINN Tilvalið tæki á skrifstofuna, í bílinn, bátinn, gott sem „monitor" fyrir myndbandsupptökuvélina og tölvuleikina. • 13 cm hágæða litaskjár „Monitor" • Innbyggt AM/FM sterio útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara • 220 volt eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir. • TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár • leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“ fjarstýring • Allar aðgerðir sjást á skjánum • Stærð B270 H:310 D:310 mm. 'Totimvmoi FRABÆRI FERÐAFELAGINN Hágæða 10 tommu litaskjár, myndband (afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V. 14 SJÓNVARP MEÐ FJARSTÝRINGU Innbyggður spennubreytir (12 og 220 volt). Sjálfslökkvandi stillir (sleep timer). Allar aðgerðir sjást á skjánum. AV. tenging. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.