Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Við getum fjölgað störfum með því að kaupa íslenzkt Atvinnuleysi yfir hásumar- tímann var nánast óþekkt fyrirbrigði hér á landi á áttunda og lengst af níunda áratug aldar- innar. I júnímánuði síðastliðnum voru hins vegar skráðir 76 þús- und atvinnuleysisdagar á land- inu öllu, þar af rúmlega 40 þús- und á höfuðborgarsvæðinu eða 53% heildar atvinnuleysisins. Þó stóðu sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu að myndarlegu átaki í atvinnumálum. Skráð atvinnu- leysi i landinu svarar til þess að 3.500 hafi að meðaltali verið án vinnu í júnímánuði, eða 2,6% af landsmönnum á vinnualdri. M- vinnuleysið var hlutfallslega mest á Suðurnesjum, eða 5,6%. Atvinnuleysi hefur farið vax- andi frá árinu 1987 talið. Það ár voru íslendingar á vinnualdri 16.000 fleiri en unnin ársverk. Árið 1990 eru landsmenn á vinnualdri 26.000 fleiri en unnin ársverk. Bilið hefur enn breikkað 1991 og 1992. Skráð atvinnu- leysi hér á landi er nú meira en verið hefur frá því seint á sjö- unda áratugnum. Af sjálfu leiðir að samdráttur í hefðbundnum landbúnaði og sjávarútvegi hefur ekki aðeins leitt til fækkunar starfa í þessum undirstöðugreinum, heldur jafn- framt í þjónustu- og úrvinnslu- greinum þeirra. Fiskifræðilegar staðreyndir knýja nú á um frek- ari samdrátt í þorskafla, svo enn harðnar á dalnum að þessu leyti. Það er því eðlilegt að lands- menn velti því fyrir sér með hvaða hætti skuli við brugðizt. í kjarasamningunum síðastliðið vor var stofnuð sérstök atvinnu- málanefnd með aðild ríkisstjóm- arinnar og vinnumarkaðarins til að skoða leiðir til atvinnuaukn- ingar. Það hafa forystumenn ýmissa atvinnugreina og gert, m.a. Gunnar Svavarsson, for- maður Félags íslenzkra iðnrek- enda, í grein hér í blaðinu síðast- liðinn þriðjudag. Formaður FII segir í grein sinni að smæð innlends markað- ar og fjarlægð frá erlendum mörkuðum hafi, auk að ýmsu leyti óhagstæðs starfsumhverfis heima fyrir, aukið kostnað iðn- aðarins og veikt samkeppnis- stöðu hans. Útflutningur iðn- varnings sé enn fábreyttur og að mestu borinn uppi af áli og kísiljámi. Hann telur engu að síður von- ir standa til þess að útfiutningur iðnaðarvara aukist á næstu árum. Það muni þó ekki gerast í stórum stökkum nema að til komi ný fyrirtæki í orkufrekum iðnaði. En ástæða sé til að hafa góðar væntingar á sérhæfðum sviðum, þar sem við höfum góð- an gmnn að byggja á. „Þar má nefna úrvinnslu sjávarafurða og tæknivörur fyrir sjávarútveg," segir í grein hans, „en ekki má einblína á afmarkaða flokka, því íjöldamörg einstök tækifæri leynast hér og þar eins og dæm- in sanna ... “ Stærstar vonir bindur formað- ur FÍIþó við heimamarkað. „Gíf- urleg tækifæri felast í því að auka hlutdeild íslenzkra vara á heimamarkaði og draga þannig úr innflutningi þeirra vöruteg- unda, sem nú þegar eru fram- leiddar hér á landi. Félag ís- lenzkra iðnrekenda hefur lagt lauslegt mat á þær upphæðir sem um er tefla. Niðurstaðan er sú, að innflutningur á vam- ingi, hliðstæðum þeim sem fram- leiddur er á Islandi, sé a.m.k. 20 milljarðar að CIF-verðmæti.“ Oraunhæft er að ætla, segir formaður FÍI, að innflutningur á samkeppnisvörum leggist af og ekki er heldur æskilegt að leggja' hömlur á eðlilega sam- keppni. Hins vegar megi með ýmsum hætti styrkja samkeppn- isstöðu íslenzks iðnaðar á heima- markaði. „Og til þess að gefa nokkra hugmynd um, hvað er í húfi, má geta þess,“ segir í grein hans, „að væri allur varningur- inn unninn hér í stað þess að vera fluttur inn, væri það verk- efni fyrir um 5.800 starfsmenn í íslenzkutp iðnaði og laun og launatengd gjöld næmu um 8 milljörðum króna.“ Þá eru enn ótalin áhrifin á viðskiptajöfnuð- inn út á við sem lengi hefur verið mjög óhagstæður. Það er meginmál að búa ís- lenzkum atvinnuvegum betri rekstrar- og samkeppnisstöðu. Þetta á ekki hvað sízt við um íslenzkan samkeppnisiðnað. Það skiptir og verulegu máli að við gerum okkur öll grein fyrir áhrif- um innkaupa heimila og ein- staklinga á vinnuframboð í land- inu. Það er beinlínis atvinnu- skapandi að láta, íslenzka fram- leiðslu njóta viðskiptanna, þegar verð og gæði eru svipuð og á innfluttum vörum. Þannig má fjölga störfum, auka verðmæta- sköpun, bæta almenn lífskjör og lækka viðskiptahallann, auk þess sem ríkið og sveitarfélögin fengju sitt í auknum skatttekj- um. Laxveiði- leyfi selj- ast ekki vel TÖLUVERÐS samdráttar hefur orðið vart í sölu veiðileyfa í lax- veiðiám í sumar miðað við undan- farin ár, að sögn Jóns G. Balvins- sonar stjórnarformanns Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Jón sagði að sala væri einkum slæm í dýrari ánum þótt einnig sé hún verri en á undanförnum sumrum í þeim ódýrari. Jón sagði að sumarið væri verulega lakara en undanfarin ár. „Það lýsir sér helst í því, að dýr veiðileyfi selj- ast illa,“ sagði hann, og nefndi sem dæmi júlímánuð í Norðurá, sem kost- aði um 50 þúsund krónur dagurinn á stöng. Hann kvað veiðileyfi sem kosta undir 20 þúsund krónur seljast betur en hin dýrari, þótt þar sé einn- ig um samdrátt að ræða miðað við undanfarin ár. „Fyrirtæki hafa dregið úr kaupum sínum á veiðileyfum og útlendingar hafa komið í minna mæli til veiða á íslandi en þeir hafa áður gert,“ sagði Jón. Hann kvaðst telja almennan samdrátt í þjóðfélaginu meginástæð- una fyrir samdrættinum innaniands. Erlendir veiðimenn sækja að sögn Jóns minna í íslenskar ár í sumar en oft áður. Kólaskagi í Rússlandi sé orðinn sterkur samkeppnisaðili, auk þess serrí verðlag á Islandi sé of hátt. „Markaðurinn er greinilega að hafna verðlaginu sem veiðileyfin eru boðin á,“ sagði hann. Morgunblaðið/KGA Vinnuskólanum boðið í grillveislu Einar Olafsson málarameistari bauð 30 unglingum úr Vinnuskóla Reykja- víkur í grillveislu í sólskininu í gær. Einar og hans menn hafa verið að mála Kennaraháskóla íslands að utan í sumar og á lóðinni hafa unglingar úr vinnuskóla borgarinnar tekið til hendinni. „Við höfum haft gaman af krökkunum," sagði Einar. „Þau hafa verið ljúf og góð en vinnuskólinn hættir í lok mánaðarins og þess vegna ákváðum við að efna til grill- veislu fyrir þau.“ Heildarskuldir sjávarútvegsins um 94 milljarðar um síðustu áramót; Brýnt að létta greiðslubyrðina meðan á samdrætti stendur segir Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur hjá LIÚ SVEINN Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að stöðugt sé verið að leita lausna vegna skulda fyrirtækja í sjávar- útvegi vegna þeirra erfiðleika, sem greinin á við að stríða. Þetta HALLI FJÁRLAGA ársins er talinn geta numið 8 miiyörðum króna, verði ekkert að gert, sam- kvæmt greinargerð fjármála- ráðuneytisins um afkomu ríkis- sjóðs. Fjárlögin voru uppruna- lega samþykkt með um 4 millj- arða króna halla, en fjármála- ráðherra hefur tilkynnt, að hann stefni að halla á hilinu 6-6V2 milljarður króna. Samanlagður fjárlagahalli áranna 1988 til 1992 verður á bilinu 41-45 millj- arðar króna á núvirði, miðað við meðalgildi lánskjaravisitölu. Á tímabilinu frá 1987-1991 hafa lántökur ríkissjóðs að meðaltali aukist um 5,9% á ári að raun- gildi, meðan verg þjóðarfram- leiðsla jókst aðeins um 0,25% á ári að raungildi á sama tímabili. Sem sjá má á meðfylgjandi Iínu- riti var mesti halli fímm ára tíma- bilsins í fyrra, er hann náði 13 milljörðum króna á greiðslugrunni. Greiðslugrunnur tekur einungis til- lit til hreins peningastreymis inn og út úr ríkissjóði, en ekki milli- færslna og reiknaðra tekna og gjalda. Af upplýsingum í ársskýrslu hafi verið gert í samningum ein- stakra fyrirtækja og viðskiptaað- ila þeirra, svo sem lánastofnana, en í raun verði allt þjóðfélagið að veita fyrirgreiðslu til að létta greiðslubyrðina, meðan siglt sé í gegnum samdráttarskeiðið. Seðlabankans má sjá, að lántökur ríkissjóðs hafa aukist um 31,8 millj- arða króna að raungildi á árunum 1987 til 1991. Þá voru þær 132,9 milljarðar á núverandi verðlagi. Jafngildir þetta því um 5,9% aukn- ingu á ári að meðaltali. Af heildar- aukningunni jukust erlend lán um 11,7 milljarða og innlend lán um Samkvæmt athugun Seðlabank- ans á skuldum sjávarútvegsins um síðustu áramót voru heildarskuldir nálægt 94,3 milljörðum króna. Þar af eru skuldir við lánakerfið alls um 69 milljarðar eða um 73% af heildarskuldum, en afgangurinn 20,1 milljarð á tímabilinu. Til samanburðar má geta, að á sama tímabili jókst verg þjóðar- framleiðsla um 4,6 milljarða að raungildi miðað við lánskjaravísi- tölu, eða um 0,25% á ári að jöfn- uði. Verg þjóðarframleiðsla ársins 1991 var á núvirði um 381 milljarð- ur króna. skuldir við ríki, sveitarfélög og ýmsa viðskipta- og þjónustuaðila. Sveinn Hjörtur Hjartarson segir að sjávarútvegurinn hafi að und- anförnu þurft að taka á sig kvóta- skerðingu og lægra afurðaverð og á sama tíma sé greiðslubyrði vegna lántöku afar þung. Fjármagns- kostnaður sé mjög hár og það valdi þessari skuldsettu atvinnugrein miklum erfiðleikum. Hann segir að stöðugt séu í gangi umleitanir til að létta greiðslubyrði einstakra fyr- irtækja, til dæmis með því að lengja lánstíma, en ekki hafi á þessu stigi komið fram neinar formlegar óskir um að á þeim málum verði tekið yfir línuna með einu pennastriki. Nauðsynlegt sé að skoða stöðu hinna einstöku fyrirtækja, enda séu aðstæður þeirra misjafnar og af- koman misgóð. Varðandi víðtækar aðgerðir í þessum efnum nefnir Sveinn, að í desember sl. hafi stjórn Fiskveiða- sjóðs ákveðið, að beiðni sjávarút- vegsráðherra, að færa aftur hluta afborgana útlána, sem til greiðslu áttu að koma 1992 og 1993, þann- ig að þær kæmu til greiðslu eftir að áður ákveðnum lánstíma lyki. í kjölfar þessa hafi sjóðurinn samið við útgerðarmenn í 354 tilvikum og ætti sú aðgerð að lækka greiðslubyrði um 680 milljónir 1992 og 620 milljónir 1993. Sveinn nefnir einnig þá ákvörðun að greiða 3 milljarða út úr Verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins. Þar sé um að ræða sveiflujöfnunarsjóð, sem nú verði notaður til að auð- velda sjávarútvegsfyrirtækjum að komast í gegnum erfiðleikana. Þá nefnir hann að eðlilegt sé að banka- stofnanir komi til móts við við- skiptaaðila sína, sem eigi í erfiðleik- um, og það hafi þær gert. Hins vegar sé vandinn svó stór, að í raun verði allt þjóðfélagið að veita fyrir- greiðslu, til að létta greiðslubyrði greinarinnar. Fjárlagahalli 41-45 millj- arðar króna á fimm árum Lántökur jukust um 5,9% á ári en þjóðartekjur um 0,25% 1 F jarlagahalli a nuvinöi 1988-92 ramreiknað skv. lánskjaravísitölu, milljarðar kr. — - 14 19 1-8 >2-6 3-4 2 n ,, ' ' '4 1 Halli.verði ekkert að gert 2 Markmið fjármálaráöherra 3 Áætlun við gerð fjárlaga 1988 1989 1990 1991 1992 Fjárlagahalli 1991 er samkvæmt bráðabirgðatölum. Miðað er við áætlað ársmeðaltal lánskjaravlsitölu 1992. Allar tðlur eru á greiöslugrunni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 25 , TILLOGUR SJAVARUTVEGSRAÐHERRA UM AFLAHEIMILDIR Friðrik Sophusson Fyrirtæki greiði fyrir þá þjónustu sem þau fá FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra kveðst telja það ákaf- lega mikilvægt að fyrirtæki borgi fyrir opinberu þjónustuna sem þau fá í té, því það sé forsendan fyrir því að stjórnvöld geti fengið fólk til þess að borga fyrir þjón- ustu, til dæmis í heilbrigðis-, trygginga- og menntakerfinu. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann teldi ekki að það væri lausn á vanda sjávar- útvegsins að falla frá gjaldtöku vegna úthlutunar 12 þúsund tonna úr Hagræðingarsjóði. „Eg ítreka það sem ég hef áður sagt, að ég tel að það sé ekki lausn á vanda sjávarútvegsins að nota þær sértæku aðgerðir, sem felast í því að hætta við að þjónustugjöld séu greidd í sjávarútvegi," sagði fjármálaráðherra. Hann benti á að um það hefði orðið samkomulag í ríkisstjórninni í fyrra að sjávarút- vegurinn greiddi verulegan hluta af kostnaði af sjávarrannsóknum og hann teldi eðlilegt að sjávarút- vegurinn gi-eiddi þann kostnað. „Eg tel það ákaflega mikilvægt að fyrirtæki borgi fyrir opinberu þjónustuna sem þau fá, því ýiað er forsendan fyrir því að við getum fengið fólk til þess að borga fyrir þjónustu, til dæmis í heilbrigðis-, trygginga- og menntakerfinu,“ sagði Friðrik. Fjármálaráðherra var spurður hvort það gæti ekki verið eðlilegt að fresta gjaldtöku, til dæmis fyrir kvóta Hagræðingarsjóð, í ljósi þeirra erfiðleika og niðurskurðar í þorskveiðum, sem við blasti: „Ef menn eru að skoða það hvernig rík- isvaldið eigi að slaka á klónni til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi og hrun í greininni, þá þurfí það að vera á rriiklu víðtækari grunni og taka til fleiri þátta, held- ur en einungis þessara 500 milljóna úr Hagræðingarsjóðnum," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Jón Baldvin Hannibalsson Teng’ist end- urskoðun fiskveiði- stjómunar JON Baldvin Hannibalsson segir að sú ráðstöfun, ein út af fyrir sig, að úthluta til þeirra byggðar- laga sem ella færu verst út úr þorskskerðingunni 12 þúsund þorskígildistonnum úr Hagræð- ingarsjóði án þess að til endur- gjalds konii, komi ekki til greina. „Af þeirri einföldu ástæðu að um þetta var samkomulag milli stjórnarflokkanna fyrir fjárlaga- afgreiðslu yfirstandandi árs,“ sagði utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Það sé einungis hægt að ræða þessa til- lögu sjávarútvegsráðherra í sam- hengi við endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða. „Fjárlagavandinn er ærinn, eins og við höfum verið að fjalla um hann við undirbúning íjárlaga fyrir árið 1993 og hann mun aukast enn vegna hinna válegu tíðinda varð- andi þorskbrestinn," sagði Jón Baldvin. „Þessi tillaga ein út af fyrir sig er þess vegna aðeins til- flutningur á vanda, en ekki lausn. Við fjármálaráðherra höfum báðir lýst því yfír afdráttarlaust, að það eitt dugar ekki.“ Utanríkisráðherra sagði að þessi afstaða Alþýðuflokksins þýddi ekki að flokkurinn væri ekki opinn fyrir öllum umræðum varðandi framtíð fiskveiðistjórnunar. „Við erum með öfluga nefnd undir forystu tveggja ágætra manna og þeir þurfa að ná um þetta mál samkomulagi til fram- búðar á þessu sumri. Það er aðeins í því samhengi sem hægt er að ræða þessa tillögu til frambúðar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Þorsteinn Pálsson Stjómin ekki hafnað hug- myndumum Hagræðing- arsjóð ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra lítur ekki þannig á að hugmynd hans um að úthluta 12 þúsund þorskígildistonnum Hagræðingarsjóðs til þeirra byggðarlaga sem annars færu verst út úr þorskskerðingunni hafi verið hafnað í ríkissljórn. Málið sé óafgreitt og til umfjöll- unar innan rikisstjórnarinnar. „Ég lít svo á að umræðum um þessa hugmynd sé ekki lokið. Þjóð- félagið allt er í miklum vanda og ríkissjóður á við mikinn vanda að stríða, sem ég þekki af eigin raun að ekki er auðvelt að fást við. En atvinnulífið er líka í erfíðleikum og þar fer verðmætasköpunin fram. Við verðum að tryggja að sjávarút- vegurinn gangi og að vel rekin fyrir- tæki í sjávarútvegi skili hagnaði. Það er forsendan fyrir því að við fáum peninga í ríkissjóð til sameig- inlegra verkefna," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvort hann liti svo á að tillögu hans um útdeilingu úr Hagræðingarsjóði hefði verið hafnað í ríkisstjórn. Sjávarútvegsráðherra segir að stjórnvöld komist ekki hjá því að líta á þessi viðfangsefni í heild sinni, afkomu ríkissjóðs og atvinnuvega. „Það er allt ein heild, sem við getum ekki slitið í súndur. Ég lít ekki á neitt sem afgreiddan hlut á meðan málið er ennþá til umfjöllunar," sagði Þorsteinn. Matthías Bjarnason Tel þetta spor í rétta átt MATTHÍAS Bjarnason fyrsti þingmaður Vestfjarða segist telja þær tillögur sem nú eru á lofti um aflaheimildir á næsta fisk- veiðiári spor í rétta átt. „Miðað við það sem áður var rætt um tel ég þessar nýjustu tillög- ur sjávarútvegsráðherra mikilvægt spor í rétta átt,“ segir Matthías. „Þær eru réttlátari en fyrri hug- myndir og í þeirri erfiðu stöðu sem við erum nú í get ég sætt mig við þær.“ Tillögur þær sem hér um ræðir eru í grófum dráttum þær að þorsk- aflinn verði takmarkaður við 190 þúsund tonn, sókn í aðrar tegundir aukin að mun og aflaheimildir Ha- græðingarsjóðs notaðar til að taka skellinn af þeim byggðarlögum sem verst verða úti. Matthías Bjarnason segir ljóst að jafnframt þessum tillögum þurfi að grípa til ýmissa fleiri ráðstafana til að tryggja grundvöll útflutnings- greina. Nefnir hann þar sem dæmi að gengi krónunnar sé nú rangt skráð. „Á heildina litið finnst mér samt að með þessum tillögum sé tekið af sanngirni á þessu erfiða vandamáli og ég veit hversu erfitt er að.vera í sporum sjávarútvegsráð- herra nú. Að minnsta kosti öfunda ég hann ekki af stöðunni." Ragnar Arnalds Sjálfsagt að útdeila úr Hagræðing- arsjóði „ÉG STYÐ tillögur sjávarútvegs- ráðherra eindregið og tel þær næstum sjálfsagðan hlut,“ sagði Ragnar Arnalds, þingmaður AI- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi vestra er hann var innt- ur álits á tillögum Þorsteins Páls- sonar um útdeilingu veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs. „Ég var því andvígur þegar ákveð- ið var að skera kvóta og leggja í Hagræðingarsjóð á sínum tíma, því að í því fólst almennur niðurskurður á kvóta hjá fyrirtækjum um allt land. Þá fýrst tók steininn úr þegar hætt var við að beita sjóðnum sem ha- græðingartæki, heldur átti að fara að selja veiðiheimildirnar til ágóða fyrir ríkissjóð. Það sem ráðherra leggur til er að nýta sjóðinn eins og hann var upphaflega ætlaður og það er auðvitað bráðnauðsynlegt miðað við ríkjandi kringumstæður,“ sagði Ragnar. Hann sagði skynsamlegt að auka sókn í aðrar tegundir, og ef hætta væri á hruni þorskstofnsins ætti ekki að taka áhættu í því efni. Ragn- ar minnti á að hann hefði flutt þing- sályktunartillögu á síðasta þingi um að reyna að ná tökum á þorskeldi í framtíðinni og hjálpa þannig náttúr- unni að komast yfir erfiðasta hjall- ann. „Tillögunni var vísað til ríkis- stjórnarinnar og ég tel að hún sé fullkomlega á dagskrá núna þótt hún breyti engu um þann vanda, sem við er að kljást næstu árin,“ sagði Ragn- ar. Einar Oddur Kristjánsson Mjög til bóta en fleira verður að komatil EINAR ODDUR Krisljánsson út- gerðarmaður á Flateyri segir að Vestfirðingar hafi miklar efa- semdir um að skera þurfi þorsk- kvótann jafnmikið niður og tillög- ur vísindamanna gera ráð fyrir. Hann hafi margrætt þau sjónar- mið við sjávarútvegsráðherra en fullreynt sé að þeir sannfæri ekki hvor annan í þeim efnum. Þær til- lögur sem nú eru um 190 þúsund tonna þorskafla, aukna sókn í aðra stofna og að kvóti Hagræðingar- sjóðs verði notaður til að taka skellinn af þeim byggðarlögum sem verst verða úti segir Einar Oddur að séu mjög til bóta, en fleira verði að koma til svo hægt sé að styrkja grundvöll útflutn- ingsgreinanna. „Við hér á Vestfjörðum höfum orðið fyrir skerðingu á aflaheimild- um æ ofan í æ síðastliðinn áratug og nú á síðasta ári var þorskkvóti okkar skertur um nærri 20% sem var okkur erfitt," segir Einar Oddur. „í framhaldi af þessu höfum við bent á að landshlutinn þolir ekki meiri skerðingu. Ég tel að með því að leggja niður Hagræðingarsjóðinn og nota kvóta hans til að aðstoða verst settu byggðarlögin sé verið að koma til móts við okkar sjónarmið og að sú ráðstöfun sé fengur fyrir okkur.“ I máli Einars Odds kemur einnig fram að hann hafi talið fáránlegt af ríkisvaldinu að ætla sér að auka álögur á sjávarútveginn með því aá taka 12.000 tonna kvóta í Hagræð- ingarsjóð á sama tíma og aflasam- dráttur er fyrirsjáanlegur og fréttir berist af því.að verð fari lækkandi á sjávarafurðum á erlendum mörk- uðum. „Það verður að grípa til ráð- stafana til styrktar sjávarútveginum í framhaldi af tillögum um aflaheim- ildir næsta fiskveiðiárs. Og það er nærtækast að að létta þeirri pressu sem er á genginu með því að lækka rekstrarkostnað útflutningsgrein- anna,“ segir Einar Oddur. Sturla Böðvarsson Nauðsynlegt að beita Hagræðing- arsjóði STURLA Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi, segir að óhjákvæmilegt sé að koma til móts við fyrirtæki og byggðarlög sem verði illa úti í skerðingu þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Til þess verði að beita Hagræðingarsjóði sjávarútvegs- ins. „Ég tel alveg óhjákvæmilegt í þeirri stöðu, sem fyrirsjáanleg er, að koma til móts við þau fyrirtæki og byggðarlög sem verða verst úti í skerðingunni,“ segir Sturla. „Og í stöðunni sé ég ekki önnur úrræði, en að Hagræðingarsjóði verði beitt í því skyni. Þar yrði hins vegar að- eins um tímabundna ráðstöfun þess afla að ræða.“ Sturla segir að staðan sé með þeim hætti hjá mörgum fyrirtækjum, að þau megi ekki við neinni skerð- ingu. Því verði að úthluta aflaheim- ildum Hagræðingarsjóðs í hlutfalli við þá skerðingu, sem fyrirtækin verði fyrir. Hins vegar sé nauðsyn- legt að eitthvert þak verði á úthlut- uninni, þannig að kvótinn lendi hjá fyrirtækjum sem þurfa á aðstoð að halda, en renni ekki til þeirra, sem nægan kvóta eigi fyrir. Karl Steinar Guðnason Ríkissjóður máekki missa féð KARL Steinar Guðnason, þing- maður Alþýðuflokksins í Reykja- neskjördæmi og formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að rík- issjóður megi ekki missa þá fjár- muni, sem liggi í Hagræðing- arsjóði. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur lagt til að veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs verdi skipt milli þeirra byggðar- laga, sem verst fara út úr niður- skurði þorskkvóta, í stað þess að nota andvirði heimildanna til að standa undir rekstri Hafrann- sóknastofnunar. „Vandi ríkisfjármálanna er svo mikill að það er afar erfítt að ætla að úthluta þessum fiski á þennan hátt. Þá hverfa hundruð milljóna úr ríkissjóði,“ sagði Karl Steinar í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég óttast mismunun í slíkri úthlutun og sé ekki hvernig hún ætti að fara fram.“ Karl Steinar sagðist vilja fara varlega í að ganga á þorskstofninn, því að dæmin annars staðar frá hræddu, til dæmis frá Nýfundna- landi. Hann sagðist hlynntur því að veiða meira úr öðrum tegundum ef hægt væri, en minnti á að ýsukvót- inn í ár hefði ekki náðst. „Ég velti fyrir mér hvaða vit er í þeirri ráð- gjöf að ætla að fiska meira við slík- ar kringumstæður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.