Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 Nýr búvörusamningur í burðarliðnum: Niðurgreiðslur borg- aðar beint til bænda SAMKVÆMT drögum að nýjum búvörusamningi sem er í burðarliðn- um lækkar mjólkurverð í áföngum um 6% á næstu þremur árum og teknar verða upp beinar greiðslur til bænda í stað niðurgreiðslna á heildsölustigi til afurðastöðvanna. Hákon Sigurgrímsson ritari samninganefndar bændasamtakanna segist vona að gengið verði frá samningnum á morgun, föstudag, og Guðmundur Sigþórsson formað- ur samninganefndar rikisins útilokar ekki að sú von rætist. Hákon segir þó að Ijóst sé að hugmyndir sem fram hafi komið siðustu daga um afnám endurgreiðslu virðisaukaskatts af nautakjöti til bænda tefji málið. Áð sögn þeirra Hákonar og Guð- mundar liggur fyrir uppkast að búvörusamningnum, sem fyrst og fremst tekur til mjólkurframleiðsl- unnar. Þeir segja að samkomulag sé um öll veigamestu atriði samn- ingsins. í uppkastinu er gert ráð fyrir því að farið verði að tillögum sjömannanefndar um hagræðingu í mjólkurframleiðslu sem leiði af sér lækkun mjólkurverðs í áföngum næstu tvö og hálfa árið, um 1% fyrsta árið og síðan um 2,5% hvort seinni áranna. Annað veigamikið atriði í samningsdrögunum er að gert er ráð fyrir því að í stað niður- greiðslu ríkissjóðs á landbúnaðaraf- urðum á heildsölustigi til afurða- stöðvanna verði tekin upp bein greiðsla til bænda. Útflutningsbæt- ur verða lagðar niður ef samnings- drögin verða samþykkt og mjólkur- framleiðendur fá eftir það ekki fullt verð fyrir aðra framleiðslu sína en þá sem fer á innlendan markað hvetju sinni. Hákon Sigurgrímsson segir að bændur geti ekki tekið á sig meiri samdrátt og hagræðingu en sem nemi fyrirhugaðri 6% lækkun á mjólkurverðinu. Hugmyndimar um aftiám endurgreiðslu virðisauka- skatts af nautakjöti myndu að sögn Hákonar þýða‘18-20% hækkun á kjötinu sem hann telur útilokað að bændur geti við núverandí aðstæður velt út í verðlagið. Afnám endurgreiðslunnar er ekki beint viðkomandi búvömsamning- unum, heldur ein af þeim hugmynd- um um sparnað í ríkisbúskapnum sem komið hefur fram. Hákon seg- ir að samninganefnd bændasamtak- anna hafi spurt samninganefnd rík- isins um þessar hugmyndir en ekki fengið greið eða afgerandi svör. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 f gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 13. AGUST. YFIRLIT: Yfir Skotlandi er 990 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur en 1010 mb hæð milli Jan Mayen og Norður-Noregs. Um 500 km suðvestur af Hvarfi er 989 mb lægð sem hreyfist norðaustur. SPA: Fremur hæg sunnan og suðaustan átt sunnan og suðvestan lands. Skýjað við suður- og vesturströndina en léttskýjað norðanlands fyrri hluta dags en þykknar upp siödegis. Hlýtt verður í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss suðaustan átt um land alit, rigning sunn- an og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 16 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Hægviðri eða breytileg ótt um sunnan og suð- austanvert landið, en austan og norðaustan átt norðan og vestanlands. Skúrir norðan og vestanlands, en úrkomulítið á Suður- og Austurlandi. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Ká Léttskýjað * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma & Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka V riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fjallabílum er nú fært um allt hálendið. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Vegna vegagerðar verður þjóðvegur 1, Vesturlandsvegur milli Úlfarsfellsvegar og Skálatúns, lokaður frá klukkan 19.00 i kvöld þar til klukkan 7.00 í fyrramálið. Vegfarendum er bent á þjóðveg 430, Úlfarsfellsveg. Ferða- langar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna fram- kvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91- 631500 og f grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 skýjaft Reykjavík 13 þokumóða Bergen 17 skýjaft Helsinki 17 skýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Narssarssuaq ð skýjaft Nuuk 4 þoka Ósló 18 hálfskýjað Stokkhólmur 21 léttskýjaft Þórshöfn 11 Þokaígreod Algarve 26 heiftskírt Amsterdam 19 Skúr Barcelona 27 léttskýjað Berlín 24 léttskýjað Chicago 17 skýjað Feneyjar 29 léttskýjað Frankfurt 24 skýjaft Glasgow 12 skúr Hamborg 21 skýjað London 17 rigning LosAngeles 19 þokumófta Lúxemborg 20 hátfskýjað Madrfd vantar Malaga 27 heiðskírt Mallorca vantar Montreai 12 skýjað NewYork 21 iéttskýjaft Orlando 24 léttskýjað Parfs 22 skýjað Madeira 23 hélfskýjað Róm 30 heiftskírt Vín 26 léttskýjað Washington 20 skýjað Wlnnipeg 6 léttskýjað mti* 4,3 milljónir fyrir lóð við Skúlagötu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 4,3 milþ'óna króna tilboði hæstbjóðanda, Sveins R. Pálssonar, Kristjáns Þórs Sveinssonar og Guðlaugar K. Pálsdóttur, 1 um 1.500 fermetra byggingarlóð norðan Skúlagötu, til móts við Klapparstíg 3. Að sögn Ólafs Jónssonar upplýs- ingafulltrúa borgarinnar, er lóðin á miðeyju milli Skúlagötu og Sæ- brautar. Á lóðinni er gert ráð fyrir sölutumi, þar sem selt er um lúgu út í bíla, eða „aktu taktu“-verslun. Lóðin var auglýst og bárust fimm tilboð, sem öll samræmdust sölu- skilmálum borgarráðs. Nsesthæsta boð átti Hörður Jónsson, 2.350.000 krónur, þá bauð Sigurður Kjartansson 2.150.000 krónur, Kastor hf. bauð 1.850.000 krónur og Guðleifur Sigurðsson bauð 1.120.000 krón- ur. Erik Boye dreginn til hafnar á Isafirði Utgerðin þáði boð um legurými fyrir skipið Ísafírði. KOMIÐ var með danska flutningaskipið Erik Boye til ísafjarðar síð- degis í gær. Upphaflega var hugmyndin að hafa skipið í Siglufjarðar- höfn meðan ástand þess yrði kannað og teknar ákvarðanir um af- drif þess. Að sögn skipveija á Hvanneyri, sem drógu skipið til ísa- fjarðar, fékkst ekki leyfi til að hafa skipið á Siglufirði, en þegar þær fréttir heyrðust í Útvarpinu hringdi hafnarstjórinn á ísafirði í eigendur skipsins og bauð þeim bryggjupláss. Búið er að gangsetja allar vélar skipsins og virðast þær í lagi. Ljósa- véi hefur gengið alla ferðina án vandræða. Þó er ljóst að rafkerfi skipsins þarfnast lagfæringa svo og innréttingar í vistarverum skipsáhafnar. Hugmyndin er nú, að kanna með útboðum kostnaðinn við viðgerð á skipinu og láta síðan gera við það reynist það svara kostnaði. Að sögn Sigurvins Hannibalssonar, eins af eigendum skipsins, eru hugmyndir uppi um það að gera skipið út, ef viðgerð tekst og hagstæð kauptilboð fást ekki í það. Erik Boye var byggt í Danmörku 1968 og lestar um 850 tonn af vöru. Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar á ísafírði virðast allar líkur á að þeir geti gert við botnskemmdir skipsins hér, það er verulega léttara en stærstu fiskiskipin sem hér hafa verið tekin upp, en lengdin, 55 metrar, er við efri mörk. Mikið álag er nú á höfninni á ísafirði, en legupláss fyrir Erik Boye er við nýjan hafnarkant, sem eigendur skipsins hafa verið að dýpka við í sumar, en kemur ekki Vextir hjá bönkum óbreyttir ENGAR breytingar urðu á vöxt- um banka og sparisjóða 11. ág- úst, sem var síðasti vaxtabreyt- ingadagur, samkvæmt upplýs- ingum frá Seðlabanka íslands. 1. ágúst sl. hækkaði íslandsbanki útlánsvexti um 0,10-0,15% og sparisjóðirnir um 0,10-0,50%. Inn- iánsvextir íslandsbanka voru jafn- framt lækkaðir um 0,25-0,50%. að fullum notum, þar sem ekki hef- ur verið hægt að klára verkið vegna fjárskorts. Skipstjóri á Hvanneyri í þessari ferð var ævintýramaðurinn Sigurð- ur Þorsteinsson, sem nýkominn er af fiskimiðunum við Austur-Síberíu. Hann sagðist að vísu vera vanur nokkuð stærri skipum, en hann hefur verið skipstjóri á 160 þúsund tonna skipum síðasta áratug eða svo. - Úlfar. Presturinn á sjóinn í sumarfríinu Ólafsvík. HÉR VIÐ Breiðafjörð hafa verið góðviðri að undanförnu og er orðið langt síðan gustað hefur um. Atvinnulífið líður áfram lygnum straumi. Mikil vinna er þó við rækju. Trillur róa nú aftur eftir veiðibann og er afli þeirra þokkalegur. Togaranum Má er haldið til fiskjar og landaði hann á dögunum 110 tonnum eftir viku útivist Það sem fréttnæmt telst við þá sjóferð er að á meðal háseta var sóknarpresturinn séra Frið- rik J. Hjartar. Notaði hann hluta af sumarleyfinu til þess að hressa upp á tekjuhlið heim- ilisreikningsins. Ekki mun hon- um þó síður hafa gengið til að kynnast lífinu um borð því séra Friðrik hefur fyrr sýnt áhuga á sjómennsku og störfum fólksins yfirleitt. Þykir okkur vænt um að presturinn okkar vill bergja af þeim sama bikar og allur almenningur og feta þannig í slóð þeirra Nesþingapresta sem frægastir hafa orðið. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.