Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1992 21 Stundin okkar: Albert Ey- steins í nátt- úruverndar- þáttum í vetur MEÐ hallandi sumri er Helga Steffensen, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, farin að safna í sarpinn fyrir barnatíma vetrarins. Meðal efnis í þáttun- um verða sérstakir náttúru- verndarþættir en verið var að taka fyrsta þáttinn upp við Norræna húsið þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar þar að garði í gær. Helga Steffensen sagði að með hlutverk aðalpersónunnar, Alberts Eysteins, færi Ólafur Thoroddsen en Alberti til aðstoðar verða þau Hlynur Einarsson 7 ára og íris Harðardóttir 8 ára. Þættirnir verða 7-8 mínútna langir og verður skot- ið inn í nokkra barnatíma í vetur. Fjallað verður um aðskilda þætti náttúruverndar. „Núna vorum við t.d. að fjalla um mengun, og drasl sem fólk hendir út um hvippinn og hvappinn í náttúrunni. Næst verða teknar fyrir pöddur og meðal ann- ars farið ofan í mógröf í Garðabæn- um,“ sagði Helga sem dæmi um efnisatriði þáttanna. Höfundur umhverfisverndarþátt- anna er Jón Ármann Steinsson. Morgunblaðið/Kristinn Albert Eysteins I Land Rover sem hann ferðast á. Ofan á sitja krakk- arnir, Hlynur 7 ára og Iris 8 ára. Bætur til útgerðarfyr- irtækja verði skilyrtar * * - segir Asmundur Stefánsson forseti ASI ÁSMUNDUR Stefánsson forseti Alþýðusambandsins segir að í tillögum Byggðastofnunar um ákveðnar bætur til handa út- gerðarfyrirtækjum fyrir tapað- an afla vegna kvótaskerðingar séu jákvæðir þættir en binda verði þessar bætur ákveðnum skilyrðum. Ásmundur segir að varhugavert sé að útgerðarfyrirtækin fái slíkar bætur skilyrðislaust. Því fylgir að mati Ásmundar sú áhætta að bæturnar verði notaðar til annars en að tryggja atvinnuástand. Hann kveðst þess vegna álíta að binda verði úthlutun bótanna þeim skilyrðum að þær verði notaðar til þess að meiri afli verði unninn í landi og þannig dregið úr hættu á atvinnuleysi í fiskvinnslu. Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands; Skýringarrít um EES-samn- inginn fyrir almenning ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskóla Islands hefur gefið út ritið „Evrópska efnahags- svæðið (EES). Meginatriði og skýringar," eftir Gunnar G. Schram prófessor í sljórnskip- unarrétti og þjóðarétti við lagadeild Háskóla íslands. í fréttatilkynningu frá háskól- anum segir að bókin sé ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér efni samningsins og mynda sér skoðun á málinu og að hér sé á ferðinni fyrsta skýringaritið sem út kemur hér á landi um þetta efni og ætlað sé hinum almenna lesanda. í formála ritsins segir höfund- urinn, Gunnar G. Schram: „Ráð- gert er að meginmál samningsins fái lagagildi hér á landi og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fyrir Alþingi. Af þeim sökum skiptir það máli að sem flestir hafi færi á að kynna sér megin- efni samningsins, þau nýju rétt- indi sem hann hefur í för með sér og þær skyldur sem í honum felast. í þessari bók er engin afstaða tekin til þess hvort Is- lendingar eigi að gerast aðilar að EES eða ekki og ekki er held- ur sérstaklega vikið að þeim ágreiningsefnum sem uppi hafa verið um stjórnskipulegar hliðar aðildar íslands. Hér er einvörð- ungu reynt að skýra meginefni samningsins á hlutlægan hátt þannig að hver lesandi eigi auð- veldar með en áður að mynda sér skoðun á kostum og göllum aðijdar íslands." I bókinni er rætt um þau rétt- EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Gunnar G. Schram prófessor, höfundur bókarinnar. indi sem íslendingar öðlast og þær skyldur sem þeir taka á sig ef ísland gerist aðili að EES. Einnig er fjallað um hvaða rétt íslendingar fá til atvinnu og bú- setu í EES-löndunum, hvaða fiskafurðir okkar verða tollfijáls- ar skv. samningnum, sem bera nú tolla, og nýtt svigrúm til að stofna til atvinnureksturs og þjónustufyrirtækja í EES-lönd- unum. Þá er fjallað um frelsi til tollfijáls útflutnings almennt á íslenskum vörum inn á markaðs- svæði 380 milljón manna og frelsi til óhindraðra fjárfestinga og_ fjármagnsflutninga. I bókinni eru skýrð ákvæði EES-samningsins um umhverfis- mál, neytendamál, menntamál og vísinda- og fjarskiptamál o.fl. Ennfremur er fjallað um þá fyrir- vara sem íslendingar hafa gert á sviði fjárfestinga í sjávarút- vegi, orkulinda og jarðakaupa og fjallað um réttaráhrif EES- samningsins á íslandi. í bókarlok er EES-samningur- inn birtur orðréttur í íslenskri þýðingu svo lesendur geti sjálfir kannað frumheimildina. Bókin um evrópska efnahags- svæðið er 185 blaðsíður að stærð. Hún er prentuð í Stein- holti hf. og bókband annaðist Flatey hf. Metsölubloð á hverjum degi! -_ ■■■■ HLBOÐ VIKUNNAR NÓA somossiS£SL“>I SÍ.SAMM* ÁÐUR 429,- GREEM V’ORCE TTADUíTlOOOg nvo' ÁÐUR 199,- \VEELA .. aiMHÁRNÆíSNG B^TK.SAMAN — AðUR J 394,- ^ÁÐUR tji 848,- HAGKAUP - altt í einni feró á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.