Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 VESTRIÐ Á EKKISÖKINA Vistfræðikreddur eru að taka við af trúarbrögðum og þróuðu ríkin eru blórabögglar fyrir bruðl í ríkjum þriðja heimsins Sjónvarpsmenn taka „göfugan villimann" tali, í þessu tilfelli indíána frá Brasilíu. eftir Paul Johnson GREIN þá sem hér fer á eftir ritaði breski sagnfræðingurinn og blaðamaðurinn Paul Johnson og birtist hún i vikublaðinu Sunday Telegraph. Á árunum 1955 til 1970 var Paul Johnson aðstoðarritstjóri og síðar rit- stjóri timaritsins New States- man. Paul Johnson er einn þekktasti rithöfundur Bretlands á sviði sagnfræði og félagsvís- inda og er höfundur fjölmargra ritverka, sem vakið hafa mikla athygli, þ. á m. „Modern Times“ og „Intelleetuals". í JÚNÍ sl. komu um 20.000 umhverfísvemdarmenn og vísinda- menn saman til ráðstefnu í Ríó de Janeiro þar sem þeir ætluðu að eigin sögn að gera úrslitatilraun til að bjarga móður Jörð undan eyðingaráhrifum vísinda, tækni og stóriðnaðar. Hveijir voru þetta? Sumir vora fullgildir vísindamenn á sínu sviði. Flestir aðeins áhuga- menn sem höfðu heyrt raddir, séð fyrirboða um heimsendi, og höfðu trú á því að þeim bæri að frelsa heiminn. Því miður vora þarna einnig of- stækismenn, sem geta verið bein- línis hættulegir. Og þeir kunna að leika á fjölmiðlana, sér í lagi á sjón- varp sem dreifir sefasjúkum hótun- um þeirra án þess að sannreyna þær „staðreyndir“ sem þeir romsa svo fjálglega upp úr sér. Um 260 virtir vísindamenn tóku höndum saman til að mótmæla þessum ofstækisfullu tilraunum til að þvinga yfirvöld í siðmenntuðum ríkjum til að undirrita vanhugsaða samninga sem gætu valdið miklum skaða og að auki kostað Vesturlönd um 70 milljarða punda (um 7.300 miiljarða króna) á ári í styrki. Svona hræðsluáróður er ekki nýr af nálinni — langt í frá. Árið 1798 kom út „Essay on the Principles og Population" eftir enska hag- fræðinginn Thomas Robert Malt- hus þar sem hann spáir hörmung- um þegar fæðingum fjölgar meira en afkastageta matvælaframleið- enda ræður við. í dag er vandinn að fínna fé til að greiða bændum fyrir að draga úr uppskeranni. Árið 1865 spáði enski hagfræðing- urinn William Stanley Jevons því í bók sinni „The Coal Question“ að þjóðir heims eyddu öllum kolabirgð- um sínum og frysu í hel. í dag er verið að loka afkastamiklum kola- námum vegna þess hve mikið er til af kolum og þau ódýr. Á sjöunda og áttunda áratug þessarar aldar sáu ýmis fjölþjóða- samtök fram á skort á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem olíu, og hvöttu til að eyðslunni yrði haldið í skefjum. Allar þessar hrakspár — sem skynsamir menn þeirra tíma afneituðu — reyndust ekki á rökum reistar þegar til kom. Allur gaura- gangurinn nú táknar einfaldlega að dómsdagskenningin er enn að siá í gegn. Að þessu sinni fylgja kenfiing- -unni þrennskonar vandamál fyrir ábyrga aðila þar sem hún tengir þrenn áhrifaöfl. Fyrsta vandamálið er þörf milljóna miðstéttarmennta- manna og menningarvita, sem of- framleiðsla háskólanna hefur ratt úr sér, á að finna eitthvað til að trúa á. Fyrir sjötíu árum benti G. K. Chesterton á að þegar karlar og konur hætta að trúa á Guð tryðu þau ekki á ekki neitt; þau tryðu á hvað sem væri. Tómarúmið sem myndast hefur í trúarboðun hefur verið fyllt með allskyns siðlausum alræðisþvættingi sem hefur leitt til að ótalinn fjöldi manna hefur verið drepinn eða hnepptur í þrælkun. Með hnignun hefðbundinna stjórnvísinda hafa trúgjarnir ung- lingar, og margir þeirra eldri sem tapað hafa áttum, fundið nýja upp- bótartrú í vistfræðikreddum. Á fyrri tímum hefðu þeir gerzt trú- boðar og kennt innfæddum að hylja nekt sína, eða þrammað eftir göt- unum berandi spjöld með áletrun: inni „Iðrist: Endalokin nálgast". í dag gæða þeir jörðina mannlegum eiginleikum og nánast taka dýra- tegundir í „útrýmingarhættu" í guðatölu — 1.500 Nepalbúar voru nýlega sviptir landareignum, sem forfeður þeirra höfðu ræktað í margar aldir, til að rýma fyrir þremur hvítum nashyrningum — og hafa fundið upp nýja heiðni, sem sjónvarpsstöðvar, gagnteknar af tilfinningaríkum náttúrulífsmynd- um, keppast við að halda á lofti. Þetta er gálaust og veraldlegt af- brigði bókstafstrúar. Vistfræðikreddur hafa einnig verið léttir fyrir mikinn fjölda sjálfumglaðra síettireka sem þjást af fráhvarfi frá marxisma. Þar til seint á níunda áratugnum stóðu umhverfissinnar og marxistar sam- an um að úthrópa kapítalisma sem meginskaðvaldinn varðandi meng- un umheimsins og eyðingu auðlinda jarðar. Fall kommúnismans og af- nám ritskoðunar hans gerði öllum ljóst að þessi misheppnuðu örbirgð- arríki voru mestu mengunarvaldar sögunnar. Hins vegar er það einka- framtakskerfið með sína sjálfvirku umbótastefnu og hæfni til að að- laga verðlag ströngum umhverfís- verndarkröfum sem er fært um að leysa þennan vanda á viðunandi hátt. Sem dæmi má nefna að í London hefur mannskæð og menguð þoka verið óþekkt fyrirbæri frá því snemma á sjötta áratugnum vegna laga um hreinsun andrúmsloftsins, og í öllum þróuðum ríkjum kapít- alismans njóta íbúarnir nú betra vatns, lofts og hollustuhátta, og auðlindirnar eru nýttar á hag- kvæmari hátt, einmitt vegna bættr- ar tækni í iðnaði. Þetta hefur náðst jafnhliða því að framleiðsla og framleiðni hefur aukizt. Reyndar er það vaxandi velmegun sem ger- ir okkur fært að auka kröfurnar til iðnaðarins. Tækni- og viðskiptakunnátta, eins og vísindamennirnir 260 bentu á, er engan veginn ógnun við mann- kyn, heldur þvert á móti forsenda þess að við getum verið fær um að lengja lífið, hreinsa andrúmsloft jarðar og vötn og rækta yfirborð hennar. En þessar staðreyndir koma ekki í veg fyrir að marxist- arnir fyrrverandi taki höndum sam- an við umhverfis-öfgamenn til að hæðast að Vesturlöndum og kenna þeim um allt böl plánetunnar. Ríó var einskonar sýndardómstóll þar sem við vorum dregin fyrir rétt, fundin sek og dæmd til útlegðar eða til að greiða himinháar sektir. Þessi réttarhöld gátu farið fram vegna þess að ríki þriðja heimsins voru fús til að verða þriðji aðilinn að þessari fáránlegu samsteypu. Fyrri leiðir til að veita ríkjum efna- hagsaðstoð hafa fengið á sig óorð, því aðstoðinni var hreinlega varið til að treysta harðneskjulegar og vanhæfar ríkisstjórnir í sessi, sem sjálfar voru meginvaldar að ríkj- andi fátækt. Þess í stað er til þess ætlazt að „þróuðu“ ríkin veiti styrki til „vanþróuðu" ríkjanna svo þau geti viðhaldið svonefndri líffræði- fjölbreytni sinni. Þessi aðgreiningarþvættingur á ekki við rök að styðjast. Öll ríki eru í þróun, sum ekki til bóta. Ekki er heldur til neinn ákveðinn þriðji heimur, eins og ríki á borð við Singapore, Suður-Kórea og Tævan hafa sannað með því að komast frá honum einungis með vinnusemi og skynsamlegri stjórn. Ef mörg ríki eru enn fátæk og halda áfram að eyða gróðri sínum og dýralífi er það aðallega vegna þess að þar fara fámennar og ágjarnar ríkisstjórnir með völd, at- vinnu-stjórnmálamenn eða her- menn, sem reka gjaldþrota efna- hagsstefnu. Fjáraustur til þeirra frá Vesturlöndum í nafni einhvers ímyndaðs umhverfissiðgæðis er til þess eins fallinn að styrkja þessar stjórnir í sessi og halda við bölinu. Þróaðri ríkin hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Nýlenduveldin, sem sum þeirra ráku, voru mun forsjálli yfirvöld en þau bruðlunar- sömu sjálfstæðu ríki sem tóku við. Fyrstu verndaraðgerðirnar gagn- vart dýrum í útrýmingarhættu eru frá árinu 1822, og til þeirra var gripið í brezku Höfðanýlendunni í Suður-Afríku. Enginn æskir þess að nýlendu- stefnan verði endurreist. En ef fjöl- breytni í dýralífi og gróðri, barátta gegn fátækt og of mikilli mann- fjölgun, er tilgangurinn, er líklegra að þeim tilgangi verði náð með grundvallarbreytingum í stjórnmál- um, með því að hleypa að lýðræði, framtakssemi og réttarreglum, en með vestrænum fjáraustri. Atli Ingólfsson tónskáld: Semur fjörleg verk Um þessar mundir er verið að minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá því að Njarðvíkurhreppur var endurreistur og í tilefni þess verða haldnir tónleikar í Njarðvíkurkirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20:30. Á efnisskránni eru sex tónverk eftir Atla Ingólfsson tónskáld. Hljóðfæraleikarar eru þau Nora Kornblueh, Martial Nardeau, Óskar Ingólfsson og Snorri Sigfús Birgisson. Kristinp Verk eftir Atla verða flutt í Njarðvíkurkirkju annað kvöld. Atli er fæddur og uppalinn í Njarðvík og þar hóf hann sitt tón- listarnám í Tónlistarskóla Njarð- víkur. Þaðan lá leiðin til Tónlistar- skólans í Reykjavík, þá til Mílanó og loks til Parísar. Atli er nú búsettur á Ítalíu, i sveitahéraði skammt frá Bolognia þar sem hann sinnir tónsmíðum sínum. Verk eftir Atla hafa talsvert verið flutt hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. íslenska hljómsveitin og Caput-hópurinn voru til dæmis með verk eftir Atla á tónleikum síðastliðinn vetur. „Fyrsta verk mitt var frumflutt í Njarðvíkurkirkju þegar ég var 17 ára en því verki er ég nú löngu búinn að týna. Aftur var flutt verk eftir mig i Njarðvík þegar ég útskrifaðist þaðan úr tónlistar- skólanum.“ Á tónleikunum í Njarðvíkur- kirkju annað kvöld verða flutt verkin: „A verso“ fyrir píanó, „Þijár andrár" fyrir flautu og píanó, „Berging" fyrir flautu, „Dubbletter" fyrir klarinett, selló og píanó, „Invensjón eftir J.S. Bach“ (útsetning) og „Vink“ fyrir piccolo flautu, klarinett, selló og píanó. Um frumflutning hér á landi verður að ræða á þremur síðasttöldu verkunum. „Berging" er kannski það verk sem er fjærst mér en mér hefur þó sýnst það geta staðið sæmilega á eigin fótum þótt ég hafí breytt talsvert um aðferðir síðan ég skrifaði það. „Þijár andrár“ er tækifærisverk og lítið annað um það að segja.“ „Þetta er mjög falleg og aðgengileg tónlist,“ skýtur Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari inn í samtalið. „Edda Erlendsdóttir, píanóleikari, frum- flutti „A verso“ í Svíþjóð en hún bað mig um að skrifa þetta verk fyrir sig. „Vink“ skrifaði ég svo í tilefni afmælis Njarðvíkur. Það má segja að þetta sé svona stutt kveðja, stutt vink til Njarðvíkur- bæjar. Það hefði verið gaman að fá tækifæri til þess að semja lengra verk fyrir bæinn, hann hefði verðskuldað það. „Dubblett- er“ var frumflutt í Svíþjóð í vetur og annað kvöld verður það í fyrsta skipti flutt hér á landi. Það verður líka í fyrsta skipti sem ég heyri það því ég komst ekki til Svíþjóð- ar vegna fjármagnsskorts. Ég hlakka því til þess að heyra það, sérstaklega í flutningi þessara frábæru tónlistarmanna og það á auðvitað einnig við öll hin verkin. Ég er mjög ánægður með að þessi ákveðni hópur sér um flutning allra verkanna því það gefur tón- leikunum vissa heild. Atli segist yfirleitt skrifa frekar ijörleg verk, hann eigi erfitt með að semja hæg verk. Kannski koma þar til kynni hans af hinu ítalska andrúmslofti. Atli er þó sannfærð- ur um að það sé íslenskur andi í verkum hans. „Menft eru stundum að segja að ég skrifi ítölsk verk en ítalir sem hlusta á verkin mín segja að það sé eitthvað norrænt í þeim. Þótt ég tengist tónlistar- hefð sem gjarnan hefur átt þung- amiðju í S-Evrópu þá skrifa ég mína eigin tónlist. En allt sem maður skrifar er andsvar við öllu því sem áður hefur verið skrifað." gþg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.