Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 21 Minning Jörundur Hilmars- son háskólakennari Vin minn Jörund hitti ég fyrst fyrir aldarfjórðungi, og ekki eru nema örfáar vikur liðnar síðan við áttum síðast tal saman. Ekki gat mig grunað að þetta yrðu síðustu samræður okkar, þær síðustu af svo ótalmörgum. Raunar vissi ég að hann var ekki heill heilsu og innti eftir því, en hann gerði lítið úr, bar sig vel og allt var fasið hið sama og ég þekkti hann af áður, hlýlegt, hæglátt, vingjarnlegt. Jörundi kynntist ég fyrst í Ósló á sjöunda áratugnum þegar hann kom þangað til náms í samanburð- armálfræði. Það varð vitaskuld til að treysta kunningsskapinn, að ekki voru þar þá aðrir við nám í þeirri fræðigrein en við tveir. Og fljótt varð það fullljóst að hann hafði valið sér námsgrein við hæfi. Hann var einmitt gæddur þeim hæfileikum, sem góð samanburðar- málfræði krefst. Minnisálagið, sem þessi fræðigrein útheimtir, er feiki- legt og að likindum meira en í flest- um öðrum greinum mannvísinda. Og samfara því er sívakandi at- hygli og agað hugarflug forsenda alls árangurs. Þessum hæfileikum var Jörundur ríkulega gæddur, og er þá ótalið það atriði, sem ef til vill er fágætast og dýrmætast, en það er hin óslökkvandi, fræðilega forvitni, sem forðum var nefnd „curiositas divina“ og talin falla fáum í hlut. Þar virtist mér Jörund- ur einn hinna útvöldu, og náms- og fræðaferill hans er sem best til vitnis um það. Útmælt námsefni í samanburðarmálfræði við Óslóar- háskóla þótti alldrjúgt á þessum árum, en engu að síður lagði Jör- undur á sig mun meira nám en kröfur skólans gerðu ráð fyrir. Hann var ekki ýkja áhugasamur um að koma sér í sviðsljósin og fiík- aði lærdómi sínum lítt. En ekki hef ég tölu á öllum þeim aragrúa tungu- mála, sem hann hafði tök á. Balt- nesk mál og tokhariska voru honum sérlega hugleikin. Hann varð raun- ar fyrstur Islendinga til að stunda nám við háskólann í Vilnius, en þar varði hann einu ári námstíma síns til magistersprófsins norska. Og öldungis að eigin frumkvæði, ekki vegna þess að Óslóarháskóli krefð- ist neinnar slíkrar viðbótar við nám- ið. Við námslok sín í Ósló þótti Jörundi ánægja að því, man ég, að nú hefðu Islendingar loks Jafnað slúðri og illmælgi um náungann. Og kímnigáfan gat orðið öldungis frábær, eins og vinir hans vita. Minningar.. . minningar. Þær safnast saman yfir aldaríjórðungs skeið. Minningar úr ferðum um pólsk þorp og borgir. Minningar um maraþonsetur yfir hetítiskum text- um í „íslandshúsinu" í Hallingdal, sem ekki lauk fyrr en vika var liðin og lesefni komið i þrot. Minningar um samræður, jafnt alvarlegar sem glettnar um hvaðeina milli himins og jarðar. Fleiri góðar minningar en hægt er að rekja hér. En fátækleg orð fá engu aukið á ágæti Jörundar. Sjálfur var hann yfirleitt maður fárra orða, og fá orð í einlægni sögð hefði hann að líkind- um talið næga kveðju frá gömlum vini. Jörundur var dyggur vinur vina sinna, og stórum fátækari fínnst mér ég vera eftir að hann kvaddi svo skyndilega. Fámenn fræðigrein hefur misst góðan liðs- mann og samkennarar hans dýr- mætan starfsfélaga. En þá, sem þekktu Jörund og þótti vænt um hann, bið ég að þiggja innilegar samúðarkveðjur mínar. Þeir hafa misst mest. Jörundur, vinur — sit tibi terra levis. Jón Gunnarsson. Jörundur Hilmarsson sem nú er til grafar borinn, langt um aldur fram, er harmdauði samstarfs- manna við heimspekideild ekki síður en annarra sem umgengust hann. Allt frá árinu 1974 naut heimspeki- deild starfskrafta hans með ýmsum hætti við kennslu og rannsóknir. Hann var skipaður dósent í almenn- um málvísindum við deildina frá 1. júlí 1989 og gegndi því starfi til dauðadags. Ævistarf Jörundar er mikið og merkilegt, og þótt hann væri hóg- vær maður og gerði ekki mikið af því að auglýsa afrek sín á almenn- um vettvangi hafði hann áunnið sér virðingu samtíðarmanna og hann hefur borið hróður heimspekideildar víðar en margur annar, þvi hann var vel þekktur sem fræðimaður. Svið Jörundar var indóevrópsk sam- anburðarmálfræði. Þar var hann fjölmenntaður og hafði aflað sér þekkingar víða um lönd. Hann mun hafa verið einn mestur sérfræðing- + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN BJÖRNSSON fyrrverandi fulltrúi, Kirkjuteigi 29, (áður Grundarstíg 7), sem lést 18. ágúst, verður jarðsunginn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 10.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, Halldór Halldórsson, Björn Hafsteinsson, Kristín Eggertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Anne Helen Lindsay Ragnheiður Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, metin“ við Norðmenn í samanburð- armálfræði. Greinin var tekin á námsskrá árið 1923, og höfðu sex útskrifast úr magistersnámi, þegar Jörundur lauk prófi sínu, þrír ís- lendingar og þrír Norðmenn. Svo fásótt var þessi grein raunar. Jörundur var með eindæmum sjálfstæður í námi sínu. Því kynnt- ist ég best árin 1970-1974, meðan ég var kennari hans í Ósló. Mér er í raun til efs að ég hafi kennt hon- um nokkurn skapaðan hlut, því að yfirleitt kunni hann hlutina fyrir. Mest lærði hann á eigin spýtur af bókum. Eljusemin var óþtjótandi, og kennarar höfðu einatt litlu við að bæta. Eftir að hann kom heim að loknu námi á áttunda áratugnum varð hann samkennari minn hér og naut Háskóli íslands starfskrafta hans flest árin. Námsdvalir átti hann nokkrar í Þýskalandi og Hollandi, og í því landi tók hann doktorspróf sitt í samanburðarmálfræði. Þar var viðfangsefnið sótt í tokharisku. Það mál varð meginhugðarefni Jörund- ar og tókst honum jafnvel að stofna til alþjóðlegs tímarite um tokharisk fræði, sem nú hefur komið út um nokkurra ára skeið. En minningar mínar um Jörund, skólabróður minn, nemanda og síð- ar samkennara, varða fleira en málfræðina, þótt hún yrði e.t.v. fyrst til að tengja okkur kunning- skapar- og síðar vináttuböndum. Það einkenndi hann umfram aðra menn, hve frábitinn hann var öllu PETRÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Hlíf, ísafiröi, sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 16. ágúst, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær amma okkar, HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR frá Siglufirði, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Hólmfriður Magnúsdóttir, Gunnlaugur Jón Ólafur Magnússon, JóhannMagnússon. + Kveðjuathöfn um sambýlismann minn og föður okkar, MAGNÚS EINARSSON frá Reykjadal, Hrunamannahreppi, verður í litlu kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 25. ágúst nk. kl. 15.00. Útförin fer síðan fram frá Hrunakirkju miðvikudaginn 26. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit í Reykjadal. Guðrún Siguðardóttir, Hlöðver Magnússon, Sverrir Magnússon. ur heimsins um tokkarísku og hafði lagt drög að orðabók um þá tungu, sem ekki er lengur töluð, en varð- veist hafa heimildir um. Hann var ritstjóri tímarits, sem hann gaf sjálfur út hér á landi en var lesið um allan heim, og fjallaði um indó- evrópsk málvísindi en sérstaklega tokkarísku. Ritaskrá hans er glæsi- leg og nemur hálfu hundraði titla, bóka, bókahluta og greina. Ekki þarf að fjölyrða um hver skaði það er háskóladeild að missa slíkan starfsmann og hvers manns hug- ljúfa sem Jörundur var. Fyrir hönd heimspekideildar sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur til ástvina og votta þakklæti fyrir störf hans og góð kynni. Kristján Arnason, forseti heimspekideildar., Kveðja frá Félagi háskólakennara Jörundur Hilmarsson hóf kennslu við Háskóla íslands seint á áttunda áratugnum er hann kom heim frá löngu námi í samanburðarmál- fræði. Við Háskóla íslands starfaði hann til æviloka, fyrst sem stunda- kennari en síðar dósent í almennum málvísindum. Hann var vinsæll og virtur kennari og hin miklu vísinda- störf hans bera glöggt vitni um ríkulegan áhuga hans á starfi sínu og fræðigrein. Fyrir vísindastörf sín hlotnaðist Jörundi margvíslegur heiður. Þegar Jörundur hóf störf við Háskóla íslands var atvinnuöryggi stundakennara lítið og kjör þeirra léleg. Hann sem og ýmsir aðrir sættu sig ekki við þá stöðu mála enda var honum metnaður í að rækja störf sín sem best. Hann var því í hópi þeirra manna úr Félagi stundakennara við Háskólann sem ötullegast unnu að fastráðningu stundakennaranna. Þar með urðu þeir félagar í Félagi háskólakenn- ara. Þetta var mikil kjarabót og jafnframt jókst atvinnuöryggi manna mjög. Jörundur átti og um skeið sæti í samninganefnd Félags háskólakennara. Félag háskólakennara minnist með virðingu og þakklæti starfa Jörundar í þágu háskólakennara. Þau voru öll unnin af mikilli alúð og jafnframt þeirri glöggskyggni og háttvísi sem mjög prýddu hann. Félag háskólakennara vottar eig- inkonu Jörundar Hilmarssonar, börnum hans, foreldrum og öðrum ástvinum dýpstu samúð. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá (safirði, Skjóli v/Kleppsveg, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 25. ágúst nk. kl. 13.30. Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran, Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson, Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim sem auðsýndu okkur samúð °g hýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar og tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR G. l'SÓLFSSSONAR úrsmíðameistara og oganleikara. Sérstakar þakkir eru færðar Frfkirkjusöfnuðinum í Reykjavík, kven- félagi safnaðarins og Frímúrarareglunni. Rósa Ingimarsdóttir, Isólfur Sigurðsson, Áslaug Guðbjörnsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Sigrún Guðnadóttir, Halldór Sigurðsson, Jónina Þ. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Loftsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks og hjúkrunarfólks Hrafnistu í Reykjavík. Ragnhildur Sóley Steingrímsdóttir, Bjarni Steingrímsson, Erla Kristjánsdóttir, Olöf Steingrímsdóttir, Kristján Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför LEIFS LOFTSSONAR, Vinjum, Mosfellsbæ. Sigurður Loftsson, Katrín Loftsdóttir, Björn Loftsson, Kristín Jónsdóttir, Guðný Guðnadóttir. Birting’ afmælis- og minnmgargreina Morgunblaðið tekiir aftusrtis- og minnutgargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við gremutn á rrtstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti ft, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.