Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 23 Reuter Gluggað í Prövdu kapítalistans OKSANA heitir þessi 22 ára blómarós frá Kíev sem las Prövdu, sem áratugum saman var málgagn sovéska kommúnistaflokksins, á miðju Rauða torginu í gær. Henni leikur væntanlega forvitni á að vita hvort blaðið hafi breyst eftir að grískur auðkýfingur festi sér meginhlutann af hiutafé þess. A Atökin í Georgíu Víkinga enn að fínna í Bretlandi VlKINGAR búa enn í Bretlandi og er þá að finna í Conway-dal í Norður-Wales, í miðhluta Vatnahéraðsins, í Pembroke-skíri á norðaust- urströnd Skotlands og á Hjaltlandi, að því er breska dagblaðið T/ie Independent» hafði eftir vísindamönnum nýlega. Derek Roberts, erfðafræðipró- fessor í háskólanum í Newcastle, sagði, að ný rannsókn á erfðafræði- legum mun á Bretum hefði leitt í ljós, að upprunasvæði þeirra væru átta talsins og skýrt afmörkuð. Ibú- ar þessara svæða ættu margir hveij- ir ættir sínar að rekja til ævafornra landnáma þar. Hann sagði, að í Bretlandi eins og öðrum löndum Evrópu mætti greina erfðafræðilegan slóða frá suðaustri til norðvesturs. Þar væri um að ræða leifar af margendur- teknum innflytjendabylgjum frá meginlandinu. Þegar nýir innflytjendur komu úr suðri, var ábúendunum, sem fyrir voru, ýtt í norðurátt, þar sem þeir leituðu sér skjóls á ákveðnum svæð- um. Ibúar Orkneyja, svo að dæmi sé tekið, eru erfðafræðilega frá- brugðnir öðrum íbúum Bretlands- eyja. Þeir hljóta því að vera afkom- endur landnámsmanna sem settust þar að fyrir ævalöngu og lifðu löng- um í einangrun, að sögn Roberts. Unnt er að rekja uppruna íbúa Suður-Wales til þess tíma þegar Keltar voru enn ekki komnir þang- að. Ættleggur Orkneyinga nær þó lengst aftur, eða 7000 ár, til nýstein- aldar. Bandarískir vísindamenn sem studdust við áralangar rannsóknir komust einnig að raun um, að íbúar miðhluta Vatnasvæðisins voru erfða- fræðilega frábrugðnir þeim sem búa á útjöðrum þess. Þeir komust að raun um, að íbúar miðhlutans höfðu marga erfðavísa, sem svipar til erfðavísa Norðmanna nú á dögum. Roberts telur að þetta stafi af því, að víkingar hafi sest að á Vatnasvæðinu fyrir 1000 árum. Önnur erfðafræðileg skil eru í Austur-Anglíu og greina í grófum dráttum Norfolk frá Suffolk. Rob- erts sagði, að þetta væri sennilega hin forna skipting landnáma Engla og Saxa. Aukin þekking á erfðaeinkennum fólks á ákveðnum svæðum gerir vís- indamönnum auðveldara að skilja erfðagalla sem hijá það. Til dæmis er mænusigg algengara meðal Ork- neyinga en annarra Breta og eru ástæðurnar að líkindum erfðafræði- legar. Tilboði Rússlands um í Abkhazíu og fulltrúa Rússlands- hluta Kákasus. Einn hinna síðar- nefndu, Akhsarbek Galazov þing- forseti Norður-Ossetíu, segir að Rússar ættu að skerast í átökin, ella gætu þau endað með blóðugri borgarastyijöld. Máli sínu til stuðn- ings bendir hann á íhlutun Rússa til binda enda á aðskilnaðartilraunir í öðrú Georgíu-héraði, Suður-Osse- tíu, en segir aðgerðaleysi geta haft sorglegar afleiðingar fyrir syðri byggðir Rússlands. Rússaher hefur skilið stríðandi aðila í öðru fyrrum Sovétlýðveldi, Moldovu, í sumar. Olga er í fleiri grannríkjum Rúss- lands en Georgíu. Armenía og Az- erbajdzhan saka hvort annað um að hafa rofið vopnahié sem lýst var yfir í byijun vikunnar í baráttunni um héraðið Nagorno-Karabak, en ekki bárust fréttir um meiriháttar átök í gær. Stjórnarandstæðingar í Tadzhí- kístan hafa náð forsetabústað lýð- veldisins á sitt vald og halda þar í gíslingu borgarstjóra höfuðborgar- innar Dúshanbe og nokkrum ráð- herrum. Mótmæli gegn forsetanum Rakhmon Nabíjev, sem er gamall kommúnisti, hafa verið hávær und- anfarna mánuði. Hann slapp á mánudagskvöid undan hundruðum manna sem umkringt höfðu bústað- inn og kröfðust afsagnar forsetans. Ekki er vitað hvar Nabíjev heldur sig en viðræður uppreisnarmanna og fulltrúa stjórnvalda eru hafnar. ORÐABÓKAÚTGÁFAN friðargæslu illa tekið Moskvu. Reuter. RUSSAR lögðu í gær til að friðargæsluhersveit frá þeim yrði notuð í Georgíu til að binda enda á átök aðskilnaðarsinna og stjórnarher- manna. Tillagan verður rædd á fundi sem fyrirhugaður er með leið- togum lýðveldanna í dag en aðstoðarforsætisráðherra Georgíu tók henni þunglega í gær og sagði ekki þörf á íhlutun. Yfirmaður Rúss- landshers segir að rússnesk fallhlífaherdeild sem nú er í Abkhaziu geti nokkuð styrkt annast hlutverkið, en pólitíska ákvörðun þurfi til. Ólga er í öðru fyrrum Sovétlýðveldi, Tadzhíkístan, þar sem stjórn- arandstæðingar halda ráðherrum í gíslingu í bústað forsetans sem komst undan uppreisnarmönnum á mánudag. Viðræður eru hafnar til að leysa úr hnútnum. Rússar drógust inn í átökin í Georgíu þegar hundruð byssumanna frá norðurhluta Kákasus héldu yfir fjöllin til að styðja sjálfstæðisbar- áttu aðskilnaðarsinna í Abkhazíu. Edúard Shevardnadze leiðtogi Ge- orgíu flaug til Moskvu í gær til við- ræðna við Borís Jeltsín Rússlands- forseta. Hann hittir einnig Vladislav Ardsinba leiðtoga aðskilnaðarsinna Deilur danskrar móður og íransks föður Fangelsisdómur fyrir að hundsa umgengnisrétt Kaupmannahofn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. I SIÐUSTU viku var dönsk kona, Vivian Madsen, hneppt í fangelsi fyrir að leyna dvalarstað sex ára dóttur sinnar fyrir Mostafa Taher- ian, föður barnsins. Faðirinn er frá íran. Eftir skilnað þeirra var föðurnum dæmdur umgengnisréttur við dótturina en móðirin hefur ekki leyft þeim að hittast af ótta við að hann ræni barninu og flytji það til Irans. Vivian Madsen segir föðurinn hafa hótað að ræna stúlkunni og fara með hana til íran til að hún fái uppeidi í samræmi við siði og venjur þeirra er þar búa. Þó dóm- stóll hafi dæmt henni forræði dótt- urinnar og föðurnum umgengnis- rétt hefur Vivian Madsen ekki leyft föðurunum að hitta hana. Faðirinn ákváð því að leita réttar síns fyrir dómstólum. Móðirin hefur ekki sinnt umgengnisskyldunni og var af þeim sökum dæmd í hálfs árs fangelsi. Hún hefur nú verið látin laus. Foreldrarnir eru sáttir við að óvilhaliur sálfræðingur verði feng- inn til að leysa málið í samvinnu við þá. Alls hafa um 23 börn danskra mæðra og erlendra feðra verið flutt úr landi án vitundar og vilja móð- ur. Á það hefur verið bent að besta lausnin til að koma í veg fyrir slíkt sé að utanríkisráðuneytið geri samninga við viðkomandi lönd um gagnkvæma lausn þessara mála. Frakkland hefur gert slíkan samn- ing við Alsír sem áður var eitt af þeim löndum sem farið var með börn til en eftir að samningar tók- ust milli landanna hefur þetta lagst af. Brazilía Efnahagsmálaráð- herra hvarffst fara frá San Pnnln. Rpnfpr ^ ^ ^ ^ MARCILIO Marques Moreira, efnahagsmálaráðherra Brazilíu, hyggst segja af sér embætti hvort sem þingið neyðir Fernando Collor de Mello forseta til að segja af sér sökum spillingar eður ei. Moreira er þakkaður uppgangurinn í brazilísku efnahagslífi á síðasta ári. Ýmis borgaraleg samtök í Brazilíu hafa farið formlega fram á það við þingið, að Collor verði rekinn úr for- setaembætti en sá ferill er mjög flók- inn og getur tekið allalangan tíma. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa raunar undirritað heit þess efnis að segja ekki af sér fyrr en á síðari stigum málareksturs gegn forsetan- um, komi þá til hans, en nú virðist Moreira hafa snúist hugur. Honum er þakkaður efnahagsuppgangurinn í Brazilíu að undanfömu og segi hann af sér þykir nokkuð víst, að öll stjórnin fari fljótt sömu leið. NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð kr. 1.600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.