Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 EFNI Ágæt veiði á loðnumiðum ÁGÆT VEIÐI var á Ioðnumiðun- um í gær og höfðu um 3 þúsund tonn borist til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Fimmtán loðnuskip voru að veiðum norð- vestur af landinu, en farið var að bræla af norðri á miðunum í gær. Sjávarborg GK var á leið til hafn- ar í Siglufirði með 700 tonn og Guðmundur Ólafur ÓF með 600 tonn. Höfrungur var að landa 850 tonnum. „Það er allt í fullum gangi og hann er af norðaustan svo peninga- lyktinni slær yfir bæinn og allir eru voðalega kátir,“ sagði Stefán Þór Haraldsson hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufírði. Víkingur AK var á heimstími í Breiðafirði í gærmorgun með 850 tonna afla, sem landað var á Akra- nesi. „Við vorum tvær nætur að fá þetta. September er alltaf erfiður og ekki fyrr en í október að aðal- loðnan kemur inn á grunnið. Það var dálítið að sjá þama en ekki gott að veiða hana,“ sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi. Bræðslan á Akranesi greiðir 4.200 kr. fyrir tonnið og aflaði Vík- ingur því fyrir rúmar 3,3 milljónir á tveimur dögum. Verkfræðingafélag Islands setur á fót sérstaka starfsmiðlun Morgunblaðið/RAX Holræsaframkvæmdir við Eiðsgranda Við gluggum íbúa Eiðsgranda hafa blasað fram- kvæmdir á vegum gatnamálastjóra í sumar. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að framkvæmd- irnar séu liður í endurbótum og endurnýjun á öllu aðalholræsakerfi Reykjavíkurborgar. „Við erum að steypa þama útrásarmannvirki og koma fyrir tveimur brunnum. Síðan er ætlunin að leggja lögn út frá þeim, 500 metra út,“ sagði Sigurður. Hann sagði að framkvæmdirnar gengju nokkurn veginn samkvæmt áætlun og þeim yrði líklega lokið í næsta mánuði. Ráða íslendingar við vímuefnavandann? ► Ráða Islendingar við eiturlyfja- vandann? Síðustu atburðir hafa leitt í ljós að fíkniefnarannsóknir eru á „gráu“ svæði./ 10 Kvótakerfið er delia ►Einar Oddur Kristjánsson, for- stjóri Hjálms hf. á Flateyri er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um fískveiðistjórnun./ 14 Barátta tveggja stór* velda ►GuðlaugurGuðmundsson, fyrr- um forseti Skáksambands íslands rifjar upp þá örlagaríku septemb- erdaga árið 1972, er skákeinvígi aldarinnar var haldið í Reykja- vík./18 Hvíta gullið ►Hinn harði heimureiturlyfjanna er orðinn hluti af íslenskum veru- leika. Astæður þessa viðskipta eru í grundvallaratriðum þær sömu og fátæka bóndans í Andesfjöllum, . sem ræktar kókaplöntuna - pen- ingar./22 Stórviðburður í litlum bæ ►Undirbúningur fyrir næstu Vetrarólympíuleika er í fullum gangi í Lillehammer í Noregi./ 42 B Á annan tug verkfræðinga á skrá vegna atvinnuástandsins Atvinnuástand slæmt meðal viðskiptafræðinga og* verkefnum á lögmannsstofum hefur fækkað VÍFILL Oddsson, formaður Verkfræðingafélags íslands, kveðst eiga von á því að 2-3% atvinnuleysi verði á meðal verkfræðinga í vetur. Verkfræðingafélagið hefur sett á stofn sérstaka starfsmiðl- un til að taka á þessum vanda og er á annan tug verkfræðinga á skrá þjá miðluninni. Atvinnuástand er slæmt meðal viðskiptafræð- inga og verkefnum á lögmannsstofum hefur fækkað. Heimir Páls- son, formaður BHM, segir að mikið, dulið atvinnuleysi sé á meðal háskólamanna. „Það má búast við erfiðu ástandi í vetur og það eru nokkrir þegar komnir á atvinnuleysisskrá, sem ekki hefur gerst í fleiri ár. Verk- fræðingar hafa töluvert leitað í Ferðaþjónusta bænda getur hýst 2.000 manns yfir sumartímann. Margrét Jóhannsdóttir, ráðunautur hjá Ferðaþjónustu bænda, sagði að ástæða þess að veittur yrði slíkur afsláttur væri léleg nýting yfír vetr- armánuðina, gistitímabilið hjá bændum væri afar stutt. „Við ætl- um nú í fyrsta sinn að gefa mikinn afslátt af gistingu yfir veturinn, eða 50%. Ferðaþjónusta bænda gefur út viðmiðunarverð og sumarviðmið- unarverð hafa allflestir ferðaþjón- ustubændur samþykkt. Það á eftir að koma í ljós hve margir sam- þykki vetrarviðmiðunarverðin, en _ ,ég býst við að flestir geri það. Við ‘"ínunum gefa út lista yfír þá bæi önnur störf enda er menntunin þess eðlis að þeir geta gengið í ýmis önnur störf,“ sagði Vífill. Hann sagði að eitthvað væri um það að menn leituðu starfa utan sem bjóða þetta nýja verð,“ sagði Margrét. Lægsta verð í uppbúnum rúmum er nú 1.750 kr. nóttin, en Iækkar samkvæmt þessu í 875 kr. 15. sept- ember. Paul Richardsson, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, sagði að hætta væri á því að með auknu framboði á gistirými græfu menn undan hver öðrum. Nokkrir nýir aðilar væru að byggja, en flestir hefðu nokkra reynslu af þessari atvinnugrein og væru að færa út kvíarnar. „í langflestum tilfellum er þetta svar við eftirspurn. Það er þó ákveðin hætta á því að markað- urinn mettist, að framboð fari fram landsteinanna, en víðast hvar væri atvinnuástandið enn verra en hér á landi. í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi sé 3-4% atvinnuleysi meðal verkfræðinga og rúm 10% í Dan- mörku. „Atvinnuleysið er vart mælanlegt í prósentum hérlendis, en við erum hræddir um að það geti farið upp í 2-3%, jafnvel seinni hlutann í vetur. Það er samdráttur í byggingarframkvæmdum og verklegum framkvæmdum og ekk- ert að gerast í virkjunarmálum," sagði Vífill. úr eftirspurn. Það er raunverulegur möguleiki og það á ekki aðeins við um bændur, heldur einnig um hótel í Reykjavík. Gistirými hefur aukist þar síðastliðin 2-3 ár. Ég hef einn- ig heyrt að framboð á gistingu í heimahúsum og smágistiheimilum hafi aukist mikið í Reykjavík," sagði Paul. Hann sagði að eflaust væru mörg dæmi um það að bændur gripu nú til þess sem örþrifaráðs að fara út í gistiþjónustuna, ekkert annað væri í sjónmáli hjá sumum. Þó væru þeir fleiri sem reiknuðu dæm- ið vel áður en þeir færu út i fram- kvæmdir. Fjárfestingin væri afar mismunandi frá einum aðila til ann- ars, eða allt frá 200 þúsund krónum í 20 milljónir. „Heildarfjárfestingin er þó hverfandi lítil miðað við að unnt er að hýsa 2.000 manns, eink- um ef hún er borin saman við sam- bærilega fjárfestingu í hótelum." Sigurjón Pétursson, formaður Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga, sagði að fullvíst mætti telja að stór hluti þess hóps sem útskrifaðist úr viðskiptafræði á síð- ásta ári hefði enga atvinnu fengið og mörg dæmi væru um að við- skiptafræðingar réðu sig til allt annarra starfa en þeir væru menntaðir til. Margir viðskipta- fræðingar störfuðu sjálfstætt og væru þar af leiðandi ekki í verka- lýðsfélagi. Þeir hefðu ekki rétt á atvinnuleysisbólum og létu því ekki skrá sig atvinnulausa. Sigur- jón sagði það réttlætismál sem félagið myndi beita sér fyrir í fram- tíðinni að sjálfstætt starfandi við- skiptafræðingar, sem greiddu af sínum tekjum opinber gjöld, eins og aðrir launþegar, hefðu aðgang að bótum frá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Ragnar Aðalsteinsson, formaður Lögmannafélags íslands, sagðist hafa heyrt ávæning af því að verk- efni væru færri hjá lögmönnum. Hann benti á að við fækkun fyrir- tælq'a vegna samruna og gjald- þrota fækkaði jafnframt viðfangs- efnum lögfræðinga. „Ég hef heyrt þess dæmi að menn hafí ákveðið að hætta í Iögmennsku,“ sagði Ragnar. Heimir Pálsson, formaður Bandalags háskólamanna, sagði að atvinnuleysi meðal háskóla- manna væri orðið verulegt vanda- mál. „f sumum tilfellum fá menn ekki aðild að verkalýðsfélögum nema þeir séu starfandi í grein- inni, þannig að erfitt er að fá yfir- lit yfír atvinnuleysi meðal þessa hóps,“ sagði Heimir. Hann sagði að dulið atvinnuleysi væri meðal háskólaborgara, því menn réðu sig í hvetja þá vinnu sem þeir gætu fengið. „Verði ekki breytingar á vinnumarkaðnum sé ég ekki fram á annað en að at- vinnuleysi verði viðvarandi meðal háskólaborgara. Ég hef heyrt að fólk sem hefur verið við nám er- lendis ílendist þar, það sjái ekki að hveiju það hafi að hverfa hér heima.“ ► 1-32 Koma konungshjóna ►Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við norsku konungshjónin í tilefni opinberrar heimsóknar þeirrar hingað til lands, en hún hefst á morgun. /1 í fótspor ástsæls föð- ur ►Haraldur V, settist á konungs- stól á síðasta ári að föður sínum, Ólafi V, látnum. Lars Roar Lang- slet, fyrrum menningarmálaráð- herra Noregs skrifar um stöðu Noregskonungs, sem virðist trygg- ari en nokkru sinni. /4 Um IMoreg og ísland á stríðsárunum ► Einar Benediktsson, sendiherra rifjar upp veru Norðmanna á ís- landi í síðari heimsstyrjöldinni ./4 í konungsríki hugans ►Hugleiðingar Knut Ödegárd, fyrrum forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, um tengsl íslands og Noregs./6 Svona lítil og svona góð ► Álfrún H. Örnólfsdóttir er aðeins 10 en hefur slegið rækilega í gegn í kvikmyndinni Svo á jörðu sem á himni./16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 21b Leiðari 24 bægurtónlist 20b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavíkurbréf 24 Brids 24b Minningar 28 Stjömuspá 24b fþróttir 42 Skák 24 b Fólk í fréttum 22b Bió/dans 25b Útvarp/sjónvarp 44 Bréf til blaðsins 28b Gárur 47 Velvakandi 28b Mannlifsstr. lOb Samsafnið 30b INNLENDAR FF .ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRETTIR; 1-4 Ferðaþjónusta bænda 50% verðlækkun á gist- ing'u yfir vetrartímann FERÐAÞJÓNUSTA bænda ætlar að veita 50% afslátt af gistingu í uppbúnum rúmum frá og með 15. september næstkomandi. Gisti- rými jókst um 7% í sumar miðað við fyrrasumar og á eftir að auk- ast enn meira, að sögn Pauls Richardssons, framkvæmdasljóra Ferða- þjónustu bænda. Hætta er á að framboð á gistirými í bændagistingu fari fram úr eftirspurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.