Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Fátt um flna drættti ÞAÐ var fátt um fína drætti í þriðja leik íslands og Egypta- lands í Kaplakrika í gærkvöldi. íslendingar sigruðu með einu marki, 24:23 og gerði Magnús Sigurðsson sigurmarkið beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Islenska liðið byrjaði þokkalega og hafði undirtökin í fyrri hálf- leik og í upphafí þess síðari komust strákamir sjö mörk- um yfír, 19:12, en þá hrökk flest í bak- lás. Leikmenn náðu ekki að halda for- skotinu og jöfnuðu Egyptar tvíveg- is á lokamínútunum. Um leið og leiktíminn rann út fengu íslending- ar aukakast á hægri vængnum og úr því skoraði Magnús Sigurðsson sigurmarkið. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Leikin var 3-2-1 vöm og gekk það svona bærilega lengst af og sóknin var allt í lagi. Eftir að Egyptar færðu sig framar á völlinn í síðari hálfleiknum fór hins vegar að ganga verr. Menn vom ragir við að missa boltann og leikurinn riðlaðist, enda gerðu strákamir aðeins níu mörk í síðari hálfieik. Vonandi læra strákamir eitthvað af þessum leikjum. Þegar á hólminn er komið má ekki tapa niður sjö marka forskoti á móti liði sem þessu. Egyptar leika allt annan handknattleik en við eigum að venj- ast og við gætum lent á móti slíkum liðum á HM í mars. Þá verða menn vonandi reynslunni ríkari, til þess var leikurinn gerðu. Guðjón Ámason og Ólafur Stef- ánsson vora bestu menn íslands að þessu sinni og Birgir stóð fyrir sínu. Aðrir eiga að geta leikið betur og það er ekki skemmtilegt að sjá leik- menn skora hvað eftir annað með skoum af tíu metra færi eins og tvær af aðalskyttum Egypta gerðu nokkram sinnum. 4m nfi «1 m mm FOLK Frá Bob Hennessy i Englandi ■ IAN Rush, markakóngurinn mikli hjá Liverpool, náði að skora gegn Manchester United um helg- ina, og svo merkilega vill til að það er í fyrsta skipti sem hann skorar gegn United í Sjölmörgum viðureignum. ■ RUSH sló um helgina met sem væntanlega mun standa um aldur og ævi: þetta var 287. mark hans fyrir Liverpool en enginn hefur gert eins mörg mörk fyrir félagið. Roger Hunt gerði 286 mörk á sínum tíma og hafði það met staðið í 23 ár. ■ ALAN Smith gerði sigurmark Arsenal gegn Nottingham Forest um helgina. Þetta var 200. mark hans á ferlinum, 400. leikurinn og sá 200. með Arsenal. ■ ALEX Ferguson stjóri Man- chester United sektaði miðju- manninn Neil Webb um vikulaun á dögunum; um andvirði 3.000 punda — tæplega 300 þúsund ÍSK — fyrir að drekka tvö léttvínsglös með máltíð 24 tímum fyrir leik liðs- ins gegn Southampton í ágúst sl. Heldur stirt hefur verið milli þeirra tveggja upp á síðkastið, og þurfa þeir sennilega ekki að ræðast mikið við framar því líkur eru á að Webb sá á leiðinni burt, annað hvort aftur til Nottingham Forest eða til Sheffield Wednesday. Valdimar Grímsson ( baráttu vlA elnn egypsku leikmannanna um helgina. Morgunblaðið/Bj ami GOLF Kytfingur í árs bann Birgir Viðar Halldórsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið dæmdur í eins árs keppn- isbann í gplfi af dómsstóli Golfsam- bands íslands. Birgir Viðar er dæmdur fyrir að svindla á golf- móti I Stykkishólmi 13. júní í sum- ar. Verðlaun voru veitt fyrir að vera næstur holu á 9./18. braut og var Birgir Viðar dæmdur fyrir að færa bolta sinn nær holu eftir upphafshöggið á holunni. Þetta er ( fyrsta sinn sem kylfingur er dæmdur í bann fyrir að svindla í keppni hér á landi. Rannsókn málsins var viðamikil og fóru meðlimir dómstólsins með- al annars á staðinn til að kynna sér aðstæður. Birgir Viðar segist í skriflegri vörn ekki vita hvort mistök hafi verið gerð í mælingu á umræddri holu eða hvort hann hafi hugsanlega fært boltamerkið óviljandi. „Ég hafði ekki rangt við í þessum leik frekar en öðram," segir hann. I niðurstöðu dómsins segin „Samkvæmt framanrituðu ber að dæma kærðan, Birgi Viðar Hall- dórsson, til þess að þola missi rétt- ar til þátttöku f golfmótum og missi áhugamannaréttinda í golf- leik tímabundið. Með hliðsjón að því að kærður hefur nú þegar gold- ið fyrir gerðir sínar og afleiðingar þeirra þann tíma sem liðinn er frá því að brot var framið þá þykir mega ákveða að tímamörk rétt- indasviptingar samkvæmt framan- sögðu skuli vera til 15. október 1993.“ Dómstólnum þykir því að Birgir Viðar hafi tekið út refsingur í sum- ar þó svo hann hafi ekki verið dæmdur fyrr en nú og því er hann dæmdur í kappnisbann fram til 15. október á næsta ári. IÞROTTASAMBAND ISLANDS Ég er volgur - segir Magnús Oddsson, formaður ÍA, um hugsanlegt framboð í embætti varaforseta ÍSÍ MAGNÚS Oddsson, formaður íþróttabandalags Akraness, er að velta því fyrir sér að gefa kost á sér til f ramboðs í embætti varaforseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um næstu helgi. Áður hafa þrír aðilar tilkynnt um framboð i' sama embætti. Þeir eru Guðmundur Kr. Jónsson, Katrín Gunnarsdóttir og Lovísa Einars- dóttir. |agnús sagði í samtali við Morgunblaðiði i gær að hann væri ekki búinn að gera það endan- lega upp við sig hvort hann gæfi kost á sér. „Ég er volgur. Það eru margir sem hafa talað við mig og óskað eftir að ég færi fram. Ef ég fer fram verð ég að hætta sem for- maður íþróttabandalags Akraness. Það er í lögum ÍSÍ að sá sem gegn- ir þessu embætti getur hvorki verið formaður í héraðssambandi eða sér- sambandi. Ég var einmitt að koma af fundi með stjórn ÍA þar sem þessi Magnús Oddsson mál vora rædd. Ég verð í Reykjavík á morgun [í dag] og ræði við nokkra aðila þar og reyni síðan að gera þetta upp við mig að þeim viðræðum loknum," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann verið formaður íþróttabandalags Akraness í 8 ár. Pálmi ekki í framboð Séra Pálmi Matthíasson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í embætti varafor- seta ÍSÍ. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir helgi var Pálmi að íhuga að gefa kost á sér. „Ég er búinn að íhuga þetta mjög og komst að þeirri niðurstöðu að gefa ekki kost á mér. En ég mun halda áfram að sinna þeim störfum sem ég er í, bæði inrian íþróttahreyf- ingarinnar og annarsstaðar. Ég er hins vegar mjög þakklátur fyr- ir þann stuðning sem margir hafa sýnt mér varðandi þetta embætti. Eg hef mjög mikið að gera í mínu starfí og sé ekki alveg hvemig þetta allt myndi ganga upp,“ sagði Pálmi, sem er sóknarprestur í Bústaðahverfí í Reykjavík. ^ —*----------------- UfOOK FOLK ■ MAGNÚS Sigurðsson, örv- henta skyttan úr Stjömunni, lék að nýju með landsliðinu um helgina eftir tveggja ára hlé. ■ MAGNÚS var með landsliðinu á Friðarleikunum í Seattle 1990, og tók síðan þátt í landsleikjum gegn Tékkum hér á landi fljótlega eftir það, en hefur síðan ekki verið valinn í liðið þar til nú. ■ EGYPTAR tefldu aðeins fram ellefu leikmönnum í fyrsta lands- leiknum. Ástæðan fyrir því var að allir leikmenn liðsins komust ekki til íslands í tæka tíð. ■ ÞÁ urðu Egyptar að leika í lánsbúningum, þar sem leikmennim- ir sem komu ekki til landsins voru með búningatöskur þeirra. Egyptar léku í ónúmeraðum peysum í fyrsta leiknum. ■ FJÓRIR nýliðar léku með landsliðinu í fyrsta leiknum: Vals- mennirnir Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson, FH-ingurinn Hálfdán Þórðarson og Selfyssing- urinn Siguijón Bjarnason. Fimmti nýliðinn sem tók þátt í leikjunum um helgina var Ingvar Ragnarsson, markvörður úr Stjörnunni, sem stóð í markinu allan seinni hálfleikinn í frkvöldi. EGYPTAR taka sér frí í dag og fara m.a. í Bláa Lónið. Annað kvöld leika þeir við U-21 árs lands- liðið á Akranesi og á fimmtudags- kvöld leika þeir gegn ÍBV í Eyjum. Fyrirhugað er að leika æfingaleik Sng Val á föstudag. ARNA Steinsen hefur verið ráð- in þjálfari liðs KR í kvennaknatt- spymu fyrir næsta sumar, en liðið leikur í 1. deild. Hún er ekki ókunn S herbúðum liðsins — lék með því S árabil og þjálfaði það jafnframt sum- arið 1991. Reiknað er með að Arna taki fram skóna á ný og leiki með KR næsta sumar. ■ ÞORLÁKUR Árnason, sem hefur verið iðinn við að skora fyrir Leiftur frá Ólafsfirði undanfarin ár, ætlar að leika áfram með 2. deildarl- iðinu. í mótslok í haust var hann á þvf að breyta til næsta sumar, en hefur nú afráðið að verða um kyrrt. ■ DARREN Hall varð um helinga fyrsti Englendingurinn í meira en 50 ár til að sigra í einliðaleik karla á opna danska meistaramótinu i badminton. Hann vann Poul-Erik Hoyer-Larsen frá Danmörku í úr- slitum 15:11 og 18:13. Hall hafði aðeins einu sinni áður unnið Hoyer- Larsen i keppni. Susi Susanti, Ólympíumeistari frá Indonesíu sigr- aði í einliðaleik kvenna, vann Lim Xiao Qing 11:3 og 11:3 í úrslitum. ■ HEIMSMEIS TA RAMÓTIÐ í körfuknattleik 1994 fer fram í Tor- onto í Kanada. Keppnin átti upphaf- lega að fara fram í Belgrad í Júgó- slavíu, en vegna ástandsins þar ákvað Alþjóða körfuknattleikssam- bandið, FIBA, að flyta keppnina til Kanada. ■ ÁSTRALÍA varð heimsmeistari landsliða kvenna í skvassi. Ástralía vann Nýja-Sjáland ( úrslitum 2:1, en mótið fór fram í Vancouver. Heimsmeistarinn Susan Devoy vann eina leik Ný-Sjálendinga er hún sigraði Michelleu Martin 9:5, 9:1 og 9:0. í hinum leikjunum unnu áströslsku stúlkumar Liz Irving og Robyn Lambourne. Þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Ástrala í skvassi frá því 1983. England, sem var meistari í fyrra, hafnaði í þriðja sæti eftir 3:0 sigur á Hollandi. FELAGSLIF Aðalfundir Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Glímufélagsins Ármanns verður hald- inn fimmtudaginn 29. oktober kl. 20:30 í Ármannsheimilinu við Sigtún. Aðalfundur blakdeildar HK verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 13:30 í Félagsmiðstök HK í íþrótta- húsinu Digranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.