Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1992, Blaðsíða 4
■ ARNAR Ægisson, varnarmað- ur úr FH er fyrirliði liðsins en hann hefur leikið flesta landsleikina í hópnum, tíu talsins. Þórhallur Hin- riksson úr KA kemur næstur með sjö leiki en flestir aðrir hafa ieikið fimm leiki, fjóra í Norðurlandamót- inu í sumar og leikinn gegn Dönum. ■ Miðjuleikmaðurinn, Valur Gíslason úr Austra hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, hann er tognaður á læri en þjálfarar íslenska liðsins vonast til að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn á morgun. ■ BJÖRGVIN Magnússon sem leikur með Werder Bremen kemur til móts við íslenska hópinn í dag. Björgvin býr í Bremenhaven í Þýskalandi en þaðan er aðeins um þriggja klst. akstur til Hadeslev. ■ DANIR eru Norðurlandameist- arar frá því í vor. Þeir sigruðu Eng- land 4:1 í úrslitaleik. íslenska liðið varð í þriðja sæti eftir æsispennandi leik gegn Finnum. íslenska liðið varð þrívegis undir í þeim leik en náði að jafna og tryggja sér sigur- inn í vítaspyrnukeppni. ■ NÖKKVI Gunnarsson, sókn- armaður úr KR hefur verið á skots- kónum með íslenska liðinu. Hann hefur skorað 32 mörk af þeim 69 mörkum sem liðið hefur skorað í sumar. Liðið hefur Ieikið 26 leiki. ■ KRISTINN Björnsson, annar þjálfari drengjaliðsins stýrir liðinu í síðasta skipti gegn Dönum. Hann tók við meistaraflokki Vals fyrir skömmu og lýsti því þá yfir að hann væri hættur þjálfun hjá drengjalið- inu. ■ EF ÍSLENSKA liðið kemst áfram í keppninni mætir liðið líklega Sviss, Austurríki og Póllandi í riðli sínum í 16-liða lokakeppni EM næsta vor. SPANN Coruna lagði Barcelona Barcelona, sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu, var engin hindrun fyrir spútniklið Deportivo Couma er liðin mættust á heima- velli þess síðamefnda í spænsku deildinni um helgina. Meistarar Barcelona urðu að sætta sig við 1:0 tap og fékk hollenski þjálfarinn Johan Cruyff áminningu í leiknum eins og reyndar sjö leikmenn lið- anna, þrír frá Deportivo og fjórir frá Barcelona. Brasilíumaðurinn Bebeto gerði sigurmarkið á 63. mínútu leiksins. Deportivo, sem hafnaði í 17. sæti deildarinnar í fyrra, heldur því enn efsta sætinu og hefur nú unnið bæði stórveldin, Barcelona og Real Madrid, í tveim- ur síðustu umferðunum. Leikmenn Atletico Madrid voru lengst af einum færri gegn Gijon þar sem Manolo Sanchez fékk aðra áminningu sína á 23. mínútu og var þar með rekinn útaf. Mexíkan- inn Luis Garcia náði þó forystunni fyrir Atletico á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með því að stýra knettin- um inn með hendi eins og Mara- dona gerði á sínum tíma og frægt varð. Abelardo jafnaði fýrir Gijon fimm min. fyrir leikslok. Rafael Martin Vazquez, sem ný- lega hefur gengið til liðs við Real Madrid frá Marseille, sýndi skemmtilga takta og skoraði fyrsta markið í 3:0 sigri gegn Logones. Þetta var fyrsti útisigur Real Madrid í 17 síðustu leikjum. Diego Maradona virkaði þreyttur og var alls ekki sannfærandi er Sevilla gerði jafntefli 1:1 á útivelli gegn Espanol. Maradona var ný- kominn úr ferð með Sevilla til Arg- entínu þar sem liðið spilaði tvo æfingaleiki við gamla liðið hans Maradona, Boca Juniors. lean-Pierre Papln lék mjög vel með AC Milan og skoraði glæsilegt mark. Nantes lagði Marseille antes sigraði meistara Mar- seille 1:0 í frönsku deildinni á sunnudag og komst í fyrsta skipti í vetur á toppinn í frönsku knatt- spyrnunni. Liðið hefur einu stigi meira en Parísarliðið PSG, sem hefur setið í toppsætinu mest allt | tímabilið. Það var Chad-leikmaður- inn Jafet N’Doram sem gerði sigur- mark Nantes í fyrri hálfleik. Kamerúnmaðurinn Francois Oman-Biyik kom Lens yfir gegn PSG í síðari hálfleik en aðeins þrem- ur mínútum síðar jafnaði Fracois Calderaro, og jafntefli urðu úrslit leiksins. Parísarliðið, sem er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tap- að leik, er þremur stigum á undan Marseille og Mónakó. Etienne Mendy gerði tvö mörk fyrir St Etienne i 2:1 sigri gegn Bordeaux, en þessi lið voru sigursæl í frönsku knattspyrnunni milli 1970 og 1980. FRAKKLAND Gróft brot Boli á Klinsmann Franski landsliðamaðurinn Basil Boli, varnarmaðurinn harði hjá Marseille, á yfir höfði sér leikbann. Hann verður kallaður fyrir aganefnd franska knatt- spymusambandsins nú í vikunni, en þá verður teklið fyrir fólskulegt brot hans á Jiirgen Klinsmann f leik Mareielle og Mónakó 3. október. Myndbandsupptaka sýn- ir Boli gefa Klinsmann olnbogaskot - sló upp undir háls Klinsmann, sem féll við og gleypti tunguna. Snör viðbrögð félaga Klinsmanns kom honum til hjálpar. Boli sagði að Kiinsmann hafí togað í peysu sína, þannig að hann hafí verið að losa sig frá honum. Boli hefur lengi verið þekktur fyrir hörku sína á leikvelli og í Evrópukeppni landsliða í Svíþjóð sl. sumar gaf hann Stuart Pearce, varnarleikmann Nottinghám Forest, olnbogaskot í andlitið í leik Frakka og Englendinga. Reiknað er með að Boli fái leikbann og jafnvel Qársekt fyrir brot sitt á Klins- mann, sem var gróft. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1992 Leikmenn AC Milan eruenn óstöðvandi AC Milan er óstöðvandi í ít- ölsku deildinni. Ásunnudaginn vann liðið Lazio með fimm mörkum gegn þremur ífjörug- um leik og hef ur ekki tapað síð- ustu 40 deildarleikjum sínum í röð og er það metjöfnun á ítal- íu. Fiorentina setti metið keppnistímabilið 1955 -1956. Milanóliðið þarf aðeins jafntefli gegn Parma í næstu umferð til að slá metið. AC Milan hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni á þessu tímabili og skorað í þeim 20 mörk. Liðið hefur tveggja stig forskot á næstu lið og einn leik til góða. Síð- ast tapaði liðið fyrir Bari 2:1 í maí í fyrra. Marco van Basten gerði tvö mörk og lagði upp fyrsta markið og er markahæstur í deildinni með 8 mörk ásamt Giuseppe Signori, leikmanni Lazio. í leiknum gegn Lazio á sunnudag komst AC Milan í 2:0 með mörkum Ruud Gullit og Jean-Pierre Papin, sem kom inní liðið fyrir Frank Rijka- ard, sem var meiddur. Hollendingur- inn Aron Winter minnkaði muninn í 2:1 á 22. mínútu en Marco van Basten jók muninn er hann skoraði úr vítaspymu og þannig var staðan í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks kom Diego Fuser liði Lazio aftur inní leikinn, 3:2. Van Basten skor- aði aftur úr víti sjö mínútum síðar. Giuseppe Signori minnkaði enn muninn fyrir Lazio, 4:3, en Marco Simone, sem kom inná sem vara- maður, gerði út um leikinn er hann gerði fímmta mark AC Milan 10 mín. fyrir leikslok. Paul Gascoigne, sem átti mjög góðan leik með Englendingnum gegn Norðmönnum í síðustu viku, náði sér ekki á strik í þessum leik og sýndi engin tilþrif. Nýttu ekki fimm dauðafæri Juventus fékk minnst fímm dauðafæri til að skora gegn Brescia en allt kom fyrir ekki og varð liðið að sætta sig við markalaust jafn- tefli. Roberto Baggio tók vítaspymu fyrir Juve í síðari hálfleik en náði ekki að nýta hana. Tórínó er enn taplaust eftir 0:0 jafntefli við Atalanta, en þau em bæði nú í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á undan Juventus og Sampdoria, sem vann Cagliari 2:0 og gerði Corrini bæði mörkin þar. Stórsigur Róma Mathias Sammer náði að jafna fyrir Inter 1:1 fyrir leikhlé eftir Sil- vano Benedetti hafði náð forystunni fyrir Róma. En í síðari hálfleik stóð ekki steinn yfir steini hjá Inter og Róma gerði þijú mörk gegn engu og vann 4:1. Napólí mátti sætta sig við óvænt tap gegn nýliðunum í Udinese, 2:0. Massimo Crippa, leikmaður Napólí, var rekinn útaf á 43. mínútu leiks- ins. Eins og marga rekur minni til sigraði íslenska liðið Dani 4:1 í fyrri leiknum sem fram fór á Selfossi fyrir um mánuði síðan. Það ■■■■■ lið sem sigrar Frosti samanlagt tryggir Eiðsson sér réttinn til að leika í lokakeppni EM sem fram fer í Tyrklandi næsta vor. Danir þurfa að minnsta kosti að sigra með þriggja marka mun, Úrslitin 3:0 mundi fleyta þeim áfram í lokakeppnina en mörk á útivöllum vega þungt á sama hátt ] og tíðkast í EM félagsliða. Staða íslenska liðsins er því sterk en ekki má gleyma því að Danir eru Norð- urlandameistarar og þó að stór sig- ur íslands í fyrri leiknum hafi ver- ið kærkominn var hann hvorki eðli- legur né að öllu leyti sanngjarn miðað við gang leiksins. Hóflega bjartsýnn „Ég er hóflega bjartsýnn," sagði Þórður Lárusson, annar þjálfari Iiðsins um möguleikana. „Undir- búningurinn hefur verið eins og best getur orðið. Við höfum fengið mikinn stuðning frá KSÍ og von- andi getum við skilað því með rétta svarinu á miðvikudag, drengirnir eru í mjög góðri leikæfingu og við getum ekki kennt því um ef að illa fer í Danmörku," sagði Þórður og bætti við að eitt aðalsmerki liðsins væri að liðið gæfist aldrei upp. „Strákarnir eru jarðbundnir og byggja ekki neina loftkastala og það hefur sýnt sig að þeir gefast ekki upp þó á móti blási. Liðið varð þrívegis undir gegn Finnum í leik um þriðja sætið á Norðurlanda- mótinu en komst alltaf aftur inn í leikinn. Sama gerðist í þessum leik,“ sagði Þórður eftir sigur á 2. flokki KR í leik liðanna á Haust- mótinu á sunnudag en í þeim leik náði Vesturbæjarliðið þrívegis for- ystunni en varð að játa sig sigrað. Mörk drengjaliðsins gerðu þeir Nökkvi Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Andri Sigþórsson en sá síðastnefndi skoraði tvö síð- ustu mörk leiksins. Leikurinn var lokahnykkurinn í löngum undirbúningi, en alls eru leikirnir orðnir 26 að tölu, þar af 21 æfingaleikur auk fjögurra leikja á Norðurlandamótinu í júní og Danaleiksins fyrir mánuði síðan. Þátttaka í haustmótinu hefur hald- ið landsliðsmönnunum við efnið síð- asta mánuðinn auk þess sem liðið fór í stutta keppnis- og æfíngaferð til Skotlands fyrir stuttu. Erum í frábæru formi „Þetta hefur verið óvenjulegur tími og við erum ekki vanir að Ieika á þessum tíma árs. Leikirnir hafa hins vegar gert það að verkum að við erum allir í frábæru formi og samheldnin er mjög góð eftir alla samveruna," sagði Arnar Ægisson, fyrirliði liðsins. „Það er erfitt að spá í leikinn gegn Dönum, Ef við verðum fyrri til að skora í leiknum er ég viss um að það myndast mik- il stemming í liðinu og þá hef ég ekki trú á því að við fáum mörg mörk á okkur. Möguleikar Dana felast kannski helst í því að verða fyrri til að skora en við munum reyna að leika af varkárni, byggja á þéttri vörn og reyna skyndisókn- íslenska drengjalandsliölð, sem lagði Dani að velli, 4:1. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Strákamir Morgunblaðip/Frosti Arnar Ægisson, fyrirliði drengjalandsliðsins, Nökkvi. Gunnarsson og Þórður Lárusson, þjálfari. gefast aldrei upp - segir Þórður Lárusson, þjálfari drengjalandsliðsins, sem er í Danmörku Gunnar Magnússon, Fram Helgi Áss Grétarsson, Fram Aðrir leikmenn: Lárus ívarsson, Fram Þorbjörn Sveinsson, Fram Vilhjálmur Viðhjálmsson, KR Nökkvi Gunnarsson, KR Andri Sigþórsson, KR Kjartan Antonsson, Breiðablik Grétar Sveinsson, Breiðablik Þórhallur Hinriksson, KA Óskar Bragason, KA Eiður Guðjohnsen, ÍR Valur Gíslason, Austra Halldór Hilmisson, Val Arnar Ægisson, FH Björgvin Magnússon, W. Bremen ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum yngri en sextán ára á í fyrsta skipti í sögunni möguleika á að komast í lokakeppni EM. Liðið leikur síðari leik sinn við Dani á morgun og segja má að aldrei hafi íslenskt landslið hafi verið jafn vel undirbúið og nú. Drengjaliðið hefur leikið 26 leiki frá því í byrj- un júlí eða rétt tæpa tvo leiki á viku að meðaltali. ir þegar færi gefst,“ sagði Arnar en liðið mun stilla upp leikaðferð- inni 4-5-1 í leiknum. KNATTSPYRNA Hughes bjargaði United undir lokin MARK Hughes gerði tvö mörk fyrir Manchester United á síð- ustu 11 mínútunum gegn Liverpool á sunnudaginn og náði að jaf na 2:2. Norwich náði að snúa blaðinu við eftir stórtapið gegn Balckburn Ro- vers í síðustu umferð með því að vinnaQPR2:1. Ensku meist- ararnir frá Leeds sýndu góðan leik er þeir unnu Sheffield Un- ited á heimavelli, 3.1. Sigur Norwich var mjög mikil- vægur svo leikmenn gætu gleymt 7:1 tapinu gegn Blackburn Rovers 3. október. Mark Bowen braut ísinn gegn QPR er hann skor- aði úr vítaspyrnu á 53. mín. og var þetta fyrsta mark hans á tímabil- inu. Chris Sutton bætti öðru marki við skömmu síðar. Varamaðurinn Badley Allen minnkaði muninn fyr- ir QPR. Mark Hughes var hetja Manc- hester United er hann náði að tryggja liði sínu jafntefli, 2:2, gegn Liverpool með tveimur mörkum á síðustu 11 mínútum leiksins. Don Hutchison gerði fyrsta mark leiks- ins fyrir Liverpool á 23. mínútu og Ian Rush það síðara eftir góðan undirbúning Ronny Rossnhtal. Þetta var fyrsta mark Rush á Old Trafford. „Við erum ekki ánægðir því við vorum með þrjú stig í lúk- unni, en misstum tvö þeirra. Við áttum góðan leik, sérstaklega yngri leikmennirnir," sagði Graeme Sou- ness. Smith náöi loks aö skora Þorvaldur Örlygsson og samhetj- ar hans í Nottingham Forest urðu að sætta sig við enn eitt tapið og nú gegn Arsenal, 1:0. Alan Smith gerði sigurmarkið og var þetta fyrsta mark hans í vetur. Þetta var þriðji sigur Arsenal í röð og er liði nú komið í toppbaráttuna. Forest hefur aðeins hlotið 6 stig í 11 leikj- um og er fjórum stigum á eftir næst neðsta liðinu. Þorvaldur lék allan leikinn. Durie í sviðsljósinu Middlesbrough komst í 2:0 gegn Tottenham Hotspur eftir aðeins hálftíma leik. En Sheringham og Nick Bandby náðu að jafna með mínútu millibili í síðari hálfleik. Gordon Durie lék með Tottenham og átti góðan leik, átti stangarskot og lagði upp síðara mark liðsins. Hann var í síðustu viku dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandins fýrir gera sér upp meiðsli eftir brot í Ieik gegn Coventry í ágúst og á að taka út bannið frá 2. nóvember. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja til æðri dómstóla. Wilkinson ánægður Howard Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Leeds, var ánægður með sína menn gegn Sheffield Un- ited. „Þetta hafa verið góðir átta dagar fyrir Leeds. Fyrst slógum við Stuttgart útúr Evrópukeppninni og fylgdum því eftir með góðum sigri gegn Sheffield Utd., 3:1, á Elland Road,“ Wilkinson. Newcastle með fullt hús ’Newcastle er á mikilli siglingu í 1. deildinni og hefur unnið fyrstu 11 leikina og jafnaði þar með met Tottenham frá því 1960. Á sunnu- daginn sigraði Newcastle lið Sund- erland 2:1. Mark Hughes skoraði tvö mörk fyrir Man. Utd. rétt fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.