Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992 23 rqr/ringo rm Keuter Víetnömsk kona hjólar framhjá skrifstofu japanska stórfyrirtækisins Tomen í Hanoi í gær, er jap- anska stjórnin tók upp aðstoð við landið á ný. Nokkur japönsk fyrirtæki hafa opnað útibú í Víet- nam undanfarin tvö ár. Japanir aðstoða Víetnama á ný Tok^o. Hanoi. Reuter. JAPONSK stjórnvöld tóku á ný upp aðstoð við Víetnam á föstu- dag, þegar þau tilkynntu um veitingu 369 milljóna dollara vöru- kaupaláns, en Japanir tóku fyrir alla aðstoð við landið í desem- ber 1978, þegar víetnamskur her réðst inn í Kambódiu. Af Japana hálfu var sagt, að aðstoðin ætti að auðvelda afborg- anir af gömlum skuldum og stuðla að jafnvægi í Víetnam og Suð- austur-Asíu. Embættismenn í Hanoi töldu, að skammt væri í að Bandaríkja- menn afléttu viðskiptabanni á Víetnam, fyrst Japanir hefðu stig- ið þetta skref, því að það hefðu þeir aldrei gert án samþykkis Bandaríkj amanna. Bandarísk stjórnvöld hafa gert það að skilyrði fyrir samstarfí við Víetnama, að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa til við að afla upplýsinga um örlög bandarískra hermanna, sem sakn- að var eftir stríðið í Víetnam. Hafa Víetnamar undanfarið verið fúsir til samstarfs. Sá orðrómur hefur gengið í Washington, að George Bush for- seti hyggist draga úr viðskipta- banninu eða aflétta því með öllu áður en hann lætur af embætti í janúarmánuði næstkomandi. Major forsætisráðherra frestar staðfestingu Maastricht-sáttmálans Flokksaga framfylgt með lúa- legum þrýstingi og ógnunum - segja óánægðir andstæðingar Evrópusamrunans Lundúnum. The Daily Telegraph. TALSMENN breska Verkamannaflokksins gagnrýndu í gær yfirlýsingu frá John Major, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta ætti staðfest- ingu breska þingsins á Maastricht-sáttmálanum þar til eftir fyrirhug- aða þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku. Þeir sögðu þetta merkja að sáttmálinn yrði ekki staðfestur fyrr en í október á næsta ári en hátt- settur embættismaður vísaði því á bug. Nokkrir þingmenn íhaldsflokks- ins, sem eru andvígir frekari samruna EB-ríkjanna, saka forystu flokks- ins um að hafa beitt þá óeðliiegum þrýstingi og lúalegum ógnunum til að fá þá til að greiða atkvæði með þingsályktunartillögu, sem sam- þykkt var naumlega á miðvikudag og veitir stjórninni umboð til að halda áfram á sömu braut í Maastricht-málinu. Boeing-747 Aukið eftir- lit ráðgert Seattle. Reuter. BOEING-verksmiðjurnar ’ og bandaríska flugmálastjórnin (FAA) íhuga nú aðgerðir er eiga að auka öryggi breiðþotunnar B-747 í framhaldi af flugslysinu í Amsterdam fyrir rúmum mán- uði. Þá hrapaði breiðþota ísra- elska flugfélagsins E1 A1 niður á íbúðarhverfi með þeim afleiðing- um að a.m.k. 64 manns biðu bana. í ráði er að fyrirskipa flugfélög- um sem eiga Boeing 747 þotur að skipta um bolta sem festa hreyfla neðan í vængfestingum. Allt þykir nú benda til að boltar hafi brostið í báðum stjórnbórðshreyflum ísra- elsku þotunnar og orsakað brot- lendinguna. Hreyflarnir hafi rifnað af hægri vængnum sex mínútum eftir flugtak. Við það hafi kviknað eldur í þotunni. Poul Schluter, forsætisráðherra Danmerkur, hefur vísað því á bug að ákvörðun hafi verið tekin um dagsetningu atkvæðagreiðslunnar, þótt hann útiloki ekki að hún fari fram í maí eða júni. Hann leggur áherslu á að Evrópubandalagið verði fyrst að ná samkomulagi um sér- samning fyrir Dani til að tryggt verði að sáttmálinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðinu. Major hafði áður sagt að frumvarp um staðfestingu sáttmálans yrði lagt fyrir þingið áður en leiðtogar EB- ríkjanna kæmu saman í Edinborg 11. og 12. desember. Hann hafði þó aldrei tilgreint hvenær frumvarpið yrði afgreitt endanlega, en háttsettir embættismenn höfðu gengið út frá því að það yrði gert í mars. Talsmenn breska Verkamanna- flokksins sögðu frestunina pólitískt kænskubragð af hálfu Majors, sem vildi vinna tíma til að fá andstæðinga frekari samruna EB-ríkjanna innan íhaldsflokksins á sitt band. Nokkrir þingmenn íhaldsflokksins hafa sakað forystu flokksins um að hafa beitt lúalegum aðferðum við að fá þá til að samþykkja þingsályktun- ina um Evrópusamrunann á þriðju- dag. Einn nýkjörinn þingmaður, Bern- ard Jenkin, er sagður hafa verið í öngum sínum og gráti næst eftir að flokksverðir íhaldsmanna, sem sjá um að halda uppi flokksaga, hafi beitt konu hans, ritara að atvinnu, óeðlilegum þrýstingi. Annar þingmaður, Bill Walker, sagði að flokksverðirnir hefðu hótað nokkrum þingmönnum að skýra frá vafasömum tengslum þeirra við ann- að fólk. Þingkonan Teresa Gorman kvartaði einnig yfir framkomu flokksbræðra sinna. „Ég var kölluð svikari. Þeir sögðu ýmislegt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi flokkast undir kynferðislega áreitni. Mjög ruddalegt tal, sem fær óskaplega á mann,“ sagði hún. „Nokkrir þingmenn voru umkringdir í þingsalnum til að koma í veg fyrir að þeir kæmust út.“ Walter Sweeney, þingmaður frá Glamorgan, sagði að fulltrúi flokks- forystunnar í Wales hefði farið í kjör- dæmið hans kvöldið fyrir atkvæða- greiðsluna og setið mikilvægan fund kjördæmisráðsins. „Hann sagði á fundinum að áform mín um að greiða atkvæði gegn tillögunni myndi stefna framtíð forsætisráðherrans í hættu,“ sagði þingmaðurinn og lýsti þessari íhlutun sem höggi undir beltisstað. „Einn þingvarðanna var að gaspra um brotnar hnéskeljar og blóð á skyrtuna mína.“ Það voru þó ekki aðeins flokks- verðirnir í þinginu sem voru sakaðir um harkalega atgöngu í málinu. Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, gerði allt sem í henn- ar valdi stóð til að koma í veg fyrir að andstæðingar EB-samrunans létu undan þrýstingnum. John Whittingd- ale, fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, var kvaddur til skrifstofu hennar í lávarðadeildinni og var eins og skömmustulegur skóladrengur fyrir framan skólastjóra þegar hann skýrði henni frá því að hann hygðist sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Starfsbræður hans sögðu að hann hefði verið öskugrár í framan og með tárin í augunum þegar hann hefði gengið út. Bílanaust mun hafa opiö fyrsta laugardag hvers mánaöar frá kl. 10,00 til ló,00 Aöra laugardaga veröur opiö frá kl. 10,00 til 13,00 Rafgeymir 70 A Snjósköfur Startkaplar Þurrkublöö kr. 4.929 - (áöur 6.799 -) Frá kr. 100 - Frá kr. 998 - 30 % afsl. Laugardagstilboð Eigum einnlg mikiö úrval af haustvörum fyrir bifreiöaeigandur s. s. frostlög, ísvara, snjósköfur, bílaperur. rafkerti, kertaþraeöi, þokuljós, Ijóskastara, vinnuljós, dráttartóg, startkapla og ótalmargt fleira. Borgarúni 26 $ Sími: 91 - 62 22 62 O ÖRE)OfC)OR£)OPÐOFEX)RE)ORE)OPÐOREX)Rf)ORE)ORE)ORE)OFeX)flEX)RE)OfCORE)OREX)Ff)Oflf)ORf)OPÐOFCX)RE)Of¥)OFK)ORF)ORf)OflE)ORE)ORE)OfCX)R£)OflF)OflE)ORE)ORE)OPÐORÐ 'PœFlEX)PÐOPE)OPIEX5RÐOPIfX)RÐOREXX4£X)PœPIEX)PÐORÐORÐOREX)PIEXDPEORÐOPtEX5RÐOPiÐOFlX)PIE)OPtEXDPÐOPtEX)PÐORE)OPÐOREXDPÐORÐOREX)FCORÐOPiEXDPeOPÐOP1g OFlEX)REXXeDPIEXXCX)RE)OREXXCX)REX)REX>CX)PlEX)FC!OREX)fC)Ofl£X)PtEX)REXXCX)PtEX)FeDREXDRE)OPtEXXCOPBOPlEXXC)OREX)PÐOPE)OREX)PtEX5REXXC)OPÐOPEXDFC)OFC)OPÐ 00 T r-Ar „ frá kl. 10 1 1 CJI C jy til kl. 16, )FlÐOfCX)PtTOFCOFCOPEX)FCORæPÐOfC)ORE)OfCX)RE)OFCX)PtTOROOfC)OPtE)OPtE)OPE)ORE)C)PIÐOPtfX)PtE)OPÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.