Morgunblaðið - 14.11.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.11.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 JULIA A SOLBLOMAAKRI RÖDD sögumanns stiklar á brotum heildar sem ljóðrænn kraftur hefur umbreytt í glundroða. Brotin þeysast nú um tómið og texta skáldsögunnar Júlíu, eftir Þórunni Valdimars- dóttur. Júlía var hvít en breytir sér í svertingja, lætur „endur- móta á sér andlitið eftir málverki Hieronymusar Bosch“, öðr- um þræði til að þóknast elskhuga sem hún hefur augastað á, en einnig því hún er ósátt við hrömunina sem bíður fölri ásjónu hennar. Júlía vill eldast eins og önnur kona. En nú er endursögnin komin fram yfir upphafið, því tit- ilpersónan er myrt áður en sagan hefst. Þegar sagan hefst er Ágústa forritari, með kínverskan dreka húðflúraðan á annað lærið, í „slembiflugi" fyrir „slembifrelsi“ tilviljunar. Hún lendir á stað sem minnir sterklega á ís- land, en er þó kynjaður öðrum álfum um leið eða þjóðsögum um sígræn töfradalverpi innan jökla: „Geng inn í ilmandi sumarið og sporin mín gufa upp. Teygi minn hvítrauða ham, stend á öðrum fæti, krossfískur, teygi fímmstjömuna mína. Elti ána niður eftir. Herptur lífvana íslækur ofar í hlíðinni sleik- ir hér bakkana græðgislegur, rætur skógarins og slútandi gróðurbakka. Ég verð svo uppnumin að mér fínnst þetta sé sú stund er voldug tré og kettir í kynlegum styrk sínum veiti helgan trúnað. Hef líklega heyrt dauft mjálm án þess að hugsa það, áður en þessi hugsun smó mig. Sé kött koma út úr sóleyjarbreið- unni, hann er jafntruflaður yfír umhverfínu og ég er himinlifandi. Hér á hann ekki heima, hörfar í hverju skrefí undan vespum og kemur emjandi til mín.“ (Bls. 17.) Ágústa uppgötvar látinn líkama Júlíu og tekur upp sérhæfða sagn- fræðirannsókn sem í raun er leit einkaspæjara að morðingja, eða þó frekar ástæðum morðs. Þá er miðað við að sagnfræðingur leitist við að endurskapa liðna atburði í líki ná- kvæmustu staðreynda sem völ er á, í þeim tilgangi að afmá skekkjur og glöggva mynd fortíðar, án þess yfítleitt að einbeita sér að ástæðum þeirrar skekkju sem hefur orðið. Sá er rannsakar glæp leitast við að endurskapa (ný)liðna atburði í sem réttustu mynd, til að fínna or- sök og sökudólg sem ber ábyrgð á skekkjunni, oftast morðingja. Með myndglefsur úr lífí Júlíu að leiðar- vísi, tekur hún sér það verk á hend- ur að skrá sögu Júlíu og aðdrag- anda morðsins, enda ekki hægt að aðskilja þessa tvo þætti. „Þetta er erfítt verk, “ segir Ág- ústa í bókinni, „því ekki get ég skoðað allar upptökur, og ekki get ég treyst því að fínna á mér hvaða atriði skipta máli. Þess vegna afréð ég að láta tölvu fínna upptökur af Júlíu, frá þeim skeiðum síðustu ára þegar reikistjörnur tímans gáfu fæðingarstund hennar sérstakt táknrænt gildi.“ (Bls. 32.) Himin- tunglin eru máttug, en að hætti hefðbundins framtíðarskáldskapar lifa Ágústa, Júlía, vinkona hennar Lena og karlmennimir Starkaður og Emil í hnappastýrðri veröld, í návígi við stöðugt eftirlit og upplýs- ingabanka; tvíhliða nemar eru jafn- vel græddir í líkama þeirra. Um- hverfí þeirra er alþjóðleg stórborg, þar sem farartæki fljúga í myndum er endurspegla skapgerð eigandans, þar sem Van Gogh? birtist í heil- mynd (vísindaleg útgáfa á hold- og inntakslausri ímynd sem mörgum finnst eftirsóknarverð) og dansar við Júlíu á sólblómaakri. Akurinn er skiki af skemmtigarði fyrir al- menning sem kýs útrás á einhvem hátt, því til að svara mannlegum þörfum er allt tilbúið á hagkvæma og afmarkaða vegu. Meira að segja ástarlífið er vélvætt að hluta: „Þá sérhún Júlíu írúminu. Lena verður asnaleg þegar hún sér að einhver er hjá henni, ýtir samt á músina svo að hún fái nærmynd, sérJapan- ann með nautnina strengda um andlitið og flæmist í æsingi undan með myndina um herbergið allt. Sér augun á veggjum og ílofti og heyr- ir tónlistina sem tengd er við tauga- kerfí þeirra og fínnst þetta hrylli- lega nálægt, það snertir hana óþægilega. Hún potar í stjórnborðið og ætlar burt, en það bráir af henni Þórunn Valdimarsdóttir Morgunblaðið/Þorkell VII liflimi í fjarlægO, vorum ekki hér heldur annars stalar, og há alveg eins í framtílinni. Hugleilingarnar snerust nm náttúiuvernd, skáldskap ng lifsstefnur, sem sumar hverjar eru al rætast í dag elaá morgun og sanna pannig al menningarsagan gengur f gosum, ela minnir á hitukollu sem hlásil er á pótt frjókorn henn- ai skjáti ekki rótum fyn en eftii langt flug. sagnfræðin,“ segir Þórunn Valdi- marsdóttir í stuttu spjalli, „og þá verður maður ósjálfrátt þrúgaður í samtímanum. Hefði ég staðsett Júl- íu í New York eða Suður-Ameríku eða Kína, myndi ég takmarka frelsi mitt og flækjast í trúnað við nöfn og staðreyndir sem skipta engu máli í skáldskap. Ég vildi skrifa bók sem flestir geta notið og fylliefnið er saga, persónur og spenna. Ert það er sérstaklega skemmtilegt að draga annan tíma inn í textann, því þá getur maður fantasíerað að vild og lesandinn fær ábót ef vel tekst til. En þótt að Júlía gerist í óorðnum tíma, é| verkið að miklú leyti byggt á stemmningum frá tíma í kring- um 1973-1975 er ég tilheyrði hópi krakka seiþ. voru allir öðruvísi en afgangurinn af þjóðfélaginu. Við lifðum í fjar- lægð, vorum ekki hér heldur annars staðar, og þá al- veg eins í fram- tíðinni. H'ugleið- ingarnar snerust um náttúruvemd, skáldskap og lífs- stefnur, sem sumar hverjar em að rætast í dag eða á morgun og sanna þannig að menningarsagan gengur í gos- um, eða minnir á biðukollu sem blásið' er á þótt frjókom hennar skjóti ekki rótum fyrr en eftir langt flug.“ og örvæntingin ýtir henni aftur á sama stað“ (Bls. 67.) En þótt að Júlía sé krökk af tæknilegum hlutum og tungumál næstu aldar sé ófeimið við lýsing- arorð, eða nýyrði eins og „geislavís- ir, formglað, hendingarflug, skýja- spölur, rófugleði, afhugsað, andsól eða kattsvangar slöngur," er hún ekki vísindaskáldsaga né framtíðar- saga, Qallar í raun um atburði sem koma hvorki tækni við né framtíð. Atburðimir gætu eins hafa gerst blómaárið mikla þegar allir sem vildu tolla í tískunni hverfðust um skynvillur og framköllun þeirra, eða hvenær sem er áður en banvænar hættur fylgdu kynlífí, leikjum og draumórum. Júlía er saga um losta, svik, hefndir, ástarþríhyminga og ferhyrninga. Sígilt mannlegt ástand, eða ástand sem menn hafa sígildar tilhneigingar til að þvæla sér í. Tími bókarinnar er ekki meginmál, fremur umgjörð til að leyfa hugmyndum höfundar að svífa í fijálsu falli. „Ég er alin upp í munkareglu sannleikans, sem er „Þau eru á flugi yfir vestur- ströndinni, Júlía og Starkaður, láta flaugina elta átakalínu lands og sjávar. Fljúga frá norðri til suðurs með góða útsýn yfir báða fletina, hafið og landið. Sjórinn er eins og upphleypt sængurver. Hann hamast í sífellu á stórum kletti sem ver landið vestast. Það er eins oggijót- ið lendi á hafinu en ekki hafíð á grjótinu. Þau rífast, landið og haf- ið, og það er ekki gott að sjá hvort ræðst á hitt, hvoru það er að kenna, þau eru bara þarna og geta ekki annað. Hafíð sigrar að lokum, það er eðli hafsins að sigra, landið læt- ur undan og þjónar eðli sínu með því. Landið vinnur gegn slíkri eft- irgjöfmeð djúpgosum, þykist gefast upp en lætur möttulinn lyfta sér hátt upp fyrir hafíð, gýs móður- sýkisgosum og hækkar sig upp fyr- ir hafið og þakkar mánanum hafs- ins eilífa nudd. Júlía rýfur þögnina: „Sjórinn er karlkyns." SFr JOHAN DUUCKOG HAMRAHLÍÐARKÓRINN BELGÍSKI stjórnandinn og píanóleikarinn Johan Duijck kemur hing- að til lands eftir helgi og stjórnar flutningi Hamrahlíðarkórsins á „Cantata Misericordium“ eftir breska tónskáldið Benjamin Britten, í Hallgrímskirkju 22. nóvember næstkomandi, en það var einmitt fæðingardagur tónskáldsins. Er þetta liður í hátíðarhöldum í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að kórstarf hófst í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Auk þess að stjórna kórnum mun Duijck leika einleik á píanó miðvikudaginn 18. nóvember í Listasafni íslands, og flytur þar m.a. verk eftir sjálfan sig; „Recognitio, op. 10,“ en einnig „Passacaglia, op. 6,“ eftir Ernst von Dohnanyi, „Prélude, Aris et Final,“ eftir César Franck, auk „Seinni ballöðu" Franz Liszt og „Novelette op. 21 nr. 8“ eftir Robert Schumann. Johan Duijck stjórnar Hamrahlíðarkórnum á tónleikum 22. nóvem- ber í Hallgrímskirkju, og leikur einleik á píanó í Listasafni íslands 18. nóvember. Johan Duijck fæddist árið.1954 í Belgíu en á, þrátt fyrir ungan aldur, töluverðan feril að baki, bæði sem píanóleikari og kórstjóri, og einnig hefur hann fengist við tónsmíðar. Hann stundaði tónlist- amám við Konunglega tónlistarhá- skólann í Brussel, þar sem hann útskrifaðist með láði, og hlaut ýms- ar viðurkenningar og verðlaun. Meðal kennara hans í tónsmíðum og píanóleik voru Peter Cabus og Robert Steyaert, auk Lazlo Heltay og Stanislav Neuhaus, en til þeirra tveggja síðamefndu sótti hann framhaldsmenntun í London og Moskvu. Aðeins átján ára gamall varð hann stjómandi Ghent Madr- igal-kórsins í Belgíu. Duijck hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, s.s. „Gunter-verðlaunin", „Pro Civitare-verðlaunin", „Tenuto- verðlaunin", „011in-verðlaunin“ og „Lefranc-verðlaunin" fyrir píanó- leik, og „Tónlistarverðlaun Evrópu í Neerpelt", og „Austur-Flæmingja- lands“-verðlaunin“ fyrir stjórnun. Frá árinu 1984 hefur hann gegnt stöðu prófessors við Konunglega tónlistarháskólann í Ghent, og kennt þar einleik á píanó, kórstjórn o.fl, og á þessu ári var hann skipað- ur prófessor í píanóleik í „The Queen Elisabeth Music Chapel," sem er afar virt stofnun. Hann er einn af meðlimum Hans Membling- tríósins, er flytur aðallega kammer- verk. Hingað til lands kom hann árið 1988 og vann með Dómkórnum fyrir tónlistardaga í Dómkirkjunni, en leiðir hans hans og íslendinga skámst aftur í fyrrasumar á sam- evrópsku kóramóti, „Europa Cant- at“, sem haldið er reglulega og nú seinast á Spáni. Er um tvískipta hátíð að ræða, með annars vegar tónleikahaldi sem sýnir' t.d. við- fangsefni og stöðu kóra frá mis- munandi stöðum álfunnar, og hins vegar með' samvinnu kóra að flutn- ingi viðameiri verkefna. Hamrahlíð- arkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttir var einn þeirra kóra sem sóttu hátíðina, og vann hann með Johan Duijck að flutningi „Cantata Misericordium" eftir breska tónskáldið Benjamin Britt- en, sem er einskonar tilbrigði við dæmisöguna um miskunnsama Samveijann. Hamrahlíðarkórinn hyggst nú flytja þetta sama verk undir stjórn Duijcks, en til að gefa landsmönnum einnig kost á fæmi hans sem píanóleikara verða, eins pg áður segir, tónleikar í Listasafni íslands miðvikudaginn 18. nóvem- ber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.