Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 15 Hrafnhildur Sigurðardóttir Grafíkmyndir „Upphaflega virtust þau sprottin upp í huga mér án fyrirvara eða hugsunar. Virtust helst koma utan úr geim þegar minnst varði. En eftir á þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér þau berlega endurspegla það sem efst hefur verið í huga mér síðustu árin, heimspekilegar vangaveltur um lífsins tilgang og hvort hér sé allt sem sýnist.“ Þetta er trúlega rétt ályktað og verkin bera að auk sterkan svip af menntun listakonunnar í textílum í þá veru að formin hafa yfir sér svip skreytilistar. Þetta eru frekar átakaiítil, en einkar elskuleg verk sem bera það með sér, að hin unga listakona búi yfir hæfileikum til að ná mun lengra á sviði grafíklistar- innar. Einkum vil ég vísa til mynda eins og „Hringrás" (4), „í Öndvegi" (6), „Hús draumanna" (7) og „Því trúi ég“ (11), en þær búa allar yfir form- og grafískum eigindum auk þess sem þær bera vitni um dijúga sköpunargleði. Myndlist Bragi Asgeirsson í listhúsinu Sneglu á Grettisgötu 7 sýnir um þessar mundir Hrafn- hildur Sigurðardóttir 17 grafík- myndir, sem skiptast í sáld- þrykk/æting og einþrykk. Hrafnhildur útskrifaðist úr text- íldeild MHÍ árið 1986 og hefur stundað framhaldsnám við Arrowmont School of Arts and crafts í Bandaríkjunum í ár. Hún hefur haldið eina einkasýningu í Gallerí 15 við Skólavörðustíg 1988 og tekið þátt í ýmsum samsýning- um. Sé tekið mið af sýningu Hrafn- hildar í Gallerí 15 má ljóslega marka af þessum myndverkum að hún er í sókn á listasviðinu. Þau eru frekar smá og burðarás mynd- efnisins er iðulega sóttur í heim- spekileg tákn. Sjálf hefur hún þetta að segja um verkin í sýningarskrá: Ævisaga Asgeirs Asgeirsson- ar fyrrum forseta komin út ÁSGEIR Ásgeirsson - Ævisaga Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ævisögu Ásgeirs Ásgeirssonar fagnað, (t.v.) yala Ásgeirsdóttir Thor- oddsen, Jóhann Páll Valdimarsson, Björg Ásgeirsdóttir, Þórhallur Ásgeirsson og Gylfi Gröndal. eftir Gylfa Gröndal, er komin út á vegum Forlagsins. Böm Ásgeirs og konu hans frú Dóru Þórhalls- dóttur, Vala, Björg og Þórhallur, aðstoðuðu Gylfa við heimildaöflun en stuðst er við heimildir sem margar hafa ekki komið fram áður. Má þar nefna bréf, minn- isbækur, drög að endurminning- um og ýmsa smáhluti. Á blaða- mannafundi vegna útkomu bókar- innar í gær kom fram að Ásgeir, sein á unga aldri hafði ætlað sér að verða prestur, hafi staðið í eldl- ínu íslenskra stjórnmála í a.m.k. 30 ár. Hann var kosinn forseti lýðveldisins árið 1952 og sat á forsetastóli í 16 ár. Fram kom að verkið væri persónulegt um leið og það endurspeglaði helstu við- burði íslandssögunnar á þessari öld. Ævisagan er 486 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. „Hér er um að ræða yfirgrips- mikla ævisögu þar sem er sagt frá öllum helstu æviþáttum Ásgeirs, bernsku hans á Mýrum, æsku og skólaárum, kosningabaráttu fyrir vestan, stormasamri ráðherratíð, átökum innan Framsóknarflokksins, starfi í Alþýðuflokknum og starfi hans sem forseti Islands," sagði Jó- hann Páll Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, m.a. á blaðamannafundinum. Gylfi Gröndal þakkaði fram- kvæmdastjóranum og börnum Ás- geirs aðstoðina. Hann þakkaði Þór- halli Ásgeirssyni sérstaklega. „Ég er búinn að vera eilífur augnakarl á hans heimili um langt skeið. Við höfum hist reglulega, venjulega á mánudagsmorgnum milli 10 og 12, og hann hefur látið mér í té aldeilis ómetanlega heimildir um Ásgeir Ás- geirsson, háa bréfabunka, drög að endurminningum, minnisbækur og smálega hluti eins og boðskort. Þess- ar góður heimildir hafa gert mér kleift _að lýsa mjög mörgum þáttum í lífi Ásgeirs og þegar heimildir eru svona ítarlegar er hægt að bregða upp svipmyndum og jafnvel svið- setja. Það er alltaf kostur og gerir ævisögur læsilegri," bætti hann við. Gylfí sagði að sér hefði komið mest á óvart hversu merkilegur stjórnmálamaður Ásgeir hefði verið. „Hann var forsætisráðherra frá ár- unum 1930 til 1932 og fjármálaráð- herra áður og öllu sú pólitíska saga fínnst mér mjög spennandi og ég hygg að margt sé í þessari bók sem ekki hafi komið fram áður og varpi nýju ljósi t.d. á mikil átök sem voru í Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ sagði Gylfi. Hann segist hafa orðið mjög undr- andi þegar hann hafi áttað sig á því hvernig forsetakosningarnar árið 1952 hefði gengið fyrir sig. „Það er í rauninni alveg makalaust hvernig stjórnmálaflokkamir, aðallega tveir stærstu flokkarnir, ætluðu hreinlega að eigna sér forsetaembættið. En góðu heilli þá lærðum við af þessum kosningum og forsetakosningar hafa verið ópólitískar síðan,“ sagði hann. Þórhallur Ásgeirsson kom á fram- færi þökkum til Forlagsins. „Útgáfa forsetabókanna um Kristján Eldjárn í fyrra og Ásgeir Ásgeirsson í ár er mikilvægt framlag til varðveislu á nútíma sögu okkar. Og verður von- andi framhald á þeim með ævisögu Sveins Björnssonar og seinna meir Vigdísar forseta. En því aðeins er útgáfa forsetabókarinnar fagnaðar- efni að vel takist með val á höfundin- um. Held ég að allir geti verið sam- mála um að svo hah verið. Tel ég það sérstakt ián að Gylfi Gröndal varð fyrir valinu,“ sagði Þórhallur. Hann sagði að það hefði veitt sér mikla ánægju aðstoða Gylfa við að safna gögnum í bókina. „Fyrir það samstarf og bókin alla vil ég þakka honum alveg sérstaklega um leið og ég óska honum til hamingju með þetta mikla afrek,“ Þórhallur. STORGLÆSILEGT TILBOÐINOVEIUBER! HEREFORD-BORÐ MEÐ MARMARAPLÖTU kr. 29.500,- stgr. Áður kr. 39.900,- stgr. COVENT-GARDEN RÚM M/SPRINGDÝNU kr. 23.900,- stgr. Áðurkr. 27.300,-stgr. ATHUGIÐ: GLÆSILEGUR MYNDALISTI FÆST í VERSLUN OKKAR Á KR. 200,-. MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 10.00 - 18.00 Á LAUGARDÖGUM KL. 10.00 - 16.00 □ næg bílastæoi LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 HILLUR OG STÓLAR SEM PRÝÐA HEIMILIÐ CHUBB S T Ó L /\ R GLÆSILEGIR OG VANDAÐIR CHUBB-TÁGASTÓLAR. VERÐ KR. 9.490,- STGR. LADDER LADDER-HILLURNAR, STÍLHREINAR OG ÁFERÐAFALLEGAR VERÐKR. 18.800,- STGR. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.