Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 20
BOKMENNTAKVOLD I KVOLD! 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Bókmenntakvöld 71 Stalínísk sameining Máls og menningar i Norrœna húsinu! í kvöld kl. 20:30 gengst Mál og menning fyrir upplestri í Norræna húsinu. Þar koma fram eftirtaldir höfundar og lesa stutta kafla úr nýjum verkum sínum: Einar Kárason, Kristín Ómarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Cyrbir Elíasson og Thor Vilhjálmsson. Einnig les Hjalti Rögnvaldsson úr nýju smásagnasafni Böbvars Cubmundssonar og þýbingu Sigurbar A. Magnús- sonar á verki james joyce, Ódysseifi. Helgi Hálfdanarson mun lesa úr þýbingum sínum á kínverskum Ijóbum og < V) einnig ábur óbirt Ijób úr vœntanlegu kvœbasafni o o Snorra Hjartarsonar. < Abgangur ókeypis * og öllum heimill. Mál og menning eftir Siglaug Brynleifsson Höfuðeinkenni sósíalista, hvort heldur þeir kenna sig við þjóðemi, öreiga, félagshyggjupólitík eða Marx-lenínisma er algjört tillitsleysi við einstaklinginn, hann er í augum þessara kreddumanna þýðingarlaus. Hóphyggjan og stöðlunin einkennir stefnuna. Fomstulið sósíalista stefnir að fullkomnun samfélagsins og allt skal víkja fyrir hugmynda- fræðinni. Á dögum þeirra félags- bræðra Hitlers og Stalíns var marx- ísk félagshyggja ráðandi með full- kominni miðstýringu. í Sovétríkjun- um stjómuðu kontóristar búrekstri í 1000 kílómetra fjarlægð frá við- komandi kontór. I Rúmeníu var stefnt að iðnvæddu samfélagi og til þess að áætlanimar mættu takast varð að eyða 13.000 sveitaþorpum á leiðinni og rústa fjölmargar fomar byggingar frá fyrri öldum í helstu borgum landsins. Eins og allir vita er allt það sem nefnt er menning einnar þjóðar bundið sögulegum hefðum og venjum, þúsund ára saga ofin úr ótal þáttum. Land, þjóð og tunga samtvinnast. í augum kreddufastra sósíalista er menning einnar þjóðar, hefðir og venjur til trafala framkvæmd hug- sjónarinnar, tungumálið einnig, þessvegna hefur mótast dauðra mál, meðal sósíal-þursanna. Því miður hefur þessi árátta til stöðlunar og miðstýringar aukist hér á landi undanfarna áratugi, en ÞettaerEdda. Húnereinaf 78 þjónustuMtrúum í Landsbankanum. Þjónustufulltrúinn veit allt um Vörðuna, -víðtæka fjármála- þjónustu Landsbankans fyrir fólk á öllum aidri. Þjónustufulltrúinn í Landsbankanum er persónulegur fjármálaráögjafi þinn og trúnaðarmaöur og gætir fjárhags- legra hagsmuna þinna I hvívetna. Hann gefur þér ráö og svarar spurn- ingum þínum um hvaöeina sem lýtur aö fjármálum og bankaþjónustu. Ef þú ert þátttakandi í Vöröu, Námu eöa RS, Reglubundnum sþarnaöi, færöu þinn eigin fasta þjónustufulltrúa. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna nýjasta aðförin að íslenskum hefð- um og menningu er sá ömurlegi samsöngur um sameiningu flestallra hreppa landsins í fáein sveitar- stjómarumdæmi og skal nú öllum hreppum sem færri hafa íbúatöluna en 50, eytt, þurrkaðir út og heiti þeirra afmáð, eins og hinn rúmenski Drakúla vann að með eyðingu sveitaþorpanna í Rúmeníu á sínum tíma. Tilburðir sósíalskra stjóm- valda í félagsmálaráðuneytingu eru í þessum dúr. Nýjasta dæmið er fremur kátlegt og ber glöggt vitni um þekkingarleysi og lágkúru, sem var tilskipun um sameiningu Fjalla- hrepps og Axarfjarðarhrepps, sem varð til þess að oddvitar beggja hreppa mótmæltu og töldu slíka sameiningu óframkvæmanlega þar sem samgöngur á landi væru engar hálft árið. En kontóristum félags- málaráðuneytisins datt það ekki í hug, sameinaðir skyldu þeir, hvað sem öllum staðreyndum leið. Öllu eðlilegra hefði verið að tengja fjalla- hrepp Skútustaðahreppi enda em tengsl þar á milli og samgöngur greiðar yfír Mývatnsöræfi. Vissu- lega eru nokkrir hreppar hér á landi orðnir full fámennir til þess að geta verið sjálfstæðar einingar um sveit- arstjórn jafnvel fjallaskil og við tengsl við stærri hrepp hefur enginn neitt að athuga, svo lengi sem hin fornu heiti haldast. Hreppar eru og voru, sveitarfé- lög, „framfærslu, samábyrgðar og samvinnusvæði" (íslandssaga: Ein- ar Laxness, Rv. 1987). Sameiginleg hagsmunavarsla landfræðilegra eininga hefst að talið er snemma á þjóðveldisöld og hefur staðið síðan. Um ýmis mál urðu hrepparnir að hafa samvinnu, svo sem réttir og fjallaskii og einnig í fleiri greinum ýmissar þjónustu, og þurfti enga sameiningu til þeirrar þjónustu. En helstu rök sameining- arsinna nú felst í því margtuggna hugtaki „þjónusta", sem hver hefur eftir öðrum. í 1100 ár hefur sameig- inleg þjónusta hreppsfélaga við- gengist án þess að til sameiningar þyrfti að koma og viðgengst t.d. um skólahald og heilsugælsu. Smærri stjórnunareiningar veita auk þess mun betri og persónulegri þjónustu en gjörleg er í stórum einingum án yfirþyrmandi skriffínnsku. Þessu sameiningarbrölti fylgir nýr áhugamannahópur, sem titlar sig „sveitarstjórnarmenn" og gefur kost á starfsorku sinni fyrir hin ýmsu byggðarlög sem bæjar- eða sveitarstjórar fyrir talsverða þókn- un. Dæmi um slíka pólitík eru ein þtjú eða fjögur byggðarlög eða þorp á Vestfjörðum þar sem 40% sveitar- tekna renna til reksturs „kontórs- ins“ og starfsliðs þar (Heimild dag- blaðið Tíminn). Hvort hér sé um ýktar tölur að ræða þá er kunnúgt að furðu háar upphæðir renna til þeirrar „þjónustu" sem hin nýja stétt svonefndra „sveitarstjórnar- manna“ nýtur. Hreppar á íslandi töldust flestir 1951, alls 229, 1987 voru þeir 196 og hefur fækkað talsvert síðan. Hitt er það atriði sem hvetur vissa forustumenn fjárhagslega illra staddra stærri þéttbýliskjarna til að Siglaugur Brynleifsson „Það hvimleiðasta við þennan söng, er árátta sósíalista að ráðstafa fólki og hafa af því stöðug afskipti í nafni félagshyggju og sósíal- ískrar kreddu.“ helja sameiningarsönginn nú og það er aðstöðugjaldið (um afdrif þess er enn full óvissa) sem hefur runnið til fámennra hreppa vegna ýmissa opinberra framkvæmda vítt um iand. Það er séð ofsjónum yfir þessu fé og öfundin er þar með í för og allt er réttlætt með „almannaheill", en sú heill hefur víða í ríkjum um- myndast í hrikalega ófreskju, eins og dæmin sanna. Það hvimleiðasta við þennan söng, er árátta sósíalista að ráð- stafa fólki og hafa af því stöðug afskipti í nafni félagshyggju og sós- íalískrar kreddu. Stefna einsýni og einhæfni ræður ferð. Fjandskapur við arfhelgi og hefðir sem hafa mótast og breyst í samræmi við la'ndshætti, landnýtingu og tungu í ellefu hundrað ára sögu lands og byggðar. Nú skal öll fjölbreytni hvers hrepps eða byggðarlags hverfa undir staðlaða fjarstýringu. Sjálfræði hinna dreifðu byggðarlaga skal hverfa og frumkvæði og ábyrgð einstaklingsins þar með. Réttlæt- ingin er „aukin þjónusta" sem verð- ur stirðbusalegri og takmarkaðri, nema fyrir miðstýrendur jarðýtunn- ar. Sameiningarstefnan er menning- arfjandsamleg og leiðir til leiðin- legra samfélags og er einn áfanginn að mótun samfélags menningar- legra óbyija og afrækja í gervi „homo sosialisticus“. Öllum þeim sem er annt um heimahaga sína út um dreifðar byggðir skal bent á hvemig fór fyrir Mökkurkálfa á sín- um tíma þegar hann sá Þór. Mökk- urkálfur stöðlunarinnar mun fljót- lega gugna taki menn að átta sig á innantómu fjasi um „þjónustu" og „félagshyggjuslepjuna" sem ein- kennir málflutning Mökkurkálf- anna. Höfundur er rithöfundur. Fjármálaraðstefna s veitarfélaganna RAÐSTEFNA Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga verður haldin á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtu- daginn 19. og föstudaginn 20. nóvember. Eftir ávarp félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, flytur Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra framsögu er hann nefnir Hver á að borga brúsann? Síðan flytur Ólafur Davíðsson, formaður atvi nnumál anefnd ar ríkisstj órn ar- innar, sambandsins og aðila vinnu- markaðarins, erindi um starf nefnd- arinnar. Undir sama dagskrárlið verður sagt frá fjárhagslegri aðstoð sveitarfélaganna við atvinnulífið á árunum 1987 til 1991 oglýst tillög- um Verktakasambands íslands um úrbætur í atvinnumálum. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um tillögur sveitarfélaga- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga, um áhrif Evrópska efnahags- svæðisins á sveitarfélög og kynnt gerð þriggja ára áætlana sveitarfé- laga um framkvæmdir og rekstur. Á fjórða hundrað þátttakenda hefur boðað komu sína á ráðstefn- una. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.