Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 9 /-- --------------------\ Flókainniskór fyrir dömur, herra og börn. Póstsendum. SKÓSALAN, Laugavegi 1 (gegnt Skólavörðustíg), sími 16584. Verslunin Kúnst auglýsir Verslunin er flutt í Listhúsið, Engjateigi 17. Verið velkomin. Kúnst, Engjateigi 17, sími 683750. BlómabúMn Gullregn og Mique, Rauðarárstíg 33, s. 627033. Hagkvæmasta stjórnunarleiðin Veiðileyfagjald er vafalaust hagkvæmasta leið við stjórnun sjáv- arútvegs og hann, eins og þjóðin öll, mun hagnast á slíku kerfi. Ráðagerðir um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins fela í sér skref í átt til veiðileyfagjalds, ef af verður. Þetta segir f forustu- grein DV í gær. Sameign en ekki séreign Forustugrein DV ber fyrirsögnina „I átt til veiðileyfagjalds" og fer hún hér á eftir (millifyr- irsagnir eru Mbl.): „Ráðagerðir um stofn- un Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins fela í sér skref í átt til gjaldtöku veiði- leyfagjalds, ef af verður. Veiðileyfagjald er vafa- laust hagkvæmasta leið við stjórnun sjávarút- vegs. Það byggist á laga- ákvæði um, að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar en ekki séreign útgerðar- manna. Fyrst og fremst mætti með slíkri gjald- töku auðveldast sjá til þess, að afkastageta í sjávarútvegi verði í sam- ræmi við þann afla, sem stofnamir leyfa. Þetta mundi með öðrum orðum leiða til nauðsynlegrar hagræðingar. Það er ein- mitt þannig, sem Þróun- arsjóður sjávarútvegsins er hugsaður, en þó eru mjög skiptar skoðanir milli útgerðarmanna og ráðherra um túlkun á „samkomulagi" um þenn- an sjóð. Dregið úr afkastagetu Forsætisráðherra til- kynnti um fyrirhugaðan sjóð jafnframt öðrum efnahagsráðstöfunum í „pakka“ ríkisstjómarinn- ar nú um helgina. Lýst var samkomulagi í svo- nefndri tvíhöfða nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði með tveimur formönnum til að endurskoða stefn- una í stjómun fiskveiða. Ákveðið þróunargjald, það er veiðileyfagjald, verður samkvæmt þessu lagt á úthlutaðan þorsk- kvóta frá 1996-1997. Þróunarsjóðurinn á, einnig samkvæmt „sam- konmlaginu", að draga úr afkastagetu í sjávarút- vegp, hugsanlega nálægt 20 prósent, sem vafalaust er þó fulUítið. Fjár til sjóðsins verður á næsta ári aflað með lántökum erlendis upp á fjóra miHj- arða króna. Síðar mun greinin standa undir sjóðnum og greiða niður lánin. Þróunarsjóður á að úrelda skip og fisk- vinnslustöðvar. Hagræðingu flýtt Þannig verður mjög fiýtt fyrir hagræðingu í sjávarútvegi. Hagur greinarinnar batnar sem því nemur. Hagræðing- arsjóður verður lagður niður, svo að „sukksjóð- imir“, Atvinnutrygg- ingasjóður og Hlutafjár- sjóður. Hinir síðamefndu sitja í skuldasúpu yfir- leitt vonlausra fyrir- tækja, sem þeir hafa lán- að tíl. Það var verk ríkis- stjómar Steingríms Her- mannssonar. En þessa dagana er mjög deilt um, að hve miklu leytí Þróun- arsjóðurinn eigi að bera ábyrgð á skuldasukkinu, einkum Atvinnutrygg- ingasjóðs. Gjald hefur verið tekið síðan 1990 fyrir afla- heimildir Hagræðingar- sjóðs, eins konar vísir að veiðileyfagjaldi. Þetta gjald eða ígildi þess mun nú renna tíl hagræðing- ar. En helztu andstæð- ingar veiðileyfagjalds halda þvi fram, að í sam- komulagi um gjaldtöku kvótaárið 1996-1997 og síðar eigi að líta á þau 12 þúsund þorskígildis- tonn, sem Hagræðingar- sjóður hefur, sem þak á gjaldtöku. Á mótí virðast alþýðuflokksmenn og forsætisráðherra ákveðnir í, að gjaldtakan fyrir veiðiheimildir gangi miklu lengra. Kröftug mótmæli Helztu andstæðingar veiðileyfagjalds mót- mæla kröftuglega hug- myndum um, að Þróun- arsjóður sitji uppi með skuldahala Atvinnu- tryggingasjóðs, þar sem nærri 7 milljarðar króna gætu verið glataðir í Ián- um, sem Atvinnutrygg- ingasjóður fær varla greidd. Taka verður und- ir þá skoðun, að ömurlegt sé, að þeir, sem hafa spjara sig í sjávarútvegi, verði sérstaklega látnir greiða sjóðasukk fyrri ríkisstjórnar. En ekki varð undan þvi komizt, að reikningurinn fyrir sjóðasukkið félli á lands- menn, fyrst svo illa hafði verið stjómað. Að öðm leytí ber að lita á hið já- kvæða, að sjávarútvegur- inn, eins og þjóðin öll, mundi hagnast á kerfi, sem byggðist á veiði- leyfagjaldi, þegar fram í sæktí. Að samanlögðu er að þokst í áttina að veiði- leyfagjaldi." AÖventukransar jólaskreytingar mikið úrval gjafavöru 20% afsláttur á jólastjörnum. Gangið í Ferðafélag íslands á 65 ára afmælinu Ferðafélag íslands, félag allra landsmanna, er 65 ára í dag, 27. nóvember. Við óskum félögum okkar og öðrum velunnurum til hamingju með afmælið. í tilefni þess viljum við hvetja sem flesta til að ganga í Ferðafélagið. Árgjaldið er 3.000,- kr. og innifalin er einkar glæsileg árbók um svæðið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda norðan byggða, auk annarra fríðinda. Velkomin á opið hús á nýju skrifstofunni, Mörkinni 6, frá kl. 9-19 í dag. Sjá nánar auglýsingu í félagslífi Morgunblaðsins. Ferðafélag íslands, Mörkinni 6, sími: 682533, fax: 682535. SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJÁR BAÐMOTTUR I DAG Á KOSTNAPARVERÐI byggt&bCið I KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.