Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Hungursneyðin í Sómalíu Yaldbeiting* til að aflétta neyðinni? New York. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), undirbýr tillögur sem búist er við að hann kynni örygg- isráðinu í dag, um aðgerðir til að koma megi hjálpargögnum til bágstaddra í Sómalíu. Stríðandi fylkingar í Sómalíu hafa rænt hjálpargögnum að und- anfömu og reynt að hindra hjálpar- starf með ýmsum hætti. Áætlað er að 300.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífí af völdum stríðsins í land- inu frá því Mohammed Siad Barre fyrrum einræðisherra var steypt af stóli í janúar 1991. Danmörk; Samkomu- lagum /»• / i •• • rjarlogin Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA stjórnin hefur náð samkomulagi við stjórnar- andstöðuflokkana um fjár- lög næsta árs. Er markmið þeirra að draga úr halla á ríkissjóði og um leið örva atvinnulíf. Talsmenn flokkanna sögðu að þrýstingur á dönsku krón- una eftir gengisfellinguna í Svíþjóð í lok síðustu viku hefði valdið því að flokkamir hefðu náð samkomulagi um fjárlögin mun hraðar en ella. Henning Dyremose íjár- málaráðherra vildi ekki skýra frá því í hveiju samkomulag flokkanna var fólgið. Sagði einungis að frumvarpið, sem búist er við að verði að lögum í næsta mánuði, ætti að draga úr atvinnuleysi og minnka halla á ríkissjóði. Á mánudag lét Poul Schliiter forsætisráðherra í ljós vonir um að samkomulag næðist um íjárlagafrumvarpið í vikunni, það væri nauðsyn- legt ef íjármagnsmarkaðurinn ætti að meta stöðuna jákvætt. Hann sagði jafnframt þá að stjóm sín hefði ákveðið að verða við þeim kröfum stjóm- arandstöðunnar að slaka á strangri peningastefnu sinni. Boutros-Ghali hefur að undan- fömu kannað ýmsa möguleika á aðgerðum af hálfu SÞ í Sómalíu. Meðal kosta er valdbeiting og sagði CAW-sjónvarpsstöðin í gær að Lawrence Eagieburger utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hefði farið til New York í fyrradag og boðið Boutros-Ghali að Bandaríkjamenn sendu allt að 30.000 manna herlið til landsins til þess að tryggja að hjálpargögn bærust til bágstaddra. Sameinuðu þjóðimar sendu á sín- um tíma 500 manna pakistanskt herlið til höfuðborgarinnar Moga- dishu til þess að stjóma flutningum með hjálpargögn. Staðið hefur til að fjölga þeim um 3.000 en fulltrú- ar stríðandi fylkinga í landinu hafa lagst gegn því. Nicu frjáls maður Reuter Nicu Ceausescu, 41 árs gamall sonur rúmenska einræðisherrans Nicolae Ceausescu, sést hér stíga inn í bfl í Búkarest. Hann var látinn laus úr fangelsi fyrir nokkrum dögum vegna heilsubrests. Nicu mun vera með skorpulifur og vart eiga mörg ár ólifuð. Hann nýtti sér óspart aðstöðu sína á valdatíma föðurins, yar alræmdur svallari og grimmdarseggur. Umbótasinnar úr stjóm í Rússlandi Harðlínumenn telja mannaskíptín yíii’skin lf_1- D_á._ Moskvu. Reuter. BORÍS N. Jeltsín, forseti Rússlands, lagði í gær niður stöðu sérstaks ríkisráðgjafa, sem umbótasinninn Gennadí Búrbúlís hefur gegnt en hann tekur við nýju embætti yfirmanns helstu ráðgjafanefndar forset- ans. í fyrradag sagði Míkhaíl Poltoranín upplýsingamálaráðherra af sér, að eigin sögn til að slá á árásir harðlínumanna á Jeltsín. Tals- menn afturhalds- og harðlínumanna segja þessar mannabreytingar eintómt yfirskin. Þeir krefjast gerbreyttrar stefnu, vilja stóraukna miðstýringu og hægfara umbreytingu frá efnahagskerfi kommúnis- mans. Andrej Kozyrev utanríkisráðherra hefur einnig verið skotspónn aftur- haldsafla en hann sagðist í gær ekki myndu segja af sér. Kozyrev fullyrti að umbótastefnunni yrði haldið til streitu og í sama streng tók Jegor Gajdar forsætisráðherra. í fyrradag var umbótasinnanum Jegor Jakovlev vikið úr stöðu sjónvarpsstjóra Sam- veldisins vegna óánægju stjómvalda með fréttaflutning af þjóðemisátök- um. Jakovlev, sem ekki mun vera skyldur helsta hugmyndafræðingi perestrojku Míkhaíls Gorbatsjovs, Alexander Jakovlev, lýsti mikilli óánægju með brottreksturinn en sagðist þó ekki óttast að allsheijar ritskoðun væri í aðsigi. Mikil spenna ríkir í rússneskum stjómmálum vegna væntanlegs fundar fulltrúaþingsins, æðstu lög- gjafarstofnunar Rússa, er hefst í desember. Þar er gert ráð fyrir hörð- um átökum milli umbótaafla og harðlínumanna. Hinir síðamefndu njóta stuðnings margra miðjumanna er vilja fara hægar í efnahagsumbæt- ur í átt til markaðskerfis en Gajdar og Jeltsín. Gajdar hvikar ekki Gajdar sagði í þingræðu að á fjór- um sviðum gæti hann ekki fallist á málamiðlun. • ■Ekki yrði horfið á ný til beinnar miðstýringar á miðlun auðlinda, mannafla og ijármagns. Borgara- sambandið krefst þess tekin verði upp slík stýring á ný í einhveijum mæli og tímabundið til að efla at- vinnulífið. ■Gajdar vill ekki að heimiluð verði „takmarkalaus seðlaprentun" eins og hann orðar það til að veita stórfyrir- tækjum lán; forstjórar fyrirtækjanna segja að með slíkum lánveitingum verði komið í veg fyrir stóraukið at- vinnuleysi vegna yfirvofnadi hruns fyrirtækjanna. ■Forsætisráðherrann er ennfremur andvígur því að yerðlag og laun verði fryst. ■Gajdar hafnar tillögum þess efnis að rúblan verði styrkt og gengi henn- ar gagnvart Bandaríkjadollar þannig haldið háu „með handafli" þ.e. án þess að tekið sé mið af raunverulegu verðgildi hennar í viðskiptum. í sept- ember voru um 200 rúblur í dollaran- um en nú eru þær um 450. Gert er ráð fyrir að verðbólgan á þessu ári verði um 2.000% og framieiðsla minnki um fimmtung. Gajdar segir að lausnir Borgara- sambandsins myndu hafa í för með sér enn hrikalegri óðaverðbólgu kæmu þær til framkvæmda. Á hinn sé hann relBubúinn að slaka til í fjár- málastefnunni til að aðstoða her- gagnafyrirtæki við að hefja fram- leiðslu á öðrum vörum, einnig til að efla endurmenntun starfsmanna. Margir þingmenn voru stóryrtir í garð Gajdars og kröfðust atkvæða- greiðslu um vantraust á stjómina. Undanfama daga hefur verið orð- rómur á kreiki um málamiðlun stjómvalda og Borgarasambandsins en Arkadí Volskí, aðaltalsmaður sambandsins, sagði í viðtali við Itar- TASS-fréttastofuna að í nýrri efna- hagsáætlun Gajdars, sem rædd var í þingnefnd, væri ekkert reynt að koma til móts við tillögur samb'ands- Borgarstjóm Kaupmannahafnar í vanda Er sæmandí að braska með fom götuheiti? ÓVENJULEGT mál er nú komið inn á borð ráðamanna í Kaup- mannahöfn. Alex Brask Thomsen, danskur auðkýfingur sem búsett- ur er í Sviss, býðst til að greiða 250 railljónir danskra króna (rúm- lega 2.500 mil(jónir ÍSK) ef heiti götunnar þar sem hann ólst upp, Narrebrogade, verði breytt í Alex Brask Thomsens gade. Borgin skuldar alls sem svarar 100 miHjörðum ÍSK og nú er spurt hvort hægt sé að verja kaupskap af þessu tagi. Brask Thomsen er 73 ára gam- all, landsþekktur fyrir einstakt pen- ingavit og gengur með silfurhvítt tagl. Hann er ekki af auðugu fólki kominn en er nú talinn eiga sem svarar rúmlega 20 milljörðum ÍSK. Hann stofnaði á sínum tíma Fin- ansbanken er varð sjötti stærsti banki landsins en seldi hann og stundar nú verðbréfaviðskipti ásamt bömum sínum. Norrebrogade er með þekktustu götum borgarinnar en hefur hrakað á síðari árum, mikið er um félags- leg vandamál meðal íbúanna. Brask Thomsen fluttist þangað bam að aldri með foreldrum sínum frá Vesturbrú og forfeður hans bjuggu margir við Norrebrogade. Sjálfur var hann lærlingur í teppa- og málningarvöruverslun við göt- una og gekk þar skóla. Hann lang- ar til að sín verði minnst með ótví- ræðum hætti en segist alveg sætta sig við að nafnbreytingin vari að- eins í hundrað ár. Embættismenn Kaupmanna- hafnar segjast ekki þekkja dæmi um að fólk hafi keypt sér (næstum því) ódauðleika með þessum hætti. Hefð sé auk þess fyrir því að nefna ekki götur í höfuðið á lifandi fólki. Kosið eftir settum reglum JOAO Baena Soares, fram- kvæmdastjóri Samtaka Amer- íkuríkja, sagði á miðvikudag að engir alvarlegir gallar hefðu ver- ið á framkvæmd þingkosning- anna í Perú sl. sunnudag. Baena stjómaði starfi 200 eftirlits- manna á vegum Samtaka Amer- íkuríkja í kosningunum og sagði að þær hefðu borið vott um „lýð- ræðisanda" Perúmanna, sem virtu að vettugi hótanir vinstri- sinnaðra skæruliða um að hindra kosningamar með ofbeldi. Flokkur Albertos Fujimoris for- seta fékk meirihluta þingsæta í kosningunum, samkvæmt bráðabirgðatölum. 50 milljarðar gegn spákaup- mennsku NORSKI seðlabankinn notaði tæplega helming gjaldeyrisforða síns til þess að veija gengi norsku krónunnar í lok síðustu viku, að því er skýrt var frá í gær. Samtals keypti bankinn norskar krónur á alþjóðlegum markaði á fímmtudag og föstu- dag fyrir jafnvirði 49,9 milljarða norskra króna (rúma 500 millj- arða ÍSK) í þeirri von að beija niður spákaupmennsku með krónuna. Þar af notaði bankinn gjaldeyri að jafnvirði 36,8 millj- arða norskra króna á föstudag. Fyrr í þessum mánuði nam gjald- eyrisforði Noregs 112 milljörð- um króna. í byijun þessarar viku snerist þróunin við og gjaldeyris- sjóður seðlabankans hækkaði þá um 13,9 milljarða króna. Sakaðir um kjarnorku- mengun TALSMENN umhverfisvemdar- samtaka Grænfriðunga sögðu á þriðjudag, að rússneski flotinn varpaði enn kjamorkuúrgangi af ásettu ráði í hafið, bæði á Kyrrahafí og annars staðar. Vitnað var í rússnesk skjöl, sem samtökin höfðu komist ýfír og sögðu, að rússneski norðurflot- inn varpaði árlega í hafið allt að 10.000 rúmmetmm af geisla- virkum vökva og allt að 2000 rúmmetmm af geislavirkum úr- gangi í föstu formi. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sagði á þriðjudag, að hún hefði ná- kvæmar skrá yfir, hvað sovéski flotinn fyrrverandi hefði varpað miklum geislavirkum úrgangi í hafið og hvar. í skránni vom nefndir sjö staðir, þar sem yfir 11.000 gámum af kjamorkuúr- gangi í föstu formi og sjö kjam- kljúfum hafði verið varpað í sjó- inn. Noregur sækir um EB-aðild GRO Harlem Bmndtland, for- sætisráðherra Norges, afhenti á miðvikudag John Major, forsæt- isráðherra Breta, sem em í for- svari fyrir Evrópubandalaginu (EB) fram að áramótum, um- sókn um aðild Norðmanna að bandalaginu. Bretar hafa barist fyrir því innan EB að bandalag- ið verði stækkað en auk Norð- manna hafa Austurríkismenn, Svisslendingar, Svíar og Norð- menn nýlega lagt fram umsókn- ir og margar nýfijálsar þjóðir Austur- og Mið-Evrópu hyggjast feta í fótspor þeirra. Skoðana- kannanir í Noregi gefa til kynna að andstæðingar aðildar séu fleiri en stuðningsmenn. Náist samningar milli fulltrúa banda- lagsins og norskra embættis- manna verður aðildin borin und- ir þjóðaratkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.