Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1993 15 að skoða skattafrumvörpin og hinar furðulegu tillögur heilbrigðisráð- herrans og reyndar var ábyrgðar- hluti að afgreiða þessi lög á örfáum dögum. Hafi einhveijar tafir átt sér stað eru þær á ábyrgð ríkisstjórnar- innar. Hér er nauðsynlegt að rifja upp hvert hlutverk stjórnarandstöðu er óháð tíma og rúmi. Samkvæmt mínum skilningi felst það í því að veita stjómvöldum aðhald, að láta þau standa fyrir máli sínu, spyija spurninga og gagnrýna. Stjórnar- andstöðu ber einnig að reyna að koma í veg fyrir að mistök séu gerð. í öllum lýðræðisríkjum er stjómarandstaðan mjög mikilvæg. Það ber vott um veika stöðu og vondan málstað þegar ríkisstjóm kvartar og kveinar undan stjórnar- andstöðunni, eða hellir sér yfir hana með óhróðri, nema að þar sé á ferð valdhroki þeirra sem finnst þeir ekki þurfa að standa einum né nein- um skil gerða sinna. Hvor þessara tilgáta skyldi skýra skrif Mbl. og ráðherrarausið? Kannski báðar? Lítið í eigin barm Það kann vel að vera að núver- andi stjórnarandstaða sé hörð í horn að taka, en það er þá ekki nýtt í sögu íslenska þingsins. Væri sjálfstæðismönnum hollt að rifja upp nokkur augnablik frá stjómar- andstöðudögum þess gamla flokks. Árið 1930 sat við völd ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar með þann umdeilda Jónas frá Hriflu innan- borðs. Jónas fór hrikalega í taug- arnar á sjálfstæðismönnum sem djöfluðust gegn honum, héldu uppi frammíköllum og ólátum á þingi og eltu Jónas landshomanna á milli til að rífast við hann. Sjálfstæðis- menn voru tilbúnir til að gera Jón- asi allt til bölvunar og gengu svo langt að sjálfur formaður Sjálfstæð- isflokksins, Jón Þorláksson, ætlaði að hleypa upp þingfundi á Alþingis- hátíðinni á Þingvöllum með ákveð- inni tillögu, bara til þess að klekkja á Jónasi. Sú aðgerð var stöðvuð af þáverandi forseta þingsins. Þá er þess skemmst að minnast að stjórnarandstaða sjálfstæðis- manna 1988-1991 þótti einkar harðdræg og málglöð. Hún hélt margar maraþonræður m.a. til að stöðva ný grunnskólalög og núver- andi landbúnaðarráðherra ræddi þingsköp í tíma og ótíma, svo títt að sagt er að enginn komist í hálf- kvist við hann í núverandi stjórnar- andstöðu. Sjálfstæðismenn kasta því steinum úr glerhúsi er þeir gagnrýna stjómarandstöðuna fyrir málæði og þingskaparumræður og væri hollast að líta í eigin barm áður en þeir sleppa sér lausum í fjölmiðlum landsins. Það er svo annað mál að vel má breyta þeim vinnubrögðum sem tíðkast hafa áratugum saman á Alþingi þannig að vinnutími og vinnureglur verði með skaplegum hætti og tillit tekið til þess að þing- menn eiga fjölskyldur eins og annað íslensk gjöf til Lettlands FYRIR skömmu var haldinn fund- ur á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn og heilbrigðisyfir- valda í balknesku löndunum í Riga í Lettlandi. Landlæknir var boðið á fundinn ásamt nokkrum aðilum frá Norður-Evrópu, segir í frétt frá Landlækni. A fundinum var rætt um aðstoð við balknesku rík- in á sviði bólusetninga og farsótta. Á fundinum færði landlæknir heil- brigðisyfirvöldum í Lettlandi 5.000 dollara að gjöf frá heilbrigðisráð- heira og Landlæknisembættinu til kaupa á bóluefni. Jafnframt var rætt við fulltrúa Norðmanna um áfram- haldandi stuðning við Lettlendinga. Undirtektir voru góðar og hafa Norðmenn samþykkt að taka þátt í verkefninu. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur tekið málið upp við World Bank sem hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Boðað hefur verið til fundar á Skrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar í Kaupmanna- höfn í janúar. fólk. Langar og ómarkvissar um- ræður verða til þess eins að draga alla snerpu úr pólitíkinni en breyt- ingar munu ekki ná fram að ganga nema um þær sé samstaða og jafn- framt að ríkisstjórnin bæti vinnu- brögð sín með betri undirbúningi og langtímaáætlunum. Af frium þingmanna Morgunblaðinu finnst þingmenn ekki of góðir til að vinna milli jóla og nýárs og að allt tal um jólafrí og margra mánaða sumarhlé sé úrelt og út í hött. Hér gætir mikils ókunnugleika. Þingmenn eru kjöm- ir fulltrúar fólksins í landinu og þeim ber skylda til að hafa sam- band við kjósendur sína og að gefa landsmönnum færi á að hitta sig. Til þess þarf tíma sem ekki gefst meðan þing starfar. Bæði stjórnvöld og þingmenn þurfa frið til að und- irbúa mál sem þeir hyggjast leggja fyrir þing. Þá er þess að gæta að a.m.k. 23 þingmenn eru búsettir úti á landi og þeir eiga að sjálf- sögðu rétt á að komast heim þó ekki væri nema yfir jól og áramót. Þó mætti hugsa sér að halda þing- fundi milli jóla og nýárs væri þess sérstök þörf ef vinnutími í desem- ber væri að öðru leyti viðunandi. Stjórnarflokkamir kusu nú að halda þingmönnum á fundum fram á rauða nótt, margar nætur í röð og hefur slíkt aldrei tíðkast fyrr að því er eldri og reyndari þingmenn segja. Að morgni var svo ætlast til þess að þingmenn mættu á nefndarfundi kl. 8.15 eftir örfárra tíma hvíld. Það gefur augaleið að vinnubrögð af þessu tagi kunna ekki góðri lukku að stýra og varla von á vel unnum lagabálkum eða blíðlyndri stjómar- andstöðu þegar þannig er staðið að verki. Vinnubrögð af þessi tagi tíðk- ast hvergí á byggðu bóli og myndi ekkert verkalýðsfélag líða slíka framkomu við félagsmenn sína. Falli sá dómur sem fyrst f Að lokum vil ég vara Morgun- blaðið við miklum samanburði við hið forna Alþingi ef meiningin er að höfða til þjóðarstolts þingmanna og virðingar þeirra fyrir fomum dyggðum, en þannig túlka ég niður- lag leiðarans margumrædda. Það er nokkuð langsótt að fá þingmenn stjórnarandstöðunnar til að slíðra sín núverandi vopn, hið talaða orð, með tilvísun til Gissurar og Geirs, Gunnars, Héðins og Njáls. Alþing hið forna var allt annars konar stofnun en þjóðþing okkar er nú þótt margt sé líkt með skyldum. Eins og textinn úr Þorgils sögu og Hafliða hér að framan ber með sér gekk á ýmsu á Þingvöllum. Þar á völlunum var deilt harkalega, menn særðir, vegnir og valdabarátta háð. Alltaf voru þó margir menn sem leituðu sátta og vildu ólögum eyða. Hætt er við að virðing hins forna þings hafi ekki alltaf risið hátt meðan ribbaldar óðu þar uppi. Virðing Alþingis stendur og fell- ur með því fólki sem þar situr og því hve málefnalega og vel er unn- ið og stjórnað. Þar reynir bæði á stjórn og stjómarandsstöðu og að menn kunni sér hóf í yfirlýsingum og yfirgangi. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, en svo mikið get ég sagt Morgunblaðinu að stjórnar- háttum eins og þeim sem ráðherrar núverandi ríkisstjórnar iðka sumir hveijir verður ekki tekið þegjandi hér eftir fremur en hingað til. Ráð- stöfunum og áframhaldandi niður- rifsstarfsemi í fijálshyggjustíl sem ógna því velferðarþjóðfélagi sem tekið hefur áratugi að byggja upp verður varist áfram af hörku. Það væri slöpp stjórnarandstaða sem ekkj veitti stjórn á við þá sem hér situr kröftuga mótspyrnu. Hafliði Másson fékk miklar skaðabætur fyrir þann áverka sem Þorgils veitti honum á þingi, en það er mín trú að þjóðin mun launa þau högg sem ríkisstjórnin hefur veitt henni með löngum útlegðardómi. Megi sá dómur falla sem fyrst. Höfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík. V»y*vv,v,v.v. || i \m \ m jV,;,v,v,vYw L \ \ .IHY A M B R-A ÞAR SEM VERÐ OG GÆDI FARA EKKI SAMAIU Þú færð mun meira en þú borgar fyrir þegar þú kaupir AMBRA tölvur, því þær eru vandaðri og öflugri en verðið gefur til kynna. Það er því engin furða hvað AMBRA hefur verið gríðarlega vel tekið, bæði af fyrirtækjum og einstaklingum. Komdu í Nýherja og kynntu þér hvað þú færð stórkostleg gæði fyrir skemmtilega lágt verð. LOKSINS FÆRÐU TÖLVU ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA EKKI SAMAN Tegund Örgjörfi Tiftiðni Minni Diskur Skjár Tengi- raufar Stgr. verð AMBRA Sprinta 386SX 25MH2 4MB (16MB) 85MB 14“SVGA 3 98.000 < AMBRA Hurdla 386SX 25MHz 4MB (16MB) 170MB 14" SVGA 6 131.000 AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 107MB 14" SVGA 3 138.000 O u. AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 212MB 14” SVGA 3 157.000 ►- AMBRA Sprinta 486DX 33MHz 4MB (32MB) 107MB 14" SVGA 3 166.000 o o AMBRA Hurdla 486DX 33MHz 4MB (32MB) 107MB 14" SVGA 6 173.000 AMBRA Hurdla 486DX 50MHz 4MB (32MB) 107MB 14"SVGA 6 199.000 ■X (D A M B R, tA Raðgroiðslur GREIÐSLUSAMNINGAR NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SlMI 69 77 00 & 69 77 77 AlltnJ’ skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.