Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1993, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 Steingrímur Guð- mannsson frá Snæringsstöðum Fæddur 5. ágúst 1912 Dáinn 19. desember 1992 Til moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannslíf sem jörðin elur. Sem hafsjór er n's með fald við fald þau falla en guð þau telur. Því heiðloftið sjálft er huliðstjald sem hæðanna dýrð oss feiur. (E.B.) Vetrarsólstöður nálgast. Þær eru það tímanna tákn sem okkur íslendingum verður ætíð hug- stætt. Þá er veldi myrkursins mest og dagsbirtan aldrei styttri. En nú breytir jörðin afstöðu sinni í hinni eilífu hringrás. Sólin hækkar á lofti, skammdegisskuggarnir styttast og konungur ljóssins tekur völdin. Á þessum tímamótum var lífsbók Steingríms frá Snærings- stöðum lokað. Æskudalurinn okkar Stein- gríms er víðfeðmur og grasivax- inn, svo varla sést ógróinn blettur, en blautur flóinn kom ekki að full- um notum fyrr en stórvirkar vél- gröfur komu til sögunnar svo hægt var að þurrka hann, beiti- landið varð miklu betra og nýttist langtum meira en áður. Túnrækt- un tók risastökk og á flestum bæjum voru túnin stækkuð um tugi hektara. Margir bæir komust þá fyrst í vegasamband, þar á meðal Snær- ingsstaðir. Ekki var hægt að segja '‘að létt væri um vik til stórfram- kvæmda meðan vegasamband var ekki fyrir hendi og flóinn illur yfir- ferðar. Um miðja öldina var stökk- breyting á búnaðarháttum í Svína- dal. Uppþurrkun flóanna réði þar mestu, vegasamband, síminn og nýbyggingar í kjölfarið, en þeirra var mikil þörf. Bændur í Svínadal kunnu vel að nýta sér bætta að- stöðu og sanna það framkvæmdir sem þá voru gerðar. Snæringsstaðir eru staðsettir í miðju landi jarðarinnar sem allt er grasi vaxið upp að fjallsrótum en efst er fjallið krýnt rismiklu hamrabelti. Jörðin hentaði vel til útbeitar sem nýtt var til hlítar meðan ræktun var takmörkuð en engjar lélegar, aðeins um mýrar- heyskap að ræða. í mínu ungdæmi voru Snær- ingsstaðir talin mjög góð bújörð, en í dag er lagt annað mat á gildi jarðar en áður var. Þegar ég var að alast upp í Svínadal, strákpatti, var margt ungt og dugmikið fólk á öllum bæjum undir fjallinu. Þrír úr hópn- um færðu sig aldrei um set og tveir aðstoða enn við búskap á jörðum sínum þótt hár aldur sé genginn í garð. Snæringsstaða- systkinin voru fjögur, Steingrímur var yngstur, Jón elstur og er hann einnig látinn. Albert og Guðrún eru enn við góða heilsu þó aldur- inn sé farinn að segja til sín. Öll hafa þessi systkini reynst mér mikil tryggðatröll og stend ég í þakkarskuld við þeirra vináttu sem erfitt er að endurgjalda. Steingrímur var í eðli sínu hlé- drægur, hógvær í framkomu, glað- vær og sviphreinn. Hann var sterklega vaxinn og mesta hraust- menni og voru það einkenni Snær- ingsstaðafeðga. Meðan ég átti heima á Geithömrum voru kynni okkar náin og áttum við oft sam- leið í réttum, kaupstaðarferðum og á samkomustöðum. Með honum var alltaf gott að vera. Mörg haust fórum við saman í Undirfellsrétt. Þá áttu Svínhreppingar þar fjölda fjár. Mikið verk var að hirða okk- ar fé i réttinni og metnaðarmál að láta ekki koma fram of margt fé í töfludrætti. Við sundurdrátt- inn komu sér vel handtökin hans Steingríms, það voru engin vettlin- gatök, ekki var legið á liði sínu. Það var ógleymanlegt að vinna með honum. Þegar ég hugsa til hans og Hallgríms á Eiðstöðum úr slíkum ferðum, verð ég ungur í annað sinn. Þeir voru sannarlega hetjur hins hversdagslega lífs sem brugðust ekki því hlutverki sem þeim var lagt í hendur. Alltaf höfð- um við á pela til að væta kverkam- ar, en hóflega var dreypt á guða- veigum, enda veitti ekki af að hafa óskerta athygli, því foringinn Júlíus á Mosfelli þurfti að geta treyst okkur bæði við sundurdrátt og rekstur ijárins alla leið austur í Auðkúlurétt. Sundurdrátturinn tók einn dag, síðan var gist í Vatnsdal með safnið nóttina eftir. Daginn eftir var safnið rekið til rétta. Þegar aldurinn færist yfir er gaman að rifja upp gamlar minn- ingar um góðan vin og oma sér við glæður sem ekki kulna, meðan skarið blaktir hérna megin við fortjaldið mikla. Góð vinátta sem ekki fyrnist er veganesti sem aldr- ei þrýtur. Steingrímur var góður heimilis- faðir, sem helgaði lífið fjölskyldu sinni, hann sem aðrir bændur þurfti að þrauka langan og strang- an vinnudag, en eljusemin og þrautseigjan gaf sigur í aðra hönd. Það var ekki hans takmark að safna veraldarauði, heldur að sjá sér og sínum farborða. Hann var heimakær fjölskyldufaðir sem ferðaðist • lítið og veitti sér tak- markað. Eins og hjá mörgum á hans aldri varð skólagangan ekki lengri en skyldan sagði til um en lífíð sjálft er oftast drýgsti skólinn og sannar oft að menntun og menning fæst í okkar daglega lífi ef við vinnum okkar störf með huga og hendi. Góðir eðliskostir sem vel em nýttir skapa gott for- dæmi. Steingrímur var fæddur á Snæringsstöðum og átti þar heima mestan hluta ævi sinnar. Foreldrar hans vom bæði Svínhreppingar, faðir hans var Guðmann Helgason frá Svínavatni og móðir hans Guð- rún Jónsdóttir, fædd á Hamri.en fluttist kornung með foreldrum sínum að Ljótshólum og ólst þar upp. Hann naut þess að alast upp hjá góðum foreldrum og í glöðum systkinahópi. Guðmann var hraustmenni og snar í snúningum, víðlesinn og fróður vel. Hann kenndi mér fermingarárið mitt í farskóla Svínavatnshrepps og var ég fimm vikur í skóla þann vetur. Hann lét sér annt um að við nýttum skólann sem best og fylgd- ist vel með árangri okkar. Guðrún var fríðleikskona og góðum gáfum gædd. Árið 1945 fluttu Snærings- staðahjónin til Reykjavíkur, ásamt dóttur sinni. Þá var Guðrún orðin heilsuveil og áttu þau ekki aftur- kvæmt í Svínadalinn. Ég nýt þess að eiga góðar minningar um þessi hjón. Árið 1942 kom ung stúlka að Snæringsstöðum, Auður Þorbjarn- ardóttir frá Brúsastöðum í Vatns- dal. Steingrímur og Auður bund- ust tryggðaböndum og hafa nú átt samleið í hálfa öld. Fyrst við búskap á Snæringsstöðum og síð- ar hér í Reykjavík. Þau eignuðust fjögur böm sem öll eru á lífi. AIls eiga þau sextán afkomendur. Elst er Guðrún, hún býr á Blönduósi og var gift Grétari Sveinbergssyni bifreiðastjóra, en hann andaðist snögglega á sl. hausti, aðeins 54 ára gamall. Þau áttu þijú börn og eitt barnabarn. Benedikt bóndi á Snæringsstöðum, kvæntur Hjör- dísi Þórarinsdóttur frá Blönduósi. Þau eiga þijú börn og tvö bama- börn. Guðmann bóndi og bifreið- stjóri í Ljótshólum, sambýliskona hans er Concordía Guðmannsdótt- ir. Þau eiga þijár dætur. Þorbjörn, sambýliskona hans er Hulda Jó- hannesdóttir, og búa þau á Hofs- ósi. Steingrímur og Auður bjuggu til ársins 1970 á Snæringsstöðum en fluttu þá til Reykjavíkur. Eftir það tók Benedikt sonur þeirra við jörðinni. Albert bróðir Steingríms var einnig við búskap á jörðinni, þar til hann flutti til Reykjavíkur. Búskapur Steingríms og Auðar var farsæll, kannski ekki stór í sniðum en stóð fyrir sínu. Gest- risni, þrifnaður og nýtni einkenndi heimili þeirra. Eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur fékk Steingrímur vinnu hjá borginni, settur verkstjóri við ný- byggingar og viðhald á leikvöllum borgarinnar. Síðustu árin meðan heilsan leyfði var hann vaktmaður í Stjórnarráðinu. Störf sín vann hann af dyggð og trúmennsku. Fyrir um það bil tíu árum bilaði heilsan svo að um varanlegan bata var ekki að ræða. Þung örlög fyr- ir þennan hraustbyggða sterka mann. En hann lét ekki erfiðleik- ana buga sig, lífsorka og rétt hug- arfar hafði þar sitt að segja. Ekki Fædd 16. ágúst 1924 Dáin 27. desember 1992 Nú er Ella mín dáin. í 23 ár höfðum við þekkst en í mínu hjarta fannst mér ég hafa þekkt hana alla mína ævi. Hún tók strax á móti fjölskyldu minni eins og við værum eigin börn. Hlýja og góð- mennska var henni svo eðlislæg og sjálfsögð, eins það að gefa okk- ur hluta af sjálfri sér. Á annan dag jóla höfðum við hist öll bömin hennar með ömmu- bömin og eftir því sem árin liðu fjölgaði í Skipholtinu en samt var alltaf nóg pláss fyrir okkur. Ófá skiptin tóku Ella og Eyfi börnin mín á skíði, sem þau höfðu fengið í jólagjöf frá ömmu og afa og stundum fengu þau að gista hjá þeim. Það var oft þröngt á jólum því ömmubörnum fjölgaði ótt og urðu að lokum 19, sérstaklega eft- dreg ég í efa að hann hafi orðið hvíldinni feginn eftir harða baráttu við það ofurefli sem bar sigur að lokum. Við hjónin flytjum fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Megi birtan og kærleikurinn frá fæðingarhátíð frelsarans og geisl- ar frá skini hækkandi sólar signa leið hans inn á þá eilífðarbraut sem hefur kallað hann frá jarðnesku lífi til æðri starfa. Jakob Þorsteinsson. Hinn 19. desember lést ástkær afi minn eftir langa og erfiða bar- áttu við sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Afi var yngsta barn Guðrúnar Jónsdóttur frá Ljótshólum og Guð- manns Helgasonar frá Svínavatni. Eldri systkini afa eru Albert, Guð- rún Jóhanna og Jón, en hann er látinn. Afi ólst' upp ásamt systkinum sínum og foreldrum á Snærings- stöðum í Svínadal. Með tíð og tíma tók afi við búinu á Snæringsstöð- um. Afi hóf sambúð með Auði Þor- bjarnardóttur frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Afi og amma eignuðust fjögur börn: Guðrúnu, f. 1943, gift Grétari Sveinbergssyni, en hann lést 2. október 1992. Hún býr á Blönduósi og á þijú börn og eitt barnabarn. Benedikt Svein- berg, f. 1947, bóndi á Snærings- stöðum, kvæntur Hjördísi Þórar- insdóttur, eiga þau þijú börn og tvö barnabörn. Guðmann, f. 1953, bóndi á Ljótshólum í Svínadal, í sambúð með Concordíu Guð- mannsdóttur og eiga þau 3 dætur. Þorbjöm Ragnar, f. 1965, í sam- búð með Huldu Jóhannesdóttur, þau eru búsett á Hofsósi. Síðustu árin átti afi við van- ir að amma og afí fluttu í Brekku- byggðina en þá var bara byggt við svo plássið yrði nóg. Ella missti Eyfa sinn eftir erfið veikindi en hún gafst ekki upp og sýnir það best hvað sjálfstæð hún vildi verða, þegar hún tók bílpróf svo ekki ekki þyrfti hún á of mik- illi aðstoð að halda, þó börnin henn- ar væru ætíð tilbúin að hjálpa til. Ella var bjartsýn og ætlaði sér lengra líf en allt í einu var eins og klippt á öll áform og veiktist hún fyrir rúmum 2 árum af þeim sjúkdómi, sem hún hafði áður kynnst hjá Eyfa sínum. Aldrei kvartaði hún upphátt en við vissum meira. Hún dreif sig í að skipta um húsnæði og flutti í Hæðargarð- inn og sýnir það best hversu áræð- in hún var. Nú var hún komin í íbúð sem hentaði henni vel og síð- ast í sumar var hún að prýða nýja heimilið með nýjum gluggatjöld- Elínborg Guðmimds- dóttir - Minning heilsu áð stríða. Það er lýsandi dæmi fyrir persónuleika afa hvern- ig hann tók veikindum sínum, hann hvorki kvartaði né barmaði sér. Hvað sem á bjátaði stóð afi alltaf sem hinn óbifanlegi klettur í hafinu. Ég hef verið þess aðnjótandi að síðustu árin hef ég umgengist afa mjög mikið. Ég tel það hafa verið mjög góðan skóla. Það var alltaf mjög gott að koma til afa, hann var alltaf svo rólegur og hlýr og þakklátur fyrir allt sem ég gerði fyrir hann þó að það hafi verið mjög hversdagslegt eða lítið. Manngæska og góðvild streymdu frá honum, afí hafði aldrei horn í síðu neins og í hverri manneskju gat hann fundið eitt- hvað gott. Það er skammt stórra högga á milli. í byijun október lést faðir minn langt fyrir aldur fram og nú varð afi minn að láta í minni pok- ann í þeirri baráttu sem hann háðí við sjúkdóm síðustu ár. Ég er sannfærð um að nú hafa þeir félagarnir, pabbi og afi, hist. Guð blessi minningu þeirra. Guðlaug Grétars. Undirbúningur jólahátíðarinnar stóð sem hæst er Steingrímur kvaddi þennan heim. Langri og erfiðri göngu er lokið. Steingrímur fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal. Hann var yngstur fjög- urra systkina. Hann ólst upp á Snæringsstöðum og vann á heim- ili foreldra sinna þar til hann hóf þar búskap, í félagi við þau og Albert bróður sinn. Árið 1942 kom til þeirra ung stúlka, Auður Þor- bjarnardóttir, vestan úr Vatnsdal. Þau felldu hugi saman og fæddist þeim dóttirin Guðrún árið 1943 og síðan þrír synir, þeir Benedikt, Guðmann og Þorbjörn. Barnabörn- in eru orðin níu og barnabarna- börnin þijú. Árið 1971 tóku Benedikt og Guðmann, synir þeirra, við búi og fluttust þau Auður og Steingrímur suður yfír heiðar ásamt yngsta syninum, Þorbirni, fyrst til Grinda- víkur þar sem unnið var í físki en síðan til Reykjavíkur. Gerðist hann flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg, vann aðallega við eftirlit og viðhald gæsluvalla borgarinnar. Síðar gerðist hann vaktmaður í Stjórnarráðinu og gegndi því starfi þar til hann kenndi þess sjúkdóms er að lokum vann sigur. Síðustu fjögur árin var hann bundinn við hjólastól en gat þó dvalið heima með aðstoð konu sinnar og fjöl- skyldu, ekki síst naut hann aðstoð- ar barnanarnanna, nafna síns Steingríms, Auðar og Guðlaugar. Steingrímur var hægur, traust- ur og sérstaklega barngóður, börn löðuðust mjög að honum. Oft um. Hún ætlaði að vera þarna svo miklu lengur. En örlögin grípa oft inn í og í október sl. versnaði sjúk- dómurinn og rúmir 2 mánuðir urðu henni erfiðir. Samt hugsaði hún og hlakkaði til jólanna, allir skyldu fá pakkann sinn, jólamaturinn var til staðar og við áttum öll að hitt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.