Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 5 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þeir Guðmundur I. Ágústsson og Pétur Einarsson voru að hand- fletja stórþorskana. Stórþorsk- arnir flattir Vogum. MEIRA en 40 tonn af þorski voru verkuð í salt hjá Valdi- mar hf. í Vogum mánudag- inn 4. janúar. Fiskurinn er af togara fyrir- tækisins, Þuríði Halldórsdóttur, og netabátnum Ágústi Guð- mundssyni. Að sögn Guðmund- ar I. Ágústssonar, sem var að handfletja stórþorskinn, voru þorskarnir stórir og fallegir eða sömu stærðar og hann var að veiða sem skipstjóri á bátum fyrirtækisins um áratugaskeið. - E.G. Ríkið tryggir Lands- bankanum yfir 1250 milljónir á næstunni JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir ríkisstjórnina hafa ákveð- ið að veita Landsbankanum nauðsynlegan stuðning fyrir maíbyrj- un til að mæta nýjum reglum um aukið eiginfjárhlutfall banka og sparisjóða. En hann segir of snemmt að segja til um með hvaða hætti aðstoðin verði, hvort ríkið reiði fram fé eða veiti bankanum heimild til erlendrar lántöku. Landsbankinn fékk um 'áramót- in 1250 milljóna lán hjá Seðla- bankanum til að standast kröfur um 8% eiginfjárhlutfall. Viðskipta- ráðherra segir að stjórnvöld þurfi væntalega að veita bankanum meiri styrk en sem láninu nemur, til þess að það megi greiða upp sem fyrst og í tengslum við breyt- ingu á eignarhaldi Landsbankans. Áformað er að bankinn verði gerður að almenningshlutafélagi á árinu og nefnd á vegum viðskipta- ráðherra mun á næstunni kynna almenningi og starfsmönnum bankans fyrirhugaðar breytingar. Jón Sigurðsson segir að ef stjórn- endur Landsbankans leggi fram fullnægjandi áætlun um hagræð- ingu og sparnað í rekstri og endur- skipulag efnahagsreiknings bank- ans muni ríkissjóður tryggja stöðu hans. Hafnarfjörður- Kópavogur-Sel- tjarnarnes Jólatrén verða sótt Mun hann eiga viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra síðdegis í dag. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásálum Moggans! y BUNAÐARBANKINN Traustur banki Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi sagði að í dag og næstu daga færu starfs- menn bæjarins um bæinn til að fjarlægja þau tré sem þá hafa verið sett út og yrði söfnuninni haldið áfram á föstudag. Björn Árnason bæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði sagði að söfnun þar færi fram á föstudag og eru íbúar beðnir um að koma tijánum að lóðarmörkum. Sami háttur verður hafður á í Kópavogi og sagði Þórarinn Hjaltason yfírmað- ur tæknisviðs að trén yrðu að vera utan lóðarmarka þannig að enginn vafi væri á að þau ætti að fjar- lægja. Eiríkur Bjarnason bæjarverk- fræðingur í Garðabæ sagði að íbú- ar bæjarins yrðu sjálfir að koma frá sér jólatijánum að venju og hjá áhaldahúsi Mosfellsbæjar fengust sömu svör. -----»■ ♦ ♦---- Yfirmaður herafla NATO í heimsókn YFIRMAÐUR herafla Atlants- hafsbandalagsins á meginlandi Evrópu (SACEUR), John M.D. Shalikashvili hershöfðingi, kemur hingað til lands í dag, fimmtudag. BÆJARYFIRVÖLD í Hafnar- firði, Kópavogi og á Seltjarnar- nesi hafa ákveðið að sjá um að fjarlægja jólatré frá íbúunum, ýmist strax í dag eða næstu daga. í Garðabæ og Mosfells- sveit verða íbúar sjálfir að sjá um að koma trjánum frá sér. »i 11 EFlll / Það er Búnaðarbanka Islands mikið fagnaðarefni að kynna nýjan reikning - Stjörnubók. Reikningurinn er kærkomin nýjung, því hann sameinar tvö aðalmarkmið sparifjáreigandans - að fá góða vexti og njóta hámarksöryggis. STJÖRNUBÖH BúnaðarbðnHans 'T Verðtrygging. 4* 7% raunávöxtun! 4" Vextir bókfærðir tvisvar á ári. 4* Vextir lausir til útborgunar eftir að þeir hafa verið bókfærðir. 4* Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. 4* Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. 4" Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. BÚNAÐARBANKANS * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til » ,. . . , . , .. „ uttektar á bundinni fjárhæð gegn inniausnargjaidi, sem er nú 2.5%. Þar sem oryggi og namarksavoxtun tara saman STJÖRNUBÖH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.