Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Formaður VSÍ segir stutt í fund um samninga Frekari verð- lækkun sjávar- afurða í vændum MAGNÚS Gunnarsson formaður Vinnuveitendasambands Islands segir að boðað verði til fundar með Alþýðusambandi Islands mjög fljótlega til að ræða viðhorfin í kjaramálum og hvaða leiðir séu út úr þeim vanda sem menn standi frammi fyrir í efnahags- og atvinnulífinu. Vinnuveitendur séu alls ekki horfnir frá því að semja á grundvelli stöðugleika, ef sá stöðugleiki sé raunverulegur, og það sé á honum að byggja. Það sé öllum fyrir bestu að það fáist niðurstaða varðandi samninga, en sú niðurstaða þurfi að byggjast á raunsæi og endur- spegla það áfall sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir vegna verðfalls á sjáv- arafurðum það sem af sé þessu ári. Magnús sagði að innan raða Vinnuveitendasambandsins væru menn að velta fyrir sér hvernig ætti að bregðast við þessum áföllum og menn hefðu nefnt þessa mögu- leika sem væru fyrir hendi þegar atvinnulífið ætti í erfiðleikum, spurninguna um breytingar á gengi eða einhverjar aðrar ráðstafanir sem gerðu fyrirtækjunum kleift að halda áfram. „Það er engin afstaða tekin til þess í stjórn Vinnuveitenda- sambandsins á hvaða þætti eigi að leggja áherslu. Það á alveg eftir að koma í ljós og því finnst mér að viðsemjendur okkar hafi oftúlkað þá hluti sem eðlilega koma upp í umræðunni þegar svona áfall ríður yfir,“ sagði Magnús. Farið yfir stöðuna Hann sagði að það hlé sem hefði orðið á samningaviðræðum hefði verið notað til þess að fara yfir stöð- una. Ef þessar verðlækkanir yrðu til frambúðar væri mjög erfitt að sjá hvernig fyrirtækin kæmust í gegnum það áfall. Menn væru að reyna að meta það núna hvort þetta væri viðvarandi verðlækkun og hvort séð væri fyrir endann á henni eða ekki. Því miður væri það þann- Ördeyða hjá vest- firskum línubátum Dauð loðna í lögum á botninum Bfldudal. MJOG dræmt línufiskirí hefur verið út af Vestfjörðum undanfar- ið. Margir bátar hafa Iegið svo dögum skiptir í landi vegna afla- leysis. Sjómenn segja ástæðuna vera þá að mikil dauð loðna sé á stóru svæði á miðunum og liggi hún í þykkum lögum á botninum. Steinbítsveiðin hefur verið afleit eða frá engum fisk upp í 40 kg á bjóð. Margir bátar hafa skipt yfir á troll og net og fiska ágætlega. - R. Schmidt. ig að í besta falli værum við að ná botninum því menn vissu um frek- ari verðlækkanir á sjávarafurðum sem væru í vændum og ættu eftir að koma fram í tölum Þjóðhags- stofnunar. Þá væri það alveg ljóst að það yrði um engar verðhækkan- ir að ræða fyrr en í fyrsta lagi í haust ef verðið hækkaði yfir höfuð. Áfall þjóðarbúsins á þessu ári væri því orðið verulegt. Morgunblaðið/Þorkell Páskaeggin í verslanir PASKAEGGIN eru komin í verslanir enda styttist í páska og ekki úr vegi að virða fyrir sér dýrðina og leggja inn pantanir. Svo er bara að bíða og vona. Ríkisendurskoðun um rekstur spítala á landinu árið 1992 800 milljóna spamaður í heilbrigðiskerfínu í fyrra SAMKVÆMT mati Ríkisendurskoðunar varð ríflega 560 milljóna króna sparnaður í rekstri spitalanna á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, eða 4,9%, þrátt fyrir aukinn fjölda innlagna á árinu. Legudögum fækkaði hins vegar um 1,5%. I mati Ríkisendurskoðunar segir að ekki verði séð að þjónusta við sjúklinga hafi minnkað verulega við aðhaldsaðgerðirnar og biðlistar séu óbreyttir og jafnvel heldur styttri. Samkvæmt mati heilbrigðisráðuneytisins má ætla að sparnað- ur í rekstri sjúkrahúsa utan Reykjavíkur hafi orðið 200 milljónir kr. á siðasta ári og 50 milljónir kr. sparnaður í rekstri heilsugæslu- stöðva. Samtals er áætlaður sparnaður í heilbrigðiskerfinu á síðasta ári rúmar 800 milljónir kr. kemur fram að samkvæmt bráða- birgðamati hafi fjöldi legudaga á spítölunum á síðasta ári verið 584,783, og fækkað um 8,832 frá fyrra ári, eða um 1,5%. Legudögum á Landakotsspítala fækkaði um 22,4%. Hins vegar fjölgaði innlögnum um 6,8% á síð- asta ári, þar af um 14,5% á Borgar- spítala og 8,1% á Ríkisspítala, en fækkaði um 11,3% á Landakotsspít- ala. Þá kemur fram í niðurstöðu ríkisendurskoðunar að biðlistar séu nánast óbreyttir á milli ára eða jafn- vel styttri á flestum deildum þar sem biðlistar eru á annað borð skráðir. 70 einstaklingar voru á biðlista eftir hjartaaðgerð í árslok 1991 en 48 í árslok 1992. í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar segir að sparnaðinn megi að veru- legu leyti rekja til tilfærslu á bráða- vöktum frá Landakoti til Borgarspít- ala og sameiningar Fæðingarheimil- isins og fæðingardeildar Landspítal- ans. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sem kynnti niður- stöðumar á blaðamannafundi í gær sagði að e.t.v. mætti segja að vegna þrengsla á fæðingardeild Landspít- alans hefði þjónusta við sængurkon- ur minnkað, en að öðru leyti virtist sem þjónusta við sjúklinga hafi ekki minnkað. Helmingur heildarsparnaðar hjá Ríkisspítölunum Við samanburð á heildarrekstrar- kostnaði sjúkrahúsanna 1991 og 1992 var stofnkostnaður og meiri- háttar viðhald ekki talið með. Rekstrarkostnaður Ríkisspítalanna, Borgarspítala og Landakots varð á síðasta ári 10,86 milljarðar kr. en var 1991 11,44 milljarðar. Mestur spamaður varð í rekstri Ríkisspítal- anna, 301 milljón kr., þar af spöruð- ust 138 milljónir kr. í launakostnað. Hlutfallslega mestur spamaður varð í rekstri Landakotsspítala, 248,7 milljónir kr., þar af lækkaði launa- kostnaður um 154,2 milljónir kr., einkum vegna tiiflutnings bráða- vakta til Borgarspítala. Þó náðist 24,5 milljóna kr. spamaður í rekstri Borgarspítala, en þar hefur stöðu- gildum fækkað um 27 á síðasta ári og yfirvinnustundum um tæplega 39 þúsund. , Fækkað á biðlistum í niðurstöðu ríkisendurskoðunar Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkis- spítalanna um árangur í sparnaði Utsjónarsemi starfs- fólksins að þakka í dag Búmennska ú krepputímum Samkvæmt könnun Stefáns Ólafs- sonar o.fl. viU þjóðin ráðdeild og varkárni 16 Rekstur íslenzku stúlverk- smiðjunnar vonlaus __________ Hollenzkur forstjóri telur stálverk- smiðjur á Vesturlöndum ekki eiga framtíð fyrir sér 18 Mútur í Jqpan________________ Shin Kanemaru, fyrrum varafor- sætisráðherra, fékk milljarða jena frá byggingafyrirtækjum 20 Leiðari _____________________ Umskipti í París 22 —'' ■- A-'i' TugTniIljóna hagnaAur hjá Fiskiðjunni SkapTirðingi Úr verinu ► Hagnaður á Sauðárkróki - Stefnt að hærra lágmarksverði hrogna - Þorskgildrur vekja at- hygli - Marel selur til Namibíu - Þúsund fiskiker til Danmerkur Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Eftirtekt - Skemmtilegar myndasögur - Stafasúpa - Saga - Pennavinir - Gátur - Myndir ungra listamanna DAVÍÐ Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna segir að erfitt sé til lengri tíma að spara jafnmikið í rekstri stofnunarinnar og gert var á síðasta ári, en af 560 millj- óna kr. sparnaði sem varð í rekstri spítala á höfuðborgar- svæðinu á síðasta ári, spöruðust 301 milljón í rekstri Ríkisspítal- anna, eða 4,4% af heildarrekstr- arkostnaði spítalanna. „Segja má að árangurinn náist með útsjónarsemi og samstilltu átaki starfsmanna. Þetta er gert með mjög miklu aðhaldi sem hægt er að beita í stuttan tíma, en ekki hægt að halda út til langframa," sagði Davíð. Sama aðhald á þessu ári Fjárheimildir Ríkisspítalanna á þessu ári eru því sem næst þær sömu og á síðasta ári. -Þetta þýðir sams konar aðhald í rekstri og var í fyrra og e.t.v. gott betur, að sögn Davíðs. Hann sagði að á ákveðnum sviðum, sérstaklega hvað varðaði áfengismeðferðarmál, væri gert ráð fyrir meiri sparnaði nú en í fyrra. Davíð sagði að Ríkisspítalarnir hefðu verið 80 milljónum kr. innan ramma fjárlaga í fyrra og var rekstrarafgangurinn nýttur til að greiða upp skuldbindingar frá 1991. „Það er flókið mál að ná þeim árangri að spara þetta mikla pen- inga, en það er kannski auðveldara að gera það þegar menn hafa það á tilfinningunni að það eru allir að gera svipaða hluti í kreppuástandi. En það er fjöldi fólks að leggja á sig meiri vinnu fyrir sömu eða minni laun en áður,“ sagði Davíð. Jöfn lands- keppni í skák SEINNI hluti landskeppni ís- lendinga og Frakka í skák hófst í Digranesskóla í Kópa- vogi í gær. Frakkar höfðu hvítt á öllum borðum. Úrslit urðu þau _að Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Karl Þorsteins unnu sínar skák- ir, jafntefli gerðu Jóhann Hjart- arson, Jón L. Árnason, Hannes H. Stefánsson og Héðinn Stein- grímsson, en Björgvin Jónsson og Róbert Harðarson töpuðu. Þröstur Þórhallsson var að tefla flókna skák við Dorfman. Staðan í keppninni var óljós en fyrir umferðina höfðu Frakk- ar einum vinningi meira. Næsta umferð verður tefld í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.