Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 55 ~ írar sigruðu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva annað árið í röð íslendingar bjuggust við betri árangri írska lagið „In your eyes“ bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í borginni Millstreet á Irlandi á laug- ardag. Bretar urðu í öðru sæti með lagið „Better the devil you know“ og Svisslendingar í því þriðja með lagið „Moi, tout simplement“. Frakkar urðu í fjórða sæti með lagið „Mamma Corsica" og Norðmenn urðu efstir Norðurlandaþjóðanna með lagið „Alle mine tanker“ sem varð í fimmta sæti. Islenska lag- ið „Þá veistu svarið“ eftir Jon Kjell Seljeseth í flutningi Ingi- bjargar Stefánsdóttur hafnaði í 13. sæti. Ingibjörg Stefánsdóttir sagði að sér liði vel og hún væri alls ekki vonsvikin þegar haft var samband við hana til Cannes í Frakklandi í gær. „Annars bjóst ég við að fara ofar vegna þess að ég fékk svo góða athygli sem er þó auðvitað gott útaf fyrir sig. Ég talaði við marga blaðamenn og íslendingar héldu eiginlega stærsta blaðamannafundinn,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist ekki hafa verið kvíðin á sviðinu. „En ég var mjög fegin þegar allt var yfirstaðið enda hefur undirbúningurinn krafíst mjög mikillar vinnu. Ég var bókstaflega á fullu allan tím- ann en það var óskaplega gaman og ég lærði mjög mikið af þessu. Mér fínnst alveg melriháttar að hafa reynt þetta,“ sagði Ingibjörg. Þáttur tungumálsins Jon Kjell kvaðst afar ánægður með útkomu lagsins þegar rætt var við hann. „Ég hef reyndar sjaldan heyrt lag frá íslandi hljóma jafn vel. Við gerðum hins vegar ráð fyrir að hafna ofar á EVROPUSONGVAKEPPNIN í Millstreet, írlandi, 15. maí 1 Heiti lags Land 1. Italía Sole d’Europa 2. Tyrkland EsmerYarim 3. Þýskaland Viel zu weit 4. Sviss Moi, tout simplement 5. Danmörk Under stjernerne pa himlen 6. Grikkland Greece, Land of the light 7. Belgía lemand als Jij 8. Malta This Time I 9. ISLAND Þá veistu svariö 10. Austurríki Maria Magdalena 11. Portúgal A Cidade Até Ser Dia 12. Frakkland Mamma Corsica 13. Sviþjóð Eloise 14. írland . Inyoureyes 15. Lúxemborg Donne-moi une chance 16. Slóvenía Tih Dezeven Dan 17. Finnland TuleLuo 18. Bosnía-He. The pain of the whole worldj Better the devil you know Vrede Don’t ever cry | Hombres Mi Stamatas ; Skiru Alle mine tankar 19. Bretland 20. Holland 21. Króatía 22. Spánn 23. Kýpur 24. ísrael 25. Noregur i 45 12. 10 21. 18 18. 14. 16. 19. 10 10 lokalistanum en raun bar vitni. Ég veit svosem ekki af hveiju við fórum ekki hærra en auðvitað hefur maður velt ýmsu fyrir sér. Kannski hefur lagið ekki verið eins einfalt og maður hélt í upp- hafí. Svo virðist tungumálið skipta miklu máli. Þannig má nefna að 3 af 4 efstu lögunum í fyrra og 2 af 4 efstu lögunum núna voru sungin á ensku. Annars er hér aðeins um smá spekúlasjón að ræða,“ sagði Jon og sagðist þó ekki getað neitað því að gaman hefði verið að vita hvar íslenska lagið hefði hafnað hefði það t.d. keppt fyrir Bretlands hönd. Frábært vinningslag Jon sagði að írar væru vel að sigrinum komnir. „Mér fínnst ekki að neitt lag hafi frekar átt skilið að vinna nema þá kannski íslenska. Sigurlagið var alveg frábært og vel sungið. Hins vegar fannst mér enska lagið hálf sápukúlulegt. Svo fannst mér svissneska lagið gott þó það væri svona dæmigert söngvakeppnislag,“ sagði Jon en þegar hann var spurður út í norska lagið sagði hann að sér fyndist það skemmtilega útsett en að öðru leyti ekkert sérstakt. „Eitt af því sem kom á óvart úti var hvað þeim gekk vel en skoðanir voru töluvert skiptar um lagið." ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: 14. -17. maí 1993 Um miðjan dag á föstudag varð hafín var leit að nýju innan veggja umferðarslys á mótum Kringlu- hans. Skömmu síðar fannst gamla mýrarbrautar og Miklubrautar. konan heil á húfi inni á röntgen- Þar skullu saman þijár bifreiðir deild, steinsofandi undir teppi. og þurfti að flytja ökumann úr Hún hafði rambað þangað inn í einni þeirra á slysadeild til að- rólegheitum og fengið sér lúr í hlynningar. rökkrinu. Skömmu síðar varð umferðar- Á laugardagskvöld sást til slys við Háberg. Þar lentu saman manna vera að bera drasl af lok- tvær bifreiðir og fór ökumaður uðu svæði Endurvinnslunnar í annarrar bifreiðarinnar sjálfur á Sundahöfn. Við athugun kom í ljós’ slysadeild, enda meiðslin talin að þar var um rússneska sjómenn minniháttar. að ræða, sem tekið höfðu nafn Um miðjan dag á laugardag var fyrirtækisins of bókstaflega. Þeir tilkynnt um lausan eld í húsi við þurftu að skila draslinu, en á Maríubakka. Þar hafði kviknað í sunnudagskvöld sást til félaga þvottavélamótor. Aðeins urðu þeirra á kafi í ruslinu. Þeim var minniháttar skemmdir. og vísað á brott af svæðinu. Þá var tilkynnt um innbrotstil- Skömmu eftir hádegi á sunnu- raun i hús við Erluhóla. Þar hafði dag varð gröfumanni á að grafa einhver reist stiga upp að svölum undan friðaðri viðbyggingu við hússins, klifrað upp og reynt að Lækjargötu 10 með þeim afleið- komast inn um svaladymar. Hand- ingum að byggingin hrundi. fangið hafði hins vegar brotnað Alls eru tæplega 600 verkefni við átökin og þjófurinn því ekki skráð í dagbók helgarinnar. Þar komist lengra. af eru 68 beinlínis vegna ölvaðra Á laugardagaskvöld kom upp einstaklinga. 15 ökumenn eru eldur í vinnuskúr við Klukkurima. grunaðir um að hafa verið undir Þetta var töluvert stór vinnuskúr, áhrifum áfengis og 8 sinnum en slökkviliðinu tókst tiltölulega þurfti að hafa afskipti vegna lík- fljótlega að ráða niðurlögum elds- amsmeiðingamála, flest á ins. Síðar um nóttina blossaði eld- „skemmtistöðum“. Einungis var urinn upp aftur og þurfti slökkvi- um heimilisófrið að ræða í þremur liðið að hefjast handa að nýju, en tilvikum, en 14 sinnum þurfti að allt gekk vel fyrir sig. ^ hafa afskipti af fólki vegna hávaða Á sunnudagskvöldið var óskað eða ónæðis. aðstoðar lögreglu við að leita aldr- „Einungis“ var tilkynnt 6 inn- aðrar konu. sem týnst hafði frá brot á starfssvæðinu um helgina. einni deild Landspítalans. Óttast Þau reyndust öll vera minniháttar. var um konuna, sem er á níræðis- Lögreglan í Rvík þurfti að hafa aldri og einungis klædd þunnum afskipti af tæplega 200 ökumönn- sumarkjól og peysugopa. Starfs- um vegna umferðarlagabrota. Þar fólkið taldi sig vera búið að leita af þurfti að kæra 63 fyrir að aka af sér allan grun innan veggja of hratt. sjúkrahússins. Lýst var eftir kon- Sameiginlegt umferðarátak lög- unni á öllum leigubílastöðvum, hjá reglunnar á Suðvesturlandi heldur SVR 0g tilkynningu var komið til áfram. Athyglinni er að þessu útvarpsstöðvanna. Lögreglumenn sinni sérstaklega beint að hjól- leituðu í nágrerini sjúkrahússins, börðum bifreiða, vinnuvélum og auk þess sem maður með sporhund skráningarnúmerum. Um helgina var kallaður út. Þá hafði konunnar voru 149 ökumenn áminntir fyrir verið saknað í rúmlega fjórar að aka um á negldum hjólbörðum klukkustundir. Talsverður vindur og áminna þurfti 32 ökumenn gnauðaði úti og hitastigið var ná- vegna þess að númeraplötu vant- lægt frostmarki. Eftir fímm aði á bifreiðir þeirra. Þá voru af- klukkustunda leit voru menn ekki skipti höfð af 21 vinnuvél, en tvær sannfærðir um að konuna myndi þeirra þurfti að taka úr umferð vera að finna utan spítalans, svo vegna lélegs ástands. Slökkvistarf Morgunblaðið/Ingvar SLÖKKVILIÐSMENN reyna að ráða niðurlögum eldsins í vinnuskúr- unum. Tvisvar kveikt í sömu húsunum TJÓN, sem metið er til nokkurra milljóna króna, varð þegar um 200 fermetra vinnuhús húsnæðisnefndar Reykjavíkur í Rimahverfi í Grafarvogi skemmdust í eldi aðfaranótt sunnudags. Talið er víst að kveikt hafi verið í skúrunum. Eldur kom upp í þeim tvisvar; fyrst um klukkan hálftíu á laugardagskvöldið og svo aftur um klukkan hálffjögur um morguninn. Vinnings- númerin á Vordögum DREGIÐ er úr nótunúmerum við- skiptavina, sem verslað hafa við Húsasmiðjuna í Hafnarfirði eða Reykjavík og Heimasmiðjuna í Kringlunni á hverjum degi meðan á Vordögum Húsasmiðjunnar stendur, en þeir standa út maímánuð með tilboðum og uppákomum. 14. maí kom Rowenta brauðrist upp á númer 2429579, 15. maí kom Rowenta kaffívél upp á númer 4445754 og 16. maí komu 4 Rubber- maid sólstólar upp á númer 4446142. Frá áramótum hafði engin starf- semi verið i húsunum, neglt hafði verið fyrir glugga og rafmagn tekið af. Um klukkan hálftíu á laugardags- kvöld var eldurinn mestur í tengi- byggingu milli húsanna tveggja en í þeim hafði verið mötuneyti, skrif- stofuhald og snyrtiaðstaða starfs- manna húsnæðisnefndar. Slökkt var á skammri stundu. Enn meiri eldur Aftur urðu vinnuskúrarnir alelda um klukkan hálffjögur að nóttu og að sögn slökkviliðs logaði þá enn meir en í fyrra skiptið. Þótt gólf skúranna væru þá rennvot eftir slökkvistarfið fyrr um kvöldið logaði undir gólfum húsanna og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þótti ýmislegt benda til þess að eldfimum vökvum hefði verið hellt þar undir og eldur lagður að. RLR hefur málið til rannsóknar. 18 millj. tap á RR ífyrra TAP varð á rekstri Rafmagns- veitu Reykjavíkur á síðasta ári, 18,4 milljónir króna. Árið 1991 varð hins vegar 84,3 milljóna króna hagnaður á rekstrinum. „Þessi afkoma var þó viðunandi, því fjárfestingar voru mun minni á árinu en áætlað var. Handbært fé í árslok að meðtalinni inneign hjá borgarsjóði var 559,5 millj. kr.,“ seg- ir í ársskýrslu Rafmagnsveitunnar. Þar kemur jafnframt fram að tekj- ur Rafmagnsveitunnar af orkusölu voru 3.081 millj. kr., 6,1% hærri en árið áður er þær voru 2.905 millj- ónir. Aðrar tekjur voru 221,3 millj- ónir. Til orkukaupa fóru hins vegar 1.710 milljónir, 6,5% meira en árið 1991. Önnur rekstrargjöld voru 1.044 milljónir og höfðu hækkað um 15,3% frá árinu áður, er þau voru 905,2 milljónir. —efþú spilar til að vinna! | 19. leikvika, 1S.-16. mal 1993 | Nr. Leikur:_________________Röóin: 1. Araeiul - Sheff. Wed - X - 2. Hanuiurby - IFK Lulei 1 - - 3. Opc - Vasalund - - 2 4. Spanga - Durg&rden - - 2 5. Sp&rvSgcn - A. Foren. 1 - - 6. GIF Sundsv. - Bonunarp. 1 - - 7. Umei - IFK Sundsvall 1 - - 8. Eifsborg - Jonscred 1 - - 9. Forward - Myrcsjö - X - 10. GAIS - Oddcvold - X - 11. H&ssleholm - MjSlby 1 - - 12. Kalmar - Lund 13. Uddcvalla - Landskrona - X - - X - Heildarvinningsupphsrðin: 88 milljón krónur 13 ríttir: F 381.410 H kr. 12 réttír: (_ 8.870 \ kr. 11 réttir: 670 _J kr. 10 rétttr: 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.