Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 Guðmundur Her- mann Salbergsson flugvirki - Minning Fæddur 31. mars 1945 Dáinn 28. maí 1993 Dáinn, horfínn - harmafregn! hvflíkt orð mig dynur yfír! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Við urðum harmi slegin þegar sú fregn barst okkur að hann Gummi frændi hefði orðið bráð- kvaddur. Þannig er lífið, enginn fær þar neinu um ráðið. Guðmundur Hermann var sonur hjónanna Ingiríðar Vilhjálmsdótur frá Reykjavík og Salbergs Guð- mundssonar frá Vatnadal í Súg- andafirði. Fyrstu æviár sín ólst Guðmundur upp á Suðureyri við Súgandafjörð. Faðir hans lést árið 1952 og fjórum árum síðar fluttist Inga til Reykjavíkur með börnin fjögur, en Guðmundur var ynstur þeirra systkina. Þegar Gummi fór að stálpast kom hann til okkar í sveitina á sumrin og fór að snúast í kringum kýrnar og kálfana. Hann var alltaf svo glaður og kátur og Iék við hvem sinn fingur. Á sumarkvöldum fórum við í alls konar leiki, eða út að á eða upp í ós að veiða. Stundum brugðum við okkur á hestbak. Það var alltaf nóg að gera við leik og störf í sveitinni. Gummi var sam- viskusamur í öllum sínum störfum og lipur snúningapiltur. Árin liðu fljótt. Eftir almennt skólanám hér heima fór Gummi í flugvirkjanám til Bandaríkjanna. Að loknu námi hóf hann störf sem flugvirki hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. Árjð 1972 giftist Gummi Karól- ínu Árnadóttur og eiga þau tvær dætur, Hrund, fædd 16.4. 1974, og Sigríði, fædda 4.12. 1977. Gummi vann öll sín störf af dugn- aði og nákvæmni og var einn af þeim mönnum sem alltaf mátti treysta á. Minningamar um Gumma gleymast ekki. Við biðjum Karólínu og dætmnum þeirra allrar blessun- ar og vottum móður hans og systr- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu ^samúð. Ásta, Helgi, Ásta Guðný og fjölskylda, Efra-Seli, Jóhanna Sigríður og fjölskyida, Ásdís og fjölskylda. Guðmundur Salbergsson er dá- inn, mikill öðlingur og Ijúfmenni farinn yfir móðun miklu, aðeins 48 ára að aldri, öllum harmdauði. Mér hraut af vörum er ég heyrði um hið snögglega lát hans: „Ég skammast mín fyrir að vera á lífí, er svona öðlingar deyja.“ Hér er stórt tekið upp í sig og heldur óvar- lega sagt, en þessi orð mín lýsa best tilfinningum mínum er ég frétti lát Gumma, góðs og trausts vinar. Hann fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 31. mars 1945 og voru foreldrar hans Ingiríður Vil- hjálmsdóttir og Salberg Guðmunds- son. Hann var yngstur fíögurra systkina. Af systrum hans eru tvær eftirlifandi, þær Ásta og Vilhelmína Þórdís, en sú elsta þeirra, Svanhild- ur, er látin. Faðir hans, Salberg, er einnig látinn, dó aðeins fertugur að aldri, snögglega af hjartaáfalli og þannig dó einnig elsta systir Gumma. Og nú, þegar Gummi fer á sama hátt, er það þriðja heljar- höggið sem dynur á móður hans eftirlifandi. En Inga er æðrulaus kona og sterk. Bið ég þess, að Guð gefi henni styrk til að standa af sér þetta reiðarslag, sem og hin tvö. Sama styrks bið ég einnig eftirlif- andi systrum hans og ekki síst eig- inkonu hans og dætrum. Gummi var hamingjusamlega giftur Karól- ínu Árnadóttur og eiga þau tvær dætur, Hrund 19 ára og Sigríði 16 ára. Hann dáði eiginkonu sína og dætur og var mikill heimilisfaðir. Er því missir þeirra mikill, en minn- ingamar því betri, svo er Guði fyr- ir að þakka. Lífshlaup Guðmundar Salbergs- sonar var allt of stutt, en fullt af góðum árangri í starfí og hamingju í einkalífj. Ég kynntist honum fyrst, er hann var á 12. árinu og nýflutt- ur til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systrum eftir lát Salbergs, föður hans. Hann var drengur svo- lítið sér á báti, hraustur, samanrek- inn strákur, hlédrægur en þó til í allt. Er hann óx úr grasi og þroskað- ist vann hann þó nokkuð hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og náði ég að fylgjast með honum, þar eð fjölskylda konu minnar og hans tengdust þáverandi fram- kvædmastjóra skógræktarinnar, Einari Sæmundsen, en hjá honum leigði ég fýrstu ár búskapar míns. Unglingurinn Guðmundur Sal- bergsson tók aldrei neinum vettl- ingatökum á hlutunum, enda vel að manni. Var honum því oft treyst fyrir miklu og ætíð vel af hendi leyst. Sömu vinnubrögð fylgdu hon- um gegnum lífið eftir að hann hafði kosið sér lífsstarfið, en það var flug- virkjun. Er ég mjög hreykinn yfir því, að hafa að einhveiju leyti orðið hvatinn að því að hann kaus flug- virkjun að ævistarfi. Þar kom réttur maður á réttan stað, því að í því fagi gengur samviskusemin og ná- kvæmnin fyrír öllu, en bakvið þarf styrkinn og ákveðnina. Áhugi Gumma fyrir flugvirkjun vaknaði og blómstraði og úr varð að hann fór til „Spartan“-flugskólans í Okla- homa í Bandaríkjunum til náms í flugvirkjun 1964. Þeir fóru tveir saman, hann og Jóhannes Jónsson, líka áhugamaður í flugvirkjun, styrktir af Loftleiðum á þeim tíma. Þessi tveir ungu menn með sameig- inlegt áhugamál kynntust fyrst þá, en sú kynning blómstraði síðan í einlæga vináttu. Eftir skólann lá leið þessara ungu manna saman til starfa hjá Loftleiðum, fyrst í New York, síðan til Braathens S.A.F.E. í Noregi, en 1967 hófu þeir báðir starf í Keflavík þar sem þeir hafa starfað síðan, fyrst hjá Loftleiðum, síðan Flugleiðum. Gummi hefur í gegnum árin vax- ið í starfi og verið treyst fyrir meiru og meiru eftir því, sem árin hafa liðið. Er lífi hans lauk var hann í starfi í „viðhaldseftirliti" (mainten- ance control), sæti í þeirri deild skipa aðeins þaulreyndir og áreið- anlegustu flugvirkjar Flugleiða. Má því segja, að starfslega var lífshlaup hans fullkomnað. En önnur hlið var á lífi Gumma, félagslega og frí- stundahliðin. Er ég lít yfir liðinn tíma þá undrar mig alltaf hve mikl- um stakkaskiptum hinn hlédrægi og feimni unglingur tók með vax- andi manndómi. Fljótt kom í Ijós, að Guðmundur Salbergsson var þeirri gáfu gæddur að geta smellt saman vísu á stuttum tíma við ólík- legustu aðstæður. Voru þetta ein- stakar vísur, en oft heilu kvæða- bálkarnir, alltaf fullar kímni og létt- leika, því að Gummi kunni að sjá hið kómíska í öllum hlutum. Fengu menn að heyra þennan kveðskap hans í fámennum hópum i upphafi, en þetta þróaðist í þá átt að verða aðalskemmtiefni árshátíða Flug- virkjafélagsins um margra ára skeið, svo og annarra samkvæma. Gaman hafði Gummi af veiðiskap í ám og vötnum og var hann með- limur smá hóps starfsmanna Flug- leiða, aðallega flugvirkja, er stund- aði sjóbirtingsveiðar vor og haust austur við Kirkjubæjarklaustur og nágrenni. Við, sem nutum þeirra forréttinda að skipa þennan hóp, kunnum vel að meta félagsskap Gumma. Hann var hinn ósérhlífni góði félagi við veiðar sem annað. Ef einhver þurfti að gerast sjálf- boðaliði við keyrslu, þá var það hann, sem gaf sig fyrst fram. Ef þurfti að skipta um dekk, þá var hann fremstur í flokki, alltaf reiðu- búinn til átaka. En þegar að veiðum kom truflaði hann enginn, þá gleymdi hann sér og veiddi manna best. Slíkur félagsskapur, eins og sá sem myndaðist við veiðina fyrir austan á sínum tíma, verður ná- tengdur og helst órofínn, þó að veiðamar hætti. Þar naut Gummi sín vel og við í þessum hópi kunnum vel að meta félagsskap hans, sem við gleymum aldrei. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu, en það er við hæfi, því að líf Guðmundar Salbergssonar varð stutt hér á jörðu. Ég hefi reynt að lýsa hve mikils ég mat Gumma, en eflaust ekki tekist sem skyldi. Að endingu vil ég svo kveðja vin minn Guðmund Salbergsson með þökk fyrir vináttu og tryggð og votta um leið öllum hans nánustu dýpstu samúð við fráfall hans. Hann var drengur góður. Guð blessi minningu hans. Baldur Bjarnasen Guðmundur Salbergsson sam- starfsmaður okkar er fallinn frá. Hinn mikli gleðigjafi og góði félagi var snögglega hrifinn burt, alltof fljótt, alltof ungur. Eftir er tóma- rúm sem erfítt er að fylla. Gummi var enginn venjulegur samstarfs- maður, hlýtt viðmót hans og glettni, alltaf bros á vör, brandaramir ótal- mörgu, vísumar víðfrægu, allt gerði þetta að verkum að hann var ein- stakur í hugum okkar. Gott var að byija vinnudaginn á því að hitta hann og fá skemmtilega kveðju í veganesti þegar farið var í flug. Ekki var það síður gott að vera með honum í langferðum eins og t.d. í pílagrímaflugum, létt lund- in smitaði út frá sér gleði og hlýju og allir vom í góðu skapi þegar hann var nálægur. Greiðvikni hans var einstök, þær eru ófáar töskum- ar okkar sem hann flutti milli staða og fljótur var hann að lagfæra það sem bilaði, hvort sem það var flug- vél eða hárblásari. Hann gerði allt auðveldara í útilegum sem þessum. Gummi var vel hagmæltur og varp- aði fram stöku við öll hugsanleg tækifæri og hann var fljótur að finna út séreinkenni áhafna og ein- staklinga. Þá varð til vísa á auga- bragði. Flest þeirra sem voru hon- um samferða í útilegum eiga vísur urp sig eða um atvik sér tengd. Sum okkar eiga heilu bækurnar með tækifærisvísum eftir hann. Gummi var lengi í stjóm Flug- virkjafélags íslands. Alltaf var jafn- gaman að hitta hann á ganginum í Borgartúninu þar sem skrifstofur stéttarfélaga okkr eru. Mikið léttir það störfín og breytir viðhorfi fólks til lífsins að kynnast viðhorfum eins og hans. Þegar Gummi var í samn- inganefnd flugvirkja og samninga- viðræður milli stéttarfélaganna okkar og Flugleiða voru á sama tíma, varð andrúmsloftið þar meira að segja miklu léttara og skemmti- legra vegna nærvem hans. Á 30 ára afmæli Flugfreyjufélagsins gáfu flugvirkjar okkur forláta fund- arhamar með ágröfnum vísum eftir Gumma. Þá gjöf þykir okkur mjög vænt um að eiga. Við söknum Gumma Salbergs sárt, hann var einstakt ljúfmenni og yndislegur samstarfsmaður. Við sendum fjölskyldu hans okkar inn- legustu samúðarkveðjur. Minningin um Gutr.ma mun ætíð lifa meðal okkar. F.h. Flugfreyjufélags íslands, Greta Onundardóttir, Jófríður Björnsdóttir. Guðmundur Hermann Salbergs- son flugvirki varð bráðkvaddur á ferð sinni í Árnessýslu föstudaginn 28. maí. Hann fæddist á Suðureyri við Súgandaíjörð 31. mars 1945 en fluttist til Reykjavíkur og lauk prófi frá Gagnfræðaskóla verknáms. Nítján ára gamall var hann valinn ásamt fleiri umsækjendum til náms í flugvirkjun af Loftleiðum hf. sem buðu nokkrum fjölda ungra manna lánafyrirgreiðslu til flugvirkjanáms við Spartan School of Aeronautics í Bandaríkjunum. Þetta nám stund- aði hann frá 24. október 1964 þar til í mars 1966. Hinn 1. maí það ár hóf hann flugvirkjastörf hjá Loft- leiðum, fyrst í New York, síðan í Stavanger og svo á Keflavíkurflug- velli þar sem starfsvettvangur hans var að mestu leyti til dauðadags. Um þetta leyti voru miklir upp- gangstímar hjá Loftleiðum. Fyrir- tækið var að láta lengja Rolls- Royce 400-flugvélar sínar og taka í eigin hendur yfirumsjón með við- haldi þeirra og þurfti því mjög á góðum og traustum tæknimönnum að halda, en yfir þeim eiginleikum bjó Guðmundur í ríkum mæli. Á áttunda og níunda áratugnum, þeg- ar Flugleiðir tóku þátt i umfangs- miklum flutningaverkefnum í Aust- urlöndum og víðar, var oft leitað til Guðmundar til að veita flugvélum félagsins viðgerðarþjónustu á við- komustöðum þeirra. Þá reyndi kannski hvað mest á þekkingu og hæfni flugvirkjanna. Guðmundur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Flugvirkjafé- lagið. Hann var ritari félagsins frá 1971 til 1975 og í trúnaðarráði frá 1981 til 1985. Auk þess starfaði hann oft í samninganefndum og undirbúningsnefndum fyrir árshá- tíðir félagsins. Hann var hagmæltur og átti létt með að gera vísur og bóngóður þegar til hans var leitað um slíkt við ýmis tækifæri. Við samstarfsmenn hans sjáum á bak góðum félaga sem lést um aldur fram. Við biðjum góðan guð að blessa minningu hans og gefa eiginkonu hans og fjölskyldu styrk á erfíðum sorgarstundum. O.Á.P. Við ætlum nú bræðumir að kveðja hann Gumma okkar og þakka honum fyrir hvað hann var góður og skemmtilegur. Við vitum að hann er dáinn, því að hann var svo veikur. Hann er núna hátt uppi í skýjunum og við sjáum hann aldrei aftur. Og við biðjum alla að vera góða við Köllu, Hrund og Siggu, því að þær eru svo daprar. Haraldur og Ámi Gestur Sigfússynir. Þú varst blíður, hógvær, tryggur, hreinn, hjartað gott og lundin þolinmóð. Avallt fús og ei til ráða seinn ef til hjálpar þurfti, hvar sem stóð. Nú er sigrað, höndin hætt að starfa, hún sem vann svo margt gott til þarfa. (Jens Sæmundsson) Með þessum ljóðlínum kveð ég ' hann Gumma og þakka honum fyr- ir allt sem hann gerði fyrir mig. Guð fylgi þér, Gummi minn. Elsku Kalla, Hrund, Sigga og Inga, Guð gefi ykkur styrk og kraft, en ég trúi því að Gummi sé áfram meðal ykkar, leiði og vemdi. Heiða Rós Okkur langar að kveðja í nokkr- um orðum mág minn, frænda okkar og vin, Guðmundur Hermann Sal- bergsson sem varð bráðkvaddur hinn 28. maí sl. Það er ekki ofsögum sagt að fregnin um að Gummi, eins og hann var alltaf kallaður, væri allur hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enda hafði hann verið staddur á heimili okkar einungis þremur dögum áður og verið þar jafn hress og hann var vanur. Gummi var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð „síðasta mars“ 1945 eins og hann sagði sjálfur þegar hann var lítill, sonur hjón- anna Salbergs Guðmundssonar og Ingríðar Vilhjálmsdóttur. Hann var yngstur íjögurra systkina og lang- þráður bróðir þriggja eldri systra. Hann ólst upp við áhyggjuleysi bernskunnar til sjö ára aldurs, en þá lést faðir hans aðeins fertugur að aldri. Fjórum árum síðar eða árið 1956 fluttist móðir hans með bömin til Reykajvíkur og átti hann heima þar síðán þar til hann flutt- ist í Garðabæ ásamt konu sinni, Karólínu Árnadóttur, og dætrunum tveimur, Hmnd og Sigríði. Elstu systur sína missti Gummi þegar hún var 39 ára gömul úr sama sjúkdómi og nú hefur lagt hann að velliv Hann var við nám í Barnaskólán- um á Suðureyri, Austurbæjarskól- anum og síðan í Gagnfræðaskóla verknáms á vetmm og í sveit í Efraseli í Hrunamannahreppi á sumrin. Er hann stálpaðist fór hann að vinna hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Gummi lærði flugvirkjun í Bandaríkjunum og hóf síðan störf hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum þar sem hann starfaði til dauðadags við góðan orðstír. í ítarlegri læknis- skoðun sem flugvirkjar gangast undir kom í ljós að hann hafði hjartagalla. Hann hafði því verið undir lækniseftirliti um langt skeið. Þar sem engar viðvaranir höfðu komið frá læknum um að honum hefði versnað né höfðu einkenni gert vart við sig voru allir óviðbún- ir þessu ótímabæra fráfalli. Ef til vill höfum við ofmetið lyf og lækn- ingamátt þeirra. Gummi hafði gaman af því að segja sögur og þær áttu allar eitt sameiginlegt, þær vom skemmti- legar og græskulausar. Gott skap var nokkur sem maður gat verið viss um að hann hefði meðferðis hvert sem hann fór. Ef spaugilegar hliðar var hægt að sjá á málum þá var víst að Gummi sá þær og yfir- leitt manna fyrstur. Hjálpsemi hans var alveg ein- stök. Það var fyrir fáum vikum að við vomm að ræða saman og ég sagði honum að ég þyrfti að fara að láta skipta um tímareim í bílnum mínum. Þá sagði hann: „Blessaður vertu, þetta er ekkert mál, ég er nýbúinn að skipta í mínum bíl. Ég skal gera þetta næst þegar ég er ekki á vakkt og lána þér minn bíl á meðan ég skipti um reimina." Þetta er bara eitt lítið dæmi um hjálpsemi Gumma. Margar og ánægjulegar ferðir höfum við farið saman í þau 35 ár sem áttum saman. Ein af mörgum ógleymanlegum ferðum sem við fórum í var fyrir um 20 árum, þeg- ar við fórum í byijun mars inn að Veiðivötnum f heiðskíru veðri og 20 gráðu frosti. Einnig fórum við saman í margar ógleymanlegar veiðiferðir, t.d. í Fremri-Laxá á Ásum og Grímsá, auk ferða austur að Kirkjubæjarklaustri. Fjölskyldunni sinnti Gummi af heilum hug og má með sanni segja að hún hafi verið hans helsta og stærsta áhugamál. Veiðiferðir í góðra vina hópi voru vinsælar og þar naut hann sín vel. í fyrrasumar fórum við nokkur úr fjölskyldunni saman til Austurríkis í tilefni 85 ára afmælis Ingu (m)ömmu. Við áttum saman yndislegar vikur í miklum hita og sól. Yndislegri ferðafélaga en þau hjónin og dæt- urnar er vart hægt að hugsa sér og verður ferðin okkur ógleyman- leg. Þrátt fyrir að Gummi þýrfti að hlífa sér við sólinni vegna lyfjanna heyrðist aldrei æðruorð, en gott gert úr öllu saman. Við viljum að lokum þakka Gumma fyrir samverustundirnar í gegnum tíðina og votta Köllu, Hrund, Siggu, Ingu móður hans, tengdaforeldrum hans, Árna og Sigríði, svo og öllum öðrum að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.