Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vaxtalækkun — alls staðar nema hér? Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, ritaði grein í viðskiptablað Morgun- blaðsins fyrr í þessum mánuði, þar sem meðal annars var fj'allað um vaxtamál. Umfjöllun Sigurð- ar um þau efni hlýtur að vekja athygli. I grein sinni segir Sigurður að flestir hafi verið sammála um þá niðurstöðu sem varð af kjara- samningunum í síðasta mánuði, nema um þann þátt sem sneri að ríkisfjármálunum og telji sum- ir að halli ríkissjóðs hafi aukizt um of, en hann nemi nú 4% af landsframleiðslu. Sigurður telur hins vegar að ekki sé hægt að tengja hallareksturinn beint og blint við háa raunvexti á íslandi. „Ekkert bendir til annars en unnt sé að fullnægja lánsþörf ríkissjóðs að langmestu leyti á innlendum markaði," segir Sig- urður. „Ýmislegt bendir til að skýringar á háum raunvöxtum hér sé að leita í fyrirkomulagi á fjármálamarkaði fremur en því að framboð á innlendu fé sé ekki nægjanlegt." Framkvæmdastjóri VÍB segir öll efnahagsleg rök hníga í þá átt að vextir geti farið lækk- andi. Framleiðsla hafi dregizt saman, ijárfesting minnkað, skuldir heimilanna séu háar og gert sé ráð fyrir 7-8% kaupmátt- arminnkun á yfírstandandi ári. Innlend eftirspum sé því að drag- ast hratt saman og þenslutíma- bilið, sem staðið hafí nánast sam- fellt síðastliðinn aldaifyórðung og kallað á hækkandi vexti til að hamla á móti eftirspum, sé á enda. Með nýgerðum kjarasamn- ingum hafi stöðugleiki í launum, verðlagi og gengi verið tryggður næstu mánuði. „Hvarvetna í nærliggjandi löndum hafa vextir farið lækkandi síðustu ár vegna minnkandi eftirspumar. Hvar- vetna í heiminum færu vextir lækkandi við þær aðstæður sem nú hafa myndazt á íslandi," seg- ir Sigurður. Hver er skýringin á __ þessu ónæmi vaxtastigsins á íslandi fyrir ytri aðstæðum að mati Sig- urðar B. Stefánssonar? „Ef til vill er skýringarinnar á því að vextir fara ekki eftir sömu leiðum á íslandi og annars staðar að leita í því að vaxtakerfí okkar er byggt upp með allt öðram hætti en í nokkra öðra landi. Hér eru langtímavextir (t.d. vextir af spariskírteinum og hús- bréfum) verðtryggðir og fjárfest- ir þarf ekki að taka neina verð- bólguáhættu. Þessir vextir hafa verið hærri en í öðrum Evrópu- löndum að jafnaði a.m.k. síðustu fímm árin en raunvextir af spari- skírteinum hafa í reynd haldizt um 7% yfir verðbólgu að meðal- tali allt frá upphafí útgáfu þeirra fyrir nærri þijátíu árum. Vextir af óverðtryggðum skuldabréfum og víxlum á skammtímamarkaði ráðast síðan af — og era beinlínis reiknaðir út frá — verðtryggðum vöxtum á langtímamarkaði. Þetta kerfí er hvergi til í heiminum nema hér. Ef til vill er það þess vegna að óverðtryggðir vextir hafa ekki getað lækkað meira hér síðustu mánuði. Vextir á íslandi nú virð- ast vera algerlega úr samhengi við það sem gerzt hefur í nálæg- um löndum. Skýringarinnar er ef til vill að leita í hinu víðtæka verðtrygg- ingarkerfi okkar sem komið var á fót eftir óðaverðbólgu áttunda áratugarins en hefur nú lokið hlutverki sínu að fullu. Einangr- un markaðarins og sérstakur gjaldmiðill 260 þús. manna þjóð- arinnar á einnig þátt í því að ekki er hægt að bera saman vexti hér og annars staðar beint. Það hlýtur því að verða eitt helzta viðfangsefni peningayfírvalda á næstu mánuðum að endurskoða vaxtamyndun á innlendum markaði og sníða af þá ann- marka kerfísins sem leiða til þess að vextir á íslandi era ekki sam- bærilegir og ekki einu sinni sam- anburðarhæfír við vexti í öðram löndum.“ Þessar ábendingar fram- kvæmdastjóra Verðbréfamark- aðar íslandsbanka eru afar at- hyglisverðar. Að undanfömu hafa umræður um vexti einkum beinzt að þeim vandamálum, sem lánsfíárþörf ríkissjóðs skapar, og hagkvæmni í rekstri bankanna. Full ástæða er til að taka á þeim orsökum hárra vaxta, sem þar liggja, en grein Sigurðar B. Stef- ánssonar ætti að vera bæði bankamönnum og stjórnvöldum hvatning að skoða betur vaxta- myndunarkerfið og þá sérstak- lega áhrif verðtryggingar. Ástæða hlýtur að vera til slíks, ef staðreyndin er sú að aðstæð- ur, sem alls staðar annars staðar hefðu kallað fram vaxtalækkun, valda engum breytingum hér. Á undanfömum áram hefur skáld- skapurinn um sérstöðu íslenzka hagkerfisins á öllum sviðum, sem oft var notaður sem réttlæting ýmiss konar hafta og fyrirkomu- lags sém hvergi þekkist annars staðar, verið á undanhaldi. Hér skal tekið undir orð Sigurðar B. Stefánssonar: „Stjórnvöld ættu ekki að hika við að taka fyrir- komulag markaðarins til gagn- gerrar endurskoðunar ef það telst eiga þátt í að hindra eðli- lega myndun vaxta. Bæði verð- trygging og einangrun markað- arins eru leifar frá liðinni tíð. Endurskoðun á þessu fyrirkomu- lagi nú er mikilvægt skref í átt til „aukinnar hagsældar á seinni hluta þessa áratugar“.“ 59| 55 hvertis- Hvert þessara mál IÍSLAND sjö sviða norræns samstarfs ^ noregur telur þú allra mikilvægast? Utanríkis- og öryggismál 25 24 Fnals 2Q n aðgangur DANMORK Frjáls búsetu- aft ckólnm _ , . Fnals busetu- Fnverslun og atvinnuréttur Málanám og 12 13 13 13 -skilningur, og að ná sjónvarps- 7 0 og útvarpsefni 4 3 3 3 2 2 ___________________ _________________ ________.__„____________■■□□□_____________________ SDNÍSF NFDSÍS ÍSFNSD NFDSÍS FÍSSDN DFNÍSS ÍSFNDS Hefur þú heyrt minnst á Norðurlandaráð eða Norrænu ráðherranefndina? 92% 92% 91% Skoðanakönnun um viðhorf almennings til norræns samstarfs Þekking og áhugi Islend- inga minni en annarra Leggja þó mesta áherzlu á frjálsan búsetu- og atvinnurétt og aðgang að skólum ÍSLENDINGAR vita minnst Norðurlanda- þjóða um norrænt samstarf og telja síður en aðrir að Norðurlandasamstarfið hafi skilað jákvæðum árangri. Hins vegar leggja íslend- ingar meiri áherzlu á sum svið norræns sam- starfs en frændþjóðirnar, sérstaklega frjálsan búsetu- og atvinnurétt og frjálsan aðgang að. skólum á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna skoðanakönnunar um nor- rænt samstarf, sem gerð var á ölhim Norður- löndunum fimm fyrir Norðurlandaráð og Norræhu ráðherranefndina. Könnunin var framkvæmd á vegum skoðana- könnunarfyrirtækisins TEMO í Svíþjóð, en fram- kvæmdaraðili hér á landi var ÍM-Gallup. Úrtakið var tæplega 5.000 manns á kosningaaldri og voru 900 þeirra íslendingar. 47% gátu ekki nefnt dæmi um norrænt samstarf Er spurt var hvort menn gætu nefnt dæmi um eitthvert svið, þar sem öll Norðurlöndin fimm ættu sér samstarf, nefndu flestir Norðurlandabú- ar umhverfismál, eða 13%. Næstflestir, 10-11%, nefndu Norðurlandaráð eða ráðherranefndina, viðskiptasamstarf og menningarsamstarf. Flestir íslendingar nefndu menningarmál, 21% að- spurðra. Athyglisvert er að af öllum aðspurðum á Norðurlöndunum gátu 47% ekki nefnt neitt dæmi um norrænt samstarf án umhugsunar. TEMO telur að þetta geti verið vegna þess að menn taki ýmsum viðfangsefnum norræns sam- starfs sem sjálfsögðum hlut og líti ekki á þau sem árangur umfangsmikils samstarfs. í ljós kom að stuðningsmenn íhaldsflokka annars vegar og flokka yzt á vinstrivængnum og græningja hins vegar, gátu fremur en aðrir nefnt dæmi um nor- rænt samstarf. 28% íslendinga vilja samstarf við Bandaríkin Spurt var við hvaða lönd menn teldu að heima- land þeirra ætti helzt að eiga samstarf. Um 36% íslendinga nefndu hin Norðurlöndin, flestir Dán- mörku eða 19%. Hins vegar töldu 28% að ísiend- ingar ættu helzt að líta til Bandaríkjanna um samstarf. Danir og Norðmenn leggja mesta áherzlu á samstarf við hin Norðurlöndin, en þar vilja um 45% vinna með frændum sínum. Úm 20% Svía vilja samstarf við Bandaríkin, en í Finn- landi vilja 33% leggja mesta áherzlu á samstarf við Rússa. Svarendur voru spurðir hvernig þeir teldu að heimaland þeirra ætti að snúa sér e£ Svíþjóð, Noregur og Finnland fengju inngöngu í EB. ís- lendingar voru þannig spurðir hvort íslendingar ættu að koma fram gagnvart EB á eigin vegum, í samstarfi við hin Norðurlöndin eða í félagi við þjóðir, sem hefðu lík sjónarmið og Íslendingar. Um 17% íslendinga töldu að bezt væri að standa einir, 28% vildu samstarf við Norðurlöndin og 41% við þau lönd, sem styddu sjónarmið okkar. Þetta er svipuð afstaða og hjá Svíum, en þeir leggja, líkt og íslendingar, minni áherzlu en hin- ar þjóðimar á samstarf með Norðurlöndunum í samskiptum við EB. Færri íslendingar teljajákvætt að samstarfið aukist Spurt var hvort menn teldu að norrænt sam- starf myndi aukast eða minnka á næstu tíu árum. Um 70% Norðurlandabúa í heild töldu að svo myndi fara, en íslendingar og Danir eru undir meðaltalinu og telja tæplega 60% hvorrar þjóðar að Norðurlöndin muni auka samstarf sitt. Þegar spurt var hvort menn teldu æskilegt að samstarf- ið ykist, voru íslendingar neikvæðastir. Að meðal- tali töldu 74% jákvætt að auka norrænt sam- starf, en á íslandi voru aðeins 65% þeirrar skoðun- ar. Sjónvarpssamstarf fær lítinn stuðning Spurt var hvaða svið norræn's samstarfs svar- endur teldu mikilvægust. Flestir töldu umhverfís- mál mjög mikilvæg, en einnig fékk fijáls aðgang- ur að skólum og gagnkvæm viðurkenning prófa mikinn stuðning, ásamt fríverzlun og samstarfi í utanríkis- og öryggismálum. Minnstur stuðning- ur var hins vegar við samstarf um kennslu í Norðurlandamálum og aukinn málskilning og samstarf á sviði sjónvarps- og útvarpssendinga. Þetta er umhugsunarvert, þar sem norræna ráð- herranefndin hyggst nú að nýju leggja áherzlu á að koma á fót samnorrænni sjónvarpsfréttarás og hefur gert það að einu helzta stefnumáli sínu. Athygli vekur að íslendingar skera sig úr hvað varðar stuðning við fijálsan búsetu- og atvinnu- rétt og fijálsan aðgang að skólum. Þeir telja einn- ig mikilvægara en aðrir að vinna að auknum málskilningi á Norðurlöndum. Aðeins 66% íslendinga heyrt minnzt á N or ður landaráð Þegar spurt var hvort menn hefðu heyrt minnzt á Norðurlandaráð eða Norrænu ráðherranefnd- ina, svöruðu um eða yfir 90% játandi á öllum Norðurlöndunum nema íslandi, þar sem aðeins 66% höfðu heyrt minnzt á þessar stofnanir. Einn- ig var spurt hvort menn teldu ákvarðanir og umræður þessara stofnana hafa haft jákvæð áhrif fyrir þjóðir Norðurlanda. Á Norðurlöndun- um telja 53% að meðaltali að Norðurlandasam- starfið hafi gert gagn, en aðeins 32% íslendinga. Mikligarður hf. lýstur gjaldþrota í gær - ISI gjaldþrota í síðustu viku Gjaldþrotin ganga nærri eiginfjárstöðu Sambandsins BÚ Miklagarðs hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í gær með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Aætlað bókfært verð eigna þann 10. júní eru 876 milljónir króna og heildarskuldir 1.469 milljónir. Skuldir umfram eignir eru því 593 milljónir króna. Skiptastjórar voru í gær skipaðir þeir Jóhann Níelsson hrl. og Ástráður Haraldsson hdl. Með gjaldþrotum Miklagarðs og Islensks skinnaiðnaðar, sem varð gjaldþrota í síðustu viku, hefur staða Sambands íslenskra 'samvinnufélaga versnað frá síðustu ára- mótum þegar eiginfjárstaðan var metin jákvæð upp á 159 milljónir króna. Aðspurður um hvort eiginfjárstaða Sambandsins væri þar með orðin nei- kvæð sagði Sigurður Markússon stjómarformaður Sambandsins og Miklagarðs að ekki væri hægt að segja til um það þar sem nokkum tíma tæki að meta áhrif gjaldþrotanna á stöðu Sambandsins. í frétt sem Morgunblaðinu barst í gær frá stjórn Miklagarðs segir að ákvörðunin um gjaldþrotaskipti sé tekin í ljósi afleitrar rekstrarafkomu og mjög bágrar efnahagsstöðu félags- ins. Á fundi stjómar Miklagarðs í fyrrakvöld var lagður fyrir endurskoð- aður ársreikningur fyrir árið 1992. Samkvæmt honum er tap ársins 559 milljónir króna. Eignir í árslok vom 1.624 milljónir, skuldir 1.859 milljónir og eigið fé því neikvætt um 235 millj- ónir í árslok. Samkvæmt þessu hefur eiginfjár- staða Miklagarðs versnað verulega frá áramótum og aðspurður um ástæðuna fyrir því kvað Sigurður Markússon stjómarformaður Miklagarðs tap- reksturinn hafa haldið áfram á þessu ári af sömu stærðargráðu og í fyrra, en þá var um 47 milljón króna tap á mánuði. Á þessu ári bættist síðan við rekstrarlegt óhagræði af því að fyrir- tækið hefði verið í sölumeðferð. Eignir aðallega veltufjármunir Aðspurður um hversu miklar hann teldi að kröfur í búið yrðu sagðist Sigurður telja að upplistun skuldanna væri nærri lagi og bókhaldsleg staða gæfi því vísbendingu um hveijar kröf- urnar yrðu. Stærsti hluti eigna Mikla- garðs em veltufjármunir en ekki fast- eignir. „Eignimar upp á 876 milljónir króna eru vörubirgðir, viðskiptakröfur og svolítið af innréttingum, tækjum og áhöldum. Þvi tel ég að þessar eign- ir eigi að skila sér sæmilega vel í þrotabúið. Málið væri erfiðara og flóknara- og líklegra að það drægist á langinn ef þetta væru fasteignir sem erfitt væri að selja.“ 190 starfsmenn í óvissu Öllum starfsmönnum í Miklagarði var sagt upp um mánaðamótin mars/apríl. „Flestir em þannig settir NÁLÆGT 4% vinnufærra manna voru atvinnulaus að meðaltali I maí- mánuði síðastliðnum. Það svarar til þess að um 5.200 manns hafi verið atvinnulaus, 2.600 konur og jafnmargir karlar. Heldur hefur dregið úr atvinnuleysi frá síðasta mánuði, en þá var atvinnuleysið 4,6%. f maí í fyrra voru hins vegar um 2,5% vinnufærra íslendinga án atvinnu. Að mati vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins er samdrátt- urinn í atvinnuleysinu frá síðasta mánuði að hluta til vegna reglubund- innar sveiflu. Undanfarin 10 ár hefur atvinna að jafnaði aukizt frá apríl til maí. Hins vegar telur skrifstofan að sérstök átaksverkefni sveitarfélaga í gegnum atvinnuleysistryggingasjóð eigi -mikinn þátt í að viðhalda þessari sveiflu í ár, þar sem um 1.500 manns hafi fengið vinnu í gegnum sjóðinn undanfarna mánuði. Atvinnulausum fjölgar mest á Sauðárkróki Atvinnulausum fækkar í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Á Vestfjörðum er þó enn minnsta atvinnuleysið á landinu, eða 2,9%. Mest er atvinnu- leysið hins vegar á Suðumesjum, eða 6,4%. Atvinnulausum fjölgaði mest milli mánaða á Sauðárkróki, eða um 27. Á Akureyri fækkaði atvinnulaus- um hins vegar um 119 frá apríl til maí. Þess ber að jgeta. að uppsagnir vegna gjaldþrots Islenzks skinnaiðn- aðar hafa síðan komið til og mun þurfa að fækka um 50 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Fleiri karlar en konur fá vinnu Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla í öllum landshlutum og hafa færri konur fengið vinnu frá apríl til maí en karlar. Atvinnuleysi kvenna er mest 9,5% á Suðurnesjum en minnst á Austfjörðum, 3,7%. Mest atvinnuleysi karla er hins vegar á Suðurnesjum og Austfjörðum, 4,4%, og minnst á Vestfjörðum, 2,1%. I heild eru 4,8% kvenna í landinu at- vinnulausar en 3,4% karla. Atvinnuleysi í mars, apríl og maí 1993 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæöinu standa 2.858 atvinnulausir á bak við töluna 3,7% í mai og fækk- aði um 157 frá þvi í april. Alls voru 5.200 atvinnu- lausir á landinu öllu í maí og hefur fækkað um 602 frá því í apríl 5,7% 5,3% M A M M A M að þeir eru á uppsagnarfresti sem rennur út um mánaðamótin júní/júlí. Hitt er svo annað mál að þegar við sölu verslananna reyndum við að tryggja hag starfsfólks. Um 480 manns var sagt upp störfum hjá Mik- lagarði og ég áætla að störf 290 manns hafí varðveist, en 190 starfs- menn eru í óvissu á þessu augnabliki. Eg vil ekki endilega segja að störf þeirra komi til með að glatast, ég vona að það verði ekki, en það veltur nú á því hvernig til tekst með með- ferð búsins,“ sagði Sigurður. Staða Sambandsins endurmetin Aðspurður um hvort Sambandið sjálft væri nú í nauðásamningum kvað Sigurður svo ekki vera. „Ég kann ekki að svara því hvort Sambandið sé á leiðinni í nauðasamninga. Auðvitað kemur gjaldþrot Miklagarðs við okkur og stjórn Sambandsins þarf að meta stöðuna upp á nýtt og gera sér grein fyrir hvað hún þýðir.“ Samkvæmt ársreikningi Sam- bandsins fyrir árið 1992 var áætlað að eiginfjárstaða Miklagarðs væri neikvæð upp á 140 milljónir króna og var sú upphæð færð til skuldar í efna- hagsreikningi. „Ég tel sennilegt að þessar 140 milljónir nægi fyrir þessu áfalli nú þar sem við vorum búnir að- afskrifa hlutabréf okkar í Miklagarði að fullu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að samt sem áður væri staða Sam- bandsins verri en gert hefði verið ráð fyrir um síðustu áramót þegar eiginfj- árstaðan var metin jákvæð upp á 159 milljónir króna, sérstaklega vegna gjaldþrots íslenska skinnaiðnaðar. Atvinniileysi minnkar og var 4% í maí Morgunblaðið/Þorkell Fjölskyldugarður HORFT yfir Fjölskyldugarðinn úr útsýnisturninum, þaðan sem sést vítt til allra átta. Fj ölskyldugarðurinn opnaður í næstu viku SENN liður að opnun Pjölskyldu- garðsins í Laugardal því hann verður formlega tekinn í notkun 24. júní, aðeins 22 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Garð- urinn nær yfir 100.000 fermetra svæði ef með er talinn Húsdýra- garðurinn og er honum ætlað að vera til skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Áætlað hafði verið að veita 300 milljónum í garðinn fram að opnun og virð- ist sú áætlun ætla að standast að sögn Magnúsar Sædals verkefnis- stjóra. Stefnt er að því hafa garð- inn opinn frá kl. 10 á morgnana til kl. 21 á kvöldin frá lokum maímánuðar til loka ágústmánað- ar. Magnús sagði að eins og heiti garðsins gæfi til kynna ættu fjöl- skyldur að geta unað sér þar við leiki og fræðslu í fallegu umhverfi. „Fjölskyldugarðurinn er ekki tívolí heldur staður þar sem bryddað er upp á ansi mörgu og mætti þar nefna ieiktæki, uppákomur, o.fl. Fræðslu er svo fléttað saman við eins og hægt er. Svo ég nefni dæmi má geta þess að efnt er til umferð- arfræðslu á svæðinu. Þarna verða litlir rafknúnir bílar sem krakkamir aka og á götunum verða umferðar- ljós og umferðarmerki. Eftir að hafa farið einn hring í brautinni fá krakk- arnir svo sérstakt ökuskírteini. Ann- að dæmi eru tvær 6 metra háar rekaviðarsúlur sem mynda skjaldar- Bílabraut ALVÖRU umferðarljós verða á gatnamótum bílabrautanna, þar sem hægt verður að aka á rafbílum. merki Reykjavíkurborgar. Fræðslu- gildi þeirra felst í því að sýna fólki hvemig rekinn hefur verið hér í gengum aldirnar og verið talinn til hiunninda," sagði Magnús. Aftur til fortíðar Af öðru skyidu nefndi Magnús líkan af víkingaskipi, naust, þing- stað þar sem efna má til samkomu- halds og fost leiktæki. Eitt af því eru eins konar hljóðvarpsskálar sem tala má í. Magnús sagði að ekki mætti held- ur gleyma öllum gróðrinum og vatn- sleikjasvæðinu þar sem unga kyn- slóðin fengi að sulla að vild en fyrir fullorðna er t.a.m. minigolf. Ef fólk kýs er svo hægt að taka með sér grillmat að heiman og laga hann á einu af útigrillunum í garðinum. Skipulag garðsins hafa annast Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt og starfsmaður garðyrkjustjóra, og starfsmenn arkitektastofunnar Ark- þings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.