Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 5 Morgunblaðið/Silli Héraðsskjalasafnið fékk bréfin Húsavík. HÉRAÐSSKJALA.SAFNI Suður-Þingeyinga barst 17. júní frumrit þeirra bréfa sem fóru á milli sr. Friðriks A. Friðrikssonar, fyrrum prófasts og prests á Húsavík, og vinar hans Jóhanns Jónssonar skálds á árunum 1912 til' 1925. Ingvar Þórarinsson, bóksali og tengdasonur sr. Friðriks, afhenti þessa góðu gjöf fyrir hönd barna prófastsins, en þau voru einhuga um að þetta merka bréfasafn skyldi varðveitast í Héraðsskjalasafni Suður-Þingeyinga, en ævi- starf sr. Friðriks var lengst af meðal Þingeyinga. Bókaútgáfan Vaka-Helga- fell gaf þessi bréf út í bók sem kom út á sl. ári. Guðni Halldórsson héraðs- skjalavörður veitti gjöfunum viðtöku og lýsti ánægju sinni yfír því að safn- inu skyldu hlotnast þessar góðu gjafír. _ w -t+ •* • Grænlendingar skoða tillögn um laxakvóta Á nýafstöðnu NASCO-þingi var samþykkt að leggja þá tillögu fyrir fulltrúa Grænlensku landsstjórnarinnar og fiskimanna að laxakvóti Grænlendinga á komandi vertíð verði 213 tonn í stað 840 tonna eins og verið hefur. Grænlendingarnir hafa ekki náð að veiða upp í kvóta sinn síðustu ár heldur verið að veiða 300 til 400 tonn. Fulltrúar Græn- lendinga á þinginu gátu ekki tekið afstöðu til tillögunnar, en ætla að taka afstöðu til hennar á næstunni. 6. júlí næstkomandi verður haldinn í Kaupmannahöfn fundur með full- trúum Grænlenskra fiskimanna og stjórnvalda annars vegar og fulltrú- um frá Alþjóða kvótakaupanefndinni hins vegar, en henni veitir Orri Vig- fússon forstöðu. „Afstaða Grænlend- inga til neyðartillögunnar þarf að liggja fyrir þegar þessi fundur hefst, því ég veit sannast sagna ekki hvað ég er að fara að kaupa ef magnið sem um ræðir liggur ekki fyrir,“ sagði Orri í samtali við Morgunblað- ið. Orri sagði jafnframt, að þó Græn- lendingar hafí tekið líklega í að semja um kaup á laxakvótunum fyrir nokkru, væri hollast að mæta þeim ekki með of mikilli bjartsýni. En hann vonaði það besta. Islendingur starfar að friðargæslu í Sómalíu STEINAR Berg Björnsson, framkvæmdastjóri friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna var skyndilega sendur til friðargæslunnar í Mogadishu í Sómalíu 10. júní sl. og á hann að vera þar fyrst um sinn í tvo mánuði. Hann á að aðstoða og síðan leysa af framkvæmdastjóra þessa umfangsmikla friðargæsluliðs um tíma. Framhaldið hef- ur ekki verið endanlega ákveðið. Morgunblaðið náði tali af Steinari í Nairobi í Kenýa, þaðan sem stjórnað er framkvæmdum og rekstri starfs Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. En Steinar á allt eins von á að fara yfir til Sómalíu eftir helgina. Steinar kom á staðinn rétt í þann mund sem pakistönsku friðargæsluliðarnir voru drepnir og það setti verulegt strik í reikn- inginn, eins og hann orðaði það. Hann segir ástæðuna fyrir því þá að hermenn uppreisnarseggs- ins Aideeds ráku á undan sér konur og börn og skýldu sér með þungavopn að baki þeirra. Pa- kistanarnir skutu ekki og því voru þeir varnarlausir og drepn- ir. Það verður ekki endurtekið, segir Steinar. Friðargæslan hef- ur fengið leyfi til að skjóta. Átök- in eru í Suður-Mogadishu og segir Steinar að þau geri allan rekstur Sþ miklu erfiðari. Engar flugvélar fara inn eða út utan vélar Sþ. Steinar segir að friðargæslan í Sómalíu sé gríðarlega erfið og flókin. Þama er 28 þúsund manna lið frá mörgum þjóðum og rekstrarkostnaðurinn 1.550 milljón dollarar fyrsta árið. „Við erum með mikinn hluta óbreytta starfsliðsins í Nairobi og ég hefí tekið að mér stjóm á rekstrinum þaðan. Starfsliðið er um 160 manns og em sem allra fæstir sendir yfír um meðan þetta hættuástand varir. I aðgerðum sem þessum eru endalaus stjórnunarverkefni við að útvega herliðinu allt sem það þarf. Það var gífurlegt átak að koma í gang þessari aðgerð á skömmum tíma, því Sameinuðu þjóðirnar eru á þremur mánuðum að taka við öllu af Bandaríkja- mönnum í Sómalíu“, segir Stein- ar. Hann hefur að undanförnu verið framkvæmdastjóri friðar- gæsluliðsins í Líbanon og þar áður friðargæsluliðsins í Gólan- hæðum eftir að hafa verið í Bagdad vegna friðargæslu í kjöl- far styrjaldárinnar milli íran og írak. Kona hans María Árelíus- dóttir er nú enn einu sinni að pakka saman búslóð þeirra og fara með hana til Kýpur, þar sem hún mun bíða átekta. Þau hjónin ætluðu að koma heim í frí í ág- Við friðargæslu STEINAR Berg Björnsson vinnur að friðargæslu í Sómalíu ústmánuði og kvaðst Steinar hafa beðið um að þetta frí yrði virt í ár, því það er eiginlega ágústfríið frá í fyrra. En eins og hann segir: „Maður gerir eng- ar áætlanir. Þetta verður að hafa sinn gang. Guð má vita hvar við dönsum næstu jól. Út á það gengur þetta Sameinuðu þjóða starf.“ m Beint flug til Orlando á besta tíma: klukkan 1230 þann 22.6., Flug Og gisting 29.6., Og . WsmémawæmmML 6.7. m Lent i Orlando kl. 16.15. í 5 næíur á The Gateway Inn í Orlando: Wm 40.885 kr. . W m.v. 4 í herbergi. (2 fullorðna og 2 börn, 2ja-l 1 ára). (Verð frá 58.180 kr. m. sköttum og forfallagj. m.v. 2 fullorðna). Fyrirtaks gisting: m.a. 2 sundlaugar (barnalaug) og veitingastaður. Örstutt í Walt Disney World. ,Jíp|l| Ödýrasta sumarleyfið vestan hafs: bandarísk gæði í aðbúnaði og þjónustu. Beint flug til Orlando alla mánudaga og þriðjudaga frá 8.6. til 31.8. Frábœrir gististaðir í Orlando og St. Petersburg Beach og um allan Floridaskaga. Gististaðir þar sem þú fœrð meira fyrir peningana: stór, hrein og björt herbergi og íbúðirmeð loftkœlingu og öllum bandarískum nútímaþœgindum. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi • ••••••••••••••••••••• • Fyrir 8.000 kr. gmmm viðbótargjald: Þœgindi og munaðarlíf á Saga Business Class aðra leiðina (16.000 kr. báðar leiðir). E CC O m d) QATLASrff : 11 1 18 i Engtnn bókunarfyrtrvari - en það borgar sig að ganga strax frá pöntun. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrif- stofurnar eða t st'ma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.