Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 10
I 8061 iwui .QZ HUOAUliVT/iUH HM/úJHi/iUOtfOM 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 Morgunblaðið/Rúnar Þór Alvöruþrungin þögn ALVÖRUÞRUNGIN þögn ríkti á fundi með starfsmönnum Islensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri síðastliðinn sunnudag, þegar stjórnendur fyrirtækisins ræddu við starfsmenn ákvörðun stjórnar um að óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Var starfsmönnum jafnframt tilkynnt að vinnuskyldu þeirra við fyrirtækið væri lokið og þá um kvöldið og næsta morgun fengi hver starfsmaður upphringinu, þar sem honum væri greint frá því hvort hann fengi ráðningu hjá Rekstrarfélagi íslensks skinnaiðnaðar eða ekki. Samtals voru þeir 70 starfsmennimir sem fengu upphringinu í þá veru, að ekki yrði um endurráðningu þeirra að ræða. Það voru ungir jafnt sem aldnir sem fengu reisupassann sinn frá ISI. Erfiðast verður að líkindum fyrir þá starfsmenn sem eru um og yfir sextugt að fá aðra vinnu. eftir Agnesi Brogadóttur Ljósmyndir Rúnor Þór HVERT reiðarslagið á fætur öðru hefur riðið yfir atvinnulíf Akureyringa að undanförnu, og að margra mati eiga Akureyringar enn eftir að sjá hann svartari. Akureyri, þessi rótgróni iðnaðarbær, er á því sviði ekki svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. Ullar- og skinna- iðnaður hafa skroppið svo mikið saman, að þessar áður umsvifamiklu atvinnugreinar eru nánast komnar í þrot. Síðastliðinn mánudag fjölgaði atvinnulausum á Akureyri úr 410 á skrá í 470, beint í kjölfar þess að íslenskur skinnaiðnaður hf. lýsti sig gjaldþrota síðdegis á föstudag. Það voru þung skref að stíga, fyr- ir þá 60 fyrrum starfsmenn ÍSI sem gengu inn á Vinnumiðlun Akureyrar sl. mánudag og skráðu sig atvinnulausa, því fyrir ríkti ófremd- arástand í atvinnumálum og margir þeirra sem létu skrá sig, horfa fram á langvarandi atvinnu- leysi, án þess að eygja nokkra von um betri tíð og blóm í haga. Samtals misstu um 70 manns vinnu sína við þetta gjaldþrot, en hluti starfs- mannanna skráir sig atvinnulausa í öðrum sveitarfélögum en hjá Akureyrarbæ. að var því ekki að undra að tónn vonleysis, upp- gjafar og sorgar væri ríkjandi í máli viðmæl- enda blaðamanns Morgunblaðsins, fyrr í þessari viku, þegar hann ræddi við fyrrver- andi og núverandi starfsmenn ís- lensks skinnaiðnaðar, sem nú heitir Rekstrarfélag íslensks skinnaiðn- aðar, félag i eigu Hamla hf, eignar- haldsfélags Landsbanka íslands. Það sem er hvað dapurlegast fyrir það iðnverkafólk sem hefur starfað árum og jafnvel áratugum saman við ullar- eða skinnaiðnaðinn á Ak- ureyri, er að þetta starfsfólk hefur unnið mjög sérhæfð störf, og á þess vegna enn minni möguleika en aðr- ir á að fá önnur störf og óskyld. Bjarni Jónasson, sem var fram- kvæmdastjóri íslensks skinnaiðnað- ar, hefur verið ráðinn af Rekstrarfé- lagi íslensks skinnaiðnaðar til loka september, en fullkomin óvissa ríkir um starfsemi fyrirtækisins að þeim tíma loknum. Það verður því ekki sagt að þeir 115 starfsmenn, sem fengu starf hjá nýja félaginu, geti verið rólegir, og atvinnuöryggi þeirra hafi verið tryggt - síður en svo. Enn um hríð verða þeir að starfa undir álagi þeirrar óvissu, að vita ekki hvort starfsemi verður haldið áfram í verksmiðjunni þegar líða tekur að hausti. Skýringar þess að verksmiðjuiðn- aður á Akureyri hefur hrunið kunna að vera margvíslegar. Skinna- og ullariðnaðurinn byggist meira á mannafla og handverki en vélum og tækni. Stór hluti í rekstri slíkra verksmiðja er því launakostnaður. Bjami bendir á, að þótt hér sé síður en svo um hálaunastörf að ræða, breyti það ekki því, að launakostn- aður í þessum iðnaði hafi farið hækkandi, en á sama tíma sé krafan um lægra verð á framleiðslunni frá kaupendum svo ákveðin, að hún verði ekki hunsuð. Því hafi fjár- magnið sem fyrirtækið hafði úr að spila, orðið æ minna. „Þá á skinnaðinaðurinn í sam- keppni við til dæmis aðrar flíkur m.a. leðurfatnað og svo eru að koma alls kyns ný efni á markaðinn, sem eru ódýrari. Þriðja heims löndin eru komin í samkeppnina með ódýrari fatnað, sem byggir fyrst og fremst á því að launakostnaður er mun lægri í þeim löndum en hér,“ segir Bjarni. Hann segir að því hafi Is- lenskur skinnaiðnaður þurft að marka sér ákveðna sérstöðu í gæð- um og framboði á litaflokkum, til þess að eiga möguleika í samkeppn- inni við ódýrari vöru. Jafnframt því sem fyrirtækið hafi þurft að geta svarað kröfum viðskiptavinanna fljótt og brugðist hratt við breyttum óskum. Hætt við ákveðna framleiðslu Nú, eftir að Rekstrarfélag ís- lensks skinnaiðnaðar hóf starfsemi, hefur verið ákveðið að einstökum framleiðslulínum verði hætt. Fram- leiðslulínum; sem gáfu lítið í aðra hönd, og sköpuðu ekki þá sérstöðu sem stefna þarf að. Þar má nefna leðurvinnslu og ákveðinn þátt í mokkalínunni. Bjarni var spurður hvort sjá hefði mátt fyrir að fyrir- tækið væri á rangri braut í þessum framleiðslulínum og ákvarðanir um breytingar hefðu verið teknar of seint: „Nei, það held ég ekki, því þetta eru breytingar sem hafa verið að eiga sér stað síðustu misseri. Það var kannski vitað að hætt yrði með þessar línur og frekar spurning um það hvernig hætt yrði.“ Annar áhrifaþáttur í því að svo fór sem fór, er gengisþróun á erlend- um mörkuðum. ÍSI hefur átt um 62% af viðskiptum sínum í ítölskum lírum undanfarin tvö ár, þannig að gengisfelling lírunnar setti geysilegt strik í reikninginn hjá félaginu, jafn- framt því sem helstu keppinautar ÍSI á Ítalíumarkaði, Spánveijar, felldu gengi pesetans. Þrátt fyrir þær hremmingar sem skinnaiðnaðurinn hefur lent í, segist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.