Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 B 13 og ferðafélagi úr mörgum fjallaferðum, en nú var hann kvikmyndatökumaður og ljósmyndari hópsins og ætlar að fylgja okkur að jökuljaðri en snúa þá sömu leið heim til íslands. Hann var vopnaður ýmsum tækjum m.a. Canon kvik- myndatökuvél sem við síðan notuðum yfír allan jökulinn. Við flugum til Kulusuk og þaðan daginn eftir með þyrlu til Ammassalik eða raunar Tasiilaq, en svo heitir þorpið, en Amm- assalik er eyjan. Þar bjuggum við hjá lækni sem er mikill fjallamaður og nutum gestrisni hans. Þann 24. apríl flugum við með þyrlu til afskekkta veiðimannaþorpsins Isertoq. Guðsorð íþyrlu en tannlækningatól í skip Einu Danimir í þorpinu Isertoq em kennara- hjón og taka þau vel á móti okkur, bæði á heimili sínu og bjóða okkur gistingu og aðsetur í skólahúsinu. í þorpinu búa um 120 Grænlend- ingar. Hver grænlensk fjölskylda á sin hunda- eyki, byssur, skutla, línur, öngla og önnur veiði- tæki. I sumarbyijun eru hundar úr hveiju eyki fluttir í sína eyju eða sker það sem þeim er gefíð einu sinni til tvisvar í viku yfír sumarið. En þá eru líká litlu bátamir með utanborðsvél- amar komnir undan snjó og fiskveiðin tekur við. Mestur er þó atgangurinn þegar fréttist af hval. Þá gellur hvalveiðikallið, smábátamir æða hver í kapp við annan út á milli skeijanna og veiðimennirnir leggja saman til atlögu við bráðina vopnaðir öflugum byssum og skutlum. Þorpsbúar eru mjög gestrisnir og einlægir í viðmóti en þó varfæmir og seinteknir. Aðeins fimm tala dönsku, aðrir grænlensku éingöngu. Margt er okkur framandi svo sem að aðeins einn sími er í þorp- inu, enginn bíll, vatnssalemi hvergi, sorphirða engin, enginn jarðvegur hvorki til ræktunar né greftrunar, aðeins klappir á sumrin og snjór að vetrinum. En fólkið er viðfelldið og við náðum strax góðu sambandi við það og slógum upp söngkvöldi í litla samkomuhúsinu þar sem við sungum íslensk lög en nokkrir tugir þorpsbúa sungu grænlensk á móti. Daginn eft- ir fórum við á hundasleða út á ísinn. Þar var dorgað í gegnum vakir. Á sunnudagsmorguninn vorurq við síðan við grænlenska guðsþjónustu sem meðhjálpari stýrði. Presturinn kemur ekki nema fjórum sinnum á ári sem er þó heldur skárra en hvað tannlækn- inn áhrærir. Hann kemur aðeins einu sinni á ári. Þetta skýrist af því að Guðsorð er mun léttara en tannlækn- ingatæki. Því kemst presturinn með þyrlunni en tannlæknirinn verður að bíða eftir að kom- ast í sumarskipið með sínar þungu borvélar, stól og tengur. En þá hefst líka tannlækninga- vikan í þorpinu. Uppgangan - Piteraq stormur Fáar góðar leiðir eru upp á austuijaðar Grænlandsjökuls. Annað hvort standa fyrir manni sæbrött granítfjöll eða sprungnir skriðjö- klar. Þær leiðir sem eru vel færar liggja svo fjarri stijálum mannabyggðum að leigja verður þyrlu fyrir hundruð þúsunda. Það tók okkur marga mánuði að velja uppgönguleiðina eftir að hafa verið í sambandi við fýrri leiðangra í ýmsum löndum og síðan lágum við yfír kortum og loftmyndum. Isertoq-leiðin er tvímælalaus sú besta. Uppgangan er einn af erfiðustu hlutum leið- arinnar. Flestir þeirra leiðangra sem eru sóttir eða snúa við lenda í því á fyrstu vikunni. Það sem hindrar þá helst er auðvitað margt svo sem kuldi, ofþreyta, sprungur, villur, veikindi, óhöpp, vanbúnaður, reynsluleysi, ótti og örygg- isleysi. En fyrst og fremst er það hinn ill- ræmdi jökulstormur Piteraq sem hefur eyðilagt þessa leiðangra. Hann brestur mjög skyndileg á í heiðskíru veðri. Menn koma ekki upp tjald- inu eða það gefur sig. Kalt loft steypir sér niður af jöklinum og þrengir sér niður fjalla- skörðin sem leiðangamir fara upp. Veðurhæð- in er gífurleg, langt yfír 12 vindstig, og ekki sér út úr augum fyrir skafrenningi. Við vorum því kampakátir þegar við biðum slíkan storm af okkur áður en við lögðum af stað og héldum kyrru fyrir í litla skólahúsinu í Isertoq í tvo daga. Hús eru þar veðurbarin á Piteraqhlið- inni og rúður oft brotnar. Var okkur sagt að afarsjaldgæft væri að tveir Piteraqar kæmu í röð. Þriðjudaginn 27. apríl lögðum við upp frá Isertoq. Við fengum tvo veiðimenn til þess að flytja okkur á hundasleðum hálfa dagleið eftir ísilögðum firðinum, gegnum fjallaskarð, inn á jökullón og á jökulsporðinn. Við nauðþekktum leiðina af .loftmyndunum. Allt var baðað sól- skini en blika á lofti og upp úr hádegi var farið að snjóa. Við kvöddum sleðamennina og Ingimund Stefánsson og lögðum á Grænland- sjökul. Snjókoman jókst og færið versnaði. Nokkrar litlar sprungur urðu á leið okkar og við fómm í belti og jöklalínu enda skyggnið lélegt. Um kvöldið tjölduðum við upp á móti austanveðrinu. Morguninn eftir er ekki ferðaveð- ur. Hann er hvass á norðan, heiðskír og háir snjóstrókar þyrlast upp inn til jökulsins. Þetta vom skýr merki Piteraqs. Það eru strax komin 11 vindstig um hádegi og tjaldið flatt fyrir vindinum. Þetta er Piteraq. Veð- urhamurinn tekur nú á sig fáránlega mynd. Við sitjum með bakið í tjalds- úðina og spyrnum í tjaldbotninn. Hann bætir í vindinn síðdegis og enn aftur um kvöldmatarleytið. Hann hlýtur að fara að lægja. En það er öðm nær. Um miðnætti keyrir um þverbak. Úti geisar fárviðri sem er ekki líkt neinu því sem við áður þekkt- um. Skafrenningurinn er eins og sandblástur. Við verðum að hrópa hver til annars í tjaldinu. Af og til koma eins og bylmingsskot þegar veðurofsinn hefur rifíð upp skarann og skotið honum á tjaldið þar sem bök okkar tóku við sendingunum. Úti er ekki stætt og skyggni innan við einn metra. Báðar forstofur tjaldsins fyllast af snjó. Áveðurs sækir skaflinn æ hærra og þyngra upp á tjalds- úðina og skarimar em að losna. Við skipt- umst á að skríða út og reyna að verja tjaldið. Um miðnætti búum við okkur undir að tjaldið geti failið. Við pökkum öllum búnaði í tjaldinu niður og fömm í hlýjustu fötin og dúnúlpu og Berghaus-algalla. Klukkan 3 um nóttina er ljóst að ekki verður meira að gert. Tvísýnt er hvort tjaldið sligist niður. En stuttu seinna fer hann heldur að gefa sig og klukkan 6 um morguninn er vindurinn aðeins 9-10 vindstig. Þá leggjum við okkur eftir 22 tíma setu undir súðinn. Síðar kom í ljós að tjaldið hafði látið á sjá og súlumar bognað. Það stóð samt af sér mikil óveður sem síðar bmstu á enda tjald- SJÁ NÆSTU SÍÐU vikuna. hefst ífyrramálid 10-80% afsláttur Algjört verðhrun á gardínuefnum Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 651660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.