Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25rJÚNÍ 1993 Hulda Sigfúsdóttir Bergmann — Minning Fædd 2. júní 1903 Dáin 14. júní 1993 í dag verður amma mín, Hulda Sigfúsdóttir Bergmann, jarðsett frá Fossvogskirkju. Þegar ég var lítil áttu fáir ömmu sem keyrði bfl, en það átti ég. Það voru ófáar ferðir sem farnar voru í Volkswagenbjöllunni sem hún þeysti á um allan bæ. Við krakkarn- ir vorum afskaplega montin af því hve fær amma var í umferðinni. Þegar amma og systumar, þ.e. mamma og systur hennar, fóru í bæjarferð var ég höfð með sem bamapía í bflnum, þegar þær fóru í búðir, og man ég eftir að hafa setið í framsætinu og þóst keyra og látið grislingana sitja aftur í. Vinsælt var að vera aftur í skotti, sem var holrúm fyrir farangur bak við aftursæti bílsins. Fjörið var oft svo mikið á meðan beðið var að allar rúður voru „sveittar" þegar amma og systumar komu til baka. Stundum hundleiddust mér þessar bæjarferðir, en ekki vildi ég þó missa af því að fá að fara með ömmu í bflnum. Hún var meistarakokkur og bak- ari. Þær eru margar uppskriftimar sem notaðar eru í okkar fjölskyldu sem ættaðar eru úr hennar eld- húsi. Hún hafði gaman af því að búa til mat og baka og gerði marg- ar tilraunir á því sviði og betmm- bætti gamlar uppskriftir. Ein jól em mér sérstaklega minnisstæð, en þá bakaði hún grænar smákökur. Þetta vom svo óvanalegar kökur að enginn þorði að smakka þær nema sælkerinn ég og sat ég lengi vel ein að þeim. Ég naut ýmissa fríðinda sem elsta stelpan af barnabömunum. Ég fékk að koma í heimsókn hve- nær sem ég vildi og horfa á kana- sjónvarpið og var fljót að læra hve- nær skemmtilegustu þættirnir vom. Við amma horfðum oft saman á ýmsa þætti. My Three Sons var einn af okkar uppáhaldsþáttum og The Andy Griffith Show með „Matlock" sjálfum, ungum og grönnum og fannst okkur hann agalega sætur. Hún bjó á þessum tíma á efstu Fædd 25. júlí 1914 Dáin 19. júní 1993 Okkur langar í fáum orðum að minnast elsku ömmu okkar sem lést 19. júní síðastliðinn. Amma var elskuleg og góð kona, og þegar við hugsum til baka er mrags skemmtilegs að minnast. T.d. þegar við heimsóttum hana og afa í Gnoðarvoginn. Þá var tekið á móti okkur með ást og hlýju, og ávallt leið okkur mjög vel hjá þeim. Amma var mjög gjafmild kona, og það var ósjaldan sem hún læddi gjöfum að okkur svo að ekki sé nú minnst á allt sælgætið sem hún geymdi upp í skáp og var óspör á. Fyrir nokkrum árum fluttumst amma og afi á Hrafnistu í Reykja- vík. Alltaf var jafn gaman og gott að koma til þeirra. Enda leið þeim vel þar. Fyrir tveim árum þegar allt virtist leika í lyndi hjá gömlu hjónunum lést afi sicyndilega og þá missti amma mikið. Við gleymum því ekki hve sorgmædd hún var, en núna hefur afi tekið á móti henni, ' og eru þau nú saman á ný. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá ömmu aftur í þessu lífí, en minningin um hana mun þó alltaf búa í hjörtum okkar. Og það er gott að vita til þess að hún er í góðum höndum hjá Guði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. hæð húss í Gnoðarvogi, en lengst af bjuggu amma og afi í sama húsi og yngsta dóttirin Þórunn og henn- ar fjölskylda. Svalir voru eftir endi- langri framhliðinni. Þessar svalir eru í huga minum það næsta sem hægt var að komast sólarlöndum, en við höfðum séð myndir frá suð- rænum slóðum Evrópu úr „sigling- um“ ömmu og afa sem voru reglu- legur viðburður í lífi þeirra. Hún átti sólhlíf og alls konar sólstóla og borð og ekki má gleyma blóma- kössunum með tropaeolunum sem hún kom til sjálf á hveiju ári og geymdi fræ af til næsta árs. Ég man líka að í eitt skipti er ég kom í heimsókn var hún úti á svölum með bunka af bókum. Hún tók hveija og eina og opnaði og skellti henni svo aftur. Hún var að „þrífa“ bókasafnið þeirra. Þá var ég alveg viss um að ég ætti þrifnustu ömmu í heimi. Amma mín var falleg kona. Hún lánaði mér bækurnar um lífið á Hellubæ eftir Margit Söderholm þegar ég var bam og fannst mér alltaf að fallegu, litlu, ljósu aðalper- sónumar væm eins og amma og var sár yfír að hafa ekki erft henn- ar útlit, en vera stór og dökk. Hún hafði alla tíð dálæti á falleg- um og vönduðum munum, sama hvort um föt eða annað var að ræða. Hún fór oft á húsmunaupp- boð á tímabili og eignaðist margt góðra muna þannig. Það er erfítt að segja frá ömmu einungis þar sem hennar líf var svo mikill hluti af lífi afa og öfugt að þau eru eins og ein eining í huga mínum. Alla tíð fann maður fyrir elskunni sem milli þeirra var. Aldr- ei heyrði ég þau segja styggðarorð við eða um hvort annað. Lífíð varð þungbærara fyrir hana þegar hann dó í maí 1974. Hún virtist þó taka því með jafnaðargeði sem ávallt einkenndi hana. Amma og afí spiluðu bridge reglulega við vinafólk sitt og man ég að ef maður kom í heimsókn á þeim dögum sem spilað skyldi hjá þeim var amma alltaf á spani og varð maður þá að ganga sérstak- lega vel um og ekki hreyfa við neinu. Henni var mjög umhugað Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við erum þakklát og glöð fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu og biðjum Guð að blessa hana. Gréta Grétarsdóttir og Kristjón Grétarsson. Þegar dánarfregn berst koma minningamar upp á yfirborðið og tilfinningin sem tengdi mann við viðkomandi kemur fram. í huga mínum var Sigga Dan, konan hans Kidda frænda, glettin og gamansöm kona. Man ég best eftir glettninni sem var svo sterk í augunum á henni og hvemig hún skellti á læri þegar hún hló. Minningin þegar ég var lítil og var hjá henni í sveit og hún var að kenna mér hvemig ég ætti að mjólka. Stundum fórum við saman inn í kauptún og þá setti hún mig í mín fínustu föt, leiddi mig niður götuna og við spjölluðum um heima og geima. Eða hvað hún hló þegar ég kom bálreið heim eftir að hafa hitt mann á fömum vegi sem spurði um Kidda um að hafa alltaf allt fágað og fínt. Heimili hennar var eins konar minjasafn fagurra muna, sem voru sinn úr hverri áttinni, en allt pass- aði fallega saman. Hún átti stóran „radíófón" sem mér fannst hið mesta undratæki og var allt í senn útvarp, plötuspilari og segulband sem hún leyfði okkur að syngja inn á og skemmta okkur við að hlusta á síðar. Amma spilaði á píanó og spilaði stundum fyrir mig, en hún þjáðist af liðagigt og gat því ekki spilað eins og hún hefði viljað. Hún hlust- aði mikið á músík, sem mér fannst misjafnlega skemmtileg. Þó man ég eftir að hún lét mig hlusta á vísur Everts Taube þangað til mér fór að þykja þær skemmtilegar. Amma fæddist í húsi því í Hafn- arfirði, sem nú er Fjörukráin, 2. júní 1903, önnur í röð þriggja dætra Sigfúsar Bergmann, kaupmanns og útgerðarmanns í Hafnarfirði, og konu hans Þorbjargar Sigurðardótt- ur Bergmann. Foreldrar Sigfúsar voru Þor- steinn Arason Bergmann, bóndi á Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal í Ðalasýslu, síðar hreppstjóri í Dældarkoti í Helgafellssveit, og fyrri kona hans, Ingveldur Daníels- dóttir frá Fremri-Hrafnabjörgum (Kristjánssonar). Foreldrar Þor- bjargar voru Sigurður Einarsson, (Hjörtssonar frá Bollagörðum) út- vegsbóndi í Pálsbæ á Seltjamar- nesi, síðar á Litla-Seli í Reykjavík, og kona hans Sigríður Jafetsdóttir (Einarssonar gullsmiðs í Reykja- vík). Þorbjörg langamma safnaði gömlum munum og var mikil hann- yrðakona og gekk oft milli heimilis síns í Hafnarfírði og Þjóðminja- safnsins í Reykjavík til að teikna upp gömlu mynstrin sem hún saum- aði svo oft eftir. Amma ólst upp á miklu fagurkera- og hannyrðaheim- ili og bar hennar eigið heimili því vitni. í dag á Árbæjarsafn mikinn hluta af safni Þorbjargar, sem amma og afí gáfu eftir lát hennar. Langamma safnaði líka málshátt- um og úrklippum. Árið 1918 skall ógæfa yfir æsku- heimili ömmu. Það ár dó faðir henn- ar úr spænsku veikinni og tveimur árum síðr lést Hrefna elsta systirin og í október 1922 dó yngsta systir- in, Auður. Þegar hér var komið sögu voru amma og afi trúlofuð og amma hafði verið á „Husholdningsskole" Bessa, því að ég hélt að hann væri að uppnefna hann. Þá leiddi hún mér fyrir sjónir að þetta væri ekki uppnefni heldur væri hann kenndur við sveit sína. En þetta eru jú minningar bams þegar lífið er bara leikur og alltaf sólskin. Dökku hliðar lífsins eru líka til og þeim fékk Sigga Dan að kynn- ast. Þar á meðal átti hún við veik- indi að stríða í mörg ár, en alltaf komst hún upp á milli og náði kæti sinni. Það er við svona minningabrot sem samviska manns hreyfist og manni fínnst maður eigi að gefa sér meiri tíma til að viðhaida tryggðaböndum. Sigga mín, ég veit að trú þín var þannig að ef hægt er að korriast annað, þá ert þú komin í faðm þinna nánustu. Hvíl í friði. Ólöf Sigurðardóttir. RT--wm----5----W í Holte í Danmörku veturinn 1921 til 1922. Ég hef í vörslu minni bréf sem þeim fóru á milli á þessum tíma og er mikil ást og söknuður á báða bóga í þeim. Til gamans má geta þess að þegar í ljós kom að amma lærði dans í skólanum, dreif afi sig á dansnámskeið í Hafnarfírðinum til að hún þyrfti ekki að skammast sín fyrir hann þegar þau færu á böll saman. Skemmtanalífið virðist hafa blómstrað í Hafnarfirði á þess- um árum miðað við frásagnimar í bréfunum. Mér finnst þegar ég lít til baka að amma og afí hafí farið oft á böll þegar ég var krakki, ýmist hjá Rotary eða Frímúrurum en afí var í báðum félögum. Oft var gert grín að mér fyrir það að segja að afi væri frímúrari þegar ég var spurð að því hvað hann gerði. Ég vissi að hann var múrari og fannst mér að það hlyti að vera merkilegra að vera frímúrari en bara venjulegur múrari svo að ég notaði það. Ég var orðin ansi stálpuð þegar ég gerði mér grein fyrir mismuninum. Ég heyrði einu sinni þá sögu að Silla mín. Nú er þinn hetjulegu baráttu lok- ið, en hvað þú varst dugleg allan þann langa tíma. Ég dáðist að því, hvað þú gast verið dugleg til hinstu - stundar, þú varst bara alltaf svo sterk og hörð af þér, en mikið varstu veik. Þegar ég kom til þín, tókstu svo vel á móti mér, ég veit að þú gerir það líka þegar við hittumst næst. Ekki fékkst þú að njóta litlu ömmu- barnanna þinna lengi, það fínnst mér sárt. Guð varðveiti þau. Ástvinum þínum votta ég inni- lega samúð mína. Guð blessi minningu þína. Edda Sigfúsdóttir. í dag kveðjum við góða vinkonu okkar, hana Sillu eða Sillu hans Dúdda eins og oft var, sagt. Við erum búin að þekkja Sillu frá því að hún fluttist ásamt systrum sín- um, Kötu og Björgu, í Litlagerði 8 ásamt sínum ágætu foreldrum Ólöfu S. Sylveríusdóttur og Gunn- ari R. Gunnarssyni. í Litlagerðinu var gerð íbúð í kjallaranum og þar byijuðu þau að búa Silla og Dúddi. Þar eignuðust þau son sinn Gunnar Ríkarð sem kvæntur er Ásthildi Pétursdóttur og eiga þau tvo syni, Róbert Má og Kristin Aron Sylvía Gunnarsdóttir lést 19. júní eftir langa baráttu við erfiðan sjúk- dóm þar sem fjölskylda hennar hef- ur staðið sig mjög vel og á hún ásamt eiginmanni hennar aðdáun skilið fyrir hvað þau reyndust henni vel. Gerðu þau allt sem í þeirra valdi stóð til að gera þennan erfiða tíma sem bestan. Silla og Dúddi ferðuðust mjög mikið bæði innanlands og utan og margar ferðir voru farnar til Banda- ríkjanna til Kötu systur Sillu og það þegar afi og amma fóru að vera saman hafí hún verið sextán ára en hann tuttugu og sjö og fólki fannst hún of ung fyrir hann. Sagði þá afi með sínu venjulega rólyndi: „0, hún eldist!" Voru þetta orð að sönnu því að hún náði því að verða níræð núna í sumar, en undanfarin tíu ár hefur hugurinn dvalist fremur í fortíð en nútíð og hún ekki greint þar á milli. Síðustu árin dvaldist hún á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún naut mjög góðr- ar umönnunar og vil ég færa starfs- fólkinu þar bestu þakkir. Hinn 16. júní 1923 giftist hún afa, Einari Sveinssyni, múrara- meistara frá Eyrarbakka, sem var sonur Sveins Einarssonar stein- smiðs og bónda á Heiði á Síðu (Bjamasonar) og fyrri konu hans Þórunnar Ólafsdóttur (í Breiðamýr- arholti Gíslasonar). Þau eignuðust fyögur böm. Elst er Hrefna Berg- mann, gift Magnúsi Ásmundssyni og eiga þau þrjú böm, Einar, Ás- mund og Auði, og em bamabömin fimm. Næstur er Sigfús Bergmann, sem kvæntur er Inger Elisabeth Krook sem er sænsk og eiga þau þijá syni, Friðrik, Magnús og Jó- hann, en áður var Sigfús kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur og eignuð- ust þau tvo syni, Sigurð og Einar, sem nú er látinn. Bamabömin em sjö. Þar næst er móðir mín, Auður, sem gift var Halldóri J.B. Hafliða- syni, en hann lést 6. mars 1987. Þau eiga okkur þijú, Huldu, Lilju og Hafliða. Barnabörnin em fimm. Yngst er Þómnn sem er gift Rún- ari Guðmundssyni og eiga þau fjög- ur böm, Huldu, Guðmund, Hrefnu og Einar. Bamabörnin em ellefu. Nú er lokið langri og viðburða- ríkri ævi mætrar konu, sem setti mark sitt á okkur sem eftir lifum. Með þakklæti minnist ég ömmu minnar sem kryddaði líf mitt á mótunarámm mínum með væntum- þykju og gleði. Hulda Halldórsdóttir. var alltaf mikið tilhlökun hjá henni að fara þangað. Silla var dugleg og heiðarleg og sérstaklega minnug og oft þegar við hittumst þá gat hún flett í bók minninganna og rifjað upp margar skemmtilegar stundir eða atburði sem gerðust fyrir mörgum ámm. Einnig var það hún sem kom með hugmynd ef eitthvað átti að fara eða gera skemmtilegt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum innlegar samúðar- kveðjur til Dúdda, Gunnars og f]öl- skyldu, foreldra, systra og annarra vandamanna. Inga og Guðjón. Sigmjóna Danelíus- ardóttir — Minning Sylvía Gunnars- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.