Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.1993, Blaðsíða 40
1 40 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. JUNI 1993 Með morgunkaffinu Ég held ég sé örugglega með þetta á blaðsíðu 38 í Sálfræði- bókinni. 474 liií- Hefur þér einhvern tíma verið sagt að þú værir fallega vax- in? HÖGNI IIKKKKV ISI cf'Cr- Cx ° ^ w BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 „Hneykslanlegt athæfi“ Frá Sigríði Dúu Goldsworthy: Þegar ég sagði 5 ára gömlum syni mínum og jafnaldra hans og vini að þeir mættu fara í sólbað með ömmu í Njarðvík á afgirtri lóðinni þá hvarfl- aði það ekki að mér að þetta mundi breyta trú barnanna á stóra góða lögregluþjóninum sem þeim hefur verið kennt að treysta og virða, því hann verndar bömin og skammar „vondu kallanna“. Það hvarflaði heldur ekki að mér að þetta gæti orðið til þess að þeir litu á sína eigin líkama sem eitthvað ljótt sem ætti að fela. Og síðast en ekki síst þá datt mér aldrei í hug að til væru lögreglumenn sem mundu finna hjá sér hvatir til að finna að við 5 ára gömul börn vegna nektar og reka þau í fötin. Þessir „prúðu“ menn lögðu ekki til atlögu fyrr en amma skaust inn eftir kaffi. Þeir hvorki ræddu við, né reyndu að hafa upp á forráðamönnum barnanna heldur gengu beint til verks, sátu færis þegar amma fór inn og nálguð- ust þessa 5 ára gömlu berbossa, sem voru í sakleysi sínu og nekt að raka saman heyi á afgirtri lóðinni. Nágrannakona og móðir annars drengins hringdi og sagði mér að lögreglubíll væri búinn að vera að keyra fram og tilbaka eftir götunni, það væri áreiðanlega eitthvað að því lögreglan væri nú að tala við bömin. Ég fór út til að athuga hvað hefði gerst. Horfði á lögreglubílinn renna burt og tvo litla drengi standa á lóð- inni á síðbuxum, peysum og bisa við að renna úlpunum sínum upp í háls. Á andlitum þeirra var óttasvipur sem mér rennur seint úr minni. það er gaman að fá að spranga um á fallegum búning og keyra hrað- skreiða bíla. En ef dómgreind og sið- ferðisvitund þessara manna er orðin svo úr skorðum að þeir sjá eitthvað hneykslanlegt við það að litlir krakk- ar séu berrassaðir í sólinni, þá held ég að við væmm öll öruggari með þá í einhverri annarri vinnu. Ég hef kynnst mörgum mjög hæf- um lögreglumönnum úr námi mínu og starfi en mennirnir sem hér um ræðir eru með framferði sínu ekki aðeins sjálfum sér heldur lögreglu- stéttinni allri til skammar. Það getur verið erfitt að sjá hvaða hvatir liggja að baki svo ógeðfelldri og dularfullri túlkun á reglugerð eða lögreglusamþykkt, eins og virðist hafa átt sér stað hjá þessum tveimur lögregluþjónum. Én það er innileg von mín að þeir megi fá þá hjálp sem þeir þurfa til að ráða fram úr sínum málum. SIGRÍÐUR DÚA GOLDSWORTHY, Hlutafélag um hvera- svæðið í Hveragerði Frá Ingvari Sigurðssyni: í júlí 1992 komum við saman nokkrir áhugamenn umferðamál í Hveragerði. Við ræddum um ýmsa möguleika í ferðaþjónustu og beind- ist áhugi okkar því fljótt að hvera- svæðinu sem er í miðjum bænum. Áður fyrr var hverasvæðið mikið sóttur ferðamannastaður, enda er sérstaða svæðisins á heimsmæli- kvarða. Ef við veltum fyrir okkur hvað það er sem ferðamaðurinn sæk- ist eftir, þá er það meðal annars að sjá, heyra (fræðast), snerta, bragða og að sjálfsögðu eyðir hann við þetta gjaldeyri. Ferðamaðurinn vill nýja upplifun. Við teljum að hverasvæðið geti haft mikið aðdráttarafl fyrir inn- lenda ferðamenn jafnt sem erlenda. Þar sem þeir stansa er hægt að byggja upp þjónustu. Til þess að geta byggt upp þjónustu þarf fjár- magn. Við teljum því að nauðsynlegt sé að stofna almenningshlutafélag, þ.e. þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í ferðaþjónustu í Hveragerði og annarra áhugaaðila og almenn- ings. I dag er hverasvæðið afgirt, lokað allri umferð og fremur óhijálegt á að líta. Forsendur þess að hvera- svæðið geti orðið aðlaðandi í augum ferðafólks eru m.a.: 1. að það verði skipulagt, hreinsað og fegrað. 2. nauðsynlegt er að allar fram- kvæmdir á svæðinu verði í samræmi við sjónarmið náttúruvemdar. 3. að öryggis þeirra sem um svæðið ganga sé gætt í hvívetna. Aðgangseyri mætti innheimta að þeim hluta hverasvæðisins sem er virkur og yrði bæklingur um það og jafnvel Hengilsvæðið í heild innifal- inn í aðgangseyrinum. Að öðrum hluta svæðisins og þeirri starfsemi sem þar færi fram, yrði ekki seldur aðgangur í öðru formi en sölu á vöru eða þjónustu. Ef fyrirtæki yrði stofn- að þyrfti það að vera fært um að sinna víðtækri þjónustu við ferðafólk og ennfremur að koma upp aðstöðu fyrir lista- og listiðnaðarfólk sem hingað vildi leita. Gert er ráð fyrir að starfsemin á hverasvæðinu yrði byggð upp í áföngum. Til að byrja með þarf að hreinsa og fegra allt svæðið og gera hinn virka hluta há- hitasvæðisins öryggan og aðgengi- legan fyrir gangandi umferð. Einnig að koma upp aðstöðu og hefja rekst- ur útimarkaðar, þar sem mætti kaupa þær vörur sem framleiddar eru í Hveragerði og nágrenni, svo sem minjagripi og ýmsa listmuni, blóm, grænmeti (jafnvel lífrænt ræktað), heilsuvörur, leirbakstra, baðolíur, jurtate, o.fl. í þeim dúr. Þegar til lengri tíma er litið væri hægt að koma upp aðstöðu fyrir nuddpotta með hveravatni, leirböð og leirbakstra og jurtaböð til fegrun- ar og heilsubótar. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp svo sem hugmynd Gests Ólafssonar arkitekts og Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts um jurtasafn hita- kærs gróðurs sem vex í og við hveri og heitum lækjum. Ekki er vitað að slíkt safn sé nokkurs staðar til í heim- inum. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur lýst vilja sínum til að efla hefðbundn- ar atvinnugreinar í bænum, sem eru garðyrkja, ferðaþjónusta og heilsu- rækt, sérstaklega m.t.t. nýsköpunar og eflingar atvinnulífs. Hinn 27. ágúst 1992 sótti áhuga- hópurinn um að fá hverasvæðið á leigu til 25-30 ára, fyrir hönd vænt- anlegs hlutafélags, og samþykkti bæjarstjórn bókun þar sem hún ósk- ar eftir nánari útfærslu á hugmynd- um hópsins áður en formleg afstaða yrði tekin til erindisins. Greinargerð var send þann 21. febrúar 1993 þar sem við ítrekuðum umsóknina um að fá hverasvæðið leigt. Jafnframt ítrekuðum við ósk okkar um fund með bæjarstjórninni eða fulltrúum hennar til að ræða þetta málefni. Nú eru liðnir 3 mánuðir og hefur ekki borist svar ennþá. Gaman væri að vita hvað veldur, því þeir sem hafa sýnt málefninu áhuga eru með- al annars bæjarstjóri, bæjartækni- fræðingur og aðilar í bæjarstjóm. INGVAR SIGURÐSSON Hveragerði Víkveiji skrifar Víkveiji fletti í vikunni Mjólkur- fréttum sem Osta- og smjör- salan gefur út og rakst þar á frétt um mjólkurneyslu í heiminum árið 1991. Þar kom fram að Rússar, sem ekki höfðu áður verið í þessari út- tekt, eru mestu mjólkurþambarar í heimi. Þeir innbyrtu þetta ár 251,8 lítra að meðaltali á mann og tóku efsta sætið af íslendingum. Við erum í 2. sæti og drukkum 185,2 lítra og írar voru í þriðja sæti með 4 lítrum minna á mann að meðal- tali en íslendingar árið 1991. .x Af hálfu Reykjavíkurborgar hef- ur verið skipulagður golfvöll- ur við Korpúlfsstaði og af teikning- um að sjá verður völlurinn einstak- lega skemmtilegur fyrir kylfinga. íbúðabyggð verður skipulögð við völlinn og inni á milli brautanna. Þetta er víða gert erlendis og í Bandaríkjunum er mikið um að byggð fyrir ferðamenn og þá sem sestir eru í helgan stein sé skipu- lögð á svipaðan hátt. Golfíþróttin á stöðugt meiri vin- sældum að fagna og á sólríkum sumardögum eins og í þessari viku getur verið erfitt að komast að á völlunum í Reykjavík og nágrenni. Nýi völlurinn sem ráðgert er að gera við Korpúlfsstaði verður því örugglega vel þeginn af kylfingum og ekki aðeins vegna þess að brýn þörf er á góðum 18 holu velli í við- bót heldur einnig vegna staðsetn- ingar og skipulags. Reyridar hefur nýr og stórglæsi- legur golfvöllur bæst við á þessu sumri. Það er völlur félaga í Odd- fellow-reglunni í Urriðadölum ofan Garðabæjar. Þar í hrauninu hefur verið ræktaður skemmtilegur 9 holu völlur, sem býður upp á mikla möguleika. Á næstu árum er fyrir- hugað að bæta öðrum 9 holum við í þessu ævintýralandslagi. Þegar yfirfullt er á öðrum völlum og allir tímar bókaðir er enn hægt að kom- ast að á þessum velli, sem sannar- lega er virði flatargjalds og eins hrings til að byija með. Aferð skrifara í Slóvakíu á dög- unum var honum bent á að í íþróttamiðstöð sem var heimsótt var á boðstólum Seltzer frá íslandi. Hann var dýrastur þeirra heilsu- drykkja sem boðið var upp á í þess- ari íþróttamiðstðöð, en afgreiðslu- maðurinn sagði að íslenski vökvinn seldist ágætlega og líkaði vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.