Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 27 frá um aldur fram. Lát hennar átti sér reyndar langan aðdraganda samfara illvígum sjúkdómi og erfið- um veikindum síðustu mánuðina, og þótt það fæli vissulega í sér líkn og lausn frá þrautum, þá er þungt að sjá á bak henni svo fljótt. Gunnþóra var fædd á Akranesi 19. júlí 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir frá Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal og Þórður Frímannsson frá Kvíslar- hóli á Tjörnesi og var hún þriðja og yngsta bam þeirra. Elstur systk- inanna var Elías Magnús, sjómaður á Akranesi, sem lést hinn 6. janúar sl. á 65. aldursári, en í miðið var Þórður Þorkell, sem dó tæpra tveggja ára í ársbyijun 1932. Dauði hans var reyndar ekki fyrsta áfall fjölskyldunnar, því heimilisfaðirinn lést af slysförum í mars 1931, þeg- ar Gunnþóra var enn í móðurkviði, og var Þórður Þorkell skírður við kistu hans. Tilveran brosti því ekki beinlínis við fjölskyldunni smáu á Skaganum í upphafi 4. áratugarins þegar við raunir hennar bættist fátækt í landi, kreppa og atvinnuþref. En arfur þúsund ára sjálfsþurftarbúskapar þjóðarinnar ásamt með nýtni og sparsemi í öllum hlutum kom Guð- rúnu að góðu haldi. Henni tókst að halda heimilinu saman og afla því þaks yfir höfuðið er hún keypti Brunnastaði, nú Laugarbraut 19, lítið hús sem enn stendur. Þar ólst Gunnþóra upp við ástríki móður sinnar og bróður, en milli þeirra systkinanna ríkti alla tíð náið og gott samband. Til marks um um- hyggjusemi Elíasar við systur sína er það, að fyrstu peningana sem hann vann sér inn notaði hann til að kaupa handa henni reiðhjól. Gunnþóra fór hefðbundna leið gegnum barna- og gagnfræðaskóla, en 18 ára gömul tók hún til starfa við símstöðina á Akranesi þar sem hún vann um sjö ára skeið, að und- anskildum vetrinum 1950-51, er hún fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi. Fáum misserum siðar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðrik Sveinssyni lækna- nema frá Siglufirði, syni hjónanna Rósamundu Eyjólfsdóttur og Sveins Sigurðssonar. Þau gengu í hjóna- band hinn 9. ágúst 1953 og að loknu námi Friðriks árið 1956 bjuggu þau um eins árs skeið í Reykjavík, en fluttust síðan norður á Langanes, með dæturnar tvær, Guðrúnu (f. 12. febrúar 1954) og Rósu (f. 18. júlí 1957), en Friðrik þjónaði sem héraðslæknir á Þórshöfn næstu 9 árin. Læknisstofan var í bústað læknisins eins og þá tíðkaðist og jók því að vonum álag og umsvif á heimilinu sem Gunnþóra stóð fyrir af miklum myndarbrag. Sér til halds og trausts hafði hún Guðrúnu móður sína hjá sér að mestu öll Þórshafnarárin og tók hún þátt í daglegum önnum vaxandi heimilis. Tvær dætur bættust þar í hópinn, Jóhanna (f. 29. mars 1961) og Þóra (f. 1. júlí 1963). Gunnþóra eignað- ist marga góða vini á Þórshöfn sem hún hélt ævinlega tryggð við og undi þar vel hag sínum að flestu leyti, þrátt fyrir erfiðar aðstæður oft á tíðum og frumstæðan aðbúnað í fyrstu, sem þó fór batnandi þegar nýr læknisbústaður reis fyrir at- beina þeirra hjóna. Þeim varð því tilbreytingin kærkomin er þau fluttu búferlum suður í Mosfells- sveit árið 1966 þegar Friðrik varð héraðslæknir í Álafosshéraði sem svo hét þá og var einmenningshér- að, en heyrir nú til Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis á Reykjalundi þar sem fjórir læknar starfa í nán- um tengslum við Vinnuheimili SÍBS. Þau Gunnþóra og Friðrik settust að á Reykjalundi og hefur sá staður verið ærið samofinn lífi þeirra hjóna allar götur síðan. Eftir að suður kom fæddist þeim fimmta °g yngsta dóttirin, Hildur Kristín (f. 6. september 1968). Þau fluttust í nýjan og glæsilegan læknisbústað á staðnum árið 1971 þar sem þau hafa átt heima síðan og eftir að Gunnþóra lauk sjúkraliðanámi frá Sjúkraliðaskóla Islands árið 1978 starfaði hún við umönnun sjúklinga á Reykjalundi, svo lengi sem heilsan leyfði. 27 ár eru langur tími úr manns- ævi, og á þeim árum sem þau Gunn- þóra og FÝiðrik hafa búið á Reykja- lundi hefur Mosfellssveitin vaxið hröðum skrefum úr sveit í bæ. Þau voru því löngu orðnir rótgrónir Mosfellingar og áttu sér marga vini og vildarmenn. Gunnþóra var reyndar ekki ýkja virk í félagsmál- um lengi vel, en hin síðari ár starf- aði hún mikið með Soroptimista- systrum í Kjalarnesþingi og var formaður klúbbs þeirra 1989-1991. Raunar var það nokkuð sterkt persónueinkenni hennar að beina kröftum sínum út á við. Kom það fram á ýmsan hátt. Ég nefni sem dæmi hvemig hún leysti oft óskil- greint en kröfuhart hlutverk sitt sem eiginkona embættismanns í landsbyggðarþorpi af hendi. Fáir gera sér e.t.v. grein fyrir þeirri þjón- ustu sem þar var innt af hendi, enda var hún ekki að öllu leyti sýni- leg. Embættið þyngdi skyldur heim- ilisins, kallaði á sérstaka snurfusun og ýmis viðvik umfram hið venju- bundna, en krafðist líka mannlega þáttarins, hlýju og skilnings á kjör- um fólks er leitaði læknis á heimili hans og krafði samviskuna um þagnarskyldu. Andlegt ok læknisins vegna starfa hans gat þannig orðið sameiginleg byrði allrar fjölskyld- unnar og mæddi þá að vonum mik- ið á húsmóðurinni. Þessar öldur brotnuðu á Gunnþóru og af prúð- mennsku sinni og myndarskap stóð hún þær af sér með mikilli reisn. Hún stóð einlægt dyggan vörð um hag dætra sinna og mátti tæp- ast til þess hugsa að þeim væri nokkurs vant sem í hennar valdi stæði að veita þeim. Þegar barna- börnin tóku að fæðast eitt af öðru eignuðust þau umhyggjusama ömmu sem vakti yfir velferð þeirra og fylgdist náið með vexti þeirra og viðfangsefnum. Hún var ólöt að heimsækja dætur sínar um langan veg eftir að þær voru flognar úr hreiðrinu; þau Friðrik fóru margar ferðir til Svíþjóðar að heimsækja Guðrúnu dóttur sína og fjölskyldu hennar og síðar til Þóru og fjöl- skyldu. Árlega komu þau til okkar Jóhönnu vestur á Patreksfjörð og þeim heimsóknum fjölgaði að von- um eftir að við fluttumst austur í Odda. Reyndar verða þessar heim- sóknir mér ekki síst minnisstæðar fyrir þá sök, að þá komu áðumefnd persónueinkenni hennar glöggt í ljós. Hún sat ekki auðum höndum nokkra stund heldur lét hún muna um sig í heimilisstörfunum, réðist í tiltektir, þvoði þvotta, burstaði skó, festi tölur, bætti flíkur, gerði slátur og sitthvað fleira sem henni þótti ungu kynslóðinni farast miður úr hendi eða hirða lítið um. Stund- um lét húsbóndinn í það skína við tengdamóður sína að sjálfstæði heimilisins riðaði til falls við þessi umsvif hennar! En hún sneri mig alltaf af sér á góðlátlegan hátt, svo hvorugt okkar hafði neitt við hitt að erfa. Banamein Gunnþóru, krabba- meinið, uppgötvaðist fyrst í febrúar á síðasta ári. Skurðaðgerð og lyfja- meðferð í kjölfarið gaf góðar vonir um bata og fulla heilsu á ný og líð- an hennar seinni hluta ársins var eftir þeim vonum. En í janúar síð- astliðnum tók að síga á ógæfuhlið- ina á ný og þrátt fyrir alla þá mann- legu hjálp sem unnt var að veita henni, svo og mikinn viljastyrk hennar og dugnað, varð ekki kom- ist fyrir rætur meinsins. Hún var í reglubundnu eftirliti á Landakots- spítala allt sitt veikindaskeið, naut um tíma í vor aðstoðar heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins, en síð- ustu þrjár vikurnar lá hún á Landa- koti. Þar lést hún að kvöldi 25. júní síðastliðinn, tæplega 62 ára að aldri. Hún tók örlögum sínum af miklu æðruleysi, kvartaði aldrei þótt þjáð væri og hélt reisn sinni og þokka til hinstu stundar. Og þá er líklega mál til komið að þakka fyrir sig. í raun verður þakklæti mitt til Gunnþóru aldrei fyllilega í orðum tjáð. En mér var það mikils virði að finna hvað að mér sneri þegar ég varð eins og einn af heimilisfólkinu hennar á þeim árum sem ég var sveitapiltur í skóla í höfuðborginni. Stuðningur hennar og hjálpsemi við okkur Jó- hönnu þegar við tókum að rugla saman reytum okkar og ráðast í það stórvirki að koma okkur upp bami verður mér líka minnisstæð- ur. Og reyndar allur hennar stuðn- ingur, bamapössun í tíma og ótíma og öll hennar fyrirhöfn og óeigin- gjarna hjálp við bömin okkar. Ég veit að ég má líka mæla fram þakk- arorð fyrir munn fólksins míns heima á Haukagili, sem mat hana afar mikils fyrir margvíslegt kær- leiksþel hennar í þeirra garð og sakna nú vinar í stað. „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins" segir í Jobsbók. Ég þakka Drottni Guði mínum, þeim Drottni sem gefur og tekur, fyrir þá gjöf og það lán að hafa fengið að kynnast Gunnþóru og eiga hana að þessi ár og bið henni náðar og miskunnar Guðs í kærleiksfaðmi hans. Að endingu leyfí ég mér svo að tileinka henni dálítið vögguljóð eftir Þorpsskáldið frá Patreksfirði, Jón úr Vör: Nú er bamið sofnað og brosir í draumi, kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vakir hjá vöggu um óttu. Hljóður og spuruli hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn þótt gull sitt bamið missi úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinsta þögnin einhvemtíma. - Ég losa kreppta fingur um lífið mitt - og dey. Guð blessi minningu Gunnþóru Þórðardóttur. Sigurður. Við Soroptimistar Kjalarnesþings viljum með þessum fáu línum kveðja okkar kæru systur, Gunnþóru. Það var stórt skarð höggvið í klúbbinn okkar þegar klúbbsystir og vinur, hún Gunnþóra, kvaddi þennan heim. Árið 1977 þegar klúbburinn okk- ar, Soroptimistaklúbbur Kjalarnes- þipgs, var stofnaður bundumst við vinaböndum sem styrkst hafa jafnt og þétt með árunum. Við höfum starfað nokkrar konur úr ólíku umhverfí, en náðum fljótt saman þegar vinna þurfti að sameiginlegu áhugamáli okkar allra sem var að stuðla að betri þjónustu fyrir aldr- aða í Mosfellsbæ. Það málefni var Gunnþóru alla tíð afar hugleikið. Gunnþóra gegndi í gegnum árin mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn okkar og einnig sat hún í stjóm Soroptimistasambands ís- lands. Gunnþóra var skemmtileg, hress og skorinyrt á fundum því að hún hafði ávallt eitthvað til málanna að leggja. Það var sama um hvað rætt var, hún hafði ávallt myndað sér skoðanir og lét þær í ljós. Hvað eina sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af mikilli samviskusemi og alúð. Ef maður tekur eitthvað að sér ber manni að gera það eins vel og hægt er, var viðkvæðið hjá henni. Hún var ein af mestu driffjöðrum klúbbsins og ávallt vakandi fyrir leiðum til að stuðla að virku starfí innan hans. Hún var ein af þeim sem var alltaf reiðubúin til að taka að sér verkefni fyrir klúbbinn þrátt fyrir miklar annir heima og heim- an. Hún er önnur í röðinni af stofn- félögunum sem fallin er í valinn langt um aldur fram. Hennar skarð verður vandfyllt og munum við sakna hennar sárt úr starfi og leik. Það verður áreiðanlega annar brag- ur á undirbúningi fyrir þorrablótið okkar sem haldið er fyrir aldraða í Mosfellsbæ þgear Gunnþóra verður hvergi nærri til að stjórna verkum af sinni alkunnu röggsemi og hressileika. Við þökkum henni sam- fylgdina sem var allt of stutt og munum minnast hennar með þakk- læti og söknuði. Við sendum Friðrik, eiginmanni hennar, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Gunnþóru Þórðardóttur. Soroptimistasystur, Kjalarnesþingi. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA ÁSMUNDSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, andaðist að heimili sínu þann 26. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ösk hinnar látnu. Kristján Baldvinsson, Inger Hallsdóttir, Gunnlaugur Baldvinsson, Hildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir, systir og mágkona, JÓHANNA GYÐA ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30. Kristín Norðmann Jónsdóttir, Óttar Svavarsson, Ása Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson, Gunnfríður Á. Ólafsdóttir, Gisii Auðunsson. t Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR JÓNSSON, frá Auðkúlu í Arnarfirði, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30. Matthea J. Pedersen, Guðrún Jónsdóttir, Páll M. Jónsson, Bergþóra Guðmundsdóttir og fjölskyldur. + Útför systur okkar og móðursystur, STEINUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR, Sæbraut 10, Seltjarnarnesi, fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 5. júlí kl. 15.00. Jórunn Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingimundardóttir Blöndal, Helga Ingimundardóttir, Einar Ingimundarson, Benedikt Eiríksson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, Lokastíg 5, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Guðjón Emilsson, Gunnar Emilsson, Emilfa Emilsdóttir, Kristján Friðsteinsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Sveinn Halldórsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR HALLSTEINSDÓTTIR, Langholtsvegi 35, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júlfkl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minn- ast hennar, er bent á líknarstofnanir. Stefán Valdimarsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinþór Tryggvason, Hallsteinn Stefánsson, Virginia Stocker, Guðrún Stefánsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Valdimar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, HEIÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Laufási 4a, Garðabæ, og vottuðu minningu hennar virðingu. Guðlaug Helga Eggertsdóttir, Völundur Þorgilsson, Fríður Eggertsdóttir, Hjalti Franzson, Helgi Már Eggertsson, Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Björgvin Orn Eggertsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.