Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 43 Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur Bakið og bróðirinn T>er er hver að baki nema T-*sér bróður eigi! Þetta sí- nota íslenska orðtak kom upp í hugann þegar umsjónarmað- ur íslensks máls vék að miklum áhrifum íslendingasagna á nútíma íslendinga. Þá hafði þessi skrifari nýlega verið að reyna að útskýra fyrir enskum sendiherra að vinátta fram í rauðan dauðann hefði alltaf verið talin með bestu kostum sem prýtt gætu hvern mann á þessu landi. Þar gætti enn þessaxa sterku áhrifa úr ís- lendingasögunum. Ur þessu urðu hinar líflegustu umræður í litlu hófi erlendra og innlendra um þessa, að því er útlending- unum greinilega fannst, óhóflegu ár- áttu Islendinga að veija vini sína. Setn- ingin úr Njálu kom þar í góðar þarftir í vörninni, því auðvitað veijum við íslendingar líka ávallt íslenska þjóð fram í rauðan dauðann, ef við höldum að útlendingar finni á henni blett. Við í vörninni gættum þess auðvitað að vera ekkert að gaspra um tilefni þessara fleygu orða úr Njálu, þegar Björn í Mörk segir eftir að hafa staðið við lítinn orðstír að baki Kára meðan hann fell- ir þijá af sex mönnum er að sækja og þeir ríða heim til hans til að fela Kára: „Nú skalt þú vera vinur minn mikill fyrir húsfreyju minni, en mér liggur hér nú allt við. Launa þú mér nú góða fylgd, er ég hef þér veitta.“ „Svo skal vera,“ segir Kári. Síðan riðu þeir heim á bæinn. Húsfreyja spurði tíð- inda og fagnaði þeim vel. Björn svaraði: „Aukist hafa heldur vandræðin, kerling." Hún svar- ar fáu og brosti að. Hún mælti þá: „Hversu gafst Björn þér?“ Kári svarar: „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi. Allvel gafst Björn mér. Hann vann á þremur mönnum, en er þó sár sjálfur, og var hann mér hinn hallkvæmasti í öllu því er hann mátti.“ ' Hvað um það, orðtakið er gott og brúklegt og sendiherr- ann gleypti það þótt þrautles- inn sé í Njálu: „Alveg rétt, annaðhvort voru menn til forna vinir þínir eða þá óvinir. Göf- ugt að veija vini sína þótt þeir hafi drepið mann eða annan. Og þá líka að hefna rækilega á óvinunum. Ég skil, annað- hvort ertu á íslandi vinur minn og bakhjarl eða ég brenni niður bæinn þinn!“ Svo hló hann inni- lega og þótti þetta fólk greini- lega skemmtilega skrýtið. Raunar auðvelt að árétta þessa virtu vináttusæmd með fleiri tilvitnunum í Njálu. Minna á vináttu Gunnars og Njáls, sem fyrir vináttu sakir liðu allt er eiginkonur þeirra aðhöfðust. „Þeir mæltu það báðir, Gunnar og Njáll, að eng- ir hlutir skyldu þeir til verða, að eigi semdu þeir með sér sjálfir. Efndu þeir það og vel síðan og voru jafnan vinir.“ Og: „Vil ég og eigi, að af mér standi afbrigð okkar vináttu.“ Umræður urðu hinar skemmtilegustu. Og erfitt að stilla sig um að benda Woghan sendiherra á nýlegri íslenskar bókmenntir um arf okkar, vin- áttu og hefndir, hina óviðjafn- anlegu Gerplu Halldórs Lax- ness um garpana Þorgeir Há- varsson og Þormóð Kolbrúnar- skáld, er lifðu í þessari hug- myndafræði. Þorgeir „kvaðst í móti skyldu koma vináttu sína meðan þeir lifðu báðir“ og „kemur þeim saman um að stunda garpslegan lifnað ... fá sér óvini að góðra drengja hætti“. Er af þeim dygðum mikil saga í Gerplu, sem endar með að Þorgeir Hávarsson kemur hrakinn og illa til reika til Noregs og tekur svo til máls við landa sinn: „Það er kunnugt öllum mönnum á Is- landi að eg sórumst í fóst- bræðralag og sá garpur er al- dregi hefur hans líki borinn verið á Norðurlöndum; unna eg honum um aðra menn fram og við hvor öðrum þótt eigi bærim gæfu til lángra sam- vista; var það í málum okkrum svarabræðra, að eigi utan dauði beggja skyldi slíta ok- kart samband." „Eg fór,“ segir Þormóður, „í Grænaland eftir svardaga okkrum Þorgeirs að elta drápsmenn hans, og vóru þó illa dræpir fyrir nennuleysis sakar, er annar var brunnmigi en hinn bar lýs meðal húsa. Og hvursu miklu hafði hann kostað til? Eg hef látið bú mitt við Djúp þar sem hrútur geing- ur í reyfi sínu og einn fiskur er griðúngsígildi. Valkyiju mína svanfleyga selda ek ein- um þræli. Og lipurtær mínar, er mér hafa trúað með augum sínum betur en aðrir ménn, þeim lét eg eftir hauskúpu Þorgeirs Hávarssonar." Njála dugar sannarlega oft vel til að slá um sig með þegar hæfa gáfulegar samræðum við veisluborð. Jafnvel hægt að grípa til Njálu þegar umræðu- efnið varð röðun til borðs í opinberum veislum. Gestir að gantast með það er þeir fyrst voru að læra þá afdrifaríku list og vandræði er upp gætu kom- ið um hvar setja skuli niður gamlar titillausar frænkur kóngafólks. En sú list að raða kórrétt til borðs svo enginn móðgist mundi frá Frökkum komin á 17. eða 18. öld minnir mig og reglur þeirra verið þýddar að grunni til handa öll- um diplómötum, kóngum og forsetum flestra þjóða. En þarna skaut Njála ref fyrir rass, varð á undan öllum frönskum borðsiðareglum. Olli ekki einmitt klúður Bergþóru húsfreyju með sætaskipan á Berþórshvoli hreint öllum víga- ferlunum, er hún hugðist skipa Þórhöllu tengdadóttur sinni ofar gestinum Hallgerði: Orð- in: „Þú skalt þoka fyrir konu þessari“ urðu afdrifarík. Og svarið veitir fordæmi gömlum kóngafrænkum: „Hvergi mun eg þoka, því að engin hornkerl- ing vil eg vera.“ Fleyg orð og brúkleg enn í dag, ekki satt? Nýkomið frá Ítalíu! ÓBREYTT VERÐ Fransisca sófasettið: 3ja sæta sófi + 2 stólar + 2 dömustólar + borð. Allt settið á aðeins kr. 177.000 stgr. Litir: Ljósdrapp, bleikt, rautt. ViSA* VALHÚSGÖGN X Ármúla 8, símar 812275 og 685375. o <ó ^V£gi 65-S.^ £ z Sé VERJUR FYRIR EI6UR ÞINAR! Leigjum mjög vandaöar yfirbreiðslur (4x6 m) til lengri eöa skemmri tíma. Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 625030. TJALDALEIGA KOLAPORTSINS Electrolux Goods Protection Stórútsalan hefst á mánudag kl. 9 TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI hefst í fyrramálið kl. 9.00 Meiriháttar verðlækkun EN&LABÓRNÍN Bankastræti 10 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.