Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 17 Millisvæðamótið í skák í Biel Jóhann Hjartarson vann Nogueiras Áskell Öni Kárason skrifar frá Biel. EFTIR að hafa teflt margar langar og strangar skákir með fremur rýrri eftirtekju hér á millisvæðamótinu í Biel náði Jóhann Hjartarson loks að knýja fram sigur í 11. umferð gegn kúbverska stórmeistaranum Jesus Nogueiras (2.580 stig). Nogueiras hefur raunar ávallt verið Jóhanni óþægur ljár í þúfu og er þetta í fyrsta sinn sem honum tekst að hafa Kúbumanninn undir. Áður hefur Nogueiras unnið þrjár skák- ir gegn Jóhanni. Svo það má nærri geta að sigurinn hafi verið kærkominn. Þrátt fyrir hægfara byijun náði Nogueiras hættulegri kóngssókn í miðtaflinu, eftir að Jóhann tók áhættu með því að forðast jafnteflislegt framhald. Svo fór, að sóknaraðgerðir Kúb- veijans veiktu stöðu hans um of og Jóhann náði að skipta upp í peðsendatafl sem reyndist létt- unnið. Á efstu borðum voru tefldar margar afar spennandi skákir í 11. umferð og unnust óvenjulega margar skákir á svart. Shirov-Gelfand 'h-'h, Portisch-Kramnik 0-1, Dreev- Salov 0-1, Barejev-Van der Sterren 0-1, Barua-Khalifman 0-1, Anand-Svestnikov V2-V2, Lautier-Piket 1-0, Lobron-I. Sokolov 0-1. Sérstaka eftirtekt vakti viðureign unglingsins Kramniks og hins 57 ára gamla Portisch, sem nú tapaði sinni fyrstu skák á mótinu og virðist ólíklegt að nokkur meistari af hans kynslóð verði með á næsta áskorendamóti. Þá heldur Hol- lendingurinn Paul Van der Sterr- en (2.525 stig) áfram að koma á óvart og virðist fátt geta kom- ið í veg fyrir að hann verði í hópi tíu efstu á þessu móti, nokk- uð sem engum hefði dottið í hug fyrirfram. Staða efstu manna að ellefu umferðum loknum (nema bið- skák Shirovs og Gelfands, sem er jafnteflisleg. 1. Gelfand 7'h + bið, 2.-7. Adams, Kamsky, Kramnik, Salov, Van der Sterren og Khalif- man l'h, 8.-10. Lautier, Sokolov og Judasín 7, 11. Shirov 6V2 + bið. Meðal fjölmargra skák- manna með 6 'h vinning eru stigahæsti maður mótsins, Ind- veijinn Anand, og sá þriðji stiga- hæsti, ívantsjúk frá Úkraínu. Opinber heimsókn Peresar í imdirbúningi Utanríkisráðherra verður fjarverandi SHIMON Peres, utanríkis- og áðstoðarforsætisráðherra Israels, er væntanlegur í stutta opinbera heimsókn hingað til lands síðari hluta ágústmánaðar. Undirbúningur heimsóknarinnar stendur enn yfir og hvorki dagsetningar né dvalartími liggja fyrir að sögn Eyjólfs Sveinssonar aðstoðarmanns forsætisráðherra. Peres mun koma hingað til lands á vegum forsætisráðherra en Jón Baldvin Hanni- balsson verður fjarverandi á þeim tíma sem heimsóknina ber upp á. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að Peres muni koma til landsins í lok þriðju viku ágúst, dagana í kringum 19. ág- úst, þótt dagsetningar séu ekki frágengnar. Við skipulagningu heimsóknarinnar þarf m.a. að taka mið af hvíldardegi gyðinga frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Deílt um samningstíma og gestastj órnendur - segir Gunnar Gunnarsson stjómarmaður í SÆ KRAFA Pauls Zukofskys um tíu ára starfssamning við Sinfóníuhljóin- sveit Æskunnar og höfnun hans á þeim möguleika að gestastjórnendum væri gert kleift að stýra sveitinni á samningstímabilinu gerði útslagið um að stjórn SÆ sá sér ekki fært að starfa með honum að sögn Gunn- ars Gunnarssonar, fulltrúa skólastjóra tónlistarskóla í stjórninni. Geng- ið var að hans dómi eins langt í að mæta kröfum Zukofskys og hægt var án þess að honum væri afhent fullt einræði. Engan samstarfsvilja hafi hins vegar verið að finna af hans hálfu. Gunnar sagði að nýrrar stjómar hefði verið rík þörf þegar hún hafi verið skipuð og hefði allt verið gert til að ná samningum við Zukofsky. Mikið borið á milli í upphafi Gunnar að tvö síðarnefndu atriðin hefðu gert útslagið um að stjórnin hefði ekki séð sér fært að starfa með Zukofsky. Málinu lokið af hálfu stjórnar Aðspurður sagði Gunnar að mik- ið hefði borið á milli í upphafi samn- ingaviðræðnanna og nefndi hann sem dæmi að menn hefðu ekki ver- ið sammála um hvenær halda bæri námskeið sveitarinnar. Zukofsky hefði t.d. viljað halda námskeið í apríl á meðan fram hefði komið hjá fulltrúa nemenda að sá tími væri óheppilegur fyrir menntaskóla- nema. Betra væri að halda nám- skeiðið fyrir skólabyijun í septem- ber. Að auki sagði Gunríar að Zuk- ofsky hefði gert kröfu um tíu ára starfssamning við sveitina, en stjórnin hefði aðeins getað sam- þykkt fimm ára samning, og hann hefði alfarið hafnað því að gesta- stjórnanda væri gert kleift að starfa með sveitinni tímabundið. Sagði Hann kvaðst halda að málinu væri lokið af hálfu stjómarinnar. „Ekki nema að hann sýni einhvern samningsvilja því hann hefur ekki sýnt neinn vilja í þá átt. En við höfum virkilega bakkað. Það má alls ekki skilja það sem svo að við höfum viljað losna við hann. Við hefðum mjög gjarnan viljað hafa Zukofsky. Það var alltaf meiningin að hann yrði aðalstjórnandinn en okkur þótti engu að síður eðlilegt að aðrir menn gætu komið inn og stýrt sveitinni, upp á að fá meiri breidd,“ sagði Gunnar og neitaði því að stjórnin hafi viljað ráða verk- efnavali sveitarinnar þó að hún hefði viljað halda opnum þeim möguleika að hafa eitthvað um það að segja. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Háskólaráðið í Eyjum AÐ loknum fyrsta fundi sljórnar samstarfsverkefnis Háskóla íslands og Vestmannaeyja var farið í sjó- ferð. F.v.: Gísli Gíslason cand. scient. Ámi Johnsen alþingismaður, Örn D. Jónsson forstöðumaður Sjávar- útvegsstofnunar Háskóla Islands, Sighvatur Bjarnason forsljóri, Gísli Pálsson prófessor, Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor og formaður, Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Gísli Már Gíslason prófessor. Háskólinn byrjar starf- semi í Vestmannaeyjum FYRSTI fundur stjórnar samvinnuverkefnis Háskóla íslands og Vest- mannaeyja var nýlega haldinn í Vestmannaeyjum. í undirbúningi eru ýmiss konar verkefni tengd sjávarútvegi, fiskvinnslu, hafrannsóknum og öryggismálum sjómanna. Sveinbjöm Bjömsson háskólarekt- or hefur átt fundi í Vestmannaeyjum um framgang málsins með heima- mönnum ásamt Páli Jenssynijprófess- or í vélaverkfræði, Birgi Amasyni prófessor í hagfræði og Emi D. Jóns- syni framkvæmdastjóra Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla íslands. Frumkvöðull málsins er Ámi Johnsen alþingismaður. Á fyrsta fundi stjómar Háskóla íslands í Vestmannaeyjum, „háskóla- ráðsins í Eyjum“, var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor í eðlisfræði og stjómarformaður Raunvísindastofn- unar Háskólans kjörinn formaður, en hann er tilnefndur af háskólarektor. Samkvæmt ósk Sjávarútvegsstofnun- ar mun Ámi Johnsen alþingismaður vera samráðsaðili með stjórninni. Nokkrir nemendur í vetur Þorsteinn Ingi Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að í vetur væri gert ráð fyrir því að nokkrir nemendur Háskóla íslands sem stunduðu nám til meistaraprófs í verkfræði, líffræði og fleiri greinum, hefðu aðstöðu í Eyjum. Þá kvað hann í undirbúningi að koma upp starfsemi Háskóla íslands í Vestmannaeyjum í rannsókna- og kennsluhúsnæði, en mikill áhugi er fyrir því í Vestmanna- eyjum að rannsöknaraðstaða Haf- rannsóknastofnunar og Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins sameinist aðstöðu Háskólans og verði þá jafn- framt í tengslum við Náttúrugripa- safn Vestmannaeyja, en auglýst staða prófessors í fiskifræði við Há- skóla Islands mun tengjast starfsað- stöðu í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Ingi sagði að meðal verk- efna sem væru framundan og stjórn- in hefði fjallað um væru rannsóknir á sviði hagræðingar í frystihúsum og gæðastjómunar, fisksjúkdómarann- sóknir í samvinnu við sjómenn, þróun öryggisbúnaðar fyrir sjómenn, skrán- ing þekkingar og reynslu sjómanna á fiskimiðunum og ákveðið er að hefja undirbúning alþjóðlegs verkefnis varðandi djúpsjávarrannsóknir, leita nýrra miða og nýrra tegunda og kanna alla möguleika betur. Þá era ýmis fleiri verkefni á döfinni, en Sjáv- arútvegsstofnun Háskóla íslands hef- ur framkvæmdastjóm verkefna á sinni hendi. V estmanneyjar sjálfkjörnar „Þótt ótrúlegt sé“, sagði Þorsteinn Ingi, „er nú loksins verið að stofna til fyrstu prófessorsstöðunnar í fiski- fræði við Háskóla íslands og aðeins sex ár til ársins 2000. Þegar við lítum í kring um okkur eftir rannsóknaað- stöðu fyrir þetta mikilvæga embætti verður útgerðarstaðurinn Vest- mannaeyjar nánast sjálfkjörinn. Þar er samankomin reynsla á breiðu sviði, ailt frá þekkingu á miðum með nær öllum íslenskum nytjafiskum og til fjarlægra markaða og þarfa þeirra. Erlendum þjóðum sem stunda rann- sóknir á þessu sviði þætti vissulega fengur að því að njóta slíkrar aðstöðu sem Vestmannaeyjar og umhverfi þeirra bjóða upp á. Þetta er sá heim- anmundur sem Háskóli íslands mun njóta 0g það sem gerir þetta tæki- færi svo einstakt. í gamni og alvöru má segja að Háskóli Islands muni nú dífa hendinni í saltan sjó, því á sviði rannsókna og markaðsmála í sjávar- útvegi liggja líklegast mestu mögu- leikar okkar íslendinga inn í framtíð- ina.“ Listin á bak við góða kemur néðan...! --------- Við kynnum vöru sem vit er í!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.